Alþýðublaðið - 03.06.1976, Page 4
4 ÚTLÖND
Verð- N
LÆKKUN
Texos Instruments
sif RAFREIKNAR
í TI-1200 an minnis
KR. 5.015
TRÚLOFUNARHRINGAR
- Fljót afgreiösla.
„ '*
Sendum gegn póstkröfu '
GUÐM. ÞORSTEINSSON
gullsciiöur, Bankastr. 12
Leiguflug— Neyftarflug
HVERT SEAA ER
HVENÆR SEAA ER
FLUGSTÖÐIN HE
Siraar 27122-11422
alþýðu'
Fimmtudagur 3. júní 1976. Maðið
LARS ENGQUIST TALSMAÐUR SAMB.UNGRA JAFNAÐARMANNA
MAJ-BRITT THEORIN ÞIN
GLEYMIÐ
EKKI ELDRI
BÖRNUNUM
,,Viö höfnum algerlega hug-
myndinni um sex stunda
vinnudag fyrir foreldra smá-
barna. Aöalástæöan til þess er
sú, aö viö teljum hana ekki ná
þeim tilgangi, sem henni er
ætlað, þ.e.a.s. aö sex stunda
vinnudagur leysi þau vand-
kvæði sem foreldrar smá-
barna eiga viö að etja í
sambandi við vinnu, heimili
og börn.”
Við teljum þvert á móti, að
þessi skipan mála valdi fólki
frekar erfiöleikum á vinnu-
stað og bæði vinnufélagar og
vinnuveitendur muni setja sig
i sérstakar stellingar
gagnvart þvi.
Við teljum að breytingin,
sem þessu fylgdi myndi frekar
auka álagið en hitt og skerpa
þannig andstæðurnar.
Okkar tillaga er þvi sú, að
barnafólk fái rétt til þess að
taka sér fri, sem svarar 12
mánuðum á fyrstu 10
aldursárum barns sins.
Þessum rétti fylgdiauövitaö
fjárhagsleg aöstoö, sem jafn-
gilti þeim launum, sem viö-
komandi hefur.
Leyfiö gætu foreldrarnir
siöan tekiö eftir eigin óskum, i
samráöi viö verkalýösfélag
sitt og tryggingarstofnunina.
Akveönum hópum yrbi þó
gert kleift aö taka leyfið
þannig, að vinnutiminn yröi
styttri á degi hverjum.
Aðrir foreldrar vilja örugg-
lega taka leyfið þannig að þeir
geti fylgst með þroska þeirra
t.d. þannig aö ganga meö þeim
i skóla eöa fara með þeim á
barnaheimiliö mánuð i senn
eða lengur. Einnig kemur til
greina að foreldrar vilji dvelja
með börnum sinum alveg
meðan þau eru að venjast nýk
umhverfi t.d. eftir að flutt
hefur verið búferlum.
Tillaga okkar er sú að
tryggöur verði almennur
réttur foreldra til aö taka sér
samtals eins árs fri frá
störfum meðan börnin eru aö
alast upp. Friiö má taka,
þegar foreldrarnir óska þess
og þannig verður tryggt aö
fólkið fær sjálft aö velja.
Einhvers konar kvóta skipt-
ingu veröur að koma á fót og
ef foreldrar eiga fleiri en eitt
barn verður að skipta leyfinu.
„Við höfum ekki handbæra
lausn á þessum vanda, en
einhvers konar skiptingu
veröur að koma á. bað sama
gildir um aö ekki verður unnt
aö taka leyfið út þannig að fólk
sé i frii 12 mánuði samfleytt.”
HÆTTA
EINUNG
,,Ég hef alla tið verið i vafa
um réttmæti þess að foreldr.
smábarna fái sérstaka lausn
sinna mála. Astæðurnar til
þess eru fleiri en ein. bað er
sjálfgefið að það verða.
konurnar, sem munu vinna
sex tima á dag, ekki karlarnir.
bá verður einnig að lita á það
að þetta kemur þeim til góða,
sem þegar njóta einhverra
hlunninda, þ.e.a.s. þeim sem
hafa heilsdagsvinnu og trygga
barnagæzlu. Aðrir koma vist
ekki til greina.
Ég leyfi mér að draga i efa,
að það sé einmitt þetta fólk,
sem þarf á þvi að halda að
vinna styttri vinnudag.
Ég er einnig efins um að
tillaga ungra jafnaðarmanna
sé eins góð og látið er af.
Framvkæmd tillögu þeirra
fylgja mörg vandamál og ekki
hafa komið fram nothæfar till-
ögur um framkvæmdina, enda
virðist mér að þær séu ófram-
kvæmanlegar i reynd.
SEX STUNDfl VINN
EÐA EINS ARS FRÍ
Sænska þingið hefur frestað
þvi til haustsins hvort sett verða
lög þess efnis, að foreldrar smá-
barna eigi rétt til þess að vinna
aðeins sex tlma á dag, til þess
að geta veriö lengur i samvist-
um við börn sin. Samband
ungra jafnaðarmanna i Sviþjóð
hefur sett fram hugmynd um,
að i stað styttingar vinnutimans
yerði komið þannig til móts við
foreldra að þeir geti tekið sér fri
MAY-BRITT CARLSSON VINNUR HJÁ SAMBANDI SKRIFSTOFUFÓLKS:
VINNA OG NÆG
BARNAGÆZLA ER
BEZTA LAUSNIN
Ég er persónulega á móti
þvi að vinnudagur smábarna-
foreldra einna veröi styttur.
Ég er sannfærö um að það
hefur i för með sér meiri
vandkvæöi en það leysir
einkum fyrir þá, sem þegar
eru i erfiðri aðstöðu á vinnu
markaðinum sérstaklega þó
einstæðar mæður.
Lausnin er hinsvegar fólgin
i þvi að allir fái styttri vinnu-
dag. bá verður einnig að koma
þvi þannig fyrir að fólk geti
lagað vinnutimann meira eftir
sinum þörfum og unnið lengur
einn daginn en skemur hinn, ef
það kemur sér betur.
Tillögu ungra jafnaðar-
manna hefi ég ekki séð i smá-
atriðum en það sem ég hef
heyrtliztmér vel á. Húngefur
möguleika á þvi aö gera
vinnutimann sveigjanlegri en
nú er.
Ég tel það jákvætt að
þriggja ára aldurinn verður
ekki gerður að vendipunkti I
málinu. Ég hygg, að það sé
spor i rétta átt, að foreldrarnir
velji sjálfir hvenær þeir vilja
fá sér fri til að gæta barnanna.
Hættan við tillögu þeirra er
þó sú að barnagæzlan
lendi að mestu leyti á
konunni. bvi hygg ég að það sé
rétt að setja reglur sem
tryggja að timinn skiptist sem
jafnast milli foreldranna
beggja. Við getum ekki verið
að biða eftir þvi að hugarfarið
breytist þessu i hag, við
verðum að setja reglur sem
hvetja feður til þess að axla
sinn hluta af ábyrgðinni á upp-
eldi barnanna. bannig getum
við flýtt fyrir hugarfars-
breytingunni.
Til þess að jafna aðstöðu-
muninn milli einstæðra for-
eldra og kjarnafjölskyldunnar
mætti ef til vill hugsa sér að
samfélagið kæmi á fót ein-
hverskonar þjónustu fyrir ein-
stæða foreldra, þannig að
barnagæzlufólk gæti komið á
heimilin þegar þess væri
óskað, að ákveðnum skil-
yrðum uppfylltum.
Bezti stuðningurinn við
barnafjölskyldurnar er þó að
minu mati að tryggja næga at-
vinnu til framfæris. Vinna og
góð barnagæzla er það bezta,
bæði fyrir börnin og for-
eldrana.
AINfl WESTIN STARFSMA
,,bað er engin ástæða til
þess að hafna stefnu Alþýðu-
sambandsins varðandi sex
stunda vinnudag fyrir foreldra
ungabarna, enda er það okkar
álit að stór hópur foreldra er
þurfandi þess, að vinnudagur-
inn verði lagfærður En þess
ber þó að geta, að það er ekki
brennandi áhugi meðal félaga
okkar fyrir þvi að þessu verði
hrint i framkvæmd.
Ég geri mér það i hugar-
lund, að sex tima vinnudagur
komi sér einungis vel fyrir þá,
sem búa i hinum stærri
borgum, en leysa þurfi
vandann með öðrum ráðum i
minni bæjum og úti i dreif-
býlinu.
Ég held að i tillögu ungra
jafnaðarmanna felist margt
gott og þess virði að við hana
sé staldrað. bar vil ég fyrst
telja að stuðningurinn við for-