Alþýðublaðið - 22.10.1976, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 22.10.1976, Blaðsíða 6
VIDHORF Föstudagur 22. október 1976 £IK£' A dagsláttu Bakkusar „Nú sleppur þú ekki lengur vinur”, sagði einn af góökunn- ingjum lögreglunnar við mig i Austurstræti á dögunum. Hann sagðist hingað til ekki hafa slegið mig um aur, sem var alveg rétt, en nú væri komið aö mér að rétta smástyrk. Til dæmis tvö eöa þrjú hundruð krónur en upphæöin yrðinauð- synlega að staðgreiðast. A meöan ég var aö tina fram krónurnar ræddum viö nokkuö saman. Ég sagöist hafa haft þann hátt á við einn góðkunn- ingja minn og lögreglunnar, aö ég slakaði til hans tvö hundruð krónum einu sinni i viku. Þetta samkomulag héldu báðir meðan vinurinn drakk og passaði hann vel upp á að rukka ekki um hærri upphæð eða oftar en samkomulag hljóöaði uppá. Nú haföi mér tekizt aö fiska upp aurana og rétti manninum þarna i Austurstræti. Jafnframt lét ég þess getiö, aö þaö stæöi nú ekki alltaf svo á að ég væri meö peninga og sérstaklega væri það óliklegt siðustu viku hvers mánaöar. Hann sýndi þessu fullan skilning og kvaðst ekki mundu slá mig nema tvisvar i mánuði i framtiðinni. Hins vegar væri vel þegið að fá einstöku sinnum sigarettu sem ég væri hættur að nota og tók ég vel i þaö. Heyjað allt árið Þessir svokölluöu sláttumenn standa allt áriö i slætti. Ýmsir hafa horn i siðu þessara manna og vilja láta lögregluna hirða þá hvar sem þeir sjást. Þetta finnst mér vera ósanngjarnt. Að visu er betl bannað hérlendis ef ég man rétt, en hingað til hefur mönnum ekki verið refsað fyrir að slá lán. Hvort það lán fæst siöan endurgreitt er önnur saga. Margir af þeim sem rétta sláttumönnum aura gera þaö af sannri ánægju. Sú ánægja er fyrst og fremst fólgin i þvi, að gefendurnir berja sér á brjóst um leiö og þakka Guði fyrir að þeir skuli ekki vera á sama báti og þessi vesalings útigangs- maður.þá er nú munur að eiga hús, bil, eiginkonu og börn og verömætamatið er nákvæmlega samkvæmt þessari röð, Hvað veldur? Ég hef ekki haft mikil persónuleg kynni af þessum mönnum, sem daglega starfa á dagsláttu Bakkusar. En þó fer ekki hjá þvi að maöur kynni sér aðeins ástæöur til þess að þær rúnir hafa verið ristar i andlit þeirra sem biöja um aur fyrir portúgala eöa spritti. Þeir eiga margir hverjir litrikan feril að baki. Kunna sögur frá Hala- veðrinu, geta sagt frá lysti- reisum erlendis hvar búið var á dýrindis hótelum meðal ailit lék i lyndi. En eitthvað virðist hafa brostið sem gerði það að verkum aö þeir misstu allan áhuga á þessa heims gæðum. Svo eru aftur á móti innan um hreinir fávitar eða geðsjúk- lingar sem alltaf hafa verið oln- bogabörn I lífinu og þvi á allan hátt eðlilegt aö þeir höfnuðu i strætinu, aö mati okkar sem viljum helzt leiða öll slik vanda- mál hjá okkur. En hvaö veldur þvi aö menn með fulla heilsu, góöa atvinnu, heimili og börn kasta þvi öllu frá sér fyrir Bakkus? Þvi er vandsvaraö og ástæöurnar geta verið margar. Gafst upp á svindlinu Veðurbariö andlit sjómanns frá Vestfjörðum mætti mér oft I miðbænum fyrir nokkrum árum. Við tókum stundum tal saman og hann sagöi mér margar sögur að vestan. Hann gat skýrt frá ótrúlega miklum afla i hinni og þessari veiðiferð og ég hélt hann ljúga þar til ég fékk staöfestingu frá öðrum. Þessi maður sagði mér eitt sinn að hann hefði gefizt upp á svindlinu. Ég spurði eins og hálfviti hvaöa svindli hann hefði tekið þátt i. Hann svaraði þvi til, að hann hefði haldið að allir ættu rétt á að eiga heimili, eina kellingu og nokkra grislinga. Eftir 40 ára starf á sjónum væri siöan hægt að fara i land og lifa rólegri elli þar til honum væri kastað fyrir borð, eins og hann tók til orða. Það kom i ljós, að þessi skoöun mannsins hafði ekki við rök að styöjast á þeim dögum. Það þótti ekki nauðsyn á að launa óbreyttum sjóara það vel aö hann færi að byggja sér hús og hlaða niöur krökkum. Nú maðurinn gerði þetta samt sem áður, en launin nægðu ekki til að standa straum af vöxtum og af- borgunum af húsinu, hann úti á sjó flesta daga ársins og litill timi til að standa I reddingum. Húsið var siðan selt og þar með fóru krakkarnir og konan. Taldi þessi „góðkunningi lög- reglunnar”, að þjóðfélagiö munaði þá ekkert um að halda i sér liftórunni I nokkur ár. 40 ára starf á sjónum haföi ekki verið metið hátt. En útgerðarmað- urinn, sem aldrei vildi hækka kaup viö slna menn virtist hafa komizt vel af. Þetta er svindl, að minum dómi, sagði vinurinn um leið og hann tók stefnuna á næsta apótek. Hvað skal gera Eins og-ég drap á áðan eru ýmsir sem ekki þola að horfa uppá rónana, eins og þeir eru gjarnan nefndir. Það er hrópað á lögreglu, félagsmálastofnun, Klepp og ég veit ekki hvað. Að minum dómi er lausnin ákaf- lega einföld og komin i fram- kvæmd raunar að verulegum hluta. Þessir menn eiga að fá mat og húsnæði á kostnaö sam- félagsins. Og það á að gera meira. Þeir eiga hiklaust aö fá greiddan sinn Bakkusartoll i reiðufé og þar með ætti götu- sláttúrinn að hverfa. Hér er um tiltölulega fámenn- an hóp að ræða og margir sem þar eru skulda samfélaginu ekki krónu. Þó að einstaka landeyður og óþokkar slæddust með er það bættur skaöinn. 1 fæstum til- fellum er lækning möguleg og þvi finnst mér rett aö þessum mönnum veröi gerð hin siöustu spor örlitið léttbærari. Sæmundur Guðvinsson jOR YIWSUIHIATTUM Kaupmaðurinn á horninu má ekki hverfa Um þetta leyti er norska viðskiptaráðu- neytið i samvinnu við nokkur samtök félaga að hefja sókn til auk- inna viðskipta við „Kaupmanninn á horn- inu”, eða „Nærbutikk- en” eins og Norðmenn kalla hinar minni mat- og nýlenduvöruverzl- anir, sem eitt sinn voru einu sliku verzlanirnar, en þoka nú óðum fyrir stórmörkuðum. Tilgangurinn með þessari herferð er sá að vekja athygli neytenda á þvi, hve gagnlegt og þægilegt er að hafa i næsta ná- grenni verzlun með helztu nauö- synjar, sem nálgast má með litilli fyrirhöfn. Siðustu árin hef- ur hinum gömlu, litlu verzlun- um kaupmannsins á horninu fariö ört fækkandi, reyndar sem nemur einni verzlun á dag i Noregi. Þessar verzianir eru og hafa verið inni i miðjum ibúðar- hverfum, oftast á hornum og gatnamótum. Með auglýsingaplöggum, fundum og áróöri I neytenda- félögum og á annan tiltækan hátt ætla félögin og viðskipta- ráðuneytið að reyna að höfða til neytenda og forráðamanna fyrirtækja og fá þá til að efla að nýju viðskiptin við kaupmann- inn i litlu búðinni, svo hann neyðist ekki til að loka verzlun sinni i siðasta sinn. Það yrði, aö mati ráðuneytisins, afturhvarf til lakari þjónustu við neytendur. Það er athyglisvert, að þessi spurning, sem Norðmenn hafa nú fundið svar við, hefur vafist fyrir ýmsum hér á landi upp á siökastið. Hér hefur sú þróun verið að gerast siðasta áratug- inn aö stórmarkaðir i útverfum hafa aukið umsvif sin, jafnvel langt úr hófi. Tilboðsverð og auglýsinga- starfsemi Vöxtur og velgengni stórverzlananna hér hefur grundvallast á hinu sama og I öðrum löndum. Meö vaxandi bifreiðaeign hefur það færst i vöxt að fjölskyldur safni inn- kaupum sinum meira saman og fari I vikulegar innkaupaferöir einu sinni i viku, t.d. á föstu- dagssiödegi eða kvöldi. Hin mikla umsetning stórverzlunarinnar gerir eiganda hennar kleift að stunda auglýsingastarfsemi, og þá er beitt kunnri aðferð, sem þaul- reynd hefur verið i draumalandi stórviðskiptanna, Bandarikjun- um, og fest hefur rætur viöa um lönd. Þaö eru hin svonefndu „tilboð” eða kostakjör, sem Sviar kalla „lockepris” — verðagn. Boðiö er niður verö á örfáum vörutegundum, og það auglýst rækilega. Þetta kunna að vera tiltekin þvottaefnisteg- und, appelsinur og tekex eina vikuna, aðrar vörutegundir þá næstu. Undirboðiö er kannski þaö mikið að kaupmaöurinn hefur ekki mikinn hagnað af sölu þess arar tilteknu vörutegunda, en hann nær tilsettu marki með þvi að fá fólk inn i stórmarkaöina á innkaupadögum. Þvi þar eru þá gerð magninnkaup, sem marg- faldlega bæta kaupmanninum upp auglýsingakostnaöinn og afsláttinn. Þetta getur kaupmaður smárrar verzlunar ekki gert. Umsetning hans er litil og leyfir hvorki auglýsingar né neinn umtalsverðan afslátt. Spyrja má hvort neytendur séu þá ekki betur settir meö færri en stærri stórmarkaöi, sem bjóði afslátt og ókeypis bilastæði. Aö visu getur það komið neytandanum til góöa aö gera stór innkaup. En það er lika ávinningur af þvi að hafa litla verziun með flestar nauð- synjar rétt viö höndina, þegar vantar. Og eftir þvi sem við- skiptin viö stórmarkaðinn auk- ast, þá vaxa likurnar á þvi að litlu verzluninni veröi lokað einn góðan veðurdag. Auk þess er ekki alltaf fyrir hendi bill né aö- staða fyrir húsmóöurina á aö bregða sér um lengri veg til inn- kaupa. Kaupmaðurinn á horn- inu kemur þá i góðar þarfir. Neytendalýðræði óþekkt á Islandi Hefðu starfsstúlkur og áhuga- fólk um áframhaldandi þjónustu mjólkurbúöa ekki haf- ið undirskriftasöfnun og herferö gegn lokun þeirra, þá er ekki vist að spurningin um örlög kaupmannsins á horninu hefði orðið timabær fyrr en á elleftu stundu,liktog I Noregi. Hér hef- ur stjórn Mjólkursamsölunnar I Reykjavik tekið þá vægast sagt einkennilegu ákvörðun að loka öllum mjólkurbúöum og hafna lýöræöi neytenda. Háttalagi forráðamanna MS hefur verið likt við einræði. Það er kannski full sterkt til orða tekiö. En þaö ber vissan svip þröngsýni. Aður barðist stjórnin gegn þvi að matvöruverzlunum væri heimilaö að hafa lika mjólk á boðstólum. Slikt hefði hins vegar ýtt af staö hægfara þróun hverfismatvöruverzlananna yfir i aö þær veittu um leið þjón- ustu mjólkurverzlananna þar sem þvi yröi viökomið. Þannig hefði verið hægt að loka smám saman þeim mjólkurbúðum, sem óþarfi var að reka, en hinar hefðu áfram gegnt sinu veiga- mikla hlutverki. Nú hefur Mjólkursamsalan tapað orrust- unni, en ekki tekiö ósigrinum með sæmd. Forráðamenn MS hafa ekki kunnaö að tapa og láta það nú bitna á neytendum. Þegar sú ákvörðun var tekin höfðu neytendum almennt ekki verið kynntar allar hliðar þess máls. Þeir voru ekki spurðir, fremur en venja er. Nú er þeim málið kunnugt, þeir hafa rætt allar hliöar þess og tjáð hug sinn. En það er sýnilega verk eftir að vinna I lýðræðisátt. —BS

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.