Alþýðublaðið - 22.10.1976, Blaðsíða 2
2 STJÖRNMÁL FRÉTTIR
Föstudagur 22. október 1976
ssær
titgefandi: Alþýöuflokkurinn.
Rekstur: Reykjaprent hf. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Arni Gunnarsson. Fréttastjóri: Bjarni Sigtryggsson.
Aðsetur ritstjórnar er i Sfðumúla 11, simi 81866. Auglýsingadeild, Alþýöuhúsinu Hverfisgötu 10 — simi 14906.
Áskriftarsimi 14900. Prentun: Blaðaprent h.f. Áskriftarverð: 1100 krónur á mánuði og 60 krónur i lausasölu.
Flokksþing Alþýðuflokksins
37. flokksþing Alþýðu-
flokksins hefst í Reykja-
vík í kvöld. Um 150 full-
trúar eiga sæti á þinginu,
sem er æðsta stofnun
flokksins og kýs stjórn
hans. — Meðal verkefna
þingsins verður ný
stefnuskrá, sem unnið
hef ur verið að síðustu tvö
árin, og verður væntan-
lega samþykkt. Fjallað
verður um rekstur og
starf flokksins, laga-
breytingar og um þróun
stjórnmálaog kjaramála.
í tilefni 60 ára afmælis
Alþýðuf lokksins hefur
flokksstjórn kjörið níu
heiðursfélaga, og verður
kjöri þeirra lýst á f lokks-
þinginu.
Þeir eru: Stefán
Jóhann Stefánsson, Emil
Jónsson, Soffía Ingvars-
dóttir, Jóna Guðjónsdótt-
ir, Jón Axel Pétursson,
Guðmundur Oddsson, Jón
Sigurðsson, Steindór
Steindórsson, og Ragnar
Guðleifsson.
Menntun og alþýðumenning
Ungur háskólamaður,
Atli Rúnar Halldórsson,
blaðamaður við Alþýðu-
blaðið, ritaði athyglis-
verða dagbók í blaðið
fyrr í þessari viku. Þar
segir hann frá kynnum
sínum við Helga Haralds-
son á Hrafnkelsstöðum.
Um þessi kynni sín segir
Atli:
„ Ég var svo heppinn að
kynnast Helga síðast liðið
sumar, þegar ég var við
störf í Árnessýslu, og get
með góðri samvizku tekið
undir það, að „engum er
Helgi likur". Það er afar
gamanaðtala við Helga.
Hann er hafsjór af fróð-
leik, segir skemmtilega
frá og stendur fastur á
sinni meiningu. Helgi er
„ómenntaður" maður á
nútíma vísu, þe. hann er
óspilltur af þeim andans
eyðileggingarmaskínum,
sem skólar nefnast.
öll hans menntun er
fengin í skóla reynslunn-
ar, og er því ósvikin og
traust. Helgi er einn þess-
ara fræðimanna af
gamla skólanum, sem því
miður fer stöðugt fækk-
andi. Skólakerfið fyllir
ekki í þau skörðin, þaðan
streyma menn í stríðum
straumum, sem eru upp-
Síðar segir: „Það eru
fleiri en Helgi á Hrafn-
kelsstöðum, sem tekið
hafa eftir því, að
menntakerf ið á (slandi er
sammála um að það sé
slæmt? Jú, vissulega má
laga einstaka þætti þess,
en kjarni málsins er hins
vegar sá, að menntakerf-
ið er I grundvallaratrið-
um slæmt. Það er löngu
hætt að þjóna þvi mark-
miði að auka fyrst og
fremst almenna þekk-
ingu. I dag miða flestar
breytingar að þvi marki
að kerfið bæti stöðugt
þjónustuna við embættis-
mannakerfið á íslandi.
Framleiðsla á embættis-
mönnum og sérfræðing-
um ýmis konar er því
orðið aðalmarkmiðið.
Þessi þróun skólakerfis-
ins helzt fullkomlega í
hendur við þróun yfir-
byggingar íslenzka þjóð-
félagsins.
Vöxtur embættis-
mannakerfisins á íslandi
hefur verið geigvænlegur
síðustu áratugi, og vald
þess aukizt að sama
skapi. Þróunin stefnir í
þá átt, að um síðir muni
embættismannakerf ið ná
valdi yfir sinni eigin
endurnýjun og lokist
þannig til fulls.
Það er því engan veg-
inn út í hött, þegar menn
segja, að menntun manna
minnki jafnt og þét^, í
takt við aukið umfang
skólakerfisins. Það er
kerfisbundið reynt að
slíta unga fólkið úr
tengslum við hið raun-
verulega líf umhverfis
það, brengla hugmyndir
þess og koma að nýjum.
Almenn menntun er á
hröðu undanhaldi, en sér-
hæf ingin kemur í staðinn.
Alþýðumenningin víkur
fyrir steingeldri „menn-
ingu" fagidjótanna."
— AG —
ekki gott, og þróun þess
fullir af stöðluðum vís- virðistsíðurensvoíátttil
dómi — í alltof mörgum hins betra. Hvað er þá að
tilvikum utan og ofan við því? Má ekki laga það,
allan raunveruleika. fyrst svo margir eru
EIN-
DÁLKURINN
Samið um keisarans skegg
Þjóðviljinn fjallar um
fyrirhugaða samninga við Breta
og Vestur-Þjóðverja i leiðara I
gær. Þar segir m.a.:
Smánarsamningurinn frá Osló,
rennur senn út og enn er ljóst að
islendingar hafa ekkert aflögu til
þess að semja um við útlendinga,
breta eða vestur-þjóðverja, án
þess að á sama tima kæmi til
samhliða skerðing á okkar eigin
aflahlut. Með þvi að framlengja
samninga um veiðar þeirra hér
við land væru islendingar
þvi að skerða eigin lifskjör til
þess að geta haldið uppi bresku og
vestur-þýsku útgerðarauðvaldi.
Nú er ljóst af tali ráðamanna
stjórnarflokkanna, jafnt Fram-
sóknarflokksins og Sjálfstæðis-
flokksins, að báðir telja að
samningar komi til greina. Full-
trúar stjórnarflokkanna tala aö
visu um að hér verði að eiga sér
stað samningar á „gagn-
kvæmnisgrundvelli.” En þó að
slikt gæti við einhverjar
kringumstæður komið til álita —
til dæmis við færeyinga eða græn-
lendinga — er fráleitt að hugsa
sér að slikir gagnkvæmnis-
samningar komi til álita and-
spænis bretum og verstur-þjóð-
verjum. Kemur þar margt til. 1
fyrsta lagi þó það að hér við land
er ekki ein einasta fiskbranda af-
lögu án þess að um leið skertust
lifskjör okkarislendinga. í annan
stað það að hvorki bretar né vest-
ur-þjóðverjar geta boðiö upp á
aflamagn og fiskimið sem hefðu
sömu þýíingu fyrir okkur og þau
sem þeir vildu fá hér. Af þessum
tveimur meginástæðum geta
gagnkvæmnissamningar ekki
verið á dagskrá andspænis bret-
um og vestur-þjóðverjum.
Nú er ljóst að treglega gengur
að móta fiskveiðistefnu Efna-
hagsbandalagsins og hafa bretar
hótað að taka sig út úr bandalag-
inu og að þeir muni leita eftir
samningum við islendinga einir
og án tilstyrks Efnahagsbanda-
lagsins. Þar með er komin upp sú
staða aö enn er hætta á þvi yfir-
vofandi að bretar hefji sama
þráteflið og fyrr og reyni að
beygja islensku ríkisstjórmna til
undanhalds I landhelgismálinu.
Auglýsið í
Alþýðu
blaðinu
Er samvinnuhugsjónin dáuð?
Það er reginmunur á fram-
kvæmd samvinnustefnunnar i
Reykjavik annars vegar og á
landsbyggðinni hins vegar, er álit
Reynis Ingib jartssonar,
ábyrgðarmanns Hlyns, timarits
samvinnustarfsmanna. Reynir
ritar forystugrein i siöasta tölu-
blað timaritsins, og ber hún þá
fyrirsögn, sem hér hefur verið
sett yfir.
Grein hans er ærið um-
hugsunarefni, en hún er svohljóð-
andi:
,,Oft heyrist sagt i umræðum
um samvinnuhreyfinguna aö
hugsjónin sé dauð. Samvinnufé-
lögin séu aðeins stofnanir án lif-
andi tengsla við fólkiö og félags-
mennina, og starfimeð það eitt að
markmiði að græða sem mest og
skera sig á engan hátt frá fyrir-
tækjum einkaframtaksins og
gróðasjónarmiðanna. Er þá
gjarnan bent á það, að vöruverð
og þjónusta sé ekki lægri hjá
samvinnufélögunum en öðrum
aöilum, neitt sé einokunaraö-
stöðu, þar sem hægt er aö koma
þvi við t.d. á fámennum stöðum
úti á landi, og Sambandið og ýmis
dótturfyrirtæki standi I ýmis kon-
ar gróðastarfsemi, svo sem i
sambandi viö herinn og fleira.
Vissuleg eru margar þessar
fullyrðingar áróður einn og fram
settar til að gera hlut samvinnu-
félaganna sem minnstan, en oft
leynist þó fiskur undir steini, ef
betur er að gáð.
Sú velmegun og það lifs-
þægindakapphlaup, sem einkennt
hefur islenzkt þjóðfélag allt frá
striðslokum hefur án efa slævt
vitund margra fyrir tilgangi sam-
vinnufélaganna. Ahugi hins al-
menna félagsmanna hefur dvinað
og hann hefur átt stöðugt erfiðara
með að merkja þann hag, sem
hann getur haft af viðskiptum við
samvinnufélögin.
Að sama skapi hafa samvinnu-
félögin mjög aðlagast þeim að-
ferðum og markmiöum, sem
einkaaðilar hafa i atvinnulifinu
og náið samstarf verið tekið upp á
vissum sviðum s.s. i trygginga-
starfsemi og oliusölu. Aðhald hins
almenna félagsmanns er orðið lit-
ið, félagsstjórnirnar sitja
óbreyttar i áratugi og stjórnend-
umir stýra ekki aðeins rekstrin-
um heldur taka allar ákvarðanir,
sem máli skipta og móta þau
markmið, sem að er stefnt, ef þau
eru þá einhver.
A þessu eru að sjálfsögðu
margar undantekningar og víðast
út um land eru kaupfélögin lifandi
samtök fólksins i byggðarlaginu,
sem gerir sér vel ljóst gildi kaup-
félagsins fyrir það sjálft og
byggðarlagið.
1 Reykjavik hefur hins vegar
mjög hallað undan fæti, og á
sama tima og þorri Reykvikinga
verður ekki var við þýðingu sam-
vinnufélaganna fyrir fólkið i
landinu, hefur vaxið upp skrif-
stofubákn Sambandsins og
dótturfyrirtækja þess, sem
stjórnar i raun allri samvpnnu-
hreyfingunni án veruíegra
tengsla við hinar fjörutiu þúsund-
ir félagsmanna kaupfélaganna.
Um leið og samvinnufélögin
hafa vaxið og blómgast efnalega
hafa félagsmálin setið á hakan-
um, sem best sést á þvi, að Sam-
bandið hefur nú engan mann i
þjónustu sinni, sem sinnir félags-
tengslum við kaupfélögin og
félagsmenn þeirra, og menn virð-
ast ekki átta sig á þvi, að með
auknu kynningar- og fræðslu-
starfi er beinlinis verið að draga
fólk að samvinnufélögunum, til
að skipta viö þau og efla um leið
þeirra hag.
Hér áður þótti það góð hag-
fræði, að bjóöa öllum húsfreyjum
i heilum byggðarlögum til kaup-
félagsins upp á kaffi og ýmsa
skemmtan og fróðleik.vitandi það,
að þær létu ekki h já liða að verzla
i kaupfélaginu i leiöinni.
Þau orð sem hér hafa fallið eiga
þvi miður við um flestar þær
félagshreyfingar, sem uxu úr
grasi á fyrstu áratugum þessarar
aldar t.d. verkalýðshreyfinguna.
Það er þó ekki næg afsökun, þótt
sama félagslega doðann megi
merkja annars staðar. Sumar af
þessum félagshreyfingum t.d.
UMFl hafa snúist gegn félags-
deyfðinni á viðeigandi hátt, og
staðið fyrir miklum fjölda félags-
námskeiða, sem hafa þjálfað og
eflt mikinn fjölda félaga til þátt-
töku I starfi ungmennafélaganna.
Hvernig væri að fara nú i skóla
hjá ungmennafélögunum, og læra
hvernig menn snúast gegn
straumnum i stað þess að fljóta
með? En þá verður samvinnu-
hreyfingin lika að mæla styrk
sinn i félagsfólkinu ekki siður en i
hagsúlum og fermetrum.”