Alþýðublaðið - 28.10.1976, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 28.10.1976, Blaðsíða 10
10 ÍÞRÚTTIR Fischer í hugleiðingum? Florencio Campomanes frá Filipseyjum, varaforseti F.I.D.E. heimsótti Bangkok snemma i september ásamt Eobert Fischer og stóöu þeir við i þrjá daga. Campomanes sagði að það gæti verið möguleiki á einvigi milli Karpovs og Fischers innan sex mánaða. Fischer hefur hitt Karpov að máli nýlega og meira að segja hafa samræðufundir þeirra ver- ið samtals þrir. Sovézku stórmeistararnir, allflestir, skrifuðu undir mjög harðorðar ávitur á Korchnoy vegna flótta hans frá Sovétrikj- unum. Botvinnik skrifaði ekki undir. Spassky var beöinn að undirrita þessar ávitur i sendiráði lands sins í Paris, en hann neitaði. Robert Fischer sendi Korchnoy heillaskeyti eft- ir landflóttann. Norðmenn afþökkuöu boð á skákmótið i Libyu, sem er eins- konar „anti- olympiumót” gegn hinu ákvarðaða Olympiumóti i Israel. Norðmenn telja Libyu skákmótið algjörlega stjórn- málalegs eðlis. 1 marz eða april á þessu ári var þess getið i skákþætti i Alþýðublaðinu,,-aö lif alþjóðaskáksambands- ins héngi á bláþræði.— ” Þetta ætla að reynast orð að sönnu. Haustmóti T.R. er nýlokið. I A- riðli urðu efstir og jafnir Stefán Briem og Jón L. Arnason með 7,5 vinninga af 11 möguleg- um. Stefán er löngu þjóðkunnur skákmaður og still hans orð- lagður vegna hugmyndaauðgi og fjörs, þar er enginn veiðari á ferð. Jón L. Árnason er korn- ungur skákmaöur sextán eða sautján ára að aldri. Þar er mjög sterkur skákmaður á fullri ferð i fremstu raðir. Þeir Stefán og Jón munu tefla um efsta sæt- ið. Þriðji i A- riðli varð Jónas P. Erlingsson og munaði aö- eins hálfum vinningi á honum og þeim efstu. Jónas er ungur að árum og ég er ekki i nokkrum vafa um að hann á eftir að skipa sér i röð allra bestu skákmanna okkar. 1 B— riöli sigraöi Jóhann Hjartarson. Jóhann er aðeins þrettán ára og frábær skákmað- ur, Sólmundur Kristjánsson og Sigurður Gunnarsson höfðu jafn marga vinninga og Jóhann en voru stigalægri. Unglingastarfsemi Skák- félagsins Mjölnis i Fellahelli er geysi vinsæl og þegar litið var inn á æfingu laugardaginn 23. október var troðfullt hús. Æfingar fyrir unglinga og skák- mót eru á laugardögum frá kl. 2- 5 i. Fellahelli. Eftirfarandi staða kom upp i skák milli Verner Larsson og Arne Bjuhr i Sviþjóö. Hvitur átti leikinn og lék: 1. Be5 og eftir næsta leik svarts gaf hvitur. Svartur lék 1. — , Rg4 ?! og hvitur gaf. Ég hef ritað þessa þætti tölu- vert á annað ár og nú er svo komið að ég hef ekki efni á þessu stundargamni minu leng- ur. Ég þakka kærlega fyrir góð- ar ábendingar og vinsamlegt samstarf bæði viö lesendur og starfslið. Með skákkveðju Svavar Guðni Svavarsson Styrkur til háskólanáms í Svíþjóð Sænsk stjórnvöld hafa tilkynnt aö þau bjóöi fram I lönd- um sem aöild eiga aö Evrópuráöinu tiu styrki til háskóla- náms I Sviþjóö háskólaárið 1977-78. — Ekki er vitaö fyrir- fram hvort einhver þessara styrkja muni koma I hlut Is- lendinga. — Styrkir þessir eru eingöngu ætlaöir til fram- haldsnáms viö háskóla. Styrkf járhæöin er 1.555.— sænsk- ar krónur á mánuöi I niu mánuöi en til greina kemur f einstaka tilvikum aö styrkur veröi veittur til allt aö þriggja ára. Umsækjendur skulu hafa iokið háskólaprófi áöur en styrktimabii hefst. Umsóknir um styrki þessa skulu sendar til: Svenska Institutet, P.O. Box 7072, S-103 82 Stockholm 7, Sverige, fyrir 28. febrúar 1977, og lætur sú stofnun 1 té frekari upp- lýsingar. Menntamálaráðuneytið, 26. október 1976 UTBOÐ Tilboö óskast f götuljósabúnaö fyrir Rafmagnsveitu Reykjavfkur. Útboösgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frfkirkjuveg 3, R. Tilboðin veröa opnuö á sama staö, fimmtudaginn 2. des- ember 1976, kl. 11.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvægr 3 — Sími 25800 Flokksstarf id Alþýöuf lokkurinn i Kópavogi c heldur fund i Hamraborg 1 I dag íimmtudag kl. 8.30. Al- þingismennirnir Jón Ármann Héðinsson og Sighvatur Björgvinsson mæta á fundin- um. Stjórnin m/s Baldur o fer frá Reykjavik miðvikudaginn3. nóv- ember til Breiðaf jarð- arhafna. Vörumót- taka alla virka daga til hádegis á miðviku- dag. Auglýsið í Alþýðu blaðinu Fimmtudagur 28. október 1976 Getraunaspá Alþýðublaðsins MARGIR ERFIÐIR LEIKIR AÐ ÞESSU SINNI ÍSLENZKAR GETRAUNIR Pósthðlf 864 IþróttamlSstðSlnnl Rsykjavlk , Nafn ÍQs //......... Heimili .........$■............................... |_|,ArQg Kr. 800 © Tha Football Leagua Leiklr 30. október 1976 Birmingham - Q.P.R. . Coventry - Sunderland . Derby - Brlstol Clty ... Leeds - Arsenal ...... Liverpool - Aston Villa . Man. Utd.'- Ipswich ... Mlddlesbro - Leicester . Newcastle - Stoke ... Norwlch - Man. City . Tottenham - Everton ... W.B.A. - West Ham ... Blackpool - Wolves Skrlfið greinllega nafn oa helmillsfano K 1 X 2 L L X % X L / / X 1 1 X 'L KERFI 16 RAÐIR 4 leikir með tveim merkjum 8 leikir með einu merki Enn notum við kerfisseðilinn, útkoman með honum er langtum betri, eins og sést á þvi, að við höfum náð niu réttum, þegar bezt lét, og nú hafa fleiri blöð farið aö dæmi okkar og nota kerfis- seðilinn. Að þessu sinni eru margir erfiðir leikir og að venju látum við smá blöndu af þekkingu, spádómsgáfum og'ósk- hyggju ráða, þvi, hvar strikin og x-in lenda. Birmingham-QPR. Hér kemur strax erfiður leikur. Bæði liðin eru um miðbik deild- arinnar. 1 siðustu viku tapaði Birmingham fyrir Newcastle, en QPR vann góðan sigur yfir Sunderland. Spáin: Útisigur. Coventry-Sunderland. ' Útlitið hjá Sunderland er ekki gott um þessar mundir. Þeir sitja á botninum með 4 stig eftir 10 leiki, hafa engan leik unnið og aðeins skorað 5 mörk. Spáin: Heimasigur. Derby-Bristol City. * Derby, sem flestir áttu von á að myndi ná langt i vetur, og Bristol Citysem byrjaði leiktimabilið svo vel, sitja nú bæði við botninn með 7 stig eftir 10 leiki. Einhvern veg- inn á maður alltaf von á þvi, að Derby taki við sér. Spáin: Heima- sigur, til vara jafntefli. (Fyrsti tvöfaídi leikurinn). Leeds-Arsenal. Eftir tv(o ósigra I TÖð tekur Arsenal nu við sér að nýju og sigrar Leeds örugglega. Útisigur. Liverpool-Aston Villa. Sennilega e"r þetta erfiðasti leikur seöilsins. Liðin eru i öðru og þriðja sæti og gefa ekki tommu. Aston Villa vann tvo góða sigra i siöustu viku, en Liverpool náði aðeins jafntefli. Spáin: Jafn- tefli, og til vara útisigur. (Annár tvöfaldi leikurinn). Man. Utd.-lpswich. United er erfitt lið heim að sækja og þrátt fyrir , að Ipswich- liðið sé gott um þessar mundir, er spáin: Heimasigur. Midd lesbro- Lei cester. Það er með þetta hund- leiðinlega lið, Middlesbro, að það er næsta erfitt að sigra það. Þegar niu til tiu menn eru alltaf i vörn, verða tæplega mörg mörk skoruð. Spáin: Jafntefli , og til vara heimasigur (Þriöji tvöfaldi leikurinn). Newcastle-Stoke. Newcastle er eitt af þeim liöum, sem komið hafa mest á óvart I vetur. Þeir eru oft marka- gráðugir og þegar þeir ná saman, er gaman aö horfa á þá. Spáin: Heimasigur. Norwich-Man.City. Manchester-liðið ætti ekki að vera i erfiðleikum með að sigra Norwich, þó að á útivelli sé: Spáin: Útisigur. Tottenham- Everton. Það hallar stöðugt undan fæti hjá Lundúnaliðinu fræga. Ef gæfuhjólið fer ekki fljótlega að snúast þeim i hag, blasir ekkert annað við en önnur deildin við þeim. Spáin: Útisigur. WBA-West Ham. West Ham er annað Lundúna- liðið, sem ekkert gengur hjá. Gegn sterku WBA-liðinu hafa þeir varla möguleika. Spáin: Heiipa- sigur. Blackpool-Wolves. Bæði liðin eru við toppinn i annarri deild. Hér verður barizt til siðasta svitadropa og ekkert gefið eftir. Spáin: Jafntefli og til vara útisigur (Fjórði og sföasti tvöfaldi leikurinn(. __ATA Ferðamálaráð Isfands og Ferðamálasjóður hafa flutt starfsemi sina i Skúlatún 6. Simar: 15677 og 27488. Pósthólf 1184.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.