Alþýðublaðið - 26.05.1976, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 26.05.1976, Blaðsíða 10
10 Eiskulegur faðir okkar, afi og langafi, Markús Jónsson, fyrrum bóndi Svartagili, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju laugardaginn 29. maf kl. 10.30. Fyrir hönd aðstandenda, Margrét Jones Markúsdóttir Sigurd Evje Markússon Arnbjörg Markúsdóttir TRÉSMIÐJA BJÖRNS ÓLAFSSONAR REYKJAVÍKURVEGI 68 - SÍMi 51975 HAFNARFIRÐI HÚSBYGGJENDUR! Munið hinar vinsælu TI- TU og Slottlistaþétting- ar á öllum okkar hurð- um og gluggum. * E3dd er ráð nema i tíma sé tekið. Pantið timanlega. Aukin hagræðing skapar lægra verð. Leitið tilboða. Rtnl AAiðvikudagur 26. maí 1976 bla^k)1' Enn fyrir þá sem ætla að hafa mynda Sem ljósmyndara finnst þér e.t.v stundum erfitt, að segja allt sem þú vilt segja með einni ljósmynd. Sumum finnst, að margar myndir, teknar af sama myndefni (motiv), sé hrein eyðsla. Það er oft misskilning- ur, þarsem myndaraðir geta oft verið afar skemmtilegar. Að segja sögu með Ijós- myndum. Að búa til myndaröð getur verið skemmtilegt stöku sinn- um. Með henni er hægt að segja sögu, lýsa stöðum og atburðum eða jafnvel að lýsa ljóði. Eina skilyrðið við gerð myndaraða er sú, að myndirnar séu i rökréttu samhengi. Að gera myndaröð er ekki alltaf auðvelt verk. Stundum er nauðsynlegt að vera röskur að ýta á hnappinn til þess að ná einhverjum atburði og getur þá oft verið litill umhugsunartimi. Til þess að þetta megi takast krefst þjálfunar, og heppnast sjaldan i fyrstu atrennu. Ein- faldar vélar með flæðiljósa- kubbum (flash) hafa þann kost við innimyndatökur, að hægt er að ná fjórum myndum á stutt- Þegar mynd segir ekki alla söguna um tima. Rafmagnsflæðiljós hleðst upp milli hverrar mynda- töku, en það tekur alltaf ein- hvern tima, og séu flæðiljósa- perur notaðar, verður að skipta um peru eftir hverja töku. Það er ekki hægt að biðja fólk um að biða ögn og endurtaka eitthvaö, meðan skipt er um peru, þvi þá er atburðarásin ekki lengur eðlileg né óslitin. Gefa betri heildarmynd. Annars er yfirleitt nægur timi. Áhugavert myndefni er hægt að Ijósmynda frá mörgum sjónarhornum og saman geta margar myndir gefið betri heildarmynd. Það er einmitt FRAMHALDSSAGAM eru nógu rikar til að halda þeim frá rikisspitö'lunum.” ,,Eg hef sóað heilum degi,” sagöi Dortmunder. „Ég hefði selt hálfa tylft af fjölfræðibókum i dag. Það er gott að selja þær á sunnudögum, þvi að þá eru mennirnir heima. Það er nóg að segja manninum, að það fylgi ó- keypis ósamsett bókahilla með i kaupunum, og hann dregur upp veskið.” „Heldurðu, að þetta sé ómögu- legt?” spurði Chefwick. „Vopnaðir verðir,” sagði Dort- munder. „Rafmögnuð girðing. Svo ekki sé nú minnzt á sjúkl- ingana. Langar þig i hópinn?” „Ég vonaði, að þú sæir ein- hverja leið,” sagði Greenwood. „Það hlýtur að vera hægt að komast inn.” „Auðvitað”, sagði Dort- munder. „Fáðu þér fallhlif, En reyndu svo að komast út.” „Eigum við ekki að labba og skoða?” sagði Murch. „Kannski sjáum við eitthvað nýtilegt.” „Eins og loftvarnarbyssur,” sagði Dortmunder. „Það er ekki auðvelt að opna þetta fiflabúr.” ..Lestin fer ekki fyrr en eftir klukkustund,” sagði Kelp. „Við gætum nú fengið okkur labbitúr.” Dortmunder yppti öxlum. „Allt i lagi. Umhverfis hælið skal það vera.” Þeir gengu umhverfis hælið og sáu ekkert markvert. Þegar þeir komu að bakhlið hússins urðu þeir að ganga yfir ryðguð sporin, og Chefwick sagði sjálfumglaður: „Svona eru minir teinar ekki!” „Þessir eru ekki i notkun lengur,” sagði Kelp. „Sko, einn vitleysingjanna veifar til okkar,” sagði Murch. Það reyndist rétt vera. Einn hvitklæddu mannanna stóð við blómabeðiö og veifaði tii þeirra. Hann skyggði með annarri hend- inni fyrir sólina, og brosti eins breitt og hann frekast gat. Þeir veifuðu á móti, en svo sagði Greenwood: „Þetta er Prosker! ” Þarna stóðu þeir allir með hönd á lofti. „Já, það er hann,” sagði Chefwick. Hann lét höndina siga, sama gerðu hinir. i blómabeðinu stóð Prosker og veifaði og veifaði, en svo skeilti hann upp úr. Hann fór i keng og slósér á lær i hverju hláturskast- inu á fætur öðru. Hann reyndi að hlæja og veifa samtimis, en var alveg að detta. „Lánaðu mér byssuna eftur, Greenwood,” sagði Dortmunder. „Nei, Dortmunder,” sagði Kelp. „Hann getur afhent okkur demantinn.” „En viö getum ekki náð hon- um,” sagði Murch, „svo það skiptir engu.” „Biddu bara,” sagði Dort- munder og ógnaði Prosker með krepptum hnefanum, sem olli slikum hláturskrampa, að hann settist á jörðina. Einn varðanna kom og leit á hann, en gerði ekkert. „Að svona lús skuli hafa sigrað okkur,” sagði Kelp. „Hver segir, að við séum sigraðir?” spurði Dortmunder. Allir litu á hann. „Attu við — ” sagði Keip. „Hann skal ekki hlæja að mér,” sagði Dortmunder. „Ég hef feng- ið nóg.” I. kafli Þegar sá sauðsvarti visaði Kelp inn, stóð majór Iko álútur og miðaöi á kúlurnar eins og lista- skytta með beindan boga. Kelp

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.