Alþýðublaðið - 28.10.1976, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 28.10.1976, Blaðsíða 1
Höfninni verði lokað! Sjómenn í Reykjavík ítrekuðu á aðalfundi sínum fyrir nokkru þá kröfu sína/ að Reykjavíkurhöfn yrði lokað. Ástæðan er tið innbrot í báta og skip, auk þess sem alltaf kemur fyrir öðru hverju að fólk fellur í höfnina. Um þetta er fjallað i blaðinu i dag. Rætter við Guðmund Hall- varðsson hjá Sjómanna- félaginu, óskar Karlsson erindreka Slysavarnar- félagsins og tvo starfs- menn a skrifstofu hafnar- stjóra. Sjá bis. 4 og 5 Bankinn hefur engu tap- að á mistökum mínum — segir bonkoráðsbækur ranglego færðar Á aðalfundi Alþýðubankans um helgina kom fram i máli Jóns Hallssonar fyrrum bankastjóra, að fundargerðarbækur bankaráðsins hefðu verið ranglega færðar. Kom þetta fram, er hann hélt ræðu á fundinum og gaf skýringar á því sem gerzt hafði meðan hann og óskar Hall- grímsson voru banka- stjórar. Sagði Jón, að honum hefðu orðið á mistök i starfi, en kvaðst hafa bætt úr þvi að fullu og bankinn hefði ekki tapað krónu á þessum mis- tökum hans. Þá sagði Jón, að hann hefði verið kallaður fyrir banka- ráðsfund i október á siðasta ári, þar sem formaður bankaráðs, Einar ögmunds- son hefði lagt fyrir hann ákveðna spurningu, sem Jón kveðst hafa svarað neitandi. 1 fundargerð Gisla Jóns- sonar skrifstofustjóra, sem færð var i nóvember sama ár, segir hins vegar að Jón hafi svarað játandi. Þegar hér var komið ræðu Jóns á fundinum um helgina, stóð Hermann Guðmundsson i Hafnarfirði upp og sagði, að allir bankaráðsmenn væru sammála um að Jón hefði svarað spurningu Einars játandi. Jón sór þá, með upprétta hönd, að hvert orð sem hann hefði sagt væri sannleikur og bókunin i fundargerð bankaráðsins þar með röng. Taldi Jón Hallsson að með- bankastjóri hans og skrif- stofustjóri bankans hefðu farið mjög á bak við sig i ýmsum stórmálum, svo sem lánamálum Air Viking, sem honum hefði aðmestuverið ókunnugt um. Öskari Hallgrimssyni var einnig gefinn kostur á að koma á aðalfundinn um helgina, en sendi bréf um að Jón Hallsson á aðalfundi Alþýðu- bankans hann þæði ekki boðið. Blaðinu er kunnugt um, að meðal gagna sem Jón Hallsson hefur lagt fram við rannsókn málsins, voru skilaboð frá óskari Hall- grimssyni til Gisla Jónss- onar um fyrirgreiðslu til ákveðins aðila, og tók óskar fram i skilaboðunum, að Jón Hallsson mætti ekki sjá þetta Plagg- Alþýðubankinn hefur boðaö til blaðamannafundar um þetta mál -d dag, og verður hans getið i blaðinu á morgun. —hm Hlutdeild ríkisins í launogreiðslum gjaldþrota fyrirtækja 5 fyrirtæki Þann 28. marz árid 1974 voru sett lög um rikis- ábyrgð á launum við gjaldþrot. Tilgangurinn með setningu þessara laga var að tryggja hag launþega hjá fyrirtækj- um sem lýst eru gjald- þrota. Samkvæmt upplýsing- um sem Alþýðublaðið hefur aflað sér hjá félagsmálaráðuneytinu, hefur rikið greitt tæpar sex milljónir króna i slik- ar launagreiðslur, frá þvi að lög þessi voru sett. Arið 1974 greiddi rikið sam- tals 242 þúsund krónur, 1975 var upphæðin 3.060.000 (þrjár milij- ónir og sextiu þúsund), en það sem af er þessu ári hafa verið greiddar samtals 2.660.000 (tvær milijónir sexhundruð og sextiu þúsund). Alls eru það fimm fyrirtæki, alll hlutafélög,sem rikið hefur þurft að greiða laun fyrir sam- kvæmt lögum þessum og er fjöldi launþega samtals 116. Svo virðist sem stærð þessara fimm hlutafélaga hafi verið mjög misjöfn. Þannig þurfti rik- ið aðeins að greiða laup eins starfsmanns á einum staðnum, en á öðrum var fjöldi starfs- manna hvorki meira né minna en 74. —GEK Ris og sig Eins og fram hefur komið i fréttum að undan- förnu, hefur norðurcndi stöövarhússins við Kröflu ýmist verið að risa eða hniga samfara landrisi- og sigi sem átt hefur sér stað á svæðinu. Alþýðublaðið hafði sam- band við Einar Tjörfa Eliasson, yfirverkfræðing við Kröflu og spurði hann, hvort þessar breytingar á stöðu stöðvarhússins hefðu haft einhver áhrif á niður- setningu vélasamstæð- unnar i stöðvarhúsinu. Svaraði hann þvi til, að svo væri ekki. Að sögn Einars, er véla- samstæðunni komið fyrir á undirstöðu sem óháð er sjálfu stöðvarhúsinu, en undirstaðan er steypt beint niður á klöppina undir hús- inu. Af þessum sökum er undirstöðuflötur vélasam- stæðunnar minni en ella. Sem dæmi nefndi hann að ef fram kvæmi eins senti- metra halli á öllu húsinu, yrði breytingin á sjálfri undirstöðu vélasamstæð- unnar innan við tveir milli- metrar. —GEK m - Ritstjórn Sfiðumúla II - Sfiní 81866

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.