Alþýðublaðið - 03.06.1976, Side 3

Alþýðublaðið - 03.06.1976, Side 3
 ÍA ' Fimmtudagur 3. júní 1976. FRÉTTIR 3 Pétur og Guðmundur skoðuðu Ashvillebáta — Viö erum núna að ræða þessu breyttu viðhorf sem hafa skapast. Framundan eru við- gerðir á varðskipunum svo og’ sumarfrí og þetta þarf að skipu- leggja. Ég get þvi ekki sagt um það núna hvenær við skilum skuttogurunum Ver og Baldri, sagði Pétur Sigurðsson forstjóri Landhelgisgæzlunnar i samtali við Alþýðublaðið. Pétur kom frá Bandarikjun- um i gærmorgun, en þar dvaldi hann i nokkra daga til að kynna sér ýmislegt sem að gagni mætti koma hjá Landheigis- gæzlunni. Guðmundur Kærne- sted skipherra tók einnig þátt i þessari könnun. Þarsem Pétur Sigurðsson var ekki búinn að gefa skýrslu um ferðina vildi hann ekki upplýsa að svo stöddu hvað þeir hefðu aðaliega skoðað. Hann sagðj til- ganginn hafa verið að kynna sér ákveðin atriði. Þótt viðhorf væru nú breytt væri alltaf fróð- legt að sjá eitthvað nýtt sem að gagni mætti koma hér hjá okk- ur. Alþýðublaðinu er kunnugt um, að þeir Pétur og Guðmund- ur fóru í reynslusiglingu með Ashville-hraðbát á meðan þeir dvöldu vestra og kynntu sér starfsaðfcrðir bandarisku strandgæzlunnar eftir föngum. —SG Gizur Bergsteinsson um landhelgissamninginn: Samningur utanríkisráð- herra óháður stjórnar- skrá eða lögum ríkisins Alþýðublaðið leitaði álits Gizurar Berg- steinssonar fyrrv. hæstaréttardómara um það deiluatriði, sem nú virðist upp komið um lagagildi opinbers samnings utanríkisráð- herra við utanrikisráð- herra Breta núna um helgina i Osló. Gizuri Bergsteinssyni fórust orð á þessa leið: „í deilumáli Norðmanna og Dana um Grænland, gaf norski utanrikisráöherrann, Iehlen, sendiherra Dana þá yfirlýsingu, að Norðmenn myndu ekki vé- fengja rétt Dana til Grænlands, né heldur gera tilraun til að taka á sitt vald neinn hluta nefnds lands. Þessi yfirlýsing var gefin þann 14. júli 1919 . Siðar, eða árið 1932 ákváðu rik- in að leggja deilu um Grænland fyrir fasta millirikjadómstólinn i Haag, sem var undanfari Al- þjóðadómstólsins nú i sömu borg. Málið var flutt frá þvi i nóvem- ber 1932 (21/11) og lauk málflutn- ingi þann 7. febrúar 1933 ; Dómur varsvo kveðinn upp 5/4 1933:. Niðurstaða dómara og álit þjóðréttarfræðinga. Dómurinn komst að þeirri Hópur af Klepps- spítala sólar sig á Majorkaströndum Meðal þeirra Islendinga sem sóla sig á Mallorka þessa dagana er hópur af Kleppsspitalanum. Hér er um að ræða sjúklinga og menn væru á stanzlausum hlaupum i simann. Þörf breytinga. Ekki er vafi á þvi, að hér kemur fram réttlát gagnrýni á störf Alþingis. Þingið þarf að söðla um og endurheimta vald sitt, sem það hefur glatað smátt og smátt á siðustu áratugum. Þingið er kosið til að stjórna og fara með æðstu stjórn þjóð- mála. Atkvæðaveiðar einstakra þingmanna, fyrirgreiðslupólitik og ótti við þrýstihópa má ekki verða til þess að þingið skirrist við að taka þær ákvarðanir, sem þvi ber skylda til. Lýðræði krefst styrkrar stjórnar, ef það á að ná tilgangi sinum. I þættin- um á þriðjudagskvöld kom glögglega fram, að þetta skortir mjög. — Alþingi er nauðsynlegt að endurheimta virðingu sina og vald, og umræður um það ættu að verða eitt fyrsta verk- efni hayetþings. niðurstöðu, að yfirlýsing Iehlens, norska utanrikisráðherrans frá 1919, hefði fullt þjóðréttarlegt gildi, sem bindandi samningur fyrir norska rikið. 1 Ennfremur, að stjórnarskrá eða einstök lög rlkis gæti þar ekki um breytt. Fyrir liggur álit þjóðréttar- fræðinga, sem fjallað hafa um slfk mál og hafa komizt að sömu niðurstöðu. Þar til má nefna danska þjóðréttarfræðinginn Alf Ross, og hinn kunna, italska þjóð- réttarfræðing Anzelotti. Carl August Fleischer, norski þjóðréttarfræðingurinn, sem gaf út bók sina „Hovedpunkter i Folkeretten” 1966, kémst að sömu niðurstöðu, sbr.bls.121 i nefndri bók,” sagði Gizur Bergsteinssor fyrrverandi hæstaréttardómari að lokum. Tollgæzlusmyglmálið Þeir þrir menn sem úrskurðaðir voru i gæzluvarðhald vegna meintr- ar aðildar að smygli fyrir nokkrum dögum hafa nú allir verið látnir lausir. Fyrst var sjómanninum sleppt, siðan öðrum tollverðinum fyrir stuttu og hinn var látinn laus i gærdag. Haraldur Henrýsson sakadómari sagði,er Alþúðublaðið náði tali af honum, að mál þetta væri nú að mestu rannsakað. Þegar rannsókn • væri lokiö að fullu yrði málið sent rikissaksóknara tii ákvörðunar. Að öðru leyti vildi Haraldur ekki tjá sig um þessa rannsókn að sinni, en nánar verður fjallað um málið i Aiþúðublaðinu á morgun. —SG Fjölmenn badmintonkeppni Úrslit i liðakeppni BSI (badmintonsambands Islands) fóru fram i iþróttahúsi Garðabæj- ar 1. júni s.l. Til úslita léku A og B lið frá TBR. Úrslit urðu þau, að B lið TBR bar sigur úr bitum eftir harða og jafna keppni og til marks um það má nefna, að þeg- ar tólf leikjum var lokið, og að- eins einn tvenndarleikur var eft- ir, var staðan jöfn, 6—-6. Siðasta leikinn léku þau Sigfús Ægir Arnason og Sigriður Jónsdóttir fyrir B liðið gegn Haraldi Korne- liussyni og Huldu Guðmundsdótt ur fyrir A liðið. Var þetta hörku leikur sem endaði með sigri Sig- fúsar og Sigriðar, 15—12 og 18 —16, og þar merð var B liðið búið að sigra i þessari skemmtilegu keppni. I sigurlaun fékk B liðið fagran bikar gefinn af Garðari Alfonssyni og er þetta i þriðja skiptið sem um hann er keppt. Þessi keppni hófst i jandar s.l og er þetta fjölmennasta keppni i badminton sem hér hefur farið fram. Næsta liðakeppni mun væntanlega hefjast næsta haust. starfsfólk alls um 40 manns. Við val ' þeirra sem i hópnum eru, var tekið mið af þvi að við- komandi hefðu dvaliö nokkurn tima á spitalanum, mismunandi lengi þó. Sjúklingarnir kosta sig sjálfir eftir þvi sem þeir geta, en auk þess var efnt til samskota til þess að afla farareyris fyrir þá sem minna eiga. Haldin var hlutavelta, efnt var til happ- drættis auk þess sem haldinn var sumarfagnaður fyrir starfslið spitalansogvarágóðinnlagður ó- skertur i ferðasjóðinn. Það starfsfólk sem er með i för- inni heldur launum sinum óskert- um meðan á ferðinni stendur, en kostar sjálft uppihald. Flugferð- irnar fyrir starfsfólkið eru greiddar úr styrktarsjóðnum. I förinni eru læknar, hjúkrunar- fræðingr, sjúkraliðar auk annarra, alls 10 manns. Fólkið dvelur á Mallorka, eins og áður sagði, og býr þar i sumar- húsum. I fyrra var efnt til álika ferðar ogþóttihún takast vel ialla staði. Hið opinbera leggur engan styrk til fararinnar að öðru leyti en þvi að starfsfólkið heldur laun- um sinum óskertum meðan á ferðinni stendur. Auglýsing erlends fyrirtækis eftir íslenzkum fag- mönnum hálfgert GABB? 1 Morgunblaðinu i gær var auglýst eftir járnsmiðum, mál- urum, rafsuðumönnum og málmhúðunarmönnum og væri enskukunnátt æskileg. Var það erlent fyrirtæki, Sorefame, sem auglýsti, en hægt var að fá upp- lýsingar hjá Stálsmiðjunni. Portúgalskur verktaki. Hjá Stálsmiðjunni fengum við þær upplýsingar, að fyrirtæki þetta væri portúgalskt verk- takafyrirtæki, sem sæi um smiði 3 km langrar þrýstipipu sem lægi i stöðvarhúsið á Sig- öldu. Mikill áhugi. Þeir hjá Stálsmiðjunni sögðu okkur ennfremur, að eftir að auglýsingin birtist, hafi siminn hjá þeim ekki stoppað, sem bendir til þess, að ekki sé of gott ástand i atvinnumálum hér á landium þessar mundir. Heldur er samt óliklegt, að margir Is- lendingar verði ráönir, þar sem Portúgalarnir koma sjálfir með sérmenntaða iðnaðarmenn. Auglýsing þessi væri meira til að sýnast, að gefa íslendingum færi á að sækja um starf. ATA EB.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.