Alþýðublaðið - 22.10.1976, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 22.10.1976, Blaðsíða 16
NYJAR UTHLUTUNARREGLUR FYRIR NÁMSLÁN námsmenn mótmæla Námslán og námsstyrkir hafa veriö mjög til umræðu undanfarin ár, en þó aldrei meira en á siðasta ári og það sem af erárinu 1976. Ástæða þess að lánamál námsfólks hafa verið svo mjög í sviðsljósi undanfarið er sú að á siðasta vetri dróst f járveiting til Lánasjóðs ísl. námsmanna mjög á langinn, sem svo skapaði ófremdar- ástand hjá mörgum manninum í röðum námsmanna. Einnig hófst undirbúningur að breytingum á lögum Lánasjóðsins á síðasta vetri, og hafa fulltrúar námsmanna talið margar hugmyndir um breytingar á fyrir- komulagi úthlutunar og endurgreiðslu námslána vera ófullnægjandi eða ótækar. 1 gær boðaði stjórn Lánasjóðs isl. námsmanna (LÍN) frétta- menn á sinn fund, til þess að kynna nýjar reglur um úthlutun námslána, en þær eru byggðar á lögum um námslán og náms- styrki frá 28. mai s.l. Gilda þessar úthlutunarreglur fyrir skólaárið 1976-77, en gert er ráð fyrir þvi að nýjar úthlutunar- reglúr séu gefnar út árlega. 1 fyrstu gr. reglanna segir svo um skilyrði fyrir láni: „Aðstoðarkræft er það nám sem svo er kveðið á um i lögum og reglugerð um námslán og námsstyrki. Sjóðurinn veitir námsaðstoð til náms sem telst fullt starf námsmanni að minnsta kosti námsmisseri enda sé eigi skemmra til náms- loka en tvö námsár. Sé um að ræða framhald af fyrra námi við sömu námsstofnun eða námsbraut er þó veitt„ námsað- stoð til skemmri tima”. Upphæð námsláns er miðuð við framfærslukostnað náms- manns þann hluta ársins sem hann stunda aðstoðarkræft nám. Grunnupphæðin miðast við einn mánuð og er siðan margfölduð með fjölda náms- mánaða. Framfærslukostnaður einstaklings i einn mánuð, mið- að við gengi 30. sept. 1976, er áætlaður sem hér segir, i helztu námslöndum isi. námsmanna: Islandheima 39.000 kr. ísland að heiman 65,000 kr. Danmörk 68:965 kr. Noregur 66.495 kr. Sviþjóð 64.675 kr. U.S.A. 70.070 kr. V-Þýskaland 61.490 kr. Kostnaður vegna ferða milli landa og kostnaður vegna skóla- gjalda, er ekki reiknaður inn i þennan framfærslukostnað. Framfærslukostnaður Sé námsmaður einstætt for- eldri, annist einn framfærslu barns sins og njóti eigi aðstoðar hennar vegna umfram meðlag Tryggingarstofnunar, hækkar framfærslukostnaðarmat hans um 25% vegna eins barns og um 12.5% fyrir hver t barn umfram það. Sé námsmanni veittur ferða- styrkur, bætast 50% hans við námslán vegna ferðakostnaðar maka ef hann dvelst hjá náms- manni meðan á námi stendur. Um frádrátt frá upphæð námslána gilda þessar megin- reglur: 1. Búi námsmaður i foreldra- húsum, þá lækkar framfærslu- kostnaður hans um 40%. 2. Námsmaður má hafa allt að 80.000 krónur i laun fyrir sumar- vinnu, án þess að til komi skerð- ing á námsláni. Tekjur umfram þá upphæð skulu dragast frá láni. Greiði námsmaður meðlag með barni bætist jafnvirði þess við framfærslukostnað hans áð- ur en umframtekjur reiknast. Þá segir i reglum um úthlut- un, að fyrsta almenn útborgun námsaðstoðar á ári hverju skuli vera tilbúin eigi siðar en 15. febrúar. Útborgun haustlána skal vera tilbúin eigi siðar en 15. oktober vegna námsmanna erlendis og 15. nóvember vegna námsmanna á Islandi. Forráðamenn Lánasjóðsins sögðu, að einhverjar tafir yrðu á útborgun námslána á þessu hausti þar sem stjórnvöld hefðu beðið eftir samningu nýrra út- hlutunarreglna. Yrði væntan- lega ekkert þvi til fyrirstöðu að fá umbeðið fjármagn til út- hlutunar, nú eftir aðþessar regl- ur lægju fyrir , þannig að úthlut- un gæti hafist um 20. nóvember n.k. — Árás á okkur, segja námsmenn Fulltrúar námsmanna i stjórn LIN gagnrýndu harðlega ein- staka ákvæði i úthlutunar- reglunum, sem þeir kváðu ,,dæmi um enn eina árás rikis- valdsins á kjör námsfólks”. Sögðu þeir m.a. að fyrsta grein reginanna væri brot á lögum, auk þess sem hún stuðlaði að auknu misrétti meðal náms- manna. Þá sögðu þeir, að ákvæði þeirra um tekjumörk námsmanna, þ.e. hámarks- tekjur þær sem ákveðnar eru án þess að til frádráttar komi á lánum, séu ákveðnar of lágar Þá bentu þeir á að hvergi væri tekið nægilegt tillit til atvika sem upp kynnu að koma hjá námsmanni með fjöl- skyldu, svo sem veikindi maka o.fl., en slikt gæti óneitanlega gert mikið strik i reikning fjöl- skyldunnar. Einnig var ákvæðið um 40% lækkun framfærslu- kostnaðar vegna búskapar námsmanns i heimahúsum gagnrýnt harðlega af náms- mönnum. —ARH. SHI fordæmir vinnu- brögð ríkisvaldsins Alþýðublaðinu hefur borist eftirfarandi ályktun frá Stúdentaráði Iláskóla tslands. ,,SHt fordæmir harðlega þá atlögu, sem ríkisvaldið gerir aö kjörum námsmanna, með þvi að ætla Lánasjóði islenzkra námsmanna einungis einn milljarð I frumvarpi að fjár- lögum fyrir árið 1977. Bent skal á, að til að halda óbreyttu horfi frá þvi i fyrra, þarf LtN 2.064 milljaröa kr. til ráðstöfunar. Hér er þvi gert ráð fyrir 50% skerðingu á kjörum náms- manna, þrátt fyrir að gildandi lög mæli skýrt á um, að stefnt skuli að fullri brúun umfram- fjárþarfar. Stúdentaráð skorar þvi á Alþingi að sjá til þess, að kjör námsfólks verði ekki skert meira en orðið er”. ife Varanlegt slitlag á allar götur innan tíu ára Þann 1. desember 1975 voru búsettir 960 manns á Seyðisfirði, og hafði þá fjölgað þar úr 938 á einu ári, en það er nálægt þvi aðvera 3,7% meiri fjölg- un en venjulegt lands- meðaltal gerir ráð fyrir. 1 viðtali við bæjarstjórann á Seyðisfirði Jónas Hallgrimsson, kom fram að atvinnuástand þar hefur verið mjög gott það sem aí' er árinu, ef undan eru skildar 2-S síðustu vikurnar, en þá hefur fremur litill afli borist að landi á Seyðisfirði og stafar það fyrst og fremst af þvi, að togarinn Gullver hefur verið i slipp. Af framkvæmdum á vegum bæjarins má nefna, að i sumar var byrjaö að vinna eftir skipu- lagisem gert var slðasta vetur og miðaraðþvi, aðlokið verði við að leggja varanlegt slitlag á aliar götur á Seyðisfirði innan næstu tiu ára. Var lögð oliumöl á eftir- taldar götur, Brekkugötu, Múla- veg, Bröttuhlið, hluta af Túngötu og Strandarveg, auk þess sem gerðar voru endurbætur á eldri götum sem lagt hafði verið var- anlegt slitlag á 1973. Þá varhaldið áfram gatnagerð I svokölluðu Gilsbakkahverfi en það er nýtt ibúðahverfi, sagði Jónas Hallgrimsson bæjarstjóri að heildarkostnaður við gatna- gerð á Seyðisfirði yrði á þessu ári milli 25-30 milljónir. Hrörlegt iþróttahús Af öðrum framkvæmdum á vegum bæjarfélagsins nefndi Jónas, að nú væri unnið að þvi að endurbyggja iþróttahúsið og sundlaugina, en það mannvirki var, að sögn Jónasar orðið næsta hrörlegt. Vonaðikt hann til að framhald ýrði á endurbyggingum næsta sumar. Þá er Seyðisfjarð- arkaupstaður að byggja fjögur einbýlishús samkvæmtlögum um byggingu þúsund leiguibúða á vegum sveitarfélaga. Hafa tvö þessara húsa þegar verið reist, þá er búið að steypa sökkla að þvi þriðja og verið að slá upp mótum að sökklum þess fjórða. Skrúðgarður — sjúkrahús Frá þvi snemma i vor hafa Seyðfirðingar unnið að þvi að koma sér upp skrúðgarði á svæð- inu umhverfis Seyðisfjarðar- kirkju og Otvegsbankann, á svo- kallaðri Fjarðaröldu. Hefur þar verið gróðursettur nokkur fjöldi af plöntum og trjám. Þá var sem Setuverkfall í Hveragerði íverageröi 21. okt. . Setuverkfall er nú I skrifstofu iveragerðishrepps. Hafa starfs- itúlkur i skrifstofunni farið fram i, að þeim verði skipað i launa-' 'lokka á svipaðan hátt og i öðrum jveitarfélögum hér sunnanlan^s, ;n treglega hefur gengið að fá svar frá hreppsnefndinni i Hvera- »erði. Þegar allar viðræður voru strandaðar gripu stúlkurnar til þess ráðs að hefja setuverkfall, og hófst það 20. oktober kiukkan 13. Sama gildir um verkstjóra Hveragerðishrepps. Vonandi fæst lausn á þessu vandræðamáli fljótlega, en segja má að viðræöurnar hafi staðiö i C&imt eitt ár. - R - Bókmenntaverðlaun Nóbels 1976: SAUL BELL0W FÉKK VERÐLAUNIN Bandariska rithöfundinum Saul Bellow voru i gær veitt bók- ménntaverðlaun Nóbels. Bellow er lítt þekktur hér á landi, én meðal virtustu rithöfunda I sinu heimalandi. Hann fæddist i Kan- ada 10. júnil915en fluttist niu ára að aldri með foreldrum sinum til Bandarikjanna. Foreldrarnir voru rússneskir innflytjendur af gyðingaættum og settust að 1 Chi- cago, þar sem faðirinn stundaði viðskiptastörf. Fyrsta bók Bellows kom út árið 1944, skáldsagan Dangling Man, en þekktustu verk hans eru Herzog, The Adventures of Augie March og Henderson the Rain King og hefur hann hlotið fjölda viðurkenninga fyrirþessi verk sin iheimalandisinu, þar sem litið er á hann sem leiðandi skáldsagna- höfund sinnar kynslóðar. Hann var i rauninni fyrsti iameriski gyðingurinn sem tókst að komast til slikrar virðingar i heimalandi sinu. —hmj FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 1976 alþýðu blaðið kunnugt er, afhjúpaður minnis- varði um tónskáldið Inga T. Lárusson á þvi svæði. Að endingu gat Jónas þess, að nú væri búið að teikna nýtt sjúkrahús sem reisa ætti á Seyðisfirði og væri það von bæj- arbúa að veittar verði það rausn- arlegar fjárveitingar fyrir næsta ár til sjúkrahússins, að bygging- arframkvæmdir geti hafist, enda værfsjúkrahúsið á staðnum kom- ið til ára sinna og stæðist engan veginn kröfur timans. —GEK Heyrt: Guðmundur G. Þórarinsson, verk- fræðingur, hefur óskað eftir, að þvi yrði komið á framfæri, að hann hefði ekki i hyggju að sækja um starfvegamálastjóra, hefði ekki hugleitt það og myndi ekki gera það. Guðmundur vill að þetta komi fram vegna klausu i þessum dálki, þar sem sagt var, að Framsóknarmenn hefðu hug á að gera hann að vegamálastjóra. Þetta mál er þvi úr sögunni. o Lesið: Isafjarðarblaðið Skutull segir frá þvi, að Gunnar Jónsson, bæjar- fulltrúi Alþýðuflokksins á Isafirði, hafi verið kjörinn forseti bæjarstjórnar i stað Jóns Baldvins Hannibals- sonar, skólameistara, sem fengið hefur ársleyfi frá sinu embætti til framhalds- náms erlendis. o Tekið eftir: Að litlar fréttir hafa borist frá Seðlabank- anum um frekari rannsókn á skipakaupum erlendis frá eftir að Grjótjötunsmálið var upplýst. Astæðan fyrir þessu mun einkum vera sú, að erfiðlega gengur að afla gagna erlendis, en þó miðar i áttina. Rannsóknir bankans beinast nú einnig að leigu á laxveiðiám og gjaldeyrisviðskiptum i þvi sambandi. o Lesið: I ísafjarðarblaðinu „Skutuli”: í" júni-mánuði var haldið vinabæjamót á ísafirði. Þangað komu gestir frá vinabæjum Isa- fjarðar i öðrum norrænum löndum. Mótið stóö i þrjá daga, og i fjárhagsáætlun voru útgjöld áætluð 700 þúsund krónur. Eitthvað hefur farið úr böndunum þvi kostnaðurinn við þetta þriggja sólarhringa mót varð a.m.k. þrefalt hærri, eða um 2,1 milljónir króna. o Frétt: Að nú hafi verið krafist sakadómsrann- sóknar vegna hvarfs á skjölum frá Flugfélaginu Vængjum, er birt voru i einu dagblaðanna. Er helzt talið, að skjöl þessi hafi horfið úr skrifstofu lög- manns i Reykjavik. Nóbelsverðiaunahaflnn I bók- menntum i ár, Saul Bellow.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.