Alþýðublaðið - 28.10.1976, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 28.10.1976, Blaðsíða 2
2 STJORNMÁL Fimmtudagur 28. október 1976 alþýöu- blaóið Otgefandi: Alþýöuflokkurinn. Rekstur: Reykjaprent hf. Ritstjóri og ábyrgöarmaöur: Arni Gunnarsson. Fréttastjóri: Bjarni Sigtryggsson. Aösetur ritstjórnar er i Síöumúla 11, simi 81866. Auglýsingadeild, Alþýöuhúsinu Hverfisgötu 10 — simi 14906. Askriftarsfmi 14900. Prentun: Blaöaprent h.f. Áskriftarverö: 1100 krónur á mánuöi og 60 krónur i lausasölu. VILJA KANNA RAUNVERULEGAN MISMUN LAUNA Á ÍSLANDI OG I HINUM NORRÆNU LONDUNUM Þegar rætt er um al- menn laun hér á landi er oft miðað við laun sam- bærilegra stétta í hinum norrænu löndunum. (slenzku launþegasam- tökin haf a bent á, að laun séu hærri í þessum lönd- um og kaupgetan meiri. Þessum staðhæfingum hefur meðal annars verið svarað á þann hátt, að skattar séu hærri í þessum löndum og raun- tekjur því ekki eins háar og íslenzkir launþegar vilja vera láta. Til að fá úr þessu skorið í eitt skipti fyrir öll hafa þingmenn Alþýðu- flokksins lagt fram á Al- þingi tiílögu til þings- ályktunar um öflun upp- lýsinga um þjóðartekjur á mann og kaupmátt launa helztu starfsstétta á íslandi og í öðrum nor- rænum löndum. Slík athugun hlyti að taka af allan vafa um réttmæti þessa samanburðar, sem svo oft er notaður, þegar deilt er um kaup og kjör íslenzkra launastétta. I þingsályktuninni er ríkisstjórninni falið að afla nýjustu fáanlegra upplýsinga, sem séu sam- bærilegar, um þjóðar- tekjur á mann á (slandi og öðrum Norðurlöndum. Ennfremur skal ríkis- stjórnin afla upplýsinga um raunverulegar tekjur þeirra fyrir og eftir skattgreiðslu og um vinnutíma. Jafnframt verði kaupmáttur laun- anna áætlaður, miðað við verðlag í hverju landi. Al- þingi verði síðan afhent skýrsla um niðurstöðu þessarar upplýsingasöfn- unar. Á næsta ári fara fram samningar um laun nær allra launþega í landinu: verkalýðsfélaga innan ASI, opinberra starfs- manna og háskólamanna. Það er ríkjandi skoðun innan allra launþegasam taka, að kaupmáttur launa hafi rýrnað óhæfi- lega mikið að undanförnu og mjög mismunandi mikið. Á þessu leikur raunar enginn vafi Launþegasamtökin hafa haldið því fram, að laun hér á landi séu orðin miklum mun lægri en gerist hjá hliðstæðum sta rf sstéttum með nálægum þjóðum, og sé mismunurinn orðinn mun meiri en mismunur þjóðartekna á mann gefurtilefni til. Þóttallar upplýsingar, sem nú liggja fyrir, bendi til að þetta sé staðreynd, er engu að síður rétt að af la nýrra og greinagóðra upplýsinga á skipulegan hátt. Nauðsynlegt er fyrir alla aðila sem þessi mál skipta, að sem skýrust vitneskja liggi fyrir. Það ber að vísu að viðurkenna, að vanda- samt er að bera saman þjóðartekjur á mann í tveim eða fleiri löndum, jafnvel þótt atvinnu- og þjóðfélagshættir séu svipaðir, og að enn erfiðara er að bera saman kaupmátt launa tiltekinna starfsstétta í ýmsum löndum. En þótt niðurstaðan hljóti jafnan að vera háð nokkurri óvissu, er hér samt um svo mikilvægt atriði að ræða, að nauð- synlegt er að af la þeirrar vitneskju, sem fáanleg er. Enginn vafi er á því, að unnt er að safna upp- lýsingum, sem taka af tvímæli um, hvort um sé að ræða alvarlegt mis- ræmi í launakjörum hér á landi og í öðrum nor- rænum löndúm. — fþeím tilgangi hafa Alþýðu- flokks- þingmennirnir lagt þessa tillögu fram á þingi. —AG EIN- DÁLKURINN Menn eru heilaþvegnir á fínan og kurteisan hátt. í siðustu Arbók landbúnaðar- ins, sem Sveinn Tryggvason rit- stýrir, fer ritstjórinn hörðum orð- um um Framsóknarflokkinn og hvernig stefna hans er önnur i orði en á borði, þegar málefni bændastéttarinnar eiga i hlut. Sveinn gagnrýnir einnig vald flokkanna almennt, en það fer ekki fram hjá neinum að hvaða flokki ritstjórinn er að vikja, þegar hann segir: „Menn skiptast i nokkrar póli- tiskar fylkingar og fyrir margan manninn er það alveg sama hverju „flokkurinn” tekur uppá. Hann fylgir honum fyrir þvi, bæði i bliðu og striðu. Flokkurinn veröur með timanum einskonar Goði og allt sem forystumenn hans taka uppá er harla gott, ekki sizt þegar forystumenn flokksins hafa talað i útvarpið, sýnt sig i sjónvarpi og siöan látið taka við sig viðtal i blaðinu og látið birta þar mynd af sér, sömu myndina ár eftir ár, sem kannske var tekin af foringjanum fyrir áratug sið- an. Menn eru heilaþvegnir á finan og kurteisan hátt og þegar sú að- gerð er um garð gengin, hafa menn tekið málefnalega afstöðu, sem er i fullri samstöðu við flokk- inn. Þá prisar margur maðurinn sig að hafa nú ekki tekið afstöðu i málinu sjálfur, án þess að hafa heyrt skoðun foringjans. Það er svo leiðinlegt að vera alltaf að skipta um skoðun. Það er bara ekki gerandi, nema þá i ýtrustu neyð ef einhver þrjóturinn pinir út úr manni afstöðu til máls áður en öll „gögn” hafa verið lögð á borðið. Þá er fljótfærnisafstaða afsakanleg. Þetta er kannske heldur djúpt tekið i árinni, en hver sá sem þetta les með hlut- leysi i huga finnur án efa sann- leikskornið. Hver ný tillaga sem borin er fram til breytinga á rikjandi fyrirkomulagi, af einstakling, án þess að hún hafi verið lifi gædd af flokksblaðinu, flokksfundi, út- varpi, sjónvarpi eða flokksfor- ingjanum, týnist þvi i öllu mold- viðrinu án tillits til þess hversu skynsamleg hún er. Hugmyndin um sameiningu búnaðarsamtakanna i landinu hefur þvi lent i ruslafötu þess hugsanadoða, er nú hrjáir flesta samborgarana og þaðan kemur hún ekki aftur fyrr en einhverjum þingflokknum dettur ihug að taka hana til handargagns, þegar ein- hver varaþingmaðurinn þarf að ná sér i efni i jómfrúarræðu”. Stefán Helgason Alþýðuflokksfélag Grundarfj arðar Alþýðuflokksfélag Grundarfjarðar var stofnað sunnu- daginn 17. okt. sl. Félagið nær til Grundarfjarðar og Eyrarsveitar. Aðdragandi að stofnun Alþýðuflokksfélags i Grundar- firði er margra ára barátta, er loks tókst að koma i framkvæmd. Aðaluppistaða félagsins er ungt fólk. Aldursforseti er rúmlega fimmtugur, og allir félagar aörir talsvertyngri. Flokksfélagareru 11 talsins. Formaður fél- agsins er Stefán Helgason Hólmfríður Friðriksdóttir Kvenfélag Skagafjarðar 1 sumarvarstofnað KvenfélagSxagafja.rðar,meðum 15 félögum. Fyrir eru áöur Alþýðuflokksfélag Hofsóss og Alþýðuflokksfélag Sauöárkróks. Það var Magnúsi Bjarnasyni mikiö áhugamál að stofnað yröi kvenfélag i Skagafiröi á meðan hann vab á lifi, en hann lézt sl. ár. Þvi var það að Kvenfélag Skagafjarðar var stofnað, og var aðalhvatamaður þess Hallfriöur Bára Haraldsdóttir. Formaður félagsins er Hólmfriöur Friöriksdóttir. —A Kristján Þorgeirsson Alþýðuflokksfélag Kjósarsýslu 8. okt. s.l. var stofnað Alþýðuflokksfélag Kjósarsýslu. Formaður félagsins var kjörinn Kristján Þorgeirsson, stofnfélagar voru 14, meirihlutinn ungt fólk. Mjög aukinn áhugi er fyrir málefnum Alþýöufiokksins i Kjósarsýslu, og sagði Kristján það leiða af sjálfu sér vegna þeirra vandræðatima sem i þjóðfélaginu eru i dag.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.