Alþýðublaðið - 28.10.1976, Blaðsíða 9
8 FRÉTTIR
Hreyfihömluð og heyrnar-
skert börn í Hlíðaskóla
Þar ræður mestu mannlegur vilji og skilningur
í Hliðaskóla i Reykja-
vik, hefur á undan-
förnum árum verið
unnið mikið og gott starf
fyrir hreyfihömlið og
heyrnarskert börn. Við
skólann starfa nú þrir
Færeyingar
fá góðan
afla við
ísland
sérþjálfaðir kennarar,
einn stundakennari og
þrir aðstoðarmenn, sem
sérstaklega hafa umsjá
með þessum börnum.
Megináherzla er lögö
á aö börn þessi dreifist i skóla-
Færeysk skip, sem
stunda veiðar á Islands-
miðum, hafa fengið þar
góðan afla að undan-
förnu. Tvö skip, Polar-
borgirnar, hafa verið að
veiðum við Island. Fyrir
skömmu landaði Polar-
borg 11 liðlega 180
lestum hjá fiskiðju
Polarfrosts i Færeyjum.
Þetta var mesti afli,
sem skipið hefur landað.
kerfiö og þau tengist heilbrigöum
börnum og almennu skólakerfi
sem mest.
I samtali viö Asgeir Guömund-
sson skólastjóra kom fram, aö
aöstaöa fyrir hjólastóla I Hliöa-
skóla er mjög svo afleit. Eins og
gefur aö skilja, þarf aö flytja
hjólastóla barnanna á milli hæöa,
og upp tröppur og stiga. — Þaö er
gertmeöhandafli, og mannlegum
vilja og skilningi, eins og Ásgeir
komst aö oröi. — Þetta er verk
sem starfsliö skólans hefur lagt
áherzlu á aö færi vel úr hendi og á
þaö viö um alla. Starfiö hefur
gengiö vel, en ekki án erfiöleika,
sagði Ásgeir ennfremur.
t flestum tilfellum er ekki hægt
að taka hreyfihamlað eöa
heyrnarskert barn, og setja þaö
beint inn i einhvern bekkinn,
nema aukin aöstoð komi til.
Ásgeir tók fram aö þetta fyrir-
komulag heföi haft góö áhrif, og
heföi marga góöa kosti i för meö
sér. Börnin i Hlíðaskóla hafa
verið dugleg við að aöstoöa þau
skólasystkin sem minna mega sín
að einhverju leyti, og hefur
myndast mjög jákvætt samstarf.
ERTU AÐ HUGSA UM
UTANLANDSFERÐ
LONDON
Ferðir tvisvar í viku, laugardaga og þriðjudaga. vikudvöl á góðum 2? i
og ódýrum hótelum, Stratford Courl i Oxfordslræti og l.ondoner og %//
Clifton Ford í Welbeck stræti. Öll herbergi með baði. wc., útvarpi og síy
sjónvarpi. Margvísleg önnur þjónusta. Vinsælar ferðir. Kynnið ykkur kjörin.
GLASGOW
Ferðir aðra hvora helgi, farið á föstudögum og komið aftur á mánudögum.
Gott hótel, Ingram-hótel, miðsvæðis.
KAUPMANNAHÖFN
Ferðir vikulega. Hótel Westend, Viking og Falcon. Hagstæðustu kjör sem völ er á.
KANARIEYJAR
Gran Canari og Tenerife. 30 ferðir vikulega í velur. Margs konar gistirými um að velja. hótel, íbúðir
og smáhýsi. Sérstakur Alþýðuorlofsafsláttur. Trvggið ykkur dvöl í tíma. 8 ferðir nú þegar uppseldar. Veitum
sérstakan hópafslátt og barnaafslátt. Hujið viðskipti þar sem kjörin eru bezt.
Fimmtudagur
alþvöu-
28. október 1976 blaöiö
SST
Fimmtudagur 28. október 1976
Samtökin fá áheyrnarfull-
trúa i fjárveitinganefnd
í gærmorgun var tekin fyrir á
fundi fjárveitinganefndar
Alþingis beiðni Samtaka frjáls-
lyndra og vinstri manna þess
efnis tað Samtökunum yröi
heimilt aö hafa áheyrnar-
fulltrúa með málfrelsi og
tillögurétt á fundum nefnd-
arinnar.
Alþýðublaöið haföi samband
við Jón Árnason, alþingismann
og formann f járveitinga-
nefndar, og innti hann eftir þvi
hvaða afgreiöslu mál þetta heföi
hlotið.
Jón kvað alla fulltrúá nefnd-
arinnar hafa orðið um þaö sam-
mála að verða við þeirri beiðni
Samtakanna aö hafa áheyrnar-
fulltrúa á fundum fjárveitinga-
nefndar. Fulltrúi þessi hefur
málfrelsi, en ekki tillögurétt.
\x Sem kunnugt er urðu þær
breytingar á skipan fjár-
veitinganefndar nú fyrir
skemmstu, að Alþýöubanda-
lagið neytti atkvæðafjölda sins
til þess að koma tveim mönnum
aö i stað eins áður. Um leiö féll
út eini fulltrúi Samtakanna I
nefndinni. Staðan var þvi sú að
allir þingflokkarnir nema
Samtökin áttu fulltrúa I fjár-
veitinganefndinni.
ES
Góð vinnuaðstaða í nýju
húsi Þjóðviljans við Síðu-
múla
Þjóðviljinn flytur um næstu
helgi I nýtt og glæsilegt húsnæði
við Siðumúlann. Er húsiö tveggja
hæða auk turnherbergis, sem
ætlunin er að nota sem fundar-
herbergi og kaffistofu.
Að sögn ólafs Jónssonar,
framkvæmdastjóra, var byrjað
að byggja húsið fyrir ná-
kvæmlega tveimur árum og var
þá ætlunin að ljúka byggingunni
fyrir 40 ára afmæli Þjóöviljans,
sem verður 31. október n.k., og
viröist sú ætlun ætla aö standast
upp á hár. Nokkuð mikið hefur
veriö unniö i sjálfboöavinnu viö
húsið og stór hluti kostnaðarins
við bygginguna hefur verið
greiddur af frjálsum framlögum
starfsmanna og velunnara Þjóð-
viljans. Ekki gat ólafur sagt á
þessu stigi málsins, hver heildar-
kostnaður yröi, þar sem ekki er
búið að taka saman reikninga, en
kostnaðurinn er mikill.
A fyrstu hæð hússins verður af-
greiðslan, auk þess er nokkrum
hluta hæðarinnar óráðstafað, enn
sem komið er, ef til vill verður sá
hluti leigður úr. Á annarri hæð
eru ritstjórnarskrifstofur,
sérlega rúmgóð og björt herbergi
blaðamanna og margt fleira.
Aðstaða fyrir ljósmyndara er
góð, t.d. er gert ráð fyrir litlu
„stúdiói” og gott rými er fyrir
filmusafn. Sem áður segir er
rúmgott turnherbergi, sem ætlað
er sem fundarherbergi og kaffi-
stofa.
Flutt verður i nýjaþúsnæðið
um helgina og starfsmenn Þjóð-
viljans hefja störf sin þar á
mánudaginn.
—ATA
Of mjó rúm
á Hótel Hofi
Rekið með undanþágu til 1. apríl
nk. - Fullkomin matsala tekur
til starfa þar bráðlega
Hótel Hofi hefur verið veitt
undanþága til veitingareksturs til
1. april á næsta ári, samkvæmt
fundargerð heilbrigðisráðs
Reykjavikurborgar 8. október sl.
Ástæðan til þess aö veita þarf
hótelinu undanþágu er að sögn
Sigurðar Haraldssonar hótel-
stjóra sú, að komið hefur I ljós, að
rúmin á herberjum hótelsins eru
of mjó til að uppfylla þær kröfur
sem gerðar eru i þeim efnum.
Auk þess þyrfti að koma upp al-
menningssnyrtingu til að fá leyfi
til að reka matsölu fyrir almenn-
ing, eins og hótelið hefur sótt um
að fá aö gera. Sagði Sigurður, að
hingað til hefði hótelið eingöngu
getað selt morgunverð til gesta
hótelsins, og þá með þvi fororði
að þeir notuðu snyrtingu sins her-
bergis.
Nú er hins vegar langt komið aö
ganga frá almenningssnyrtingu
og sagðihótelstjórinn, aö matsala
fyrir hvern sem er gæti hafist
mjög fljótlega.
—Hins vegar erum viö á undan-
þágu með rúmin, sagði Siguröur,'
og verðum aö vera búnir að
skipta um þau fyrir 1. april sem
við auðvitað gerum. —hm
Jass í Glæsibæ
Aöalfundur klúbbsins, Jass-
vakning, var haldinn þann 24.
október og var þar m.a. kosin ný
stjórn. Hana skipa: Jónatan
Garðarson, Vilhjálmur
Kjartansson, Linda Christine
Walker, Steingrimur Guðmunds-
son, Guðmundur Ragnar
Guðmundsson og til vara:
Hermann Þórðarson og Guð-
mundur Steingrimsson.
Klúbburinn mun hefja vetrar-
starf sitt með jasskvöldi i
veitingahúsinu Glæsibæ,
mánudaginn 1. nóvember 1976, kl.
21.00. Er ætlunin að efla starf-
semina til muna i vetur og ýmsar
hugmyndir á lofti þar að lútandi.
—ARH
Nýtill:
HÚSHITUNARKETILL SEM NÝTT GETUR
JÖFNUM HÖNDUM OLÍU OG RAFMAGN
Sjálfvirk skipting milli orkugjafanna ■ Stórkostlegur sparnaður við húsahitun
Húsahitun er orðin
geysimikill þáttur i bú-
skap okkar. Það, sem
sker þó mest i augu, er
hin misjafna aðstaða
fólksins. Enda þótt
unnið hafi verið mikið
og gott starf i að koma
jarðvarmaveitum til
sem flestra og þá eink-
um þeirra, er á þétt-
býlissvæðum búa,
skortir enn verulega á,
að þar njóti landsmenn
jafnræðis.
Guðjón Ormsson,
rafvirkjameistari í
Keflavik, hefur unnið
undanfarinn áratug að
þvi að smiða nýja teg-
und húshitunarkatla,
sem bæði gætu nýtt olíu
og rafmagn.
Guðjón hefur nú sótt um
einkaleyfi á uppgötvun sinni og
er tilbúinn til að hefja stórfram-
leiðslu á henni.
Kalla má, að hugmynd Guðj-
óns Ormssonar snúist beint að
þeim vanda, að nýta jöfnum
höndum þá afgangsorku, sem
verður hjá rafveitum landsins
að næturlagi, þegar álag stór-
minnkar viðasthvar.
Ketillinn er þannig útbúinn,
að hann getur nýtt oliu með
meiri varmanýtni en tiðkazt
hefur i venjulegum kötlum. Er
talið, af sérfræðingum, sem
hafa skoðað og reynt ketilinn, að
nýtni við brennslu oliunnar sé
um 80%, sem teljast verður
mjög gott.
En kostir þessa nýja ketils
koma þá f yrst og bezt I ljós, þeg-
ar kemur til nýtingar þeirrar
afgangsorku, sem rafveitur
landsins hafa að næturlagi.
Verðá slikri afgangsorku ert.d.
i Hafnarfirði kr. 1,36 á kilóvatt-
stund, og timinn, sem ætla má
að ketillinn geti notið þessarar
orku er helmingur sólarhrings-
ins. Miðað við oliuorkuna er
hlutfallið 1,36:4,00.
Reiknað hefur verið út, að á
þennan hátt væri unnt að spara
um 100 þús. krónur árlega á hit-
un meðalstórs einbýlishúss.
Skipting milli oliu og raf-
magns er algerlega sjálfvirk og
er sá búnaður innifalinn í
stjórntækjum ketilsins. Þar að
auki er i stjórnbúnaði ketilsins
sérstök syncronisk timastýring,
sem getur sjálfvirkt hækkað og
lækkað húshitann. Þessi tima-
stýring gerir einnig fært að nota
sólarorku við upphitun hússins,
þann tima, sem sólskin er,
hvort sem ibúar eru heima eða
ekki.
Loks má geta þess, að þeir
3200 katlar, sem talið er að þurfi
eins og nú standa sakir, gætu
aukið tekjur rafveitna um kr. 94
milljónir árlega, sem sagt fund-
ið fé einnig þar. Hér er miðað
við verðlag i ágúst 1976.
Af þessu lauslega yfirliti má
sjá, að hér er ekki neitt smámál
á ferðinni, og afrek Guðjóns
Ormssonar með uppgötvun
sinni er stórvirki, sem gleðja
má alla, sem hafa áhuga og
metnað á og fyrir að islenzkt
hugvit njóti sin.
os
FRÉTTIR 9
68 stúdentar Ijúka námi
við Háskóla Islands
Bjarni Guönason, deildarforseti, afhendir Helga Skúli Kjartans-
syni prófskírteini, en Helgi lauk kandídatsprófi í sagnfræði. Há-
skólarektor, Guðlaugur Þorvaldsson, stendur fjær til vinstri.
1 upphafi haustmisseris hafa eftir-
taldir 68 stúdentar lokið prófum við
Háskóla Islands.
Embættispróf i guðfræði: (5)
Davið Baldursson
Hjálmar Jónsson
Pétur Þórarinsson
Pjetur Þ. Maack
Viðar Gunngeirsson
Embættispróf i læknisfræöi (1)
Hallgrimur Þ. Magnússon
Aðstoðarlyfjafræðingspróf: (4)
Guðrún Hauksdóttir
Hildigunnur Hliðar
Margrét Gisladóttir
Sigurður G. Gestsson
Embættispróf i lögfræði: (1)
Tryggvi Viggósson
Kandiatspróf i viðskiptafræði: (16)
Arni Erl. Stefánsson
Bergþóra M. Bergþórsdóttir
Björn Sveinsson
Eggert Steingrimsson
Friðrik Stefánsson
Gunnar Hjörtur Hall
Ingimar B. Valdimarsson
Jakob Gunnarsson
Kristinn Lund
Magnús Jóhannesson
Ólafur Orrason
Páll Arnason
Ragnar önundarson
Sigurður G. Ólafsson
Stefán D. Franklin
Þorvaldur K. Þorsteinsson
Kandidatspróf I islenzku: (1)
Asgeir S. Björnsson
Kandidatspróf i sagnfræði: (2)
Helgi Skúli Kjartansson
Jón E. Böðvarsson
B.A.-próf i heimspekideild: 12)
Arni Sigurjónsson
Helga ólafsdóttir
Helgi Bernódusson
Ingibjörg Jóhannessen
Jóhanna Hálfdánsdóttir
Jóhannes örn Oliversson
Kristin Sigurlina Arnadóttir
Magnús Sigmundur Magnússon
Ragnheiður Helga Þórarinsdóttir
Sigrún Magnúsdóttir
Una Þór Steinþórsdóttir
Þuriður Baxter.
Rafmagnsverkfræði, lokapróf: (1)
Ragnar Þ. Ragnarsson
B.S.-próf i liffræði: (4)
Marta Konráðsdóttir
Ragnheiður E. Bjarnadóttir
Sighvatur S. Arnason
Valgerður Jakobsdóttir
B.S.-próf i jarðfræði: (2)
Magnús Ólafsson
Niels Óskarsson
B.S.-próf i landafræði: (2)
Margrét Sigþórsdóttir
Ragnar S. Þorsteinsson
B.A.-próf i félagsvísindadeild: (17)
Askell örn Kárason
Asþór Ragnarsson
Einar Birgir Kristjánsson
Friðrik Jónsson
Georgia M. Kristmundsdóttir
Gestur Guðmundsson
Gunnar Gunnarsson
Hildur Einarsdóttir
Jóhann Bjarni Loftsson
Konráð Ásgrimsson
Patrik O’Brian Holt
Sigriður Pétursdóttir
Sigurgisli Skólason
Smári Geirsson
Wilhelm Norðfjörð
Þorsteinn Gunnarsson
Ævar Arnason.
Hfl^fc ! ,* » tjLea T|ljP - ?. ■ jK
1ök. fl| Vi
Háskólakórinn söng við athöfnina í Háskólabíói. Ljósmyndir tók
Guðlaugur Tryggvi Karlsson.