Alþýðublaðið - 22.10.1976, Page 11

Alþýðublaðið - 22.10.1976, Page 11
Föstudagur 22. október 1976 11 Verndið börn gegn eiturefnum Vitið þið: A6 svotildaglega er komiö meö börn á Sl.ysavaröstofuna vegna þess aö þau hafa látiö ofan i sig einhverja ólyfjan. Ariö 1975 var komiö meö 412 börn og þar af 325 sem voru 3 ára og yngri. Hvert einasta heimili er fullt af hættum. Fyrir þessar litlu verur sem þurfa svo mikla vernd og leiösögn. Miklu meiri vernd en margur heldur. bað er ótrúlega margt sem freistar i augum barns. Eðlileg forvitni þeirra getur leitt þau þangaö sem sizt skyldi. Umbúðir um ýmisleg hættuleg efni, eru oft fallegar og mjög forvitnilegar. Barniö stenzt ekki freistinguna aö opna og skoöa þessar skrautlegu flöskur og bauka. Snyrtivörur eru t.d. nær alltaf i fallegum umbúöum, og þaö getur veriö ofur auövelt fyrir barniö aö ná i þær. í snyrtibörum eru ýmis hættuleg efni svo sem i nagla- lakki, háruðunarefni. rakspira, ilmvötnum, lagningarvökva, svo eitthvaö sé nefnt af algeng- um efnum á venjulegu heimili. Allar þessar vörur ættu aö vera á stööum þar sem börn ná ekki til þeirra, t.d. i efstu hillu i skáp sem þau geta ekki klifrað upp i. En þó snyrtivörurnar séu vara- samar eru lyfin þó enn hættu- legri. Öll lyf eru hættuleg hverju nafni sem þau nefnast. Ef þau eru tekin inn af þeim sem ekki kunna með þau aö fara. Lyf ættu skilyröislaust aö vera geymd inni i læstum skáp. Sérstakir lyfjaskápar fást þvi miður ekki viða en þeir fást nú i verzluninni Brynju við Laugaveg ogkosta 6.600 kr. Að sjálfsögöu er einnig hægt að nota aöra læsta skápa og þess má geta aö Neyt- endasamtökin hafa barizt fyrir þvi, að það veröi sett inn i bygg- ingasamþykkt aö læstur skápur skuli vera í eldhúsum. í flestum heimilum hefur skapazt sú hefö aö geyma alls kyns hreinsiefni i skápnum undir vaskinum, i eld- húsinu. Þessu þarf að breyta þvi aö hreinsiefni (sem svo mjög eru auglýst, sem efni er eigi aö ná hvaöa óhreinindum sem eru) innihalda mjög hættuleg efni. Af algengum efnum á heimili mætti nefna þvottaduft, klór, efni til þess að hreinsa niöurföll, stálull og allskyns sterka hreinsilegi sem eru stórhættulegir. Ef eitt- hvaö af þessum efnumcog öörum hættulegum efnum) er I eldhús- skápnum hjá þér, lesandi góöur, skaltu fjarlægja þau hiö snarasta og finna þeim betri staö. Þaö er meiri fyrirhöfn aö ná i þvottefni upp i efstu hyllum, en þaö er þess virði. Auk þess er þetta ekkert annaö en vani sem auðvelt er aö breyta. Varið ykkur á því að kalla meðöl sælgæti Barniö sér engan mun á þvi hvort sykurhúöuðu pillurnar sem þaö náöi I eru lyf eða sælgæti. Að visu finna þau vont bragö ef þau tyggja þær, en þaö er auðvelt aö' bæta úr þvi, þau gleypa þær bara i staðinn. Börn eru snögg að framkvæma og þau ráðgera ekki fyrirfram það sem þau ætla að gera. Finni þau eitthvaö sem vek- ur áhuga þeirra gera þau engan greinarmun á þvi hvort þaö er hætíulegt eöa ekki. Einhvers staðar lengst inni i hugarfylgsn- um barnsins heyrist ef til vill rödd, sem segir þú mátt ekki, en sú rödd gleymist fljótt ef freistingin viö að ná i eitthvað gott veröur sterkari. Umvandanir eða skammir geta ekki komið i veg fyrir aö barniö svali eölilegri forvitni sinni. Hér fyrir neöan er listi yfir al- geng efni á heimilum sem vitað er til aö börn hafa skaöaö sig á, samkvæmt upplýsingum frá læknum. „Hugleiddu, lesandi góöur, meðan þú rennir augum yfir listann hvort eftirtalin efni eru á heimili þinu og ef svo er þá gættu aö hvar þau eru geymd”. Efnasambönd 1. Lyf Geðlyf Eóandi lyf Svefnlyf Hjarta- og æöalyf önnur verkjalyf Vöövaslappandi lyf Járn Nefdropar önnur lyf (t.d. megrunarlyf, getnaöar- varnartöflur og blóöþynningar- lyf.) II Efni á heimilum. Terpentina Húsgagnaáburöur Þvotta- og hreinsiefni Benzin og steinolia Ediksýra Salmiakspiritus Bórsýra Annaö (t.d. hárvökvi, bón, ilm- vötn, naglalakkseyöir og lim- efni.) III. önnur efnasambönd. Garöúðunarefni Meindýra- og skordýraeitur Sigarettu- og vindlastubbar Afengi Annað (t.d. benzol, fenol, tré- spfritus og kvikasilfur). Þessi varnarorð eiga ekki ein- göngu við þá sem eiga litil börn heldur lika hina sem börn heim- sækja. Þvi aö ekkert er eins spennandi og aö skoöa i hirzlurn- ar hjá öðrum. Eina örugga ráöiö til þess aö koma i veg fyrir eitranir, hvort sem þær eru vegna lyfja eða annarra efna er aö læsa öll hættu- leg efni inni þar sem böm geta ekki náð til þeirra. Meö fyrir- byggjandi aögeröum má koma i veg fyrir mörg óþarfa slys. FRAMHALDSSAGAN Staðgengill stjörnunnar!í T * eftir Ray Bentinck ekki hafnaö. Ég hafði verið hjá Paulu alla nóttina. En hún vildi ekki taka þátt i leiknum. Hún vildi ekki flækja sér i neitt, sem gæti skemmt fyrir henni, eöa kannski hún hafi haldiö, aö ég hafi ætlað aö nota hana sem fjar- vistarsönnun, meöan strákarnir sáu um bankann. — Ætluðuð þér yöur þaö? spuröi Max hvasst. — Auðvitaö! Kvensurnar veröa sko að borga fyrir þá ánægju aö þekkja mig. Paula sór, aö hún þekkti mig ekki... heföi aldrei svo mikiö sem séö mig, og ég fékk tiu ár. Tiu löng ár. Tiu löng ár, vegna þess eins, aö fölsk, rauðhærð skvisa vildi ekki taka þátt í leikn- um! En ég sat ekki svo lengi inni. Ég slapp út, náöi i tvo strákanna, og elti hana hingað um leiö og ég vissi, aö hún haföi oröiö hrædd og stungiö af. Ég hélt, aö ég heföi náö henni i stiganum aö ibúö hennar...Égfréttiá herrasetrinu, aö það heföi veriö þú, en ekki Paula, sem ég náöi i, og heföi ég vitaö, hvilikt erfiöi þú myndir baka mér, heföi ég oröiö kyrr og gert út af viö þig. Paula var snjöll, þegar hún réöi þig sem staðgengil sinn. — Hver sagöi yöur, aö þaö heföi verið Shirley? — Ég hef útsendara á herra- setrinu. Tvö stykki, sagöi Luke hæðnislega. — Viö vitum um Janet Gibbs, sagði Mark. — Þiö eruð svei mér duglegir, sagöi Luke. — Þegar Janet var i Hollywood kom okkur ágætlega saman, en henni var ekkert um Paulu. Þegar ég baö hana um fréttir frá herrasetrinu var hún meira en fús til aö láta mig fá þær. Þaö skýrir, hvers vegna hægt var aö koma meö blómin frá Luke, án þess aö nokkur sæist, hugsaði Shirley. — Hinn njósnarinn er einn af aukaleikurunum. Hann skaut á Paulu meöan svalaatriöið var tekiö upp, en hann skaut fram hjá. Ég tala of mikiö, sagöi hann og gekk til dyra. — Sofið rótt! Ef Walt Silverstein vill ekki verzla, veröur þetta kannski siðasta nótt- in... Þegar þau lágu þarna hlið viö hliö, skildi hún, aö hann elskaöi hana jafnheitt og hana haföi dreymt um. Hann hélt bliðlega utan um hana eins og hún væri barn, en samt voru kossar hans átrlðuþrungnir. — Reyndu að sofna, elskan min. — Ég getþað ekki, Max. Talaðu viö mig! sagöi hún biðjandi. — Um hvaö? Um mig? Ég hef talað of mikið um mig. — Um ykkur... Paulu! — Ég elska hreinskilni þina, ástin min. Þú spyrö alltaf hreint út og vilt vita sannleikann. — Viltú segja mér hann? taut- aði hún. — Já! Ég hitti Paulu fyrsta kvöldiö, sem hún var hér. Þangað tilhaföi mér gengið vel á sviöi, en mér haföi eidd tekizt aö komast aö í kvikmyndum, svo aö ég gerö- ist hoffmannlegur og kynnti mig fyrir henni. — Og þú getur veriö einstaklega hoffmannlegur, Max, sagöi Shirley. — Ég man eftir þvi, hvernig þú varst, þegar viö vor- um hjá lávarðinum og frú hans... og hversu viöbjóðslegur.... — Minntu mig ekki á þaö, elskan! Nú, okkur kom svo vel saman, aö ég gat beðiö hana um að nota áhrif sin á Walt Silver- stein og útvega mér hlutverk i myndinni. Hún samþykkti þaö... með því skilyröi, aö ég yrði leynilegur lifvöröur hennar i Englandi,en Barney sá, sem allir vissu um. — En þú lézt alla halda, aö þú værir.... elskhugi hennar? — Hluti samningsins var, aö ég léti, sem ég væri vinur hennar. Til að útskýra, hvers vegna ég sást alls staöar meö henni, Ég samþykkti strax. Ég hefði kannski ekki veriö jafnákafur, ef ég heföi vitaö, hvers vegna hún varö aö hafa lifverði. — Hvenærkomstu aö þvi, Max? — Þegar ráðizt var á þig i stig- anum. Hann strauk yfir vanga hennar. — Fram aö þvi hélt ég, aö Paula væri aö ýkja, þegar hún sagði, aö hún ætti lifshættulegan óvin, en eftir árásina skildi ég, aö hún haföi ástæöu til að óttast. Ég held, aö ég hafi ekki elskaö þig þá, en ég vildi foröa þér frá hættunni. — Þú lézt eins og þú elskaðir hana! — Ég hef aldrei veriö hrifinn af Paulu á þann hátt, sagöi hann hreinskilnislega. — Viö höfum kysst hvort annað eins og leikari kyssir leikkonu, en ég sver, aö þaö skiptiengumáli.Ég ætla ekki aö reyna aö telja þér trú um, aö ég hafi ekki notið þess aö vera meö henni. Hún er eggjandi.... Shirley bæröiá sér. — En þú ert fallegri og meira eggjandi, hvislaöi hann bliðlega, og hún fann, aö hann brosti. — Þaö skipti engin stúlka mig neinu máli, fyrr en ég varö ástfanginn i þér. Ég var eigingjarn, metnaöar- gjarn, reiöubúinn til aö nota aöra til aö ná takmarkinu. En þú hefur gjörbreytt mér, elskan min. Þú lézt mig skilja smám saman, hvernig ég var, og ég varð ekkert allt of hrifinn af þeirri mynd. Ef þúheföirhafttækifæri tilhefðiröu breyttmér einsog þú vildir, að ég yrði.. eins og ég vil nú sjálfur verða. — Þú erteins og ég vilhafa þig! sagöi hún áköf. — ö, Max, elskan min, þú mátt ekki láta þá taka þig frá mér, núna, þegar ég hef loks- insfundið þig! Fáum við ekki aö njóta hamingjunnar, elskan min? Hún brast i grát, en Max þrýsti henni aö sér og loks sofnaði hún óværum svefni. Max lá hins vegar vakandi, kvalinn af þeirri tilhugsun, aö það væri honum að kenna, aö hún hafði lent i klónum á Luke. Hann vissi, aö þaö voru engar likur á þvi, aö hann réöi við þrjá vopnaða menn. Hann hryllti viö því, sem gæti komiö fyrir Shirley, og þvi hafði hann sagt henni aö hlaupa. Hann vildi heldur, aö hún yröi skotin á flótta, en aö hún liði undir grimmd Lukes. Hann stóð á fætur oe breiddi varlega yfir Shirley, og svo fór hann könnunarferö um herbergiö og lýsti i kringum sig með gaskveikjaranum. Eini glugginn var hátt uppi og mjög lítill, veggirnir þykkir steinvegg- ir. Það var ekkert hægt að gera. 20. kafli Dagsbirtuna lagöi inn um ryk- ugan gluggann i skrúöhúsinu. Shirley vaknaöi, þegar birti meira. Andartak hélt hún, að Max heföi verið sóttur, meöan KOSTABOÐ á kjarapöllum KJÖT & FISKUR Breiðholti Simi 74200 — 74201 ■>» © PÖSTSENDUM TROLOFUNARHRINGA JoliaimtB ItifaBon laiiBiiUtei 30 Smm 19 209 DUflA Síðumúla 23 $\mi 04200 UR-aujf-h..a Heimiliseldavélar, 6 litir - 5 gerðir Yfir 40 ára reynsla Rafha við Óðinstorg Simar 25322 og 10322 Birgir Thorberg málarameistari sími 11463 ■iönnumstalla málningarvinnu — úti og inni — gerum upp gðmul hútgögii '

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.