Alþýðublaðið - 27.07.1976, Qupperneq 7

Alþýðublaðið - 27.07.1976, Qupperneq 7
VIDHORF 7 Snarpar orðahnippingar vegna ferða Alþýðuflokksfólks til Eyja: „betlikerlingar A FERД SEGIR DAGSKRA OPIÐ BRÉF TIL RIT- STJÓRANS HEFUR EKKI VERIÐ BIRT Blaöiö Dagskrá í Vestmannaeyjum birti forsíöu- grein 16. júli síðast liðinn, þar sem f jallaö er um ferð Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur til Vestmannaeyja. Greinin var birt undir fyrirsögninni //Betlikerlingar á ferö". Hún er á þessa leið: Um seinustu helgi sóttu Eyj- Alþýðuflokknum. Hvernig sem arnar heim fjöldi fólks af „meginlandinu” og notuðu margir tiðar ferðir Herjólfs á laugardegi og sunnudegi. Það vakti nokkra athygli og furðu, að eitt pólitiskt félag auglýsti sérstaklega helgarferðir Herjólfs, þessa fyrstu helgi, sem hann átti ferð milli Eyja og Hafnar. Gekk þetta svo langt að sögn farþega, að fólk sem hingað ætlaði að koma til að heimsækja ættingja og vini um leið og það reyndi hið nýja skip, varð af tvennu illu að leita á náðir Alþýðuflokksins, svo það allra náðarsamlegast kæmist til Eyja. Með þessu fyrirkomulagi mun Alþýðufokknun hafa tekizt það sem þeir ætluðu sér, en það er að gripa fyrstu helgarferð skipsins og geta svo flaggað með „góðri þátttöku” i sumar- ferð Alþýðuflokksins til Eyja. Helztu forkólfar flokksins hér létu sitt ekki eftir liggja og var gaman að fylgjast með „alþýðubrosinu” þeirra og litil- látlegum skrifum í Alþýðu- blaðinu. Að sjálfsögðu fylgdu þessu eftir helztu „agitatorar” flokksins, og munu fljótlega hafa brugðið sér hér i Eyjum i gervi betlikerlinga og sent út um bæinn betlibréf til styrktar á þvi stendur hafa þeir i klaufa- skap sinum eða fávizku sent ábyrgaðmanni DAGSKRÁR eitt slikt. Til að veita lesendum DAG- SKRAR svolitla innsýn i vinnu- brögð þessa flokks, leyfum við okkur að birta hér glefsur úr bréfinu: „A siðastliðnu hausti var stofnað i Reykjavik félag, sem hlaut nafnið — Styrktarmanna- félagið — Ás. Eins og segir i hjálögðum lögum félagsins er tilgangur þess, ,,Að styðja og efia starf- semi Alþýðuflokksins. Felagið var stofnað af fólki hvarvetna af landinu. Fyrir hönd stjórnar félagsins leyfi ég mér að senda þér lög féiagsins og frimerkt umslag með óútfylltri inntökubeiðni, sem stjronin væntir, að þú út- fyllir og sendir til baka”. Seinna verður þér svo sendur reikningur (giróseðill) fyrir þvi árgjaldi, sem þú samþykkir að greiða. Samkvæmt lögum félagsins eru 6.000,00 kr. lágmarks ár- gjald. Við sendum þér þrjá miða, ef þú kynnir að vita um einhverja aðra, sem gerast vildu styrktarmenn félagsins.” Ritstjóri og ábyrgðarmaður Dagskrár er Hermann Einarsson. — Reynir Guðsteinsson, skólastjóri í Vest- mannaeyju/ ritaði honum bréf og var þaö svar við fyrrnefndri grein. Þetta bréf hefur enn ekki birzt í Dagskrá/ og hefur Alþýðublaðinu verið sent það til birtingar. Það fer hér á eftir: Kæri Hermann. Þótt reynsla annarra hafi sýnt, að tilgangslitið sé að senda þér greinarstúf til birtingar i blað þitt, ef snefill af gagnrýni á þina merku persónu eða blaðið er þar að finna, — þú virðist ekki þola gagnrýni sjálfur, þótt þú gagnrýnir aðra látlitið og ótæpilega þá ætla ég nú að láta reyna á það i þetta sinn, og sjá menn þá endanlega hvort hið „óháða” blað þitt kafnar ekki undir þvi nafni. Fer ég þess á leit við þig að þú birtir bréf mitt til þin, án afbökunar eða „gleraugna- leturs” i næsta tölublaði Dagskrár. Ef þú ert of viðkvæmur til þess mun ég áreiðanlega hafa ein- hver ráð önnur til að koma þessu bréfi til þin á framfæri, enda er það öllum opið. Tilefni þess er, eins og þú getur nærri, illkvittnisleg og alls ósönn frásögn blaðs þins (þin eigin ritsmið) um heim- sókn Alþýðuflokksfólks og gesta þeirra helgina 10. og 11. júli. Þetta er að visu ekki i fyrsta sinn, sem þú berð á torg tilfinn- ingar þinar gagnvart Alþýðu- flokknum. Einstaka fylgismenn hans virðistu að auki vera kominn með á heilann, eins og Magnús H„ enda hefur það ekki farið fram hjá neinum frá þvi þú varst fyrir þvi áfalli að falla i bæjarstjórnarkosningunum 1970, fyrir frambjóðenda Alþýðuflokksins, að þú ert bæði heiftrækinn og langrækinn. Ég hef að vísu aldreí gælt víð þá hugmynd, að þú dillaðir okkur i blaði þinu i sama mæli og þú dillaðir Sigfinni, þann stutta tima, sem þér yar það fært, en tæpast óraði nokkurn fyrir þvi að þú létir eins og skrattinn sjálfur væri að ásækja þið, i hvert sinn sem Alþýðu- flokksmaður hætti sér inn fyrir radius skilningarvita þinna. Látum það vera, þótt þú sért óþreytandi við að kasta skit i okkur, sveitunga þina, sem vitum ástæðuna fyrir óvild þinni. Við erum ekkert að erfa við þig þennan skapbrest, þótt leiður sé, að þola ekki að biða lægri hlut i lýðræðislegum kosn- ingum. Menn eru misstórir i sniðum. En að vera að kasta skit i gesti sem hingað koma i heimsókn, jafnvel þótt á vegum Alþýðuflokksins sé, finnst mér vera fyrir neðan allt velsæmi. Hefur þetta ágæta fólk, sem margt var að heimsækja Vest- mannaeyinga, sem það skaut skjólshúsi yfir i gosinu gert þér eitthvað? Ertu svo blindaður af óvild, að þeir mannasiðir, sem þú lærðir i æsku, svo ekki sé talað um venjulegar siðareglur blaða- manns, að flytja sannar fréttir i stað lygi, mega sin einskis, þegar hefndarþrá þin þarf að fá útrás. Illa er komið rómaðri gest- risni okkar Eyjamanna, ef hópar sem hingað koma eiga von á slikum kveðjum sem, þinum. Sem betur fer eru þær einsdæmi. Það er reyndar vissa min, að Vestmannaeyingar munu taka vel á móti hverjum þeim hópi landa okkar, sem hingað, kemur, jafnvel þótt þeir yrðu að umbera það að sálufélagar þinir, ef einhverjir eru, yrðu þar á meðal. Alkunn forvitni þin virðist ekki hafa hrokkið til við að afla réttra upplýsinga um ferðir Herjólfs umrædda helgi. Hið rétta er að Herjólfur átti að fara tvær áætlunarferðir hvorn dag, en var fenginn til þess að fara sérstakar auka- ferðir (leiguferðir) með þá tvo hópa manna, sem virðast hafa sett taugakerfi þitt úr skorðum. Þessar ferðir voru ekki áætlunarferðir. 'Aætlunarferðir voru auðvitað einnig farnar eins og útgerðin hafði auglýst. Skipið fór þvi fjórar ferðir i stað tveggja, eins og áætlun gerði ráð fyrir. Tæpast hefur það hindrað fólk i að heimsækja ættingja og vini, nema siður væru. öllum var frjálst að koma með skipinu þessar ferðir. Það eru ómerki- leg ósannindi, að fólk hafi orðið að skrá sig i gegnum Alþýðuflokkinn til þess að kom- ast með þessum aukaferðum. 1 hópferð Alþýðuflokksfélag- anna voru liðlega 700 manns (þörn meðtalin). Svo báðar leiðir flutti skipið um 1400 far- þega á vegum flokksins þessa tvo daga. I sömu aukaferðum flutti skipið 365 aðra farþega, sem greiddu fargjöld sin með venjulegum hætti. Alþýðuflokksfélögin þurftu þvi ekkert á þvi að halda að „flagga” með þessa farþega, þátttakan var nógu glæsileg samt. Það hefur greinilega komið við kviku i þér. Að ein- hver hafi logið einhverju öðru i þig eins og þú segir, trúi ég ekki. Hópurinn sem fór hér i göngu- ferðir leyndi sér ekki. Þú hlýtur að hafa séð hann. Hann var alls staðar um bæinn. Um betlikerlingar. Betlikerlingahjal þitt læt ég mér i léttu rúmi liggja. Fyrir- sögn þin gefur lesendum þinum ástæðu til að ætla að þú hafir talið fólk þetta fylla þann flokk. Það verður auðvitað að vera þitt mat, en tæplega held ég að nokkur heimamaður annar hefði haft smekk til þess að draga sómamenn eins og Þor- vald Sæmundsson i dilk með betlikerlingum. Án þess að v-ita um öll afrek þin, fullyrði ég að þú komst aldrei með tærnar þar sem hann hefur hælana. Fjármálastarfsemi stjórn- málaflokka flettast inn i frásögn þina. Ég þakka þér fyrir að vekja athygli á þvi hvernig Al- þýðuflokkurinn starfar fyrir opnum tjöldum á þvi sviði — það er vist nógu margt unnið i skúmaskotum á þeim vettvangi, ef marka má frásagnir blaða. Þeir sem fylgja stjórnmála- flokkum greiða með gleði fram- lög þeim til framdráttar. Hafir þú aldrei innt slikar greiðslur af höndum meðan þú rúmaðist innan viðra veggja Fram- sóknarflokksins, ertu niskari en ég hélt. Hafir þú fengið bref frá Styrktarmannafélaginu Ás. sem fyrst og fremst er ætlað flokks- bundnum Alþýðuflokksmönn- um, er þar hvorki um að ræða „fávizku eða klaufaskap”. Einhver flokksbundinn hrekkjalómur hefur sent þér þetta bréf af einskærri ertni. ser til gamans. Af viðbrögðum þinum geta allir séð að hrekkjabragðið hef- ur heppnast fullkomlega. Skotið hefur hæft þig beint i hjartastað og áreiðanlega hlær gárunginn dátt að þér. Það er ekki svo oft sem menn gefa tilefni til al- menns aðhláturs! Hollráð að lokum. Þetta er nú orðið lengra en ég ætlaði upphaflega. en ég held. Hermann minn góður, að þú sérlærður i sálar- og uppeldis- fræðum. hljótir að gera þér grein fyrir þvi að þetta viðhorf þitt til okkar Alþýðuflokks- manna er tæpast eðlilegt and- legt ástand. Alþýðuflokkurinn er orðinn að króniskri þrá- hyggju hjá þér, slikt ástand er óhollt til lengdar. Ég ráðlegg þér þvi að leita þér bata við þessu og að minu viti áttu aðeins um tvær leiðir að velja. Að ganga i Alþýðuflokkinn eða leita lækninga við þessu. Okkar vegna sem erum i Al- þýðuflokknum og ætlum að vera þar áfram. vona ég að þú takir seinni kostinn. Með kveðju, Revnir Guðsteinsson. sEííir Þriðjudagur 27. júlí 1976.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.