Alþýðublaðið - 03.06.1976, Qupperneq 10
10
O O O Brúðkaup
Laugardaginn 24/4 voru gefin
saman i hjónaband Unnur
Þóröardóttir og Valdimar Er-
lingsson. bau voru gefin saman
af séra Gisla Brynjólfssyni i
Laugarneskirkju. Heimili ungu
hjónanna er að Digranesvegi 90.
— Ljósmynd: Mats Wibe Lund.
Laugardaginn 6/12 voru gefin
saman i hjónaband Kristin
Valtýsdóttir og Þórður Daniel
Bergmann. bau voru gefin
saman af séra Jónasi Gislasyni i
Dómkirkjunni. Heimili ungu
hjónanna er að Seljabraut 40. —
Ljósmynd: Mats Wibe Lund.
Sunnudaginn 18/4 voru gefin
saman i hjónaband Stefania
Björk Helgadóttir og Einar
Ingólfsson. Þau voru gefin
saman af séra Lárusi Halldórs-
syni i Breiðholtsskóla. Heimili
ungu hjónanna er að Suður-
hólum 6. — Ljósmynd: Mats
Wibe Lund.
Laugardaginn 1/5 voru gefin
saman i hjónaband Birna
Helgadóttir og Bogi Ingi-
marsson. bau voru gefin saman
af séra Ólafi Skúlasyni i
Bústaðakirkju. Heimili ungu
hjónanna er að Búðargerði 1. —
Ljósmynd: Mats Wibe Lund.
Laugardaginn 20/3 voru gefin
saman i hjónaband Hafdis
Heimisdóttir og Samúel Grétar
Sveinsson. Þau voru gefin
saman af séra Ragnari Fjalar
Lárussyni i Dómkirkjunni i
Reykjavik. Heimili ungu hjón-
anna er að Laugavegi 54B —
Ljósmynd: Mats Wibe Lund.
Lýðháskólinn
í Skálhotti auglýsir
Innritun nemenda lýkur 30. júni.
Nánari upplýsingar veitir skólastjóri,
simi um Aratungu.
Lýðháskólinn I Skálholti.
Fimmtudagur 3. júní 1976.
Fótbrotum fækkar með
Brot á efri hluta likamans.
1972-73 62 (10.6%)
1960-61 18 ( 3.3%)
Slæm tognun.
í972-73 106 (18>/o)
1960-61 23 ( 4.3%)
Tognun á ökkla.
1972-73 89 (26%)
eru reiknaðar út
frá heildatölu brota og tognana á
Mount Snow.
FRAMHALDSSAGAN
Prosker leit á hann. „Þér eruö
ágætur kvennamaöur,” sagöi
hann, ,,en þetta er ekki þaö
sama.”
„Nei, þér eruö ekki kvenkyns,”
sagöi Greenwood.
„Demantinn,” sagöi Dort-
munder.
Prosker leit á hann. „Má ég
leggja eina spurningu fyrir yöur?
Sleppiö þiö mér úrsjónmáli.fyrr
en ég hef afhent demantinn?”
„Þetta er ekki einu sinni fynd-
iö,” sagöi Dortmunder.
„Grunaöi ekki Gvend,” sagöi
Prosker, baöaöi út höndum og
sagöi: „Þá fáiö þiö hann aldrei.”
„Nú drep ég hann!” hrópaöi
Greenwood, og Murch og Kelp og
Chefwick komu til aö hlýöa á
samræöurnar.
„tltskýringu,” sagöi
Dortmunder.
„Demanturinn er geymdur I
bankahólfi minu i banka á horn
inu á Fifth Avenue og
Forty—sixth Street i Man-
hattan,” sagöi Prosker.. „Þaö
þarf tvo lykla til aö opna banka
hólfiö, mina og bankans. Reglur
bankans mæla svo fyrir, að ég
fari einn ásamt fulltrúa bankans
niöur. Fulltrúinn og eigum aö
vera einir.og i hólfageymslunni á
ég aö skrifa i bankaskrána, og
þeir bera saman undirskrift mlna
og þá, sem þeir hafa í skjala-
safninu. Meö öörum oröum, þaö
veröur aö vera ég, og ég verð aö
fara einn. Þér mynduö ekki
treysta mér, þó ég gæfi dreng-
skaparheit mitt fyrir þvi, að ég
segöi fulltrúanum ekki aö hringja
i lögregluna, og ekki get ég
ásakaö yöur fyrir þaö. Ég myndi
ekki treysta sjálfum mér. Þér
getiö haft stööugan vörö viö
bankann, ef þér skiljið, og rænt
mérogleitaö á mér Ihvert skipti,
sem ég fer inn i bankann, og út
aftur, en þaö merkir aöeins, aö
demanturinn verður þar sem
hann er, til einskis gagn fyrir
mig, og til einskis gagns fyrir
yöur.”
„A n d sk o t i n n ,” sagöi
Dortmunder.
„Mig tekur þaö sárt,” sagöi
Prosker. „Reglulega sárt. Ég er
viss um, aö viö heföum komist aö
samkomulagi, ef ég hefði faliö
steininn einhvers staðar annars
staöar, og þá heföi ég fengiö laun
fyrir tima minn og útgjöld bætt aö
fullu.”
„Ég gæti mölvaö I þér geifl-
urnar/’ öskraöi Greenwood.
„Þegiðu,” sagöi Dortmunder
viö hann, en viö Prosker sagöi
hann. „Haldiö áfram.” Prosker
yppti öxlum. „Vandamálið er
óleysanlegt,”sagöihann. „Éghef
sett steininn þar, sem enginn
getur náö I hann.”
„Hvar er lykillinn yöar?”
spuröi Dortmunder.
„Aö bankahólfinu? A skrif
stofunni minni. Falinn. Ef þér
haldið, að þér getiö sent einhvern
I minn stað til aö skrifa undir
fyrir mina hönd, langar mig til að
vera svo elskulegur að segja
yöur, aö bankamennirnir kannast
vel viö mig. Þaö gæti veriö, aö
sendimaður yöar rækist ekki á
fulltrúana tvo, sem þekkja mig
persónulega, en ég myndi ekki
reikna meö þvi.”
„Hvaö ef þessi lUs dræpist,
Dortmunder?” spuröi Green-
wood. „Myndi kerlingin ekki erfa
hann? Viö næöum steinum hrá
henni”
„Nei,” sagöi Prosker.
„Bankahólfiö yröi opnaö i viður-
vist konu minnar, tveggja full-
trúa bankans, lögfræöings konu
minnar, og án efa einhvers frá
skiptarétti. Ég er hræddur um, að
konan min fengi aldrei demant-
inn.”
„Fari þaö i heitasta helviti,”
sagöi Dortmunder.
„Veiztu, hvaö þetta þýðir,
Dortmunder?” spurði Kelp.
„Mig langar ekki til aö vita
þaö,” sagöi Dortmunder.
„Viö veröum aö fremja banka-
rán,” sagöi Kelp.
„Talaöu ekki viö mig,” sagöi
Dortmunder.
„Mig tekur þetta sárt,” sagöi
Prosker. „En þaö er ekkert viö
þvi aö gera, hélt hann áfram, og
Greenwood sló hann utan undir,
svo aö Prosker datt aftur á bak
niöur I holuna.
„Hvar er skóflan?” hrópaöi
Greenwood, en Dortmunder
sagði: „Hættu þessu. Upp með
hann og inn i bflinn.”
„Hvert höldum við?” spuröi
Murch.
„Aftur til borgarinnar,” sagöi
Dortmunder. „Til að gleðja
majórinn.”
„Látiö þá ekki eins og svo sé.
Þér fáið svar mitt innan viku.”
„Ekkert liggur á”, sagði
majórinn. „Gefiö yöur góöan
tima. Ég er bara miöur min, viö
erum allir miöur okkar. Kelp hef-
ur á réttu að standa, viö eigum
ekki aö rifast.”
„Hvers vegna ekki?” spuröi
Prosker og brosti til þeirra.
Greenwood sló Prosker bak við
eyraö. „Eruö þér byrjaður aftur
spuröi hann. „Hættiö”.
Majórinn benti á Prosker og
spurði: „Hvaö um hann?”
„Hann sagði, aö lykillinn væri á
skrifstofu sinni,” sagöi Dort-
munder,” svo aö viö höfum ekk-
ertvib hann aö gera. En viö get-
um ekki sleppt honum. Er kjallari
endir húsinu?”
Majórinn leit undrandi á hann.
„A ég aö geyma hann?”
„Um stundarsakir sagöi
Dortmunder.
„Þér veröið samsekur eftir af-
brotið,” sagði Prosker og leit á
majórinn.
Greenwood sparkaöi i
sköflunginn á Prosker. „Hvenær
ætliö þér aö vitkast?”
Prosker leit á hann og sagöi
viröulega, en þreytulega. „Hættiö
þessu, Greenwood.”
Greenwood virti hann undrandi
fyrir sér.
„Ég kæri mig ekkert um þaö,”
sagöi majórinn við Dotmunder,
„en ég geri ráö fyrir, aö um
annan stað sé ekki aö ræða.”
„Rétt”.
Majórinn yppti öxlum. „Þá
segjum viö þaö.”
„Sjáumst seinna,” sagöi Dort-
munder og gekk til dyra.
„Andartak,” sagöi majórinn.
„Ég verö aö biöja yður aö biða,
meöan ég næ i liösstyrk. Ég vil
helzt ekki vera einn hjá fangan-
um”.
„Allt I lagi,” sagöi Dortmund-
er, og þeir félagar stóöu i hnapp
viö dyrnar, meöan majórinn
sagöi eitthvaö skipandi I innan-
hússsimann. Prosker sat I miöju
herberginu og brosti bliölega til
ÞAÐ VAR EINU
SINNI DEMANTUR.;.