Alþýðublaðið - 22.10.1976, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 22.10.1976, Blaðsíða 5
Föstudagur 22. október 1976 VETTVflNGUB 5 Stephen P. Bender Geta vatnsmiölunarlón valdiö jaröskjálftum? Sé svo, ætti aö vera fullur möguleiki til þess, aö gera kleift að sjá og segja fyrir, hvar jaröskálfta er von af þeim orsökum á þessari tækniöld. M eð þvi mætti koma i veg fyrir margskonar hörmungar, sem slikar náttúruhamfarir valda oft og tiðum. Visindamenn staðnæmast nú æ oftar við þennan möguleika og þetta efni kemst þvi ofar á dag- skrá, sem vatnsvirkjunum fjölg- ar meira og viöar á jarðarkringl- unni. Enda þótt ennþá sé margt i óvissu um þessa hluti, er þaö at- hyglisvert, að mjög viöa eru vatnsmiðlunarlón gerö á stööum þar sem jaröskjálftahætta er. Jarðfræöingum á aö vera fært að finna með nýjustu tækni, hvort um er að ræöa á fyrirhuguðu vatnsmiðlunarsvæði misgengi eða sprungur i jarðskorpunni. Jafnframt eiga jarðhræringar frá fyrri timum að vera kunnar, svo og hversu alvarlegar þær voru. A grunni þessarar vitneskju er svo unnt að gera jarðfræðikort, varð- andi styrkleika jarðskorpunnar og leiða mjög sterkar likur að þvi hvort óhætt sé eða ekki að efna til stóraukins vatnsþunga á tiltekn- um svæðum. Aðalvandinn liggur i þvi, ef færa ætti vatnsmiðlunarlónin á örugga staöi, að vatnsvirkjun er langalgengust i fjallalandslagi og þar er, aö ööru jöfnu, viðkvæm- ara fyrir og meiri hætta á jarð- hræringum. Við þetta má svo bæta þvi, að gil og gljúfur.sem stórfljótin hafa grafið og eru að grafa, auka vit- anlega ekki á styrk jarðskorp- unnar og þar að auki hefur far- vegur ánna oft lagzt i fornar sprungur. Þvi er sú hætta fyrir hendi, að þunginn af vatnsmiðl- uninni nægi, til þess að koma jarðskjálfta ,af stað á nýjan leik, þó langt hafi um liðið frá þeim eldri. Venjulegir jarðskjálftar geta orðið af fleiri en einni orsök. Þar til má telja að aivarlegustu og af- drifarikustu afleiðingamar skap- V atnsmiðlunarstífla istaf sprungum og misgengi jarð- laga. Séu nú öflugar stifiur úr steypu gerðar til að mynda lónin, getur jarðskjálfti, sem þær stand- ast ekki, orðið örlagarikur. Mannvirkjafræðingurinn, sem hannar stiflurnar, getur þvi þurft að taka fleira með i reikninginn en hvort styrkur þeirra sé nægi- legur, til að bera áætlaðan vatns- þunga. Hann veröur einnig aö gaumgæfa, hvort hugsanlegar jarðhræringar, og þá hvað sterk- ar miðaö við fyrri reynslu, geti komið inn i myndina. Til frekari glöggvunar á, hvernig það má gerast, að miðlunarlón geti hleypt jarð- skjálfta af stað, er bezt að h'ta á hvernig þá ber að. Jarðskorpan er gerð úr gifurleg- um bergflekum, sem hreyfast og misganga oft. Þetta gerist venju- lega á 10-15 kilómetra dýpi neðan yfrborösins, og jarölögin ofan á hreyfast litið eða ekkert alla- jafna. Þau hafa vitanlega ákveð- inn viðnámsþrótt gegn hreyfing- um. En sé nú efnt til aukins þunga á yfirborðinu, einmitt yfir milli- bilinu milli flekanna, getur það orðið mótstööunni ofraun og jarð- skjálftinn orðið veruleiki. Jarðfræðingarhafa komiztá þá skoðun, að minnst fimm jarð- skjálftar af styrkleika 5-6,5 stig á Richters kvarða hafi átt rót sina að rekja til ógætilegrar söfnunar vatns i miðlunarlón. Þeir eru við 'Koyna á Indlandi (6,5), Kremasta i Grikklandi (6,3) Hsingfengian i kinverska alþýðulýðveldingu (6,1), Kariba við landamæri Rhodesiu og Zambiu (5,8) og við Hoover stifluna i Bandarikjunum (5,0). Ýmsir telja, að þessa gæti miklu viðar. Slikir jarðskjálftar eru þó ekki taldir eiga HDptök sin mikið dýpra en um 5 km undir yf- irborði jarðar, og hefjist venju- lega meö nokkrum vægari kipp- um. Það sem meira er, að talin er vera samsvörun með styrk þeirra og vatnsþunganum i lóninu! Þá þykjast menn hafa veitt þvi athygli, að sjálftahættan sé mest innan fyrstu fimm áranna, sem lónið hefur verið fullt. Þó visinda- menn hafi þegar komizt á snoðir um margt, sem bendir til að þeir séu hér á réttri leið, skortir samt ýmislegt i heila mynd, en að þvi erunnið að fylla upp i hana. Allt það kostar auðvitað tima og fé. Koma þarf upp kerfum af jarð- sjálftamælum á stöðum þar sem vatnsmiðlun i stórum stil er fyrir- huguð og rannsaka gaumgæfi- lega, hvort um geti verið að ræða einhverjar feirur i jarðskorpunni, sem þó eru huldar undir yfirborð- inu. Þessi starfsemi beinist vitan- . lega að tvennu. Fyrst og fremst aö foröa frá stórslysum á fólki, sem nærhendis byggi og væri þvi i hættu statt. 1 annan stað, að koma i veg fyrir stórsóun verðmæta, sem gæti orðiö ef mannvirki eyöi- legðust. Hér gæti rannsókn á miðlunar- lónum, sem þegar eru fyrir hendi hjálpaö til, og hvaö sem öðru h’ður er málið nægilega áhugavert til þess að þaö sé vandlega athugað. Móðir náttúra á ekki að þurfa á mannlegri aöstoð að halda, til að geta hrist, eöa velt af sér reið- ingnum! Elsa Stefánsdóttir: Tilef ni þess að ég skrifa þessar línur, er að ég las í einu dagblaðanna um tillögu til þingsályktunar um sundlaug við Grensásdeild Borgarspítala. Flutningsmenn þessarar tillögu haf a dvalizt á Endurhæf ingardeildinni og það var einmitt það sem vakti athygli mína, þvi það er nú einu sinni svo að til þess að fá skilning á málum hreyfihamlaðra þarf viðkomandi eða náið skyldmenni að fatlast á einhvern hátt. Maður hlýtur að vera undrandi á þvi að ekki skyldi gert ráð f yrir sundlaug í upp- hafi við byggingu Endurhæfingardeildarinnar. Endurhæfing og hindranir hreyfihamlaðra En hvernig er það með sund- laugar almennt t.d. í Reykja- vik? Hvergi á almennum sund- stöðum er gert ráð fyrir þvi i upphafi að hreyfihamlaðir eigi þar greiðan aðgang að og hverj- ir þurfa að synda ef það eru ekki hreyfihamlaðir. Sem betur fer hefur hagur hreyfihamlaðra lagazt, en á mörgum sviðum er- um við enn á steinaldarstigi, bæði varðandi ýmiss hags- munamál og ég tala nú ekki um hugsanagang fólks, ennþá eru ótrúlega margirsem halda okk- ur vera eins og heilagar kýr, þora tæpast að tala við okkur, halda aö viö séum bezt geymd öll á einum stað á einhverri stofnun. A þingi Bandalags fatl- aðra á Norðurlöndum sem hald- ið var hér í sumar, sagði Oluf Lauth, sem er mikiö fatlaður Dani, okkur frá skemmtilegu dæmi um viðhorf heilbrigðra til hreyfihamlaðra. Hann sagði svo frá. „Þegar Þjóðverjar réðust inn í Danmörku 1940 æddu Danir um eins og maurar þegar rótað hefur verið i þúfunni þeirra. En þannig var frænka min ekki, hún var hin rólegasta og sagöi að þetta væri ekkert til að gera veður út af. En þegar henni var sagt að ég væri trúlofaður og ætlaði að fara að gifta mig, þá leið yfir hana”. Þannig hugsa allt of margir ennþá, einmitt að viö sem erum hreyfihömluð, eigum ekki að láta okkur dreyma um hjónaband né nein samskipti við gagnstæöa kynið. Ef fólk i hjólastólum þarf aö dveljast á hótelum, þarf það að hafa með sér næturgagnið þvi viðast hvar á hótelum er ekki gert ráð fyrir að fólk i hjólastól- um þurfi að nota salerni, hurð- irnar eru nefnilega svo þröngar að salerninu að hjólastóll kemst þar ekki inn (hurðir þurfa að vera 80 sm br.) Ástandið i Þjóö- leikhúsinu okkar, sem maður skyldi halda aö væri fyrir ALLA er nú þannig að mjög erfitt er fyrir fólk i hjólastólum að kom- ast inn i sjálft húsiö og fyrir manneskju i stól er nær ómögu- legt aö komast þar á salerni. Viö íslendingar erum mjög tröppu- glaðir og erum ekki alltaf aö hafa fyrir þvi að hafa handrið viö tröppur og hvað með aðrar hindranir svo sem árans kant- steinana sem eru sihækkandi til hvers eru annars þessir háu kantsteinar? Sennilega veröur ekki hjá þvi komizt að hafa ein- hverskonar kantsteina og fyrir mörgum árum voru þeir nauö- synlegir vegna óþrifnaðar, en það var þegar hestar voru hér i stað bifreiða. Kantsteinarnir eru ekki bara hindranir fyrir hreyfihamlaða, heldur lika fyrir aldraða og svo þá sem eru með barnavagna. Af hverju eru þrepin höfð svona há i almenn- ingsvögnum? Hefur manneskj- an ekki verið allt of önnum kafin við að laga sig eftir umhverfinu i stað þess að laga umhverfiö eftir mannkindinni sjálfri? Fyrir hreyfihamlaða er bif- reið ekki munaður heldur brýn nauðsyn. Það sem af er af árinu 1976 hafa um 370 öryrkjar fengiö eftirgefin aðflutningsgjöld vegna bifreiðakaupa, af þeim hafa rúmlega 200 fengið frjálst val en hinir hafa verið bundnir við að kaupa Austur-Evrópubif- reiðar. Eftirgjöfin afskrifast á 5 árum. A Alþingi 1975-76 lögöu þeir Stefán Jónsson og Helgi F. Seljan fram frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjar- skipti og annað frumvarp um breytingu á lögum um tollskrá o.fl. vegna fatlaðs fólks. Þessi frumvörp eru ekki enn orðin aö lögum, en vonandi halda þeir Stefán og Helgi áfram með þessi mál, þvi talstöð i bifreiö mikiö hreyfihamlaðra er lika nauö- syn, þaö er hreint ekkert grin fyrir mikið hreyfihamlaðan ökumann sem er einn i bifreið sinni, ef eitthvað kemur fyrir t.d. i illviöri, hvað skal þá gera ef ekki er talstöð i bifreiðinni, jú, bara biða segir ef til vill ein- hver, en hver vill lenda i þvi i köldu veðri að biða i margar klukkustundir i bifreið sem ekki er hægt að hafa i gangi, senni- lega enginn. Einhver kann nú að segja. Af hverju er fólk sem er svona illa á sig komiö að fara langar leiðir eitt sins liðs. Jú, við viljum fara okkar ferða hreint eins og hver annar og lika erum viö ekki öll það vel sett að geta alltaf haft einhvern meö til aðstoðar. Þessi skrif min eru orðin lengrien ég ætlaði mér i upphafi, en það er bara af svo mörgu að taka þegar fariö er út i að skrifa um hag hreyfihamlaðra, en eins og sagt var i upphafi þá vakti það athygli mina þegar nokkrir af áhrifamönnum þjóöarinnar leggja nú fram tillögu til þings- ályktunar um áðurnefnda sund- laug, eftir að þeir sjálfir hafa gengið i gegnum það að vera endurhæföir vegna veikinda. Elsa Stefánsdóttir, Arnartanga 12, Mosfellssveit. I

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.