Alþýðublaðið - 28.10.1976, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 28.10.1976, Blaðsíða 6
6 SJÖNARMIÐ a» Fimmtudagur 28. október 1976 *«iaðið JAFNRÉTTISBARÁTTA ER STÉTTABARÁTTA ■ O OG STÉTTABARÁTTA ER JAFNRÉTTISBARÁTTA O STEFNUGRUNDVÖLLUR RAUÐSOKKAHREYFINGARINNAR Jafnréttisbaráttan er óaö- skiljanlegur þáttur stéttabar- áttunnar fyrir nýju samfélagi þar sem arðrán og hverskonar kúgun verður afnumið og jöfn- uður rikir. Fullkomnu jafnrétti verður ekki komiö á i þessu samfélagi. Kúgun kvenna er efnahagslegs og kynferðislegs eðlis. Hún er liður i þvi misrétti sem þjóðfélagsskipan okkar byggist á. Félagslegar og efna- hagslegar aðstæöur kvenna gera þeim ekki kleift að standa jafnfætis körlum. Undirrót þessa er það hlutverk sem kon- ur hafa gegnt og gegna i fjöl- skyldunni. t atvinnulifi, félagsstarfi og uppeldismálum er gert ráö fyrir að á hverju heimili sé kona til að sjá um hverskonar þjónustu við heimilismenn. Börn eru enn alin upp til að lita á heimilið sem aðal starfsvettvang kvenna þótt fjölmargar konur sjái einar fyrir sér og börnum sinum og tæp 60% giftra kvenna vinni ut- an heimilis (1974). Opinber þjónusta við heimilin hefur ekki vaxið i samræmi við aukna at- vinnuþátttöku kvenna. Dagvist- unarstofnanir eru forréttindi ör- fárra barna. Tvisetnir skólar án mötuneyta byggja á þvi, að allt- af sé einhver heima til að annast börnin. Þar viðbætist að skólinn á mikinn þátt i að viðhalda úr- eltum hugmyndum um hlut- verkaskiptingu kynjanna. Starfsmenntun kvenna er minni og fábreyttari en karla. Þær eru stærsti láglaunahópurinn og at- vinnuöryggi þeirra minna. Þær eru kallaðar út á uppgangstim- um, en sendar heim, þegar samdráttur verður á atvinnu- markaðnum. Þar við bætist, að sektarkennd og heimilisskyldur vegna barna valda þvi að konur geta ekki einbeitt sér i starfi. Tvöfalt vinnuálag sem marg- ar konur búa við ásamt gömlum fordómum um eöli og hlutverk kvenna valda þvi, að þær taka litinn þátt i félags- og stjórn- málum. Móðurhlutverkið er notað gegn þeim bæði meðan á barns- burði og meðgöngu stendur og eins seinna þegar samfélagið sér ekki um að veita börnum at- hvarf meðan þeir fullorðnu vinna. Samfélagið sinnir ekki þeirri skyldu að fræða fólk um kyn- feröismál og alið er á tviskinn- ungshætti i þessum efnum.Van-- þekking veldur oft ótimabærri þungun og konur njóta ekki þeirra grundvallarréttinda aö ráða sjálfar hvort og hvenær þær ala börn. Rauðsokkahreyf- ingin litur á það sem hlutverk sitt: — að berjast fyrir nýju samfé- lagi jafnréttis og frelsis, — að berjast gegn kúgun og hvers konar árásum á alþýðu, — að starfa með verkalýðs- hreyfingunni og öðrum að sam- eiginlegum markmiðum, — aö berjast gegn þvi að fólki sé mismunað vegna kynferðis sins, — að efla sjálfsvitund, félags- þroska og baráttuvilja kvenna, — að styðja baráttu kvenna um allan heim gegn kúgun og aftur- haldi, — að berjast fyrir aukinni sam- neyzlu. Rauðsokkahreyfingin berst fyrir fullkomnu jafnrétti kynj- anna á öllum sviðum þjóðfé- lagsins. Hún setur fram skýrar kröfur um ráðstafanir sem stuðla að jafnrétti og stefnir að fjöldabaráttu fyrir þeim. Rauðsokkahreyfingin berst fyr- ir eftirfarandi kröfum: 1. Lifvænleg laun fyrir átta stunda vinnudag 2. Full atvinna fyrir alla 3. Atvinnuöryggi fyrir alla 4. Jöfn laun fyrir sambærilega vinnu 5. Sami réttur til allrar vinnu 6. Jafnrétti til náms 7. Samfelldur vinnudagur og mötuneyti i skólum 8. Góðar og ókeypis dagvistun- arstofnanir 9. Sex mánaða fæðingarorlof fyrir alla 10. Kynferðisfræðsla i skólum 11. Ökeypis getnaðarvarnir 12. Frjálsar fóstureyðingar. Á 2. þingi Rauðsokka- hreyfingarinnar, sem haldiðvar um siðustu helgi, 23. og 24. okt. (á ársafmæli kvennafris, þótt það hafi nánast verið tilviljún) var þessi stefnugrundvöllur ein- róma samþykktur. Einnig var samþykkt skipu- lag hreyfingarinnar og teknar ákvarðanir um verkefnin fram- undan. Þeir sem vilja kynna sér frekar niðurstöður þingsins snúi sértil hreyfingarinnar að Skóla- vörðustig 12 milli 5 og 7 alla virka daga, simi 28798. OR YMSUM ATTUM Kosningaspá almannaróms Vióa virðast menn vera farnir að gera því skóna, að kosning- um til Alþingis verði flýtt. 1 dag- legu tali manna má merkja vangaveltur af þvi tagi og ef grannt er skoðað má lika sjá þess nokkur merki að skjálftans gamalkunna sé aðfara að gæta. Að öllu óbreyttu ætti ekki að kjósa til Alþingis að nýju fyrr en i sumarbyrjun árið 1978. En þá ættu lika að fara saman, kosn- ingar til Alþingis og til byggða- stjórna. En slikt getur varla tal- izt æskilegt. Bæði fyrir þá sök, að þá vill verða málefna- ruglingur auk þess sem það truflaði verulega hina hefð- bundnu kosningastarfsemi flokkanna. Nú hefur þvi verið fleygt, aö margir af byggðastjórnar- mönnum Sjálfstæðisflokksins óski eftir þvi að þing verði rofið næsta vor og efnt til kosninga, annað hvort að vori, eöa i sið- asta lagi haustið 1977. Megin röksemdin til þess er sú, að þar meö séþað tryggt að hugsanlegt áfall stjórnarflokkanna i næstu kosningum veröi ekki til þess aö sjálfstæðismenn missi áhrif i byggöastjórnum um land allt. En hugmyndum um rof sam- starfs við Framsóknarflokkinn og kosningar að ári vex sifellt fiskur um hrygg innan Sjálf- stæðisflokksins. Ýmsir sjálf- stæðismenn, og þeirra á meðal nokkrir af leiðtogum flokksins, álita að Framsókn liggi i slikum sárum að þar liggi núna laust fylgi, sem muni fremur ljá Sjálfstæðisflokknum lið i kosn- ingum, verði þær innan tiðar. Á þann hátt muni flokkurinn bæta sér upp það fylgistap, sem ó- hjákvæmilega verði nokkuð, en með þvi að það verði á kostnað Framsóknar haldi Sjálfstæðis- flokkurinn stöðu sinni óskertri eða a.m.k. h'tt skertri. Eins og menn minnast bætti Framsóknarflokkurinn veru- lega við sig i þingkosningunum i hitteðfyrra. En miklu mest varð þó aukningin i kjördæmi þáver- andi forsætisráðherra, Ólafs Jóhannessonar: Noröurlands- kjördæmi vestra. Oddviti Sjálf- stæðisflokksins þar i sveit er nú oVóinn Eyjólfur Konráð Jóns- son, sem nú telur timann kom- inn. Hrútaævintýri Eykons og viðbrögð Timans og fram- sóknarráðherranna við þvi hafa ekki orðið til að skerpa kærleika i hjúasölum stjórnarherranna. Sviðsetning Eykons i slátur- húsinu, þegar hann við alvæpni leiddi hrútinn til slátrunar, var i senn yfirlýsing um að nú væri pólistisk sláturtiö að hefjast, og táknrænt boð um að Ólafi skyldi nú boðin örlög hrútsins, — á pólitiskan hátt að visu. En gamanlaust, þá er það ekki aðeins i röðum sjálfstæðis- leiðtoganna, sem kosningar að vori eru ræddar.Almenningurer farin að ræða þær á svipaöan hátt og umræður um fyrirhug- aða gengislækkun hafa oft verið fyrirboði slikrar. Þvi verður ekki neitað, að verulegrar spennu hefur gætt i þjóðlifinu að undanförnu. Margir hafa haft það á orði, að ekki slakni á þeirri spennu fyrr en einhvers konar uppgjör hafi átt sér stað. Þeir hafa sagt að það þurfi að koma til kosningar, svo fólk fái að velja að nýju. Þegar þær kosningar séu afstaðnar og ný staða komin i heimi islenzkra stjórnrhála, þá sé fyrst hægt aö fara að sinna uppbyggingar- starfi að nýju. Æskilegt að hreinsa andrúmsloftið Bollaleggingar af þessu tagi eru, þegar öllu er á botninn hvolft, ekki svo fjarri lagi. Slik umskipti hafa orðiö á skömm- um tima á vettvangi islenzkra stjórnmála, að fyllilega er oröið timabært að kanna hug þjóðar- innar til þeirrar forystu, sem hér hefur setið siðustu tvö ár. Eins á stjórnarandstaðan sið- ferðilegan rétt til að fá úr þvi skorið á þann eina hátt, sem slikt verður gert, hvort þjóöin stendur að baki þeirri þjóð- félagsgagnrýni, sem hafin hefur verið á siðustu tveim árum. Þá er það ekki siður gagnlegt fyrir flokkana sjálfa að óska úr- skurðar kjósenda um hvort breytinga sé þörf i forystusveit- um flokkanna. Samkvæmt stjórnarskránni hefur núverandi stjórnarflokk- um verið falið umboð til að stjórna iallt að fjögur ár. Laga- lega hafa þeir þvi allan rétt til þess. En siðferöislega ber þeim að endurskoða samstarf sitt þegar vitað er að heilindi eru ekki lengur með samstarfs- flokkinum. Sjálfstæðismenn gagnrýndu og réttilega ráðuneyti Ólafs Jóhannessonar fyrir þá sök að þar væri ekki unnið af heilum samstarfshug. Oft benti Morgunblaðið á að þar sætu saman i stjórn menn, sem vart töluðust við, sætu jafnvel á svikráðum hver við annan. Þessi sama staða er nú enn komin upp. —BS.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.