Alþýðublaðið - 28.10.1976, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 28.10.1976, Blaðsíða 7
bía%jd* Fimmtudagur 28. október 1976_ 7 Ræða Gylfa Þ. Gíslasonar, alþingismanns, í útvarpsumræðum: „Er heilbrigt að næstum helmingur allra atvinnufyrirtækja í landinu skuli engan tekjuskatt greiða?” Herra forseti. Góðir áheyrend- ur. Mig langar til þess að hefja þessi orð mln með þvi að spyrja ykkur, sem heima sitjið og hlust- ið, nokkurra einfaldra spurninga ogbiðja ykkur um að svara þeim, ekki mér, heldur sjálfum ykkur, i huga ykkar. Finnst ykkur það bera vott um góða stjórn á efnahagsmálum, að verðbólga sé hér meira en tvöfalt meiri en i nokkru ööru nálægu landi? Finnst ykkur það vera heilbrigt, að þjóðin hafi safnað svo miklum erlendum skuldum, að fimmta hver króna af útflutn- ingstekjum skuli þurfa að ganga til greiðslu afborgana og vaxta af erlendum skuidum? Finnst ykkur það heilbrigt, að næstum helm- ingur allra atvinnufyrirtækja I landinu skuli alls engan tekju- skatt greiða til rikisins? Eða finnst ykkur réttlátt, að launþeg- ar greiði um það bil fjórum sinn- um hærri tekjuskatt til rikisins en allir þeir, sem stunda atvinnu- rekstur? Og teljið þið það vera með felldu, að kaupgjald sé hér augljóslega orðið lægra en i helztu viðskiptalöndum okkar, þótt þjóðartekjur okkar séu svip- aðar á mann? Eða finnst ykkur það réttlátt, að kosningaréttur manna sé svo ójafn, að atkvæði kjósenda i sum- um kjördæmum hafi næstum tvö- falt gildi á við atkvæöisrétt kjós- enda annars staöar á landinu? Finnst ykkur þiö hafa eðlileg á- hrif á þaö, hvaöa menn eða konur fara með umboð ykkar hér á Al- þingi? Er það i samræmi við réttlætiskennd ykkar? Og hver er skoöun ykkar á þvi, að menn, sem fyrir fjölmörgum árum, kannske áratug, voru á- kærðir fyrir fjársvik, skuli i allan þennan tima hafa haldið áfram viðskiptum, eins og ekkert hafi i skorizt, af þvi að dómstólum hef- ur ekki unnizt timi til þess aö rannsaka mál þeirra? Er það i samræmi við réttlætiskennd ykk- ar, að margra ára gömul milljónatuga skuld við rikissjóð vegna söluskattsvika sé enn óinn- heimt og að rikissjóður fái að lok- um aðeins hluta af kröfu sinni greiddan vegna óöaveröbólgunn- ar? Særir það ekki siöferðisvitund ykkar, að fyrirtæki, sem þannig hafa hagað sér og auk þess hafa verið orðuð við áfengissmygl, skuli áfram vera meöal helztu skemmtistaöaungs fólks hérihöf- uðborginni og halda áfram að selja þvi og öörum áfengi? Ég er i litlum vafa um, hvernig heilbrigður hugsandi tslendingur svarar þessum spurningum með sjálfum sér. Hann finnur, hversu fjarri þvi fer, að ástand mála hér á landi sé eins og það á að vera. Hann finnur, hversu brýna nauð- syn ber til umbóta, og i raun og veru ekki aöeins til umbóta, held- ur umbyltingar. Mig langar til þess að nefna ykkur dæmi af þrem sviðum, sumpart um það, að nauðsyn sé róttækrar stefnubreytingar, og sumpart um viti til varnaðar. Ég bað ykkur áðan að hugleiða, hvort ykkur finndist rikja réttlæti i skattamálum. Þeim málum er nú þannig skipað, að tekjuskattur til rikisins er fyrst og fremst skattur á launafólk. Þaö greiðir fjórum sinnum meira í tekjuskatt til rikisins en öll atvinnufyrirtæki i landinu, bæði félög og einstak- lingar. Fjölmargir atvinnurek- endur, sem allir vita þó, að lifa góðu lifi og meira en það, greiða litinn eða engan tekjuskatt. Þessu viljum við Alþýðuflokksmenn breyta. Og við viljum ekki eina kákbreytinguna enn á tekju- skattslögunum. Við viljum hrein- lega afnema tekjuskatt til riksins af öllum launum nema þeim hæstu, en halda áfram aö skatt- leggja eyðsluna með söluskatti eða virðisaukaskatti, jafnframt þvi, sem atvinnufyrirtæki yrðu látin greiða mun meira en þau gera nú og tekjuskattur af sölu- hagnaði yrði aukinn. útflutningsbæturnar Annað dæmi skal ég nefna. A næsta ári er gert ráð fyrir þvi, að rikissjóður, þ.e. skattgreiðendur i landinu, greiði 1800 milljónir króna I útflutningsbætur á útflutt- ar landbúnaðarvörur. íslending- um er m.ö.o. ætlað að greiða út- lendingum 1800 milljónir króna fyrir að kaupa og borða íslenzkt kjöt, Islenzka osta og aðrar land- búnaðarvörur. Þetta svarar til 360.000 kr. á hvert bændabýli á landinu. Bændur eru eflaust ekki ofsælir af tekjum sinum, að með- töldum þessum bótum, enda ekki við þá sjálfa að sakast I þessum efnum. En það er augljós halli á þessum rekstri og hann mikill. Astæðan er sú að stefnan I mál- efnum landbúnaðarins hefur ver- ið röng I áratugi. Það eru orðin mjög mörg ár siðan ég hóf að benda á það, að breyta yrði land- búnaðarstefnunni og miða hana markvisst við þarfir innanlands- markaðar. Ég hef auðvitað alltaf gert mér ljóst aö slikt verður ekki gert I einu vetfangi. Það tekur tima. En i stað þess að hefja stefnubreytingu i rétta átt, hefur verið haldið lengra i ranga átt. Það sést m.a. á því, að offram- leiöslan og þar meðútflutnings- bæturnar hafa aldrei verið hærri en þær verða á næsta ári. Hafa menn hugleitt, að þessar útflutn- ingsbætur svara til 1,3 söluskatts- stiga? Ef við gætum losnað við út- flutningsbæturnar, væri hægt að lækka söluskattinn um 1,3 stig. Þær nema svipaðri upphæð og allir atvinnurekendur á Islandi greiða i tekjuskatt til rikisins. Er hægt að nefna öllu gleggra dæmi um ranga stefnu i efnahagsmál- um þjóðar? Framkvæmdir Kröflunefndar Og þá ætla ég aö nefna viti til varnaðar. Það eru framkvæmdir Kröflunefndar. Ég á auðvitaö ekki við neitt, sem tengt yrði hugsanlegum náttúruhamförum. Tjón af sliku yrði að sjálfsögðu byrði þjóðarinnar allrar, sem enginn mannlegur máttur gæti komið i veg fyrir. En fram- kvæmdir Kröflunefndar eru eitt- hvert viðsjárverðasta fjármála- ævintýri siðari áratuga. Aldrei fyrr i sögu islenzkra virkjana hafði verið lagt i framkvæmdir, sem i upphafi var gert ráð fyrir, að kosta mundu 6-7 milljarða króna, án þess að nokkur rekstr- aráætlun væri gerð um það orku- ver, sem ákveðið var aö byggja. Þrautreyndur maður i Islenzku viðskiptalifi, nákunnugur þessum málum, hefur sagt mér og leyft að hafa eftir sér, að allar viðtekn- ar viðskiptavenjur i sambandi viö útboð á framkvæmdum hafi veriö þverbrotnar i þessu sambandi. Samkvæmt hugmyndum Laxár- virkjunar um lausn raforkumála Norðurlands hefðu þær diselvél- ar.sem til eru á Norðurlandi, get- að annað orkuþörfinni þar til loka þessa árs, þannig að timi hefði gefizt til betri undirb. en átti sér stað, þvi að auðvitað er notk- un diselvéla engin frambúðar- lausn á orkumálum Norðlend- inga. En allur oliukostnaður við hagnýtingu diselvélanna nú á þessu ári nemur ekki nema 1/6 hluta vaxta, — aðeins vaxta, — af þvi fé, sem nú er búið að verja til Kröfluframkvæmdanna, en það Gylfi Þ. Gíslason mun nema um 8 milljörðum króna. Slikt má ekki eiga sér stað öðru sinni á Islandi. Skortir heilindi i samstarfi En hvers vegna gerist annað eins og þetta, sem ég hef nú nefnt dæmi um? Ekki hvarflar það aö mér, að rekja ástæðuna til þess, aöþaöséu vondir menn eða hæfi- leikalitlir, sem nú halda um stjórnvölinn á íslandi. En nú virð- ist það vera svo, að það eru fyrst og fremst flokkar, flokksvald, sem stjórnar landinu. Og einmitt nú stjórna þeir flokkar landinu, sem margföld reynsla hefur sýnt, að aldrei hafa getað starfað sam- an af heilindum til langframa. Heilindi i samstarfi eru ein meg- inforsenda þess, að vel takist varðandi stjórnarstörf. Þeim mun stærri sem vandamálin eru, þeim mun meiri nauðsyn er á heilshugar samstarfi. En á þvi virðist alvarlegur brestur i núverandi rikisstjórn. Þetta eru ekki aðeins min orð. Siðastliöinn föstudag birti dagblaðið Visir grein eftir einn af borgarfuiltrú- um Sjálfstæðisflokksins i Reykja- vik, sem jafnframt er einn helztur áhrifamaðurmeðal ungra mann i flokknum. Greinin heitir: ,,Sann- færing sjálfstæðismanna fyrir samstarfi við Framsókn fer þverrandi.” 1 greininni segir m.a.: ,,Það hefur... verið haft á orði, að stjórnarsamstarf viö Framsóknarflokkinn gæti ekki einkennzt af gagnkvæmu trausti og heilindum, sem stjórnmála- menn sækjast gjarnan eftir, þeg- ar ólikar fylkingar þurfa i sam- einingu að axla þær byrðar, sem á ábyrgri og styrkri landsmálafor- ystu óhjákvæmilega hvila. Reynsla Sjálfstæðismanna af samvinnu við Framsóknarflokk- inn rennir stoðum undir þennan grun”. Og sama daginn mátti lesa þetta i Timanum: „Onnur stjórn, án þátttöku Framsóknar- flokksins, hefði að likindum ekki orðið farsælli”. Ekki er sá, sem þetta ritar, ánægður með rikis- stjórnina. Ekki aðeins efnahagslifið, sem er sjúkt En til hvaöa ráða þarf að gripa I islenzku þjóðlifi til þess að bæta úr þvi, sem úrskeiðis fer? Það verður að endurskipuleggja is- lenzkt framleiðslu- og viðskipta- lif. Framleiðnin verður að vaxa. Sóunin og sukkið verður að hætta, á öllum sviðum. Opinberir aðilar, riki og sveitarfélög, verða að gera rekstur sinn hagkvæmari og sýna aukið aðhald i meðferð fjármála. Þetta allt er skilyrði þess, að þjóðartekjur geti vaxið og raun- gildi launa hækkað. Um leið verð- ur að auka réttlæti i tekjuskipt- ingu, með endurbótum i trygg ingamálum og húsnæðismálum og gerbreytingu á skattakerfinu. Þjóðin verður loksins að fá nýja stjórnarskrá, með réttlátari kjör- dæmaskipun, auknum áhrifum sjálfs kjósandans á kostnað flokksvaldsins, og bættum starfs- háttum sjálfs Alþingis. Sfðast en ekki sizt verðum við að hafa hugfast, aö það er ekki aðeins efnahagslif þjóðarinnar, sem er sjúkt. Hitt er ekki siður al- varlegt, að hér hefur á siðari ár- um risið alda fjársvika, smygls, eiturlyfjanautnar, alls kyns af- brota og jafnvel beinna glæpa, sem áður voru næstum óþekkt fyrirbæri á Islandi. Sú ömurlega staðreynd hefur komið i ljós, að réttarkerfi landsins hefur ekki reynzt ráða við slik mál. Brask- arar og lögbrjótar leika lausum hala og halda áfram hvers konar viðskiptum án þess, að gripið sé i taumana. Hér má ekki lengur liða nein vettlingatök. Stjórnin nýtur ekki trausts Núverandi rikisstjórn hefur setið að völdum i meira en tvö ár. Reynsla hefur þegar sýnt, að hún ræður ekki við þann vanda, sem við er aö etja i islenzku þjóðlifi. Til þess er hún of ósamstæö og veik, þrátt fyrir þingstyrk sinn. Ein af skýringum þess, að hún ræður ekki við efnahagsvandann, er sú, aö hún nýtur ekki trausts aðila vinnumarkaðarins. öllum er kunn andstaða allra launþega- samtaka gegn rikisstjórninni. En fjölmargir forystumenn vinnu- veitenda virðast ekki heldur hafa trú á henni, og nægir i þvi sam- bandi að minna á fjölmörg um- mæli forystumanna i iðnaði, þar semþeir telja rikisstjórnina ekki hafa staðið við orð sin gagnvart iðnaðinum. Og varla geta þeir málsvarar sjávarútvegs verið ánægðir, sem telja, að ýmsar helztu greinar hans séu reknar með beinu tapi. Sannleikurinn er sá, að engin- rikisstjórn getur haft heilbrigða stjórn á efnahagsmalum þjóða- innar, nema hún hafi náið sam- starf og gottsamband við samtök bæði launþega og vinnuveitenda ognjóti trausts þeirra. Það á ekki við um núverandi rikisstjórn. Þess vegna þarf þjóöin sem fyrst aðfá nýja rikisstjórn, sem starfar með heilsteyptum og heiðar- legum hætti á nýjum grundvelli. Ef kjósendur fengju nú að segja skoðun sina, er það trúa min, að þetta yrði niöurstaða þeirra. Verðum að efía löghlýðni Lokaorð min skulu vera þau, að leggja áherzlu á, að þótt efna- hagsmálin séu eflaust stærsti og umfangsmesti vandinn, sem við er að glima, þá eru raunveruleg vandamál þjóðar okkar fleiri og að ýmsu leyti djúpstæðari. Við leysum ekki heildarvanda þann, sem við erum stödd i, með einhverri nýrri lagasetningu um ráðstafanir i efnahagsmálum. Það þarf nýtt hugarfar hjá þjóð- inni sjálfri og ráðamönnum henn- ar. Við verðum aö ráöa niðurlög- um verðbólguhugsunarháttarins. Það eru náin tengsl milli verð- bólgunnar og skorts á siðgæði i viðskiptalifinu. Við verðum að öðlast nýjan skilning á gildi hag- kvæmni i hvers konar rekstri og nauðsyn á aukinni ráðdeiid. Viö verðum að styrkja mat okkar á nauðsyn vinnusemi og trú- mennsku. Við verðum að efla lög- hlýðni. Auðvitað eigum við að standa vörð um andlegt frelsi og virðingu fyrir mannhelgi og mannréttindum. En það er ekki nóg að gera þetta með vörunum. Við verðum að sýna það i verki, aðvið viljum búa i þjóðfélagi, sem á skilið að vera nefnt lýöræðis- og réttarriki. Þá fyrst, þegar nýtt hugarfar hefur náö aö móta þjóð- ina sjálfa og forystumenn hennar getum við vænztþess, aöþjóöfélag okkar verði gott, réttlátt og heil- brigt heimkynni Islenzkrar þjóöar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.