Alþýðublaðið - 22.10.1976, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 22.10.1976, Blaðsíða 9
8 FRÉTTIR Föstudagur 22. október 1976 j»ii vSXlö 'l Föstudag ur 22. október 1976 FRÉTTIR 9 Athyglisverð ráðstefna um áfengi og fíkniefni A morgun, laugardag, veröur haldin ráöstefna um áfengis- og fikniefnamál á Hótel Sögu. Ráöstefnan hefst klukkan 9:30 og vili Alþýöublaöiö vekja sér- staka athygli á henni, þar eö vei er til hennar vandaö. 1 auglýsingu frá Landssam- bandi sjálfstæöiskvenna og Hvöt, félagi sjálfstæöiskvenna i Reykjavik segir, aö eftirtaldir menn flytji framsöguerindi: Jóhannes Bergsveinsson, læknir, Erla Jónsdóttir, fulltrúi i sakadómi , Reykjavikur, Haukur Kristjansson læknir, Asgeir Guömundsson, skóla- stjóri, og séra Halldór Gröndal. Þá er gert ráö fyrir pallborös- umræöum, sem hefjast klukkan 13:30. Þar eru auglýstir þátttak- endur, auk framsögumanna, Asgeir Friðjónsson, saka- dómari i ávana- og fikniefna- málum, Helga Gröndal, hús- móöir, Jóhannes Proppé, full- trúi, og ólafur Haukur Amason, formaöur Afengisvarnarráös. Umræöustjóri er Elin Pálmadóttir. Þessi ráðstefna er öllum opin. AG skattholum, kommóöum, skrifborðum og svefnbekkjum Lítið við og gerið góð kaup! ®Hiisgagnavei'sh n 1 Reykja\íkur BRAUTARHOLTt 2 SIMI 11Q40 Úrvalið er á efri hæðinni Einstök kjör í boði. í mörgum tilvikum 20% út og eftirstöðvar greiðist á 18 mán- uðum. Við bjóðum yður að koma og skoða eitt glæsilegasta húsgagnaúrval landsins, sem við sýnum á efri hæð verzlunar okkar í Skeifunni 15. HÚSGAGNAVERZUJN GUÐMUNDAR GUÐMUNDSSONAR Skeifan 15 Sími 82898 Tveir umsækjendur í gær rann út umsókn- arfrestur um prests- embætti i Laugames- prestakalli i Reykjavik. Tveir umsækjendur eru um embættið: séra Jón Dalbú Hróbjartsson skólaprestur og Pjetur Þ. Maack cand-theol. ARH Ársþing KSÍ Knattspyrnuunnendur athugiö, að ársþing Knattspyrnusam- bands tslands, veröur haldiö dag- ana 4.-5. desember nk. Arsþingiö veröur haldiö aö Hótel Loftleiö- um, og hefst báöa dagana kl. 13.30. —AB ÁSKORUN TIL SSI FRÁ YFIR 200 SJÓMÖNNUM: Vilja Óskar Vigfús- son fyrir forseta Liðlega 200 sjómenn hafa sent Sjómanna- sambandi Islands eftir- farandi bréf: ,,Þar sem komið hefur fram i fjöl- miðlum, að forsetakjör standi fyrir dyrum, vilj- um við undirmenn á eft- irtöldum skipum lýsa yfir eindregnum stuðn- ingi við óskar Vigfússon (Sjómannafélag Hafn- arfjarðar) Væntum við þess, að þessi stuðning- ur við Oskar Vigfússon verði hafður til hliðsjón- ar um vilja sjómanna við forsetakjör i Sjó- mannasambandi Is- lands.” B.V. Júni 12 menn, Jón Vidalin 5 menn Runólfur 12 menn, Þor- móður Goöi 10 menn, Otur 7 menn Vigri 13 menn, Mai 17 menn, Sléttbakur 16 menn, ögri 12 menn, Engey 12 menn, Harðbak- ur 11 menn, Karlsefni 13 menn, Kaldbakur 12 menn, Erlingur 10 menn, Hjörleifur 9 main, Guð- steinn 14 menn, Haraldur Böðvarsson. Allir undirmenn, Guömundur Jónsson, allir undir- menn, Aðalvik, allir undirmenn, Dagstjarnaniallir undirmenn, Framtiöin,allir undirmenn. Lífgjafinn í fyrradag var kynntur fyrir frétta- mönnum björgunar- búningur, sem Rúna Brynjólfsdóttir er með umboð fyrir og hyggst reyna að koma á mark- að hér. Búningur þessi er kallaður ,,Líf- gjafinn” af umboðs- manni sinum, enda er honum ætlað það hlut- verk að halda hita að og lifi i mönnum sem lenda i sjávarháska. Búningur þessi er gerður úr nælonhúðuöu svampgúmmii og erflothæfni efnisins slik, að þótt búningurinn fyllist af vatni eða rifni, á hann þó að haldast á floti. Þá eru hitaeiginleikar efnisins einnig miklir og heldur búningurinn hita að mönnum hvort heldur það blotnar eða ekki. Það kom fram hjá Hjálmari R. Bárðarsyni siglingamála- stjóra á blaöamannafundi i fyrradag, aö norska siglinga- málastofnunin hefur gert til- raunir með nokkrar geröir björgunarbúninga, og þar kom fram aö búningar á borö viö „Lifgjafann” héldu hæfni sinni i 61/2 til 7 1/2 klukkutimaf sjó við frostmark, miöaö viö að likams- hiti þess sem i honum var færi ekki niður fyrir 33 gráöur. Til þess að sýna blaöa- mönnum hæfni þessa búnings var farið meö fréttamenn út á ytri höfnina. Þar kastaöi Óskar Karlsson sér i sjóinn iklæddur buningi þessum og svamlaöi þar um nokkra hriö. Sagöi hann á eftir að búningurinn heföi veriö mjög heitur þann stutta tima sem hann var i sjónum og ekkert hefði lekiö inn um hann, nema litillega niður um háls- málið. Fram kom að talið'er mögu- legt að framleiða búninga á borð við þennan hér á landi, enda mun hér vera um fremur einfalda saumavinnu að ræða, að sögn Rúnu. Rúna sagðist mundu leita eftir viðurkenningu Siglinga- málastjórnarinnar á búningi þessum sem öryggistæki, en hins vegar kom einnig fram, að þeir eru fremur rúmfrekir og þvi erfitt að koma þeim fyrir i fiskibátum, þar sem hvert rými er þaulnotað. — hm. INSI-þing hefst í 34. þing Iðnnemasambands Is- iands verður haldið helgina 22.-24. október 1976, að Hótel Esju. Þingið hefst i dag, 22. okt., kl. 14 með setningarræðu formanns sambandsins Kristins Hrólfsson- ar og ávarpi gesta. Þingið sækja um 130 fulltrúar frá 19 aðildarfé- lögum sambandsins viðsvegar að af landinu. Þingiö mun fjalla um iön- dag fræöslu, kjaramál, félagsmál og almenn þjóðmál og ýmsa aðra málaflokka. Einkum verður i brennipunkti, hversu slælega er staðið að verkmenntun i landinu og hin mjög svo lélegu kjör, sem iðnnemar eiga viö að búa. Þinginu lýkur á sunnudag með kjöri stjórnar og i aörar trúnaö- arstöður sambandsins fyrir næsta starfsár. Fataverksmiðjan HEKLA Verksmiðjan flytur út prjóna- og skinnfatnað fyrir 440 miljónir króna á þessu ári, en heildar framleiðsluverðmæti er áætlað að nemi um 700 miljónum króna. Um 250 manns vinna nú hjá verksmiðjunni og er áætlað að launagreiðslur nemi 165 miljón- um króna í ár. Þessar tölur sýna svart á hvítu hversu mikil- vægur iðnaðurinn er okkur islendingum. Ályktanir 30. þings Bandalags starfsmanna ríkis og bæja Tillögur starfskjaranefndar um kjaramál. I. Brýnustu verkefni 30. þing BSRB samþykkir aö aðal- kjarasamningi bandalagsins og bæjarstarfsmannafélaga innan þess verðisagtuppfyrir 1. april 1977. Stefnt verði að nýjum samningi 1. júli 1977 eins og lög og reglugerð heimila. Forgangsverkefni viö gerð nýs samnings telur þingið vera þessi: 1. Bætt verði að fullu kjaraskerðing undanfarinna ára og tryggður kaup- máttur, sem sé hvergi lakari en skv. kjarasamningi BSRB i desember 1973 i endanlegri mynd hans. 2. Samið verði um verulegar kjara- og launabætur, sem lyfti launakjörum upp af núverandi láglaunastigi. 3. Full verðtrygging verði tekin upp á laun samkvæmt óskertri fram- færsluvisitölu. 4. Leiðrétt verði launamisræmi, sem orsakast af þvi að opinberir aðilar neita starfshópum innan BSRB um sambærileg kjör og rikið semur um við hliðstæða starfshópa utan sam- taka opinberra starfsmanna. II. Þróun kjaramála. Launakjör islenskrar alþýðu eru nú orðin ein hin allra lægstu i Vestur- Evrópu. Jafnframt hefur launamis- munur og margháttað misræmi i launamálum stórlega aukist. Hér á landi hefur geisað óðaverð- bólga og frá þvi að umsamin visitölu- hækkun á laun var síöast greidd (1. mars ’74) og til 1. ágúst 1976 hefur framfærsluvisitalan hækkað um 150% og kaupgjaldsvisitalan, sem um var samið, hefði liklega hækkað um 130%. Launastigi opinberra starfsmanna hefur á sama tima einungis hækkað um 40-70%. Þróun kjaramála hefur þannig verið opinberum starfsmönnum sérstaklega óhagstæð undanfarin ár. Réttindaleysi samtakanna og félaganna veldur þar mestu, enda hefur verulegur hluti bar- áttunnar beinst að þvi að knýja fram breytingar á samningsrétti. í þvi efni vegur þyngst afnám gerðardóms aðal- kjarasamnings og takmarkaður verk- fallsréttur. Þingið telur þaö brýnasta verkefni samtakanna á næstunni að hefja markvissa baráttu gegn þessari óheillaþróun. 1 þvi sambandi felur þingið forystu samtakanna að leita samstarfs við Alþýöusamband tslands og önnur heildarsamtök launafólks um samræmdar aðgerðir i kjaramálum. Til áréttingar framansögðu skulu rifjuð upp nokkur meginatriöi i þróun kjaramála BSRB siðustu árin. 1.1 kjarasamningum i des. 1970 tókst i veigamiklum atriðum að samræma laun opinberra starfsmanna launum annarra starfsstétta. 2. A árunum 1972-73 synjaöi ríkið opin- berum starfsmönnum um 14% launahækkun til samræmis við launahækkanir á almennum vinnu- markaði. Kjaradómur dæmdi siðar opinberum starfsmönnum tilboð sitt, þ.e. 7% áfangahækkunina frá 1. mars 1973. 3.1 aðalkjarasamningi BSRB i des. 1973 var fylgt þeirri meginstefnu sföasta bandalagsþings að semja um mesta hækkun launastigans fyrir lægstu launaflokkana. Þetta leiddi til þess, að litil launahækkun kom á hæstu launin og var það i fullu samræmi viðyfirlýsta láglauna- stefnu verkalýðsfélaganna svo og válegar horfur t efnahagsmálum. 4. Þegar lokið var sérsamningum verkalýðsfélaga á almennum vinnu- markað i ársbyrjun 1974 kom i ljós að heildarlaunahækkun þeirrá var yfirleitt 7-20% meiri en i fyrrgreind- um kjarasamningum BSRB og ein- staka starfshópa mun hærri. Til að reyna að mæta þessu sömdu félög opinberra starfsmanna i sér- samningum sinum, i mai og júni 1974 um hækkun flestra starfsheita um 2-3 launaflokka (7-10%). Brýn þörf leiðréttinga á röðun ýmissa starfsheita varö þannig aö sitja á hakanum og þvi óx misræmi launa- kjara fjölmargra opinberra starfs- manna á við sambærilega starfs- hópa. 5. Eftir afnám visitölubóta, frá 1. júni 1974, fengu launþegar fyrst lög- bundnar launajöfnunarbætur og siðan tvær áfangalagfæringar á ár- inu 1975. Hlutur opinberra starfsmanna mun á þessum tima hafa versnað heldur meir en flestra annarra. 6.1 aðalkjarasamningi BSRB og fjár- málaráðherra frá 1. aprils.l. fékkst ekki nein sú grundvallarbreyting á launastiganum, sem rétt gæti skert- an hlut opinberra starfsmanna, heldur einungis sama prósentu- hækkun og flest verkalýðsfélög sömdu um i lok febrúarverkfall- anna. Hins vegar var samið um, að gildistimi nýja aðalkjarasamnings- ins yrði aðeins eitt ár, og við gerð næsta samnings gilti verkfallsrétt- ur. 7. Sérsamningar allra rikisstarfs- mannafélaga að einu undanskildu komu til kasta gerðadóms, sem kvað upp úrskurð i júli s.l. Meðal- launahækkanir bandalagsfélaganna i sérkjarasamningunum, sem gilda til 1. júlí ’77, munu hafa orðið um 1,8- 4%. Meðferð og afgreiðsla samninga- nefndar rikisins og Kjaranefndar á málinu var mjög ábótavant og sára- litið tillit tekið til fyrirliggjandi upp- lýsinga um launakjör sambærilegra starfshópa á almennum vinnu- markaði. 111 Um kjarasamninga BSRB á næsta ári. Við kröfugerð verði tekið mið af meginkröfum BSRB i ágúst 1975. Þingið minnir sérstaklega á eftirtalin atriði: I. Sett verði tryggileg ákvæði i heildarkjarasamninginn um rétt BSRB til uppsagnar og verkfalls- heimildar á samningstimabilinu, ef veigamiklum forsendum hans yrði breytt og kaupmætti umsaminna launa raskað. 2. Byrjunarlaun verði hækkuð. Aldurshækkanir ásamt bili milli launaflokka alls staöar sett jafnt að krónutölu. 3. Staðfest verði 5 daga vinnuvika og dagvinna á timabilinu kl. 08-17 frá mánudegi til föstudags. 4. Vikulegur vinnutimi vaktavinnu- fólks verði skemmri en dagvinnu- manna og núverandi reglur sam- ræmdar. Vinnuskylda geti styttst i áföngum eftir 55 ára aldur, sé þess óskað af hálfu starfsmanns. 5. Starfsmanni skal heimilt að halda störfum að hluta eftir tilskilin aldursmörk. 6. Greiða skal álag á áhættusama óþrifalega og óholla vinnu. 7. Bætt verði kjara- og félagsleg að- staða þeirra erverða að vinna fjarri heimilum sinum. 8. Laugardagar teljist ekki til orlofs- daga og orloíslenging fáist fyrr en nú er. Lágmarkstrygging orlofs- framlags hækki verulega og fylgi al- mennum launahækkunum . Orlof lengist oftar miðað við starfsaldur. 9. Yfirvinnutimakaup hækki i 100% miðað við dagvinnu og vaktaálag hækki frá þvi sem nú er. 10. Mötuneyti verði tekin upp á vinnu- stöðum, en þar sem þvi verður ekki við komiö greiðist fæöispeningar. II. Opinberum starfsmönnum verði tryggð endurhæfing og starfsmennt- un og skal námstimi teljast til vinnutima. 12. 1 heildarkjarasamming verði tekin upp kjaraatriði úr sérsamningum eftir óskum viðkomandi bandalags- félaga. BSRB afli með tilstyrk bandalags- félaganna gagna um raunveruleg launakjör annarra og taki saman greinargerð um þróun kjaramála að undanförnu fyrir samninganefnd bandalagsins til að styöjast viö varö- andi mótun kröfugerðarinnar. Þingið samþykkir að beina þvi til bandalagsfélaganna aö vinna að þvi að koma á meiri festu og samræmingu varðandi stöðuheiti. Þingið leggur rika áherslu á, að þannig veröigengið frá samningum að tryggt sé að umsamin kjaraatriöi komi til framkvæmda strax viö gildis- töku samnings.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.