Alþýðublaðið - 03.06.1976, Qupperneq 14
14 FRA MORGNI...
Fimmtudagur 3. júní 1976. b!aSi^,
Útvarp
FIMMTUDAGUR
3. júní
7.00 Morgunútvarp Veðurfregnir
kl. 7.00, 8.15 Og 10.10.
Morgunlukfimi kl. 7.15 og 9.05.
Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustu-
gr. dagbl), 9.00 og 10.00.
Morgunbæn kl. 7.55.
Morgunstund barnanna kl.
8.45: Einar Björgvin heldur
áfram sögu sinni „Palla, Ingu
og krökkunum i Vik” (2). Til-
kynningar kl. 9.30. Létt lög
milli atriða. Við sjóinn kl.
10.25: Ingólfur Stefánsson talar
við Jóhann J.E. Kúld um
útgerðarmál Norðmanna.
Tónleikar. Morguntónleikar kl.
11.00 Filharmóniusveit Vinar-
borgar leikur „Sögu”,
sinfóniskt ljóð op. 9 eftir
Sibelius, Sir Malcolm Sargent
stjórnar/André Jaunet, André
Raoult og hljómsveitin
Collegium Musicum i Zilrich
leika Kammerkonsert fyrir
flautu, enskt horn og strengja-
sveit eftir Honegger, Paul
Sacher stj./Suisse Romande
hljómsveitin leikur „Gæsa-
mömmu” ballettsvitu eftir
Ravel, Ernest Ansermet stj.
12.00 Dagskráin. Tónleikar. Til-
kynningar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir. Til-
kynningar. A frívaktinni
Margrét Guðmundsdóttir
kynnir óskalög sjómanna.
14.30 Miðdgissagan: „Myndin af
Dorian Gray” eftir Oscar Wilde
Valdimar Lárusson les þýð-
ingu Sigurðar Einarssonar (7).
15.00 Miðdegistónleikar
Kammersveit Emils Seilers
leikur Konsert i B-dúr eftir þrjú
óbó, þrjár fiðlur og sembal eftir
Georg Philipp Telemann. Dani-
el Barenboim, Pinchas Zuker-
man og Jacqueline du Pré leika
Trió i B-dúr fyrir pianó, fiðlu
og selló „Erkihertogatrióið”
op. 97 eftir Ludwig van
Beethoven.
16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15
Veðurfregnir).
16.40 Litli barnatiminn Sigrún
Björnsdóttir sér um timann.
17.00 Tónleikar.
17.30 „Eitthvað að lifa fyrir” eftir
Victor E. Frankl. Hólmfriður
Gunnarsdóttir les þýðingu sina
á bók eftir austurriskan geð-
lækni (2).
18.00 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskra
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
19.35 Óperuflutningur Þjóðleik-
hússins: Aldarf jórðungsaf-
mæli. Óperan „Rigólettó” eftir
Giuseppe Verdi. Hljóðritun var
gerð á sviði Þjóðleikhússins ár-
ið 1951. Flytjendur: Else Mtíhl,
Stefán íslandi, Guðmundur
Jónsson, Guðmunda Elíasdótt-
ir, Kristinn Hallsson o.fl. ásamt v
félögum úr karlakórnum Fóst-
bræðrum og Sinfóniuhljóm-
sveitinni. Leikstjóri: Simon
Edwardsen. Stjórnandi: Dr.
Victor Urbancic. Þorsteinn
Hannesson ræðir við Stefán
Islandi, Guðmund Jónsson og
Jón Þórarinsson — og kynnir
óperuna.
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir. Kvöidsagan:
„Sá svarti senuþjófur” ævi-
saga Haralds Björnssonar.
Höfundurinn, Njörður P.
Njarðvík, lýkur lestrinum (28).
22.40 Kvöldtónleikar: Þættir úr
klassískum verkum.
23.25 Fréttir. Dagskrárlok.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
INN Á
HVERT HEIAAILI
Requiem
Mozarts
á dag-
skrá Fíl-
harmóníu?
Söngsveitin Fil-
harmonia hélt aðalfund
sinn i siðustu viku.
Fjölmenni var á fund-
inum og mikill áhugi á
starfinu. Eitt helzta
mál fundarins var
ráðning kórstjóra, en
Jón Ásgeirsson, sem
æfði kórinn i vetur gaf
ekki kost á sér lengur.
Rætt var við ýmsa aðila, en
flestir höfnuðu, enda verkeftiið
ekki á hvers manns færi. Martin
Hunger, organisti, léði þó máls
á áframhaldándi umræðum og
standa vonir til þess, að hann
æfikórinn næsta vetur. Helzt er
rætt um flutning á Requiem
Mozarts, en ekkert er þó afráðið
enn. Sr. Jón Bjarmann, sem
verið hefur formaður kórsins
undanfarið, baðst undan endur-
kosningu, en i hans stað var kos-
inn Ragnar Arnason, verkfræð-
ingur. — Ljósm. G.T.K.
■ ■BRBBRBIBRIIBBBIiaBiaa
■ Alþýðublaðið- *
■ á fivert heimili :
■ ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ ■
Frá íþróttafélagi fatlaðra í Reykjavík
Aöalfundur lþróttafélags
fatlaðra i Reykjavik var hald-
inn nýlega.
Undanfarið hefur verið æft
að Háaleitisbraut 13, I „cur-
ling” og borðtennis. Sl. sumar
fékk félagið ágæta aðstöðu til
útiæfinga á Armannsvelli viö
Sigtún, en aðeins var hægt að
æfa úti tvisvar vegna veðurs.
Borgarráð hefur nú samþykkt
að hafa Arbæjarsundlaug
opna fyrir fatlaða tvisvar I
viku.
Olympiuleikar fatlaðra
verða i Toronto 3.-11. ágúst nk.
Iþróttafélagið hefur ekki enn-
þá á að skipa þátttakendum
sem hlutgengir væru i sllkri
keppni. Hins vegar má vera að
einhverjir úr félaginu hafi á-
huga og getu til að nota sum-
arfri sitt til að vera á
Olympfuleikunum. Leitað
hefur verið til ýmissa hreyf-
inga um fjárstuðning til að
senda þjálfara og jafnvel einn
félagsmann á leikana. Þegar
hafa borizt nokkur fjárfram-
lög og einnig hefur ISl veitt
vilyrði fyrir fjárframlagi.
Akveðið hefur verið að
reyna að koma á keppni milli
félaganna i' Reykjavik og á
Akureyri nú i sumar. Enn-
fremur má nefna, að Jakob
Hafstein, fiskiræktarráðu-
nautur hefur gert grein fyrir
væntanlegri stangaveiðiað-
stöðu fatlaðra við Elliðavatn.
Æfingar á vegum
félagsins
A Armannsvelli við Sigtún
verður æft á laugardögum kl.
14-16, verður byrjað þar 12.
júní. Sund verður i Arbæjar-
sundlaug I júni og júli á þriðju-
dags- og fimmtudagskvöldum
kl. 20-21. Laugin verður lokið i
ágúst. (I vetur verður sundið
sept.-mai á miðvikudags-
kvöldum kl. 20-21 ogá laugar-
dögum kl. 15-16).
Þjálfari félagsins er Július
Arnason, en ársgjald er kr.
400.
Stjórn félagsins skipa: Arn-
ór Pétursson, GIsli Helgason,
Vigfús Gunnarsson, Lára
Hafliðadóttir og Jón Eiriks-
son.
Finnsk listakona
svnir í Hveragerði
DAGANA 4.-13. júni stendur yfir
málverkasýning finnsku lista-
konunnar Oili Elinar Sandström
i Eden i Hveragerði.
Elina Sandström hefur stund-
að málaralist yfir aldarfjórðung
og nam við „Ateneum” listahá-
skóla Finnlands. Hún hefúr
haldið fjölda sýninga, bæði hér-
lendis og i Finnlandi, en að
þessu sinni hefur hún sent 70
oliumálverk á sýninguna I Eden
i Hveragerði. Fyrirmyndir sin-
ar sækir listakonan i Islenzku
landslagi, enda búsett hér tæp
10 ár. Einnig eru myndir frá
Finnlandi svo og blómamyndir.
Sýningin verður sem fyrr seg-
ir í Eden i Hveragerði dagana
4.-13, júni og er opið frá kl.
9-23.30 alla dagana. Aðgangur
að sýningunni er ókeypis.
Auglýsið í Alþýðublaðinu
KOSTABOÐ
á kjarapöllum
KJÖT & FISKUR
Breiðholti
Siini 71200 — 74201
DÚÍIA Síðumúla 23 /ími 84900
OR-tM-jj-h-JX.
Heimiliseldavélar,
6 litir - 5 gerðir
Yfir 40 ára reynsla
Rafha við Óðinstorg
Símar 25322 og 10322
Birgir Thorberg
málarameistari
sími 11463
önnumst alla
málningarvinnu
— úti og inni —
gerutn upp gömut húsgögn
II
9