Alþýðublaðið - 26.05.1976, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 26.05.1976, Blaðsíða 7
blaXu}* Miðvikudagur 26. maí 1976 VETTVANGUR 7 STÉTTflSKIPTINGÍN ER í SÁLINNL. ekki hafa samdaunast þeirri margsamansettu matarlykt, sem þar ber fyrir vitin, hljóta a6 forða sér sem hraðast á dyr. Ekki varð blaðamaður var við neina stéttaskiptingu i þessum vistarverum. Hins vegar fengust þær upplýsingar að læknar kæmu þar sjaldan og sumar hjúkrunarkonurnar aldrei. Þrátt fyrir þetta hafði blaðamaður fengið þær upplýs- ingar annars staðar frá, að stéttaskipting væri sennilega hvað minnst á Kleppsspitalan- um og að starfsfólkið væri yfir- leitt mjög samstillt hver svo sem störf þeirra væru. □ Er þetta stéttaskipting? ■ VRIVIIIf 1M' ■ iii m ' 1 iimimn i H iiiiMiim- i Wi tp pjlgf**?!! ím, „j- Matstofa Landspitalans er til mikillar fyrirmyndar. Þar er vitt til veggja góð loftræsting, hreinlegt og snyrtilegt. Þar borða allir sem þarna starfa, læknar, hjúkrunarkonur, ræst- ingarkonur, sjúkraliðar, meina- tæknar, iðnaðarmenn, þvotta- konur og starfsfólk eldhússins. Nokkuð var liðið á matar- timann þegar i Landspitalann kom. Samt voru allmargir i borðstofunni. Þarna sátu hjúkrunarkonur við eitt borð, tveir rosknir læknar við annað, þrir læknakandidatar við hið þriðja, nokkrir iðnaðarmenn við annað, tvær ræstingarkonur sátu þarna saman og svo var eitt borð þar sem sátu tvær hjúkrunarkonur og einn lækna- ritari. Innar af borðstofunni er minni borðstofa, þar sem einstakir hópar starfsfólks geta fengið frátekið pláss til þess að halda hádegisverðarfundi. þessi stofa mun vera allmikið notuð. Flest- ir þeir sem blaðamaður ræddi við voru þeirrar skoðunar að stéttaskipting væri hvorki meiri né minni á Landspitalanum en gengur og gerist á tslandi. Þó voru nokkrir, sem héldu fram hinu gagnstæða. Þar á meðal var matráðskona spitalans. Hún sagðist telja að stéttaskipting hefði aukizt frá þvi hún kom fyrst til starfa við Landspital- ann. í ~ í Menn verða að skilja fólk til að sjá stéttaskiptinguna Stéttaskiptingin á Landspitalanum hvorki meiri né minni en gengur og gerist annars staðar á landinu... Ráðstefnan ályktaði: Allur aðbúnaður og skipulag matsölunnar á þessum stöðum er með þeim hætti, að litt samræmist íslenzkum hugsunarhætti. Og ennfremur: Sóknarkonur, sem starfa við sjúkrahúsin fá ekki að koma börnum sinum fyrir á barnaheimilum, sem rekin eru fyrir hjúkrunarkonur. Við eitt matborðið, sem blaðamaður settist niður við til að rabba um stéttaskiptinguna kom fram svar, sem var að ýmsu leyti frábrugðið hinum al- mennu viðbrögðum. Spurningin var á þá leið hvort stéttaskipt- ing væri i Landspitalanum. Svarið var á þessa leið: „Auðvitað er stéttaskipting i Landspitalanum. Stéttaskipt- ingin i þjóðfélaginu er alda- gömul og það er engin leið að uppræta hana með tilskipunum. Stéttaskiptingin er nokkuð, sem við höfum innra með okkur. Þetta er i sálinni sjálfri, eða hjartanu, ef þú vilt það heldur. Það er ekki hægt að sjá stétta- skiptinguna með augunum. Menn verða að skilja fólk til þess að sjá stéttaskiptinguna.” f ] Leiksvið Landspítalans Saltfiskurinn bragðaðist vel og jafnvel kartöflurnar lika. Fólkið var vingjarnlegt og flest- ir voru þeirrar skoðunar að stjórnendur rikisspitalanna legðu sig fram við að skapa þægilegt og „stéttlaust” um- hverfi. En er það hægt á vinnu- stað eins og Landspitalanum? Þarna koma saman hæst laun- uðu starfshópar þjóðfélagsins og hinir lægst launuðu og allt þar á milli. Ef það er rétt að stéttaskiptingin sé innra með okkur, þá er ekkert undarlegt þótt leiksvið Landspitalans, matstofan, endurspegli eitthvað af þessum kenndum i sálarlifi okkar. —BJ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.