Alþýðublaðið - 29.06.1976, Blaðsíða 7
blaSíð1* Þriðjudagur 29. |ún[ 197ó.
VUDH0RF7
Neytendalög-
gjöf er það
sem koma skal
Rætt við Rúnar Armanns-
son. formann
Nevtendasamtakanna
Neytendasamtökin
hafa verið mikið til
umræðu og hafa menn
ekki verið á eitt sáttir
um hvort þau gegndu
umsvifamiklu hlut-
verki, eða hvort þyrfti
að auka starfsemi
þeirra til muna, svo
þau megi þjóna sinu
hlutverki. Alþýðublað-
ið hafði samband við
Rúnar Ármannsson
formann Neytenda-
samtakanna og bað
hann að segja frá starf-
semi þeirra og fleiru
þeim viðkomandi.
„Neytendasamtökin voru
stofnuö áriö 1953 og er tala fél-
agsmanna nú um þaö bil 3700.
Samtökin eru i Alþjóöasam-
bandi neytanda I.O.C.U. og eru
viöurkennd sem málsvari ísl.
neytenda út á viö. Þau starfa
einkum i Reykjavik, en neyt-
endur úti á landsbyggöinni geta
leitaö til þeirra og gera þaö lika
i mörgum tilfellum.”
„Hafa Neytendasamtökin
einhverjar tekjur, eöa hvernig
er starfsemin fjármögnuö?
„Þau eru einkum fjármögnuö.
meö félagsgjöldum meölima, en
félagsgjöldin eru um þaö bil
75% af tekjum samtakanna. Þá
eru þau styrkt af riki og borg, og
er þá allt upptaliö. Til saman-
buröar má geta þess aö Neyt-
endasamtökin i Danmörku taka
90% f jármagns þess er þau nota
til starfsemi sinnar, frá Kaup-
mannahafnarborg og eins og
sést er hér um mikinn mismun
aö ræöa milli landa.”
„í hverju er starfsemin fólg-
in?”
„Þaö má segja aö starfsemin sé
þriþætt. I fyrsta lagi varöar hún
hagsmuni meölima og neytenda
almennt i þjóöfélaginu. I ööru
lagi miöast hún aö þvi aö leiö-
beina neytendum og hafa veriö
gefnir út sérstakir bæklingar til
leiöbeiningar um kaup á vöru og
þjónustu. Þá.höfum viö gefiö út
eitt blaö, Neytendablaöiö, og
hefur þaö komið eins oft út og
ástæöur hafa leyft. Sl. tvö ár
hefur jafnframt veriö unniö aö
þvi að byggja upp fjárhagslegan
grundvöll fyrir slika útgáfu-
starfsemi og er ætlunin að auka
hana meö timanum.”
„1 þriöja lagi veitum viö svo
lögfræðilega aöstoö þegar orkar
tvimælis hvoru megin rétturinn
er, þ.e. hvort hann er neytand-
ans eöa seljandans. Þá má
nefna sjálfstæöar rannsóknir
sem Neytendasamtökin hafa
gert á nokkrum málaflokkum,
svo sem banaslysum á heimil-
um, matvælaeftirliti, banaslys-
um I umferöinni o.fl.
Hvaö starfsliði viökemur þá
höfum við einn fastan starfs-
mann, sem tekur á móti kvört-
unum, og svarar fyrirspurnum
neytenda. Er þetta eini starfs-
maðurinn á vegum samtak-
anna, sem er launaöur. öll þau
mál, sem ganga lengra en til
skrifstofunnar eru unnin I sjálf-
boöavinnu og er þaö stjórnin
sem sér um þá hliö málsins.
„Hvaða leiðir eru farnar þeg-
ar leita þarf réttar neytanda?
Ef neytandi kemur meökvörtun
vegna gallaörar vöru eöa vegna
slæmrar þjónustu er það frum-
skilyröi aö hann hafi sjálfur
reyntaöleita réttar sins hjá viö-
komandi seljanda, áöur en viö
hefjumst handa. Hafi neytandi
hins vegar gert þetta fyllir hann
út þar til gert eyðublað, þar sem
fram þurfa aö koma allar upp-
lýsingar um máliö. Skýrslan er
siöan send tjl þess stjórnar-
manns sem hefur með þann
málaflokk aö gera sem viökom-
andi heyrir undir og hann sér til
þess aö neytandinn nái þeim
rétti sem honum ber.
Þá er rétt aö þaö komi fram
aöþaö kemur ósjaldan fyrir, aö
seljendur snúi sér til samtak-
anna til aö fá upplýsingar um
rétt viðskiptavina.”
„Hver er staða Neytenda-
samtakanna á Islandi, saman-
boriö viö sams konar stofnanir I
öðrum löndum?”
„Ég álit aö þaö séu svo marg-
ir þættir sem þar koma inn i aö
sá samanburöur veröi alls ekki
raunhæfur. Ef Neytendasam-
tökin I Bandarikjunum eru tekin
sem dæmi, þá var þeim sýndur
mjög takmarkaöur skilningur I
fyrstu, en þau voru stofnuð 1936.
Þeim var hvaö eftir annaö
stefnt þegar þau birtu opinber-
lega niöurstööur á gæöamati.
En nú hefur þetta snúizt þannig
viö að ef þau telja einhverju
vera ábótavant viö framleiöslu
vörunnar, þá rýkur viðkomandi
framleiðandi upp til handa og
fóta og lætur lagfæra gallann.
En við erum fámenn þjóö, og
allt slikt á miklu erfiöara upp-
dráttar hér hjá okkur en I stærri
löndum.”
„Hver eru helztu baráttumál
ykkar um þessar mundir?”
„Tvimælalaust er það krafan
um neytendalöggjöf. Nú er ver-
ið aö vinna að henni, svo það er
erfitt aö útskýra hana i einstök-
um þáttum. En með tilkomu
hennar stóreykst réttarstaða
neytenda og viö teljum nauð-
synlegt aö þessi áfangi náist
sem fyrst. Þá þarf aö vinna aö
þvi aö efla samtökin, að þau
verði fjölmennari en nú er. Þau
þurfa aö verða svo öflug aö þau
geti jafnvel vænzt þess aö geta
haft áhrif á efnahagsráðstafanir
stjórnvalda. Auk þessa þarf að
færa starfsemina út fyrir
Reykjavikursvæðið, þannig að
Neytendasamtökin verði engu
aö siöur virk úti á landsbyggð-
inni en hér i Reykjavik.”
„Ég tel að Samtökunum hafi
orbiö mikið ágengt i starfi, frá
þvi að þau voru stofnuð. Og þau
eiga eftir að veröa enn áhrifa-
meiri með tilkomu neytendalög-
gjafarinnar.
En fyrst ég hef tækifæri til, vil
ég þakka þeim sem hafa verið
brautryöjendur I starfi samtak-
anna. Vil ég sérstaklega nefna
Svein Asgeirsson sem hefur
unnið mikiö og fórnfúst starf i
þágu þeirra.
JSS
Lágkúra
Alþýðuflokkurinn hefur fram
aö þessu stutt þá stefnu, enda
átt rikan þátt I aö móta hana, aö
íslendingar tækju þátt I varnar-
samstarfi vestrænna þjóöa.
Rökin fyrir inngöngu Islands 1
Atlantshafsbandalagiö voru þau
aö þaö var talin eina færa leiöin
til þess að sporna gegn útþenslu
kommúnismans undir grimmd-
arstjórn Stalins.
Gamli maðurinn tók ekki
mark á neinu friöarkjaftæöi og
skirröist ekki viö aö ganga á bak
oröa sinna ef svo bar undir.
Þaö eina sem hann skildi var
vald gegn valdi — hótun gegn
hótun.
Þá fyrst gaf hann sig þegar
vestrænar þjóöir sameinaðar i
Atlantshafsbandalaginu lýstu
þvl afdráttarlaust yfir aö árás á
eina þeirra væri sama og árás á
þær allar.
I þessari yfirlýsingu er kjarni
bandalagsins sem varnarsam-
taka þjóöa þess fólginn.
Með tilkomu bandalagsins og
I krafti fyrrnefndrar yfirlýsing-
ar var sókn kommúnista I Vest-
ur-Evrópu stöðvuð — a.m.k. I
bili. Innbyrðis deilur þjóöa At-
lantshafsbandalagsins um rétt
til fiskveiða á tilteknum haf-
svæöum eru annars eölis og
verða ekki ræddar hér.
Dvöl varnarliösins i landinu
er svo annar þáttur I öryggis-
málum landsins. Eins og kunn-
ugt er kom þaö hingaö i tengsl-
um viö Kóreustrlöiö áriö 1951.
Var það skoöun margra þá að sá
neisti gæti áöur en varöi oröiö
aö alheimsbáli.
Sem betur fór varö svo ekki.
Hins vegar varö sú skoðun ofan
á aö varnarliöiö dveldi hér á-
fram og ræki hér eftirlitsstöö
sem hlekk I varnarkeöju vest-
rænna þjóöa, yröi eins fámennt
og frekast væri unnt, hefði af-
girt svæöi út af fyrir sig og
skipti sér á engan hátt af innan-
rikismálum Islendinga.
Þetta er sú stefna sem Al-
þýöuflokkurinn og reyndar aör-
ir fylgjendur Atlantshafsbanda-
lagsins hafa fylgt og frá henni
hefur ekki veriö hvikaö.
Nú gerast þær raddir hins
vegar æ háværari sem krefjast
vilja ákveöins gjalds fyrir varn-
arsamstarfið.
Hefur eitthvað breytzt sem
réttlætir sllka stefnubreytingu?
Er eöli og inntak þessa varn-
arsamstarfs annaö nú en þaö
var i upphafi? Ekki fæ ég séö að
svo sé. Hér er um að ræöa gagn-
kvæma samvinnu þeirra þjóba
sem Atlantshafsbandalagið
mynda til varöveizlu þess frels-
is og þeirra mannréttinda sem
þær fyrir enga muni vilja glata.
Ef viö viljum halda reisn okk-
ar eigum við að taka þátt I þessu
samstarfi meö þaö eitt I huga aö
tryggja öryggi og framtíð
þjóöarinnar, en ekki til þess aö
græöa peninga.
Nú risa hins vegar upp spá-
menn — og eru ráðherrar og al-
þingismenn i hópi þeirra — sem
vilja fara aö verzla með ör-
yggismál þjóðarinnar i anda
aronskunnar.
Heiöursmenn þessir segja
sem svo: Ef þiö, kæru Banda-
rikjamenn, leggið fram nægi-
lega marga milljarða til vega,
hafna og flugvalla megiö þiö
vera hér áfram, en ef þiö gerið
þaö ekki, þá snautiö heim, þá er
engin þörf á dvöl ykkar hér til
starfa að varnar- og öryggis-
málum vestrænna þjóða.
Er hægt aö hugsa sér öllu
meiri lágkúru? Ég efast um
þaö.
Hvar endar slik pólitik? Hvað
kemur næst?
Þaö er i hæsta máta óeðlilegt,
óráðlegt og ber átakanlegan
vott um skort á þjóöhollustu að
þiggja ems konar mútur af
varnarliöinu sem hingað er
komið og dvelur hér samkvæmt
okkar ósk og með okkar sam-
þykki. Var þaö kannski tilgang-
urinn meö öllu saman?
Væri nú ekki nær aö taka öll
þessi mál til rækilegrar endur-
skoöunar, finna þeim e.t.v. nýj-
an farveg i samvinnu viö nær-
liggjandi þjóöir við Noröur-At-
lantshaf, svo sem Norömenn og
Kanadamenn?
Núverandi skipan þessara
mála þarf ekki aö vera sú bezta,
ef á annaö borö er nauösynlegt
aö hafa samstarf viö aðrar þjóö-
ir um öryggismál þjóðarinnar.
Þvi miöur eru allar horfur á
nauðsyn slikrar samvinnu enn
um sinn og má I þvi sambandi
minna á sistækkandi flota Ráö-
stjórnarrikjanna á hafinu
kringum landið.
En umfram allt þarf og verö-
ur slik samvinna i viökvæmustu
málum þjóöarinnar aö byggjast
á heiöarleika og gagnkvæmri
virðingu, en ekki gróöahyggju
og mútuþægni.
Guðmundur Magnússon.