Alþýðublaðið - 22.10.1976, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 22.10.1976, Blaðsíða 14
14 LISTIR/MENNING alþýöu Föstudagur 22. október 1976 bSaöid Skagaleikflokkurinn sýnir: íslenzk bók um byssur og skotfæri ,/Byssur og skotfimi" heitir bók/ sem Bókaút- gáfa Guðjóns Ó. hefur sent frá sér. Hún er eftir E.J. Stardal og er í henni fjöldi mynda. I formála aö bókinni segir höfundur m.a.: „Til eru menn, sem fyllast vandlætingu þá er þeir heyra minnzt á veiðar eöa veiöivopn. t þeirra munni er veiðimaðurinn eins konar varg- ur i véum, er hvergi megi lita friösælt dýralif án þess aö fyll- ast vigahug, ekki sjá fugl án þess aö drepa hann. Auövitaö er misjafn sauöur i mörgu fé, en þessir sleggjudóm- ar starfa annað hvort af heilagri einfeldni eöa visvitandi óheil- indum. Þaö skal viöurkennt aö útrýming eöa stórkostleg fækk- un margra dýrategunda er at- vinnuveiöimönnum liöinna tima aö kenna, en fyrir hverja veiddu þeir kjöt og loðfeldi? Þaö er ekki fyrr en gráöugir markaöir stór- borganna J komu til sögunnar sem dýralifi fer aö veröa alvar- lega hætt. Viöfeömi beitilanda og akra, skolpræsi stórborga hafa valdiö tortimingu þúsund- falt fleiri villtra dýra en allir veiöimenn frá örófi alda til samans”. Höfundurinn, Egill Jónasson Stardal hefur skrifað mikið um menn og málefni og er þekktur i hópi veiðimanna fyrir störf i þágu félagsmála. Hann var m.a. formaöur Skotfélags Reykjavikur, hefur tekiö þátt i skotmótum og veriö i ritnefnd Veiöimannsins. t bókinni fjallar hann meðal annars um sögulega þróun skot- vopna, skotfimi sem íþrótt, hirðingu og meðferö skotvopna, varúöarreglur, veiöar og nátt- úruvernd. Bókin er 200 blaðsiöur og var fvrct nrpntníS árih í þessari viku: Nýting sólarorku 4. Áttavita- námskeið fyrir rjúpna- skyttur og veiðimenn PUNTILA 0G MATTI Aðrir tónleikar Sinfóniuhljóm- sveitarinnar á starfsárinu, voru haldnir 1 gærkvöld. Fluttur var pianókonsert eftir Rachmaninoff, adagio fyrir strengjasveit eftir Samuel Barber og sinfónia nr. 4 eftir Tschaikowsky var flutt eftir hlé. Breyting var gerð á efnisskrá tónleikanna. Þeir hófust á verkinu Adagio fyrir strengja- sveit eftir SamuelBarber. Verkiö erflutt i minningu Einars Waage, sem var leikari með Sinfóniu- hljómsveitinni frá byrjun, en er nú nýlátinn. Stjórnandi Sinfóniuhljóm- sveitarinnar að þessu sinni var Paul D. Freeman. Freeman stjórnaöi hljómsveitinni siöast á fyrstu tónleikum Lista- hátiöarinnar siöastliöiö vor. Hann er nú stjórnandi viö hljómsveitina i Detroit i Bandarikjunum. Barbara Nissman lék einléik á pianó i gærkvöldi á tónleikunum. Barbara þykir efnilegur pianó- leikari, og er nafn hennar æ oftar nefnt þegar rætt er um hina efni- legustu af yngri pianóleikurum. Hún er bandarisk, stundaöi nám viö háskólann i Michican, og hlaut rikisstyrk til aö ljúka doktorsprófi er hún var enn viö nám. Einnig var h enni veitt hæsta viðurkenning er háskólinn veitir, Stanley-verðlaunapeningur. Barbara Nissman hefur ieikiö I mörgum helztu borgum Evrópu, auk nokkurra stærstu borga Bandarikjanna. Eins og undanfarin 10 ár gengst Hjálparsveit skáta i Reykjavik fyrir námskeiði I meðferö áttavita og landabréfa fyrir rjúpnaskyttur og ferð.amenn. Á námskeiðum þessum veröa einnig veittar upplýsingar um feröafatnaö og ferðabúnað almennt. Ætlunin er aö halda 2 námskeiö, ef næg þátttaka fæst. Hið fyrra veröur 20.-21. október n.k. en hiö siöara 27.-28. október n.k. Hvort námskeiðið er 2 kvöld. Fyrra kvöldiö er meöferö áttavita og landabréfa kennd og notkunin æfö innandyra. Siöara kvöldiö er veitt tilsögn i feröabúnaöi og siöan farið i stutta verklega æfingu rétt út fyrir bæinn. Þátttakendum veröur ekið til og frá æfingasvæöinu i bifreiöum H.S.S.R. Námskeiöin veröa haldin i kennslusal Rauöa kross tslands, Nóatúni 21, og hef jast kl. 20.00 bæöi kvöldin. Þátttökugjald er kr. 500.00. Nánari upplýsingar er aö fá i Skátabúöinni viö Snorrabraut, slmi 12045. Þar liggur einnig frammi þátttökulisti fyrir þá, sem ætla aö taka þátt i námskeiöinu. Enda þótt þessi námskeið séu einkum ætluö rjúpnaskyttum, eru allir velkomnir, sem áhuga hafa á aö iæra notkun áttavita og landa- bréfa, eöa vilja hressa upp á og bæta viö kunnáttu sina. Er athygli vélsleðamanna, skiöa- göngumanna og annarra ferðamanna, sem feröast um f jöll og firnindi, sérstaklega vakin á þessum námskeiöum. Undanfarin ár hafa námskeiö þessi verið fjölsótt og er þaö von Hjálparsveitar skáta aö svo veröi einnig nú. Þvi orkar ekki tvimælis aö góö kunnátta i meðferö áttavita og landabréfs, ásamt réttum útbúnaöi, getur ráöið úrslitum um afdrif feröa- eöa veiöimanna, ef veörabrigöi veröa snögglega. í gærkvöldi frumsýndi Skagaleikflokkurinn i Bió- höllinni á Akranesi, alþýöu- leikinn „Púntila bónda og Matta vinnumann” eftir þýzka ljóöa- og leikritaskáldiö Bertolt Brecht i þýöingu Þorsteins Þorsteinssonar. Leikstjóri er Guðmundur Magnússon. Alls koma fram i leikritinu 23 leikendur, meö aöalhlutverk fara: Anton Ottesen sem leikur Púntila bónda, Þorvaldur Þorvaldsson leikur Matta vinnumann og með hlutverk Evu dóttur Púntila, fer Vaka Haraldsdóttir. Undirbúningur vetrar- starfsins hófst um miðjan ágúst, með tveggja vikna leiklistar- námskeiöi sem Guðmundur Magnússon stjórnaði, siðan hafa æfingar á „Púntila og Matta” staöiö yfir i sjö vikur. Alls hafa 45 manns unnið i fritima sinum meö frábærum dugnaöi viö uppfærslu verksins, sem er hiö fjórða f rööinni hjá leikflokknum frá þvi hann var stofnaður áriö 1974. Fyrirhugaö er, auk sýninga i Bióhöllinni að ferðast með leikritið um nágrannabyggöirnar eins og gert hefur veriö með fyrri leikrit sem Skagaleikflokkurinn hefur fært upp. Paul D. Freeman stjórnaði Sinfóníu- hljómsveit- inni í gærkvöldi Tækni/Vísindi 742-4- 1. Niöurstööur þeirra til- rauna sem geröar voru meö Goldston loftnetinu voru mjög uppörvandi fyrir þá, sem aö þeim stóöu. örb^lgju Orka /g’eisli, inn a----------- 2. Tilraunín fór fram aö rat- magni var breytt i örbylgjur sem siöar voru sendar um loftnetiö 3. Móttakarinn breytti siöan örbylgjunum i raforku á ný. Út: 30.4 kw i Móttakarinn nær aðeins yfir Inn: i0% af > 320 kw flatarmáli^J /^geislans 4. 82.5% þeirrar orku sem .send var út skilaði sér frá móttakaranum. Þetta var þvi sérstaklega vel heppnuö tilraun.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.