Alþýðublaðið - 22.10.1976, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 22.10.1976, Blaðsíða 1
FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 221. tbl. — J976 — 57. FRÉTTIR ERU A BLS. 8 OG 9 Yfirstjórn við Sigöldu til Landsvirkjunar Stjórn Landsvirkjunar hefur á- kveðið, að svipta júgóslavneska verktakafyrirtækið Energo- projekt yfirstjórn framkvæmda við Sigöldu, til aö tryggja að verkinu verði lokiö á tilsettum tima. Var þessi ákvörðun tekin á stjórnarfundi sem haldinn var i gærmorgun, en yfirstjórn fram- kvæmda viö Sigöldu verður fram- vegis f höndum Landsvirkjunar. Eins og fram hefur komið, Talsmaður Energoprojekt: ERFITT AÐ EIGA VIÐ ÍSLENDINGANA stefnir Landsvirkjun að þvi, aö fyrsta vélasamstæðan við Sigöldu verði tekin til notkunar fyrir lok þessa árs. Vegna rekstraröryggis virkjunarinnar hefur verið lögð áherzla á að þetta megi takast fyrir fyrstu frost, þvi annars kann vo að fara, að raforkufrainleiðsla verði engin fyrr en á næsta vori i fyrsta lagi. Nú þykir hins vegar einsýnt, að umræddu takmarki verði ekki náð, með þeim framkvæmda- hraða, sem Júgóslavarnir hafa haldið við Sigöldu. Telur stjórn Landsvirkjunar að rekja megi or- sakir þessarar þróunar til ann- marka á stjórnun verktakans. Af ofangreindum ástæðum hef- ur Landsvirkjunar ákveðiö, að taka við stjórnun framkvæmda, en sú ráðstöfun er gerð sam- kvæmt ákvæðum i verksamningi Landsvirkjunar og Energopro- jekts, sem veitir Landsvirkjun heimild til aðgerða af þessu tagi, ef fyrirsjáanlegt þykir að tima- setningar standist ekki. JSS Það er ekki rétt, að við eigum i neinum erfiðleikum með aö Ijúka verkinu á tilskildum tfma, sagði talsmaður Energoprojekt i gær, þegar Alþýðublaðið hafði sam- band við hann vegna yfirlýsingar Landsvirkjunar varðandi yfir- stjórn framkvæmda við Sigöldu. Það eina sem hefur valdið okk- ur vandræðum eru Islenzku verkamennirnir, þvf þeir fara sér svo rólega við vinnuna. Viö fórum fram á það við þá núna, að þeir myndu vinna um þessa helgi svo verkinu lyki örugglega áður en fer að frysta. Þeir vildu ekki verða við þeim óskum okkar, en ætla að taka sér helgarfrf, eins og venjulega. Við litum svo á, að við förum enn með alla stjórn hér á staðn- um, þar sem við höfum staöið við gerða samninga i einu og öllu. JSS. SSÍ-þingið: Kjaramál efst á baugi Alþýðublaðið náöi i gær tali af Jóni' Sigurðssyni, for- manni Sjómannasam- bands Islands, og innti hann eftir hvaða mál hann teldi verða efst á baugi á Sjómanna- sambandsþinginu, sem hefst i dag. Sagði Jón Sigurðs- son, að það yrði vafa- laust kjaramálin, en auk þeirra yrði rætt um öryggismál, og atvinnumál, en þetta væru þau mál sem, fjallað væri um á hverju þingi ásamt skipulagsmálum sam- takanna. Aðspurður um, hvort hlutaskiptaregl- ur aflans yrðu teknar til umræðu á þinginu, sagðist Jón ekki reikn- a meö að svo yrði. Þar sem þetta væri ekki samningafundur, væri raunhæfara, aö ræöa þær leiðir sem hægt væri að fara i kjara- málunum, en eins og menn vissu væru kjör nú lögbundin á togur- um og stærri skipum. JSS, Soffia Ingvarsdóttir Stefán Jóh,Stefánsson Steindór Steindórsson Jón Sigurðsson Jóna M.Guðjónsdóttir Ragnar Guöleifsson Jón Axel Pétursson 37. FLOKKSÞING ALÞÝÐUFLOKKSINS HEFST í KVÖLD 150 fulltrúar eiga sæti á þinginu Meðal verkefna þess er ný stefnuskrá Lýst verður kjöri 9 heiðursfélaga 37. flokksþing Alþýðuflokksins hefst á Hótel Loftleiðum i kvöld og stendur til sunnudagskvölds. Um 150 fulltrúar viðs vegar af landinu eiga sæti á þinginu, sem er æðsta stofnun flokksins og kýs stjórn hans. 9 heiðursfélagar í tilefni af 60 ára afmæli Alþýöuflokksins á þessu ári hefur flokksstjórn kosið 9 heiðursfélaga, en þeir eru þessir: Stefán Jóhann Stefáns- son, fyrrum forsætisráðherra, Emil Jónsson, fyrrum forsætis- ráðherra, Soffia Ingvarsdóttir, fyrrverandi formaður Kven- félags Alþýðuflokksins i Reykjavik, Jóna Guðjónsdóttir fyrrverandi formaður Verka- kvennafélagsins Framsóknar, Jón Axel Pétursson, fyrr- verandi bankastjóri, Guð- mundur Oddsson, forstjóri, Jón Sigurösson, forseti Sjómanna- sambands Islands, Steindór Steindórsson, fyrrum skóla- meistari, og Ragnar Guðleifsson, fyrrum formaður Verkalýðsfélags Keflavikur. Kjöri þessara heiðursfélaga verður lýst á flokksþinginu. Verkefni þingsins Meðal verkefna flokks- þingsins verður ný stefnuskrá, sem unnið hefur verið að siöustu tvö árin og væntanlega hlýtur endanlegt samþykki á þinginu. Þá verður fjallað um rekstur og starf flokksins, lagabreytingar og um þróun stjórnmála og kjaramála. Opið fjölmiðlum Þingið er opið fréttamönnum fjölmiðla og mun Bjarni P. Magnússon á skrifstofu Alþýðu- flokksins veita þeim fyrir- greiðslu og aðstoð.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.