Alþýðublaðið - 28.10.1976, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 28.10.1976, Blaðsíða 3
VERKALYDSMAL 3 biaífö Fimmtudag ur 28. október 1976 Alyktanir 10. þings Sjómannasambands Islands Hlutaskiptaprósenta á fiski- skipimi þarf að hækka um 3-5% Rætt stuttlega við Oskar Vigfússon 10. þing Sjómannasambands tslands var haldið um siðustu helgi, eins og fram hefur komið i fréttum. Jón Sigurðsson, sem verið hefur formaður sam- bandsins frá upphafi, baðst und- an endurkjöri.en i hans stað var Óskar Vigfússon formaður Sjó- mannafélags Hafnarfjarðar kosinn formaður Sjómanna- sambandsins. i stuttu spjalli við Óskar ný- lega sagði hann, að hann byggist ekki við neinum að- gerðuin af hálfu sjómanna. Hendur þeirra hefðu verið bundnar með bráðabirgða- lögunum, en hann vænti þess hins vegar að stjórnvöld losuðu stéttina úr þeim viðjum. — Hins vegar munum við nú skipu- leggja samtök sjómanna itarlega, með nánu sambandi við aðra aðila verkalýðs- hreyfingarinnar, sagði Óskar. — Okkar vandamál hefur verið það, að sjómenn eiga ákaflega erfitt nieð að sækja fundi og bera saman ráð sin, vegna atvinnunnar. Þess veena hefur verið erfitt að ná þeim saman i nægilega kröft- ugt aií. Auk þess virðist mér af viðbrögðum manna, að for- vsta þeirra hafi ekki verið i nægilega nánuin tengslumvið félagsmenn. Það skapaði svo óánægju sem var nægilega mikil til að þjappa mönnum saman um stjórnarkjör. Mitt framboð er til dæmis þannig til kom ið, — þar voru það starfandi sjómenn sem höfðu mikil áhrif á gang mála. Mér var raunar ýtt þarna fram meira en ég vildi. Ég vona bara að það verði sjómannastéttinni til góðs, en til hennar tel ég mig teljast, sagði Óskar að lokum. Hér á eftir verða birtar ályktanir 10. þings Sjómanna- sambands tslands. —hm. Ályktun um kjaramál 10. þing Sjómannasambands tslands bendir á þá alvarlegu staðreynd, að kaup og kjör islenskra sjómanna eru i dag langt fyrir neðan það mark að viðunandi geti talist og mun kaup sjómanna almennt ekki vera mikið yfir 60% af þvi kaupi, sem margir starfshópar i landi hafa fyrir sambærilegan vinnutima. Hér verður þvi að verða stór- breyting á, ef hægt á að vera að manna fiskiskip og fragtskipa- flotan góðum og vönum starfs- krnftnm. Vinnutimi sjómanna, fjarvera þeirra frá heimilum sinum lang- timum saman, ófullnægjandi að- búnaður aðkomumanna i mörg- um verstöðvum ásamt fleiri at- riðum skjóta sterkum stoðum undirkröfuna um stórbætt launa- kjör og aðbúnað islenskra sjó- manna. Hlutaskiptaprósenta á fiski- skipum þarf að hækka um 3-5% eftir þvi, hvaða veiðar fiskimenn stunda. Algerlega fritt fæði um borð eiga sjómenn fiskiskipa að hafa, eins og sjómenn á stærri togurunum og allir þeir, sem vinnú stunda fjarri heimilum sin- um við stórframkvæmdir. Kaup- trygging sjómanna þarf að hækka um minnst 20%. Þá verður það að vera höfuð- krafa þingsins að fullnaðarupp- gjör fari fram i lok hvers úthalds- mánaðar, svo tryggt verði að góð- ur aflahlutur eins mánaðar hverfi ekki til jöfnunargreiðslu á kaupi næsta mánaðar, þó aflaminni sé. Þá bendir þingið á að i næstu samningum verði lögð áhersla á að samið verði sér fyrir fiski- menn er vinna á loðnubátum á sumarvertið, og þá með það sér- staklega i huga að þeir fái löndunarfri og hafnarfri. Þingið telur góða samstöðu sjó- mannafélaganna i landinu undir- stöðu að árangri kjarabaráttunn- ar, og i þvi sambandi mikið atriði að þau félög, sem sameiginlega undirskrifa niðurstöðu samninga hafi sameiginlega atkvæða- greiðslu og fylgist að um boðun og afboðun vinnustöðvana. Þá beinir þingið þvi til sam- bandsfélaga að þau fylgist vel með að samningar þeirra séu ekki brotnir, og að öll sérákvæði i samningum þeirra verði ekki frá þeim tekinn sem þegar eru kom- inn inni samninga og félög hafi rétt, sem hingað til að gera sér- samning. Þingið telur að niðurstaðan úr uppstokkun sjóðakerfisins hafi valdið sjómönnum verulegum vonbrigðum, þar sem Ijóst er að breytingin hefur að meginhluta farið til útgerðarmanna en allt of litið til sjómanna. Engar veiðiheimildir 10. þing S.S.I., haldið 22. - 24. okt. 1976, mótmælir öllum samningum stjórnvalda við aðrar þjóðir, eftir að veiðiheimildir gerðra samninga renna út. Þar sem fyrir liggur óvé- fengjanlegar heimildir um að tslendingar hafa ekkert um að semja eins og ástand fiskistofna er i dag. Snurvoð verði ekki leyfð 10. þing Sjómannasambands Islands, haldið 22. - 24. okt. 1976, varar eindregið við að snuru- voðaveiðar verði heimilaðar, það hefur sýnt sig áður þar sem snuruvoðaveiðar hafa verið stundaðar að lifriki þess hafsvæð- is hefur nær öllu verið eytt, og helst á hinum eiginlegu uppeldis- stöðvum nytjafiska okkar. Ályktun um tryggingar- og öryggismál. 10. þing Sjómannasambands Islands fagnar þvi að i siðustu fiskveiðideilu hafa ekki orðið alvarleg slys né mannskaðar á varðskipum okkar. Sendir þingið öllum áhöfnum varðskipanna bestu kveðjur og þakkir fyrir vel unnin störf i sið- asta þorskastriði. Þingið bendir enn einu sinni á nauðsyn þess, að öryggi i höfnum sé aukið. Lýsing sé bætt, land- gangar til staðar auk annars öryggisbúnaðar. Þingið skorar á Slysavarnarfélag Islands og sjó- slysanefnd að fvlgja þessum mál- um eflir. Þingið felur væntanlegri stjórn að vinna að þvi að lögum um slysa- og örorkutryggingu sjó- manna verði breytt þannig að tryggingarupphæðir haldi sinu raungildi og sé þá miðað við setn- ingu laganna 1972. Þingið harmar þann drátt sem orðið hefur á framkvæmd þings- ályktunartillögu um rannsókn á reki gúmmbjörgunarbáta, en þar eru eðlilegar skýringar á og ber að vænta þess að nú verði hafist handa um rannsókn þessa. Jafn- framt rekrannsókninni og rann- sókn tækjabúnaðar verði vand- lega thugað hvort ekki eigi að skylda sem björgunarbúnað i skipum þann björgunarbúnað, sem hefur verið kynntur hér á landi nýverið. 10. þing S.S.l. bendir á og lýsir yfir að fyrirbyggjandi aðgerðum gegn eldsvoðum i skipum sé mjög ábótavant. Telur þingið að stór- aukið álag á rafala ýmissa skipa geti þar átt hlut að. Handslökkvi- tæki verði af viðurkenndri gerð, og islenskir leiðarvisar fylgi hverju tæki og kennsla i meðferð slökkvitækja verði framkvæmd af kunnáttumönnum og verði fjöl- miðlar notaðir til þeirra hluta. Þá telur þingið vegna fenginnar reynslu grannþjóða okkar, að nú beri að kalla inn alla gúmm- björgunarbáta sem framleiddir eru fyrir árið 1960, vegna þeirra tæknigalla sem fram hafa á þeim komið. Þingið telur að stórauka þurfi Skipaeftirlit rikisins og bendir enn einu sinni á fyrri kröfur um að eftirlitsmenn fari á milli staða og framkvæmi skyndiskoðanir. 10. þing S.S.l. bendir á að nauð- synlegt sé að Siglingamálastofn- unin merki og haldi skrá yfir þau öryggistæki, sem skylt er að hafa um borð i skipum, þannig að ekki sé hægt að flytja milli skipa þegar skoðun fer fram. Þá þakkar þingið S.V.F.l. fyrir framkvæmd á tilkynningaskyldu skipa og skorar á Alþingi að setja lög þar um, og þá verði Pósti og sima farið að bæta aðstöðu strandstöðva og bendir sérstak- lega á Breiðafjörð, sunnanverða Vestfirði og norð-austurlands- svæðið. Einnig vill þingið færa Sjó- slysanefnd þakkir fyrir þau störf sem hún hefur unnið og hvetur sjómannafélögin að dreifa skýrslum sjóslysanefndar um borð i öll skip. 10. þing S.S.l. skorar á þá út- gerðarmenn sem ekki hafa látið koma fyrir öryggislokum i linu- spilum báta sinna að koma þvi framkvæmd strax. Einrtig skor- um við á sjómenn, að nota ávallt þann öryggisútbúnaðsem skylt er að hafa um borð i skipum, eins og t.d. öryggisbelti og hjálma. Að lokum samþykkir þingið að fela væntanlegri sambandsstjórn og einstökum félögum að vinna ötullega að þvi að fá lifeyrissjóði sjómanna verðtryggða og að vinna sameiginlega að hags- munamálum sjómannastéttar- innar i heild og skipti þá ekki máli hvort um yfir- eða undirmenn er að ræða. Aukið vinnuálag vegna fækkunar i áhöfn 10. þing S.S.l. varar við þeirri alvarlegu þróun sem orðið hefur á isl. fiski- og farskipaflotanum vegna mikillar fækkunar i áhöfn- um skipanna. Á sama tima og unnið er að minnkandi vinnuálagi landverka- fólks, er vinnuálag á sjómenn aukið svo að til óefnis stefnir. Skorar þingið á öll stéttarfélög sjómanna að standa dyggilegan vörð um mönnunarakvæði kjara- samninganna. Þiggið ekki veizluboöið! 10. þing S.S.l. samþykkir þar sem öllum er ljóst hvaða aðferð sjómenn viðurkenna sem eðlilega við ákvörðun um kaup og kjör þeirra, sem fer ekki saman við gerðir sjá varútvegsmálaráð- herra þar að lútandi. Þá telur þingið ekki fært að þiggja nein veisluboð úr þeirri átt, að ó- breyttu. Enda sé fjármunum skattþegna betur varið á annan hátt. Ellilifeyrir 50 ára 10. þing S.S.t. skorar á stjórn- völd að breyta lögum um lifeyris- sjóð sjómanna þannig, að sjó- menn fái ellilifeyri 50 ára. 34. þing Iðnnemasambands íslands: Bendir á hættuna af frumvarpinu um stétta- félög og vinnudeilur - Sveinn Ingvarsson var kjörinn formaður Iðnnemasamband Islands hélt sitt 34. þing um siðustu helgi. Þingið fjallaði m.a. um iðnfræðslu, kjaramál iðnnema, félagsmál og almenn þjóðmál, auk þess sem fjallað var um starfsyfirlýsingu milli ASI og INSl. Tuttugu manna stjórn er i sambandinu og er hún þannig skipuð. Framkvæmdastjórn: Sveinn Ingvarsson, Rvik, formaður Hallgrimur G. Magnússon, Rvik, varaformaður Jóhann Úlfarsson, Rvik, ritari Hallgrimur Valsson, Rvik, 1. gjaldkeri Ólafur Gunnarsson, Rvik, 2. gjaldkeri Guðrún Geirsdóttir, Rvik, meðstjórnandi Sigþór Hermannsson, Rvik, meðstjórnandi Aörir í stjórn: Hólmfriður S. Björnsdóttir, Rvik GunnarS. Guðmundsson, isa- firði. Ómar Halldórsson, Rang- árvallasýslu. Benedikt Egilsson, Dalasýslu Gunnólfur Arnason, Keflavik Hafsteinn Eggertsson, Rvik Einar Torfason, A-Skafta- fellssýslu Kristján S. Kristjánsson, Rvik Jón Jóhannsson, Akureyri Einar Sigurðsson, Hveragerði Skúli Magnússon, Eskifirði Frimann Sigurnýason, Rvik Smári Guðnason, Akranesi Ritstjóri Iðnnemans var kjörinn Jason Steinþórsson og fræðslustjóri sambandsins Vilberg Sigurjónsson. Blaðinu hafa borizt þrjár af samþykktum félagsins, en væntanlegar eru siðar aörar ályktanir. Þær sem borizt hafa eru þessar: Ályktun um huidunefnd Men nta má la ráðu- neytisins. 16. des. 1975 skilaði meirihluti Iðnfræðslulaganefndar nefnd- aráliti sinu til Mennta- málaráðuneytisins er bar yfir- skriftina, ,,Um þróun verk- menntunar á framhalds- skólastigi”. Nú 10 mánuðum siðar hefur ekkert heyrst um afstöðu ráðu- neytisins. Þó er vitað um nefnd innan þess er vinnur að krufningu nefndarálitsins. Starf nefndarinnar hefur farið mjög leynt og hefur hún af þeim sökum hlotið nafnið ..Hulda”. 34. þing Iðnnemasambands Islands krefst þess af mennta- málaráðherra, að hulunni verði svipt af störfum nefndarinnar og að hann geri þeim aðilum ljóst, scm málið varðar. hvert stefnir i ..störfum nefndar- innar”. ÁLYKTUN u m frumvarp til laga um stéttarfélög og vinnu- deilur: 34. þing Iðnnemasam- bands tslands vill beina athygli launþega lands vors að hinni miklu hættu, sem samtökum vorum stafar af hinu nýja frumvarpi til laga um stéttarfélög og vinnudeilur. sem áætlað er að leggja fyrir Alþingi. Iðnnemasamband Is- lands biður launþega lands vors að taka nú höndum saman og brjóta á bak aftur þessa ógnun gegn frelsi og lýðræði. ÁLYKTUN um bráða- birgðalög gegn sjó- mönnum: 34 þing Iðnnemasambands lslands ályktar að rikisstjórnin felli niður nú þegar bráða- birgðalög þau. sem sett voru gegn sjómönnum 6. sept. siðast liðinn. sem er svivirðileg árás á réttindi sjómanna. —hm.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.