Alþýðublaðið - 05.06.1976, Page 2
2 FRÉTTIR
Laugardagur 5. júní 1976.
ýðu-
bláöíð
Útgefandi: Alþýðuflokkurinn.
Itekstur: Heykjaprent hf. Kitstjóri t
o}> ábyrgðarmaður: Arni Gunnars-
son.. Kitstjóri: Siglivatur Björgvins-
son. Kréttastjóri: Kjarni Sigtryggs-
son. Aðsetur ritstjórnar er i Siðu-
múla 11, slmi 81866. Auglýsingar: 14906. Áskriftarslmi 14900.
Prentun: Biaöaprent h.f. Askriftarverð: 1000 krónur á
mánuði og 50 krónur i lausasölu.
alþýóu-
blaöiö
Hinir ríku ríkari
og hinir
fátæku fátækari
Erlendur Einarsson, forstjóri SIS, flutti athyglis-
verða ræðu á aðalfundi samtakanna. Hann vék að
verðbólguvandanum, og kvað viðsjárverða tíma
framundan í efnahagsmálum. Hann sagði, að allir
væru sammála um, að undirrót efnahagsvandans
væri óhófleg verðbólga, en ekki hafi reynzt unnt að
•sameina þjóðina um leiðir, til að halda henni í
skef jum.
Erlendur benti rétti-
lega á, að launastéttirnar
þyrf tu að gera sér glögga
grein fyrir því, að i verð-
bólgu á borð við þá, sem
hér hefði ríkt, ætti sér
stað gífurleg eignartil-
færsla í þjóðfélaginu.
Þetta ástand skapaði þá
miklu hættu, að þeir ríku,
sem ættu miklar fast-
eignir, yrðu ríkari, en
þeir fátæku, sem ættu
litlar eða engar fast-
eignir, yrðu fátækari.
Segja mætti, að
verðbólgan væri mark-
visst að grafa undan vel-
ferðarþjóðfélagi okkar.
Erlendur lagði áherzlu
á, að þeir sem stjórnuðu
efnahagsmálunum
mættu ekki gef ast upp við
að f inna leiðir, til að hafa
hemil á verðbólgunni.
Hætta væri á, að menn
sigldu værukærir ofan á
verðbólgus jónum og
ráðstafanir í efnahags-
málum miðuðust við það,
að þjóðfélagið laðaði sig
að mikilli verðbólgu í stað
þess að draga úr henni.
Erlendur Einarsson
stjórnar fyrirtæki, sem á
síðasta ári velti liðlega 22
milljörðum króna. Hann
veit því gjörla um hvað
hann talar og þekking
hans á þessum málum
verður ekki dregin í efa.
Orð hans eru því alvarleg
viðvörun til þeirra, sem
efnahagsmálum stjórna.
Þessi ummæli forstjóra
SíS eru ólíkt raunsærri en
súskoðun, sem fram kom
í ræðu eins þingmanns
Framsóknarf lokksins á
fundi fyrir skömmu, er
hann lofaði Guð fyrir
verðbólguna: hún hefði
gert honum og fleirum
kleift að byggja.
Alþýðuf lokkurinn
hefur ítrekað bent á þá
gífurlegu verðbólgu-
hættu, sem birtizt í þeirri
mynd, að hinir ríku verða
stöðugt ríkari, en hinir
fátæku fátækari. Verð-
bólgunni fylgir efnahags-
leg spilling og siðleysi og
gildismat á fjármunum
ruglast og verður að
engu. Alþýðublaðið vill
þess vegna vekja sér-
staka athygli á ummæl-
um Erlends Einarssonar,
sem segja meira en
langar greinargerðir um
vandann í efnahags-
málunum.
Hvítasunnuhelgin
Hvítasunnuhelgin er nú framundan. Þetta hefur
venjulea veriðein mesta ferðahelgi sumarsins, og nú
munu margir leggja land undir fót í góða veðrinu.
Með aukinni umferð á þjóðvegum landsins eykst
slysahættan, og einkum nú, þegar ætla má að langt sé
siðan að flestir ökumenn, a.m.k. í Reykjavík, hafa
farið út á malarvegi. Mikillar aðgæzlu er því þörf.
Annað ber að hafa í huga. Gróður er enn
viðkvæmur eftir langan og umhleypingasaman
vetur. Ferðamenn ættu því að reyna að hlífa gróðri
og náttúru landsins með góðri umgengni. Einnig að
ganga snyrtilega um og fara frá hverjum stað eins
og þeir vildu hafa komið að honum. — Alþýðublaðið
óskar öllum góðrar ferðar og heimkomu.
Hrinedans um afstöðuna til „Stofnunarinnar”:
KAFLASKIL (
SJÓNARSPILl
Eins og skýrt er frá á forsiðu
var samþykkt að ráða tvo
stjórnarþingmenn sem for-
stjóra Framkvæmdastofnunar
rikisins — og greiða þeim
bankastjóralaun, ýmiskonar
sérstakar aukagreiðslur, og að
auki hafa þeir áfram þing-
fararkaup.
Aðeins fulltrúi Alþýðuflokks-
ins i stjórn stofnunarinnar
greiddi atkvæði gegn þessari
ráðstöfun, en fulltrúi Alþýðu-
bandalagsins sat hjá við
atkvæðagreiðsluna.
Samkvæmt hinum nýju lögum
á rikisstjórn að skipa for-
stjorana samkvæmt tillögu
stjórnar Framkvæmda-
stofnunar, svo að samþykkt
stjórnarinnar er endanleg.
Furðulegt
sjónarspil
Með þessu er lokið kafla I
einhverju furðulegasta sjónar-
spili, sem fram hefur farið i
islenzkri pólitík á siðari árum.
Framkvæmdastofnun rikisins
var sett á stofn og mynduð úr
tveim eldri stofnunum i tið
vinstristjórnar ólafs Jóhannes-
sonar. Þá snerust Sjálfstæðis-
menn, sem voru i stjórnarand-
stöðu, gegn þvi af mikilli heift,
að settir voru þrir, pólitiskir
„kommissarar” i fram-
kvæmdaráð stofnunarinnar,
einn frá hverjum stjórnarflokk.
Alþýðuflokkurinn studdi frum-
varpið um stofnunina að undan-
teknum ákvæðunum um hina
pólitisku yfirstjórn, og taldi að
þar ættu ekki að vera menn,
sem eru starfandi stjórnmála-
menn.
Eftir að núverandi rikisstjórn
var mynduð, breyttist hljóðið I
Sjálfstæðisflokknum. Hann
bætti sinum „kommissar” i
Stofnunina og fékk formann
stjórnarinnar, og hefur við það
setið I tæplega tvö ár. Loks
birtist frumvarp, sem átti að
betrumbæta fyrirtækið, og var
þar gert ráð fyrir að breyta
framkvæmdarráðsmönnum i
forstjóra, og skyldu stjórn
stofnunarinnar ráða fjölda
þeirra. Kórónan á verkið var
svo samþykkt tveggja stjórnar-
þingmanna, sem raunar eru
báðir úr sama kjördæmi, sem
■ orst jórar Framkvæmda-
stofnunar rikisins.
Ný deild
stofnuð
Nýju lögin gera ráð fyrir, að
stofna megi nýja deild,
Byggðadeild, við Fram-
kvæmdastofnunina. Hefur þvi
máli verið frestað fram eftir
ári.
Þá var frá þvi skýrt, að Bjarni
Bragi Jónsson væri á förum frá
stofnuninni til að verða hag-
fræöingur Seðlabankans.
Samþykkti var einróma að
ráða Guðmund ólafsson fram-
kvæmdastjóra yfir Lánadeild
Framkvæmdastofnunar, og að
setja Bjarna Braga fram-
kvæmdastjóra Áætlunardeildar
unz hann hverfur til Seðlabank-
ans.
Formaður stjórnar Fram-
kvæmdastofnunar er Ingólfur
Jónsson alþingismaður. Auk
hans mættu á stjórnarfundinum
i gær þessir stjórnarsinnar:
Ingvar Gislason, Þórarinn Sig-
urjónsson Jón G. Sólnes og Jón
Arnason. Aðalfulltrúi Alþýðu-
bandalagsins i stjórninni, Ragn-
ar Arnalds, var fjarverandi og
varamaður hans mættur.
II
Gróður viðkvæmur og
því bannað að tjalda
- framhald af
forsfðufrétt
og sum þeirra raunar alveg ónot-
hæf, sem tjaldstaðir.
Þá sagði sr. Eirikur að stund-
um hefði veriö gripið til þeirra
ráða að setja tjaldbönn á þau
svæði sem sýnt væri að myndu
eyðileggjast ef mikilli umferð og
hefðu slik bönn staðið fram i
miðjan júni. Hefði þó ekki verið
gripið til neinna ráðstafana nú, i
og með vegna þess, að þangað
kæmi fjölskyldufólk, og það gengi
yfirleitt svo vel um að ekki þætti
ástæða til að meina þvi að tjalda.
Hitt væri öllu verra þegar stórir
hópar settu sig niöur á svæðin,
eins og ástand þeirra væri nú, þvi
þá væru fyrirsjáanlegar
skemmdir á þeim.
Bannað að tjalda
á Laugarvatni
Að sögn G. Birkis Þorkelssonar
hefir verið ákveðiö að tjaldstæðin
á Laugarvatni verið ekki opnuð
fyrr en eftir Hvitasun
u. Vanalega hafa þau verið opnuð
um mánaðarmótin mai-júni, en i
þetta sinn þótti ekki ástæða til að
leyfa fólki aðgang að þeim svo
snemma.
Sagði Birkir ennfremur að
þetta gilti ekki aðeins um tjöld,
heldur einnig um hjólhýsi. Laug-
vetningum væri afskaplega annt
um þessi svæði, og vildu ekki
opna þau fyrr en tryggt væri aö
þau yrðu ekki fyrir skemmdum.
—JSS—
Benzínmenguð
steinolía
Ariðandi tilkynning frá
Olíufélaginu Skeljungi
h.f.
Oliufélagið Skeljungur h.f.
hefur um langt skeið selt stein-
oliu i tveggja litra brúsum. Rök-
studdur grunur hefur komið
fram um, að i maimánuði hafi
nokkurt magn brúsa með
benzinmengaðri steinoliu farið i
dreifingu til útsöluaðila félags-
ins.
Tekizt hefur að innkalla meg-
inn hluta þessa magns nú þegar,
en þar sem ekki er enn fullsann-
að hvort einhverjir brúsar með
sliku bensinmenguðu innihaldi
hafi verið seldir og komizt
þannig i umferð, vill félagið, að
höfðu samráði við Brunamála-
stofnun rikisins, koma þeirri
áriöandi aðvörun á framfæri við
alla þá sem hafa undir höndum
steinoliubrúsa merkta félaginu
að skila þeim á mæsta útsölu-
stað félagsins.
Tekið skal fram, að leiki
minnsti vafi á um innihald
brúsa eru aðilar eindregið
hvattir til að skila þeim inn en
treysta ekki á að lyktarskyn
«:lrpri iir nm innihalri hf*irra
II
MÆTIÐ A KAPPR
2. HVÍTASUNNUD