Alþýðublaðið - 27.07.1976, Blaðsíða 4
4 IÞRÚTTIR
Stórstjörnur til íslands
Sem kunnugt er kemur sovézkt fimleikafólk hingað til lands, í byrjun
næstu viku. 1 fiokknum eru ellefu manns og þeir ekki af lakara taginu.
Sovétmenn senda hingað flest af sinu bezta fimleikafólki. Frægastar eru
þær Nelli Kim og Maria Filatova en hún er aðeins 14 ára gömul og 1,37 m á
hæð.
Tveir af keppendunum eru „akrobatar”. Það eru þeir Vladimir Korchin
sem er 29 ára og Anatoli Lavrenkov sem er 30 ára. Báðir eru þeir nýorðnir
sovézkir meistarar.
Maria Fiiatova, yngst sovézka fimleikafólksins, sem hingað kemur.
Guilverðlaunahafi á Olympiuleikunum i Montreal.
Sjö af niu í
Ol.-Iiði USSR
1 liðinu eru fimm stúlkur og
eru þær allar úr sovézka fim-
leikaliðinu sem vann gullverð-
launin i Montreal i siðustu viku.
Karlmennirnir i liðinu, sem
hingað kemur, voru i liði Sovét-
rikjanna sem hlaut silfurverö-
launin á 01 að einum undan-
skildum, sem mun hafa verið
varamaður. Karlaliðið var að-
eins broti úr stigi á eftir Japön-
um, sem sigruðu.
Hér á eftir verða talin upp
nöfn þeirra sem hingað koma
fyrirutan „akrobatana” sem að
framan var getið:
Nelli Kim.hún er 18 ára og
hefur unnið til fjölda titla.
Tvenn gullverðlaun og tvenn
silfurverðlaun á Ólympileikun-
um. Bikarhafi Sovétrikjanna
1976. Hún var i liði Sovétrikj-
anna sem vann Evrópu-
meistaratitilinn i flokkakeppn-
inni.
Elvira Saadi, 23 ára. Hún hef-
ur verið i heimsmeistaraliði
Sovétrikjanna og eins og stöllur
hennar i 01 liði Sovétrikjanna,
þá er hún verðlaunahafi frá
Sovétmeistaramótinu 1976.
Svetlana Grazdova, 16 ára.
Hún kemur hingað með Sovét-
meistaratitil upp á vasann. Hún
skaut aftur fyrir sig ekki ó-
merkari konum en Lyudmilu
Tourischevu og Olgu Korbut.
Svetlana er sögð mjög góð i
sky lduæfingunum.
Maria Filatovaer 14ára. Hún
ásamt hinni rúmensku Nadiu
Comanecu hafa vakið hve
mesta athygli áhorfenda á 01-
leikunum. Filatova er nú tali
mesta fimleikaefni i heiminum.
A Sovétmeistaramótinu hlaut
hún verðlaun. Hún var önnur á
alþjóðlegu fimleikamóti sem
fréttamenn stóðu fyrir.
Irina Davina, 16 ára. Hún er
fimleikameistari Sovétrikjanna
i nútima fimleikum. Hún var
sigurvegari á mjög sterku al-
þjóðlegu fimleikamóti sem
sjónvarpsstöðvar i Evrópu
héldu.
Gennadi Krysin 18 ára. Hann
var i silfurliðinu i Montreal og
er margfaldur verðlaunahafi i
Sovétrikjunum.
Vladimir Marchenko er 24
ára. 1 01-liðinu i Montreal.
Verðlaunahafi i Riga 1976 og þar
að auki margfaldur verðlauna-
hafi I heimalandi sinu.
Vladimir Sofronov, 25 ára. 1
Ol.-liði Sovétrikjanna i Montre-
al. Varðannará fimleikamótinu
i Riga 1976. Auk þess margfald-
ur verðlaunhafi.
Alekcander Tkachev, 18 ára.
Hann varð unglingameistari
Sovétrikjanna 1976. Er i lands-
liði lands sins og var varamaður
i ólympiuleikunum.
Þrjár sýningar
A blaðamannafundi sem Fim-
leikasambandið hélt i gær i til-
efni komu sovézka fimleika-
hópsins sagði Asgeir
Guðmundsson formaður, aö
þeir hefðu leitað til Sovétmanna
fyrir um ári siðan.
Asgeir sagði að sovézka
sendiráðið heföi verið mjög
hjálplegt við að reyna að fá fim-
leikafólkið hingað til lands. Það
að 01-leikarnir fara nú fram i
Montreal og hve FSI hefði skrif-
að snemma út hefði, að sögn As-
geirs, ráðið úrslitum um að
þetta fólk kæmi hingað til lands.
Hér verða haldnar þrjár sýn-
ingar allar i Laugardalshöllinni.
Fyrsta sýningin verður þriðju-
daginn 3. ágúst önnur sýning á
miðvikudaginn og siðasta sýn-
ingin verður svo á föstudaginn
6. ágúst. Allar byrja sýningarn-
ar kl. 20.30.
Forsala aðgöngumiða fer
fram i Laugardalshöllinni á
morgun, miðvikud., fimmtud.,
og á föstudag frá kl. 17.00 til kl.
19.00.
Það má fullyrða að þetta er
stærsti iþróttaviðburður ársins
ef ekki lengra aftur i timann. Nú
gefst islenzkum áhorfendum
tækifæri á.að sjá það bezta sem
þekkist i fimleikum i heiminum.
Framarar
gerðu jafn-
tefli upp
á Skaga
Framarar og Skagamenn
deildu með sér stigunum i leik á
laugardag uppi á Skipaskaga.
Var leikurinn nokkuð vel leikinn
og skemmtilegur.
Skagamenn voru sterkari að-
ilinn i fyrri hálfleik. Snemma i
leiknum skoraði Karl Þórðarson
mark fyrir Skagamenn. Var það
fast skot af nokkuð löngu færi og
kom i Framara á leið inni i mark-
ið, þannig að það truflaði Arna
markvörð.
Kristinn Jörundsson jafnaði'
siðan á 15. minútu i siðari hálfleik
með skalla.
Skagamenn voru öllu nær sigri i
þessum leik, en ekki er hægt að
segja aö jafnteflið hafi verið ó-
sanngjarnt.
I. DEILDIN NU
0PIN I
ENDfl
Nú hefur aldeilis opnast bar-
áttan á toppinum í 1. deild
Keflavikingar unnu Valsmenn
nefnilega i Keflavík I gær. Komu
þau úrslit mjög á óvart, þar sem
Vaismenn hafa ekki tapaft leik til
þe ssa- og auk þess hafa
Sufturnesjamenn átt mjög lélega
leiki aft undanförnu.
Valsmenn áttu öllu meira i
leiknum, en þeir Einar Gunnars-
son og Þorsteinn Ólafsson áttu
góöan leik og gáfu hinum sókn-
djörfu Valsmönnum ekkert eftir.
Mark Keflvikinga kom á 15.
minútu i siðari hálfleik og var þar
Steinar Jóhannsson aö verki eftir
góöan undirbúning Jóns Ólafs
Jónssonar.
BAÐfl
Hjá Keflvikingum voru Einar
og Þorsteinn beztir, sem fyrr
segir en beztir Valsmanna voru
þeir Siguröur Dagsson og Ingi
Björn Albertsson.
Þriðjudagur 27. júlí 1976. biS&ð'
Úrvalsliðin
valin
I gær boðaði KSI til blaðamannafundar. Tilefnið var
að kynna þau tvö úrvalslið sem hér munu leika gegn
Southamton nú í þessari viku. Þá var einnig á fund-
inum skýrt f rá fyrirhugaðri landsliðskeppni 14 -16 ára
sem hér verður háð. Alþ.bl. mun síðar skýra frá
þeirri keppni.
I Reykjavík og á Akureyri
Eins og fram hefur komið i
fréttum mun Southamton leika
hér tvo leiki, annan i Reykjavik á
fimmtudagskvöldið kl. 20.00, en
hinn á Akureyri á
föstudagskvöldið kl. 19.30.
Úrvalslið KSt sem leika mun
gegn „Dýrlingunum” i Reykjavik
veröur skipað eftirtöldum mönn-
um: Arni Stefansson, Sigurður
Dagsson, Viðar Halldórsson,
Marteinn Geirsson, Öttó
Guðmundsson, Jón Pétursson,
Ingi Björn Albertsson, Atli
Eðvaldsson, Ólafur Júliusson,
Elmar Geirsson, Hermann
Gunnarsson, Guðmundur
Þorbjörnsson, Sigurður
Indriðason, Gisli Sigurðsson,
Magnús Bergs, Vilhjálmur
Kjartansson og Kristinn
Björnsson.
Lið það sem mæta mun ensku
bikarmeisturunum fyrir norðan
verður þannig skipað: Arni
Stefánsson, Sigurður Dagsson,
Ólafur Sigurvinsson, Jón
Gunnlaugsson, Einar Þórhalls-
son, Janus Guðlaugsson, Karl
Þórðarson, Arni Sveinsson, Teit-
ur Þórðarson, Halldór Björnsson,
Asgeir Eliasson, Hinrik Þórhalls-
son, Rúnar Gislason, Hörður
Hilmarson og Ólafur Danivals-
son.
Atta úr Val
I úrvalsliðinu sem leika mun i
Reykjavik verða átta leikmenn úr
Val og þar á meðal markaþrenn-
ingin, Hermann, Guðmundur og
Ingi Björn.
Á blaðamannafundinum kom
fram að ekki reyndist unnt að fá
atvinnumennina til leikjanna. Og
þar sem ekki var hægt að stilla
upp okkar sterkasta liði var þvi
ákveðið að gefa sem flestum kost
á að spreyta sig.
Tony Knapp sagði á fundinum
að þarna gæfistöllum okkar beztu
knattspyrnumönnum tækifæri á
að sýna getu sina hvað i þeim
byggi. Við þann hóp sem keppa
mun á Akureyri eiga e.t. eftir að
bætast við nokkrir.leikmenn. jeg
Breiðablik
vann KR, 1-0
Ásunnudaginn áttust við
i 1. deildinni, KR-ingar og
Breiðablik úr Kópavogi.
Fór leikurinn fram á
Laugardalsvel li. Úrslit
leiksins urðu þau, að Blik-
arnir sigruðu með einu
marki gegn engu.
Blikarnir betri
í fyrri hálfleik léku Blikarnir
undan golunni. Voru þeir mun
betri aðilinn i hálfleiknum, fljótir
á boltann, ákveðnir og náðu auk
þess oft upp gullfallegu spili. KR-
inga vantaði hins vegar þann bar-
áttuvilja, sem gefiö hefur liðinu
stig og mörk i sumar. KR-ingar
áttu sárafá færi og voru þeir mest
litið með knöttinn.
UBK-menn aftur á móti börðust
eins og ljón, og gekkboltinn hratt
og vel á milli hjá þeim á stundum.
En þegar þeir komu að vitateig
andstæðinganna, fór allt i handa-
skolum hjá þeim. Virtust þeir
ekki vita hvernig reka ætti enda-
hnútinn á sóknir sinar.
Fá tækifæri
Af þessum orsökum voru mark-
tækifærin i hálfleiknum harla fá.
Leikurinn var samt ekki beinlinis
leiðinlegur og var það að mestu
leyti aö þakka fallegu spili, sem
oft á tiðum sást hjá Blikunum.
Seinni hálfleikur
I seinni hálfleik snerist dæmið
við. KR-ingar voru nú sneggri og
áhugasamari en i fyrri hálfleik.
Virtist einnig sem mesti vindur-
inn væri úr Kópavogsmönnunum.
Fór nú að bera meira á lang-
spyrnum út i loftiö hjá þeim, en
þá leikaöferö kunni vesturbæjar-
liðiö vel að meta. Fóru þeir nú aö
sækja nokkuð stift og sköpuðu sér
allsæmileg færi.
Ekki var samt mikill broddur i
sókn KR-inga, og virðist fjarvera
Jóhanns Torfasonar hafa haft
slæm áhrif á sóknina. Sá, sem
mest bar á i sókninni, var Björn
Pétursson. Litiö bar á Hálfdáni
örlygssyni, sem er lagnasti mað-
ur KR liðsins.
Kom á óvart
Eftir að nokkuð lengi haföi legið
á Blikunum, kom á óvart þegar
þeir skoruðu. Markið kom á 35.
minútu. Var þar að verki Heiöar
Breiðfjörð. Átti hann hálfmis-
heppnað skot úr góðu færi og
skoppaði boltinn yfir Magnús
Guðmundsson i marki KR-inga.
Kom Heiðar nokkuð mikið við
sögu þessa leiks, þvi skömmu sið-
ar var hann bókaður, fyrir að
brjóta af sér og mótmæla siðan
dómnum.
Liðin
Blikarnir komu nokkuð á óvart,
einkum i fyrri hálfleik. Þeir
reyndu að leika vel saman og
börðust allan timann. Þeir voru
fljótari á alla bolta, léku fast án
þess að vera grófir. Einna beztir
voru þeir Einar Þórhallsson,
bróðir hans Hinrik og Gisli
Sigurðsson. Tveir þeir siðar-
nefndu reyndu þó á stundum að
gera meira en þeir gátu. Ef Blik-
arnir fá mann, sem getur rekiö
endahnútinn á sóknir þeirra, geta
þeir orðið hættulegir hvaða liði
sem er. Sigur þeirra á sunnudag-
inn var ekki óverðskuldaður, en
jafntefli hefði verið sanngjarnast.
KR-ingar komu einnig nokkuð á
óvart i þessum leik. Baráttuvilji
þeirra og leikgleði, sem hefur
fleytt þeim i gegnum marga leiki,
sást ekki i þessum leik. KR-ingar
eru undarlega lausir við að reyna
aö leika saman. Þeirra leikaðferð
er sú, að sparka knettinum nógu
fast og nógu langt fram. Svo er
aðeins að vona, að þar sé staddur
einhver KR-ingur sem á siðan aö
hlaupa eins og brjálaður maður.
Slika knattspyrnu er ekki gaman
að horfa á. Beztir i KR-liðinu á
sunnudaginn, voru, að vanda,
þeir Halldór Björnsson og Ottó
Guðmundseon og i sókninni var
Björn Pétursson skæðastur.
Dómari leiksins var Óli Olsen
og dæmdi hann sæmilega.
ATA