Alþýðublaðið - 26.05.1976, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 26.05.1976, Blaðsíða 9
albvöu' blaóíð AAiðvikudagur 26. mai 1976 VETTVANGUR 9 Það kemur í hlut iðnaðarins að taka við vinnandi hönd- um nýrra kynslóða - en því aðeins getur það orðið að í tíma verði ráð tekin Tillaga Björgvins um könnun á möguleik- um til eflingar iðnaðar í Reykjavík Borgarstjórn Reykjavikur sam- þykkir aö fela atvinnumálanefnd aö kanna á hvern hátt Reykja- vlkurborg geti stuölaö aö eflingu iönaöar i borginni. M.a. skal eftir- farandi kannaö: 1) Hvaöa ráöstafanir borgin geti gert til þess aö auövelda iönfyrir- tækjum aö koma upp húsnæöi yfir starfsemi sina. (Athugaö skal, hvort unnt sé aö veita iönfyrir- tækjum betri skilrnála en nii tiökast viö greiöslu gatnageröargjaida. Enn fremur skal athugaö, hvort borgin eigi aö fara inn á þá braut aö byggja iönaöarhúsnæöi fyrir smá- iönaö og leigja þaö fyrirtækj- unum). 2) Hvaöa smáiönaöur henti bezt f nýjum ibúöahverfum, m.a. meö til- liti tU vinnuafls úr hverfunum. 3) Hvaöa nýiönaöur mundi heppi- legastur I höfuöborginni, m.a. meö tUliti til þess aö auka sem mest at- vinnu. í þvf sambandi skai sérstak- lega athugaö, hvort borgin eigi aö stuöla aö stofnun skipasmiöastööv- ar i Reykjavik. 4) Hvort framkvæmanlegt væri og heppilegt aö koma á fót nýjum iön- aöi, sem grundvaUaöist fyrst og fremst á jarövarma. Atvinnumálanefnd skal kanna aniiaö, er hún telur máU skipta f sambandi viö eflingu iönaöar f Reykjavik. Framangreindri könnun veröi hraöaö og lokiö eigi sföar en i lok ársins. 5 gera ir af Iingar vinnu- í hefð- land- ðnaðar nleiðni tt fyrir dð full ini þvi , sem fólks á ilegum íuvega :ar til r að )ti að ti við ís áliti álitur, in stór- en átt ggingu in fisk- REYKJAVIKURBORG VERÐUR AÐ STUÐLA AÐ EFLINGU IÐNAÐAR muni ekki taka við eins miklum hluta mannaflans og álitiö er i skýrslu UNIDO , Einnig telur iðn- þróunarnefnd, að UNIDO ofmeti vandamál iðnaðarins og nauðsyn opinberra aðgerða til aöstoöar iðnaðinum. En ei að siður en eng- inn ágreiningur um það, að i framtiðinni muni iðnaður og ■þjónustugreinar taka við nær öll- um nýjum mannafla er komi á markaðinn næstu árin þar eð ekki verði um aukningu á mannafla aö ræða i frumframleiðslugreinum. Samkvæmt áætlunum Framkvæmdastofnunar og Iðn- þróunarnefndar er mannafla- 'skipting atvinnugreina sem hér segir á timabilinu 1970—1990: Talið i þús. mannára: 70 75 80 85 90 9,8 9.0 8.5 8.0 8.0 5.4 5.0 5.0 4.5 4.5 6.6 7.0 7.2 7.5 7.5 14.1 16.4 18.0 19.6 19.6 8.7 10.8 12.0 11.8 11.8 36.6 45.3 51.9 58.3 66.2 ting I íðingar JNIDO. iuð var naðar- íðurinn Þús. mannára Af þessum tölum sést, að frá árinu 1970 hefur mannafli aukizt mest i þjónustustörfum en næst- mest i iðnaði. Hins vegar hefur mannafli farið minnkandi i land- búnaði og fiskveiðum. Og þvi er spáð, að þessi þróun muni halda áfram næstu 15 árin og verða örari i þessa sömu átt. Augljóst er þó, að það er alger forsenda fyrir þeirri eflingu iðnaðar, sem hér er lýst, að nægilega vel sé búið að iðnaðinum. Sé það ekki gert fer vinnuaflið ekki i aðrar atvinnugreinar heldur kemur þá til atvinnuleysis eins og bent er á i skýrslu UNIDO. Þess vegna er nauðsynlegt að ekki aðeins rikisvaldið hlúi að iðnaðinum, heldur einnig sveitar- félög eins og Reykjavikurborg. Aukin þjónustustarfsemi fylgir i kjölfar aukins iðnaðar. 1 auglýsingu Iðnkynningar, sem birt hefur verið i sjónvarpinu undanfarið, segir að hverju einu nýju starfi i iðnaði fylgi 3-4 þjónustustörf. Ég mun ekki hér f jalla um þær ráðstafanir, er rikisvaldið þyrfti að gera til þess, að skapa iðnaðinum betri rekstrarskilyrði. Þar er um að ræða ráðstafanir i lánsfjármálum, tollamálum, skattamálum, markaðsmálum o.fl. □ Lóðaskortur En hvaða ráðstafanir getur Reykjavikurborg gert til þess að hlúa að iðnaði og stuðla að eflingu iðnaðar? Það eru ekki margir þættir, er hafa áhrif á þróun iðnaðar, sem borgarstjórn Reykjavikur hefur vald á, en þó nokkrir. Tillaga min, er hér liggur fyrir um eflingu iðnaðar i Reykjavik, tekur til nokkurra þeirra. Húsnæðisaðstaða iðnfyrirtækja skiptir miklu máli fyrir rekstur og afkomu þeirra. Stefna borgar stjórnar i lóðamálum iðnaðarins getur þvi haft veruleg áhrif á þessa atvinnugrein. Mörg traust iðnfyrirtæki hafa hrakizt úr Reykjavik til nágrannabyggöa vegna lóðaskorts i höfuðborginni. Mikil nauðsyn er þvi á þvi að borgarstjórn hafi ávallt nægilegt framboð á hentugum lóðum fyrir iðnfyrirtæki, m.a. stórum lóðum ef hagkvæmara er að hafa allan reksturinn á einni hæð en oft er við slikar aðstæður auðveldara að koma við nýrri tækni og hag- ræðingu i rekstri, sem lækkað getur framleiðslukostnað per. einingu. □ Gatnagerðargjöld Þá getur borgarstjórn hugað að þvi, hvort unnt sé að auðvelda iðnfyrirtækjum, er fá úthlutað byggingarlóðum greiðslu gatna- gerðargjaldanna. Gjöld þessi eru oröin mjög há. Það er ekki á færi annarra en öflugra fyrirtækja að greiða þessi háu gjöld með þeim greiðsluskilmálum sem nú eru i gildi. Ef til vill væri unnt að koma til móts við þau iðnfyrirtæki, er minna mega sin með þvi að leyfa þeim að greiða hluta gjaldanna, t.d. 1/2 með skuldabréfum til nokkurra ára. En þá er eftir að leysa húsnæðisvanda ýmissa smáiðnfyrirtækja, sem ráða ekki viö það að byggja yfir starfsemi sina. Ég tel að borgin ætti að býggja yfir slik smftfyrirtæki, þ.e. byggja iðnaðarhúsnæði og leigja fyrirtækjunum það. For- dæmi sliks er að finna i mörgum sveitarfélögum á hinum Norðuv- löndunum. Margvislegur iðnaður, bæði framleiðsluiðnaður og þjónustuiðnaður er tengdur fisk- veiðum og flutningaskipum. Það skiptir þvi miklu máli fyrir slikar iðngreinar hér i Reykjavik hvernig hafnaraðstaðan er hér i borg og hvernig búið er að útgerð i Reykjavik. Stefna borgar- stjórnar i hafnarmálum og út- gerðarmálum getur þvi haft áhrif á þróun þeirra iðngreina, sem tengdar eru Reykjavikurhöfn og þeirri starfsemi sem fram fer innan hafnar. fyrirtæki. Reykjavik á mikið af hæfum járniönaðarmönnum, sem unnið gætu viö skipasmiðar ef ráöiztyrði i stofnun fyrirtækis um þær. — Skipulagsyfirvöldu munu þegar hafa tekið frá ágætt svæöi fyrirnvæntanlegt Mjög margar aðrar.nýjar iðn- greinar koma vissulega til greina. T.d. hefur komið til tals að reisa i Reykjavik mikið ylræktarver er framleiða mundi græðlinga fyrir hollenzkan mark- að. Hafa Hollendingar sýnt áhuga á þvi að reisa slikt ver annað hvort i Reykjavik eða i Hveragerði. Jarðvarminn sem fundizt hefur i Reykjavik og nágrenni getur skapað grundvöll ýmiss konar iðnaðar og tæktunar i stórum stil ef til vill með útflutn- ing fyriraugum. Alla slika mögu- leika þarf aö athuga. □ Skipasmíðar ^ Skipulagsmál Borgarstjórn gæti ef til vill stuðlað að byggingu þurrkviar i Reykjavik, sem skapað gæti grundvöll skipasmiða og viðgerða á hinum allra stærstu skipum. Að visu hefur slippatækni fleygt fram, þannig að þörfin á þurrkvi er ekki eins brýn og áður. En a.m.k. gæti borgin haft frum- kvæði að stofnun skipasmiða- stöðvar i Reykjavik með þvi að leiða járnsmiðjurnar i Reykjavik saman til samstarfs og með þvi að gerast sjálf hluthafi i sliku Stefna borgarstjórnar i skipu- lagsmálum getur að sjálfsögðu haft afgerandi áhrif á það hvers konar iðnaður ris i borginni og hvar. t þessu sambandi tel ég rétt að athugað verði, hvort ekki eigi að fara meira ipn á þá braut að skipuleggja léttan og hreinlegan iðnað i nýjum ibúðahverfum. Með þvi mundi tvennt vinnast. Nýta mætti betur ágætt vinnuafl hús- mæðra og draga mætti að veru- legu leyti úr hinum miklu flutningum á vinnuafli milli endi- marka borgarinnar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.