Alþýðublaðið - 28.10.1976, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 28.10.1976, Blaðsíða 4
4 Fimmtudagur 28. október 1976 Frá Samein- uðu þjóðunum Ört vaxandi viðskipti Efnahagsmálanefnd Sam- einuðu þjóðanna upplýsir, aö viðskipti milli austur og vest- ur Evrópuþjóöa hafi tifaldast á siðustu tiu árum, eða úr 6 millj. dollara i 60 milljarða. Nú séu um 1000 iðnsamvinnu- samningar i gildi milli austur og vestur Evrópu og árlega séu gerðir60-100 slikir samn- ingar. Fiskveiði- samvinna Þróunarstofnun S.Þ. beitir sér nú fyrir samvinnu um nýt- ingu fiskstofna. Könnun sýnir, að næstum allir fiskstofnar, sem nú eru nýttir, eru þegar ofveiddir, eða verða brátt með sama áframhaldi. Hvergi hef- ur komið fram aukning i fisk- veiðum, en afli úr heimshöf- unum minnkað um 10% frá 1971-1974. Til eru þó fiskstofnar, sem enn eru ekki nýttir, einkum undan ströndum Patagoniu og i norð vestur Indlandshafi. 1 Suður-lshafinu eru fisktegund, nefnd Krill, sem ersvipuð smá rækju. Talið er að hún fyrir- finnist í svo miklu magni þar, að unntværi aö veiða þar um 50 milljónir lesta árlega. Mikil hreyfing er nú á að auka og bæta nýtingu fiskaflans og styrkja fiskveiðar vanþróaðra þjóða. Fiskeldi er nú ört vax- andi og mun gefa af sér um 5 millj. lesta árlega. Talið er, að auðvelt sé að tvöfalda, eða þrefalda þann afrakstur og þeir bjartsýnusta tala um ti- földun! Skortur á hreinu vatni Vatnið er ein mikilvægasta auðlind mannkynsins, en með siaukinni iðnvæðingu og mengun, sem af henni leiðir, er talið að vatnsforði heimsins gangi á mörgum svæðum bráðlega til þurrðar. Borgar- samfélag nútimans á og sinn rika þátt i þessari framvindu. Þess ber að gæta, að vatns- forða heimsins er ákaflega misskipt, þar sem sumir hafa ofgnótt, en aðrir að lenda i þroti. Ráðstefna er fyrirhuguð um þessi mál á næsta vetri, og hafa þeir, sem undirbúa ráð- stefnuna komizt aö þeirri nið- urstöðu,aðum 20% borgarbúa i veröldinni og um 10% sveita- fólks hafi ekki aðgang að hreinu vatni. Viða eru þessaf tölur þó enn óhagstæðari svo miklu munar. Eyðimerkur Talið er að eyðimerkur jarð- arinnar færi stöðugt út kviarn- ar og fyrirhuguð er ráðstefna á næsta ári i Afriku, til að hamla gegn þeim voða. Siikir kassar með bjarghringum eru með vissu millibili um allt hafnarsvæðið. En það er ótrúlega algengt að hringirnir séu teknir úr kössunum, skorið á linuna i þeim og þeim siðan kastað í höfnina. □ Krafa reykvískra sjómanna til hafnarstjórnar: REYKJftVÍKURHÖFN VERÐI L0KAÐ! Það verður sifellt tiðara að i blöðum og öðrum fjölmiðlum sé greint frá innbr. i skip og báta sem liggja við bryggju. Þessum innbrotum fylgir oftast skemmd- arstarfsemi af einhverju tagi en það sem þó er alvarlegast er það, að takmark þeirra sem afbrot þessi fremja eru oftast lyfja- birgðir skipanna. Þessar birgðir eru bæði geymdar i sérstökum hirzlum i herbergjum skipstjóra eða stýrimanna, en auk þess eru einnig lyfjabirgðir i gúmmí- björgunarbátum. Það ætti ekki að þurfa að fjöl- yrða um það, hverjar afleiðingar það getur haft, er slikum birgð- um er stolið án þess að greinileg merki sjáist. Starfsvettvangur sjómannsins er i langflestum til- vikum langt frá landi og ef til slysa kemur eru þær lyfjabirgðir sem um borð eru, eina hjálpar- tækið. Afleiðingarnar geta þvi orðið hörmulegar, ef þessar birgðir eru ekki fyrir hendi þegar á þarf að halda. Einnig er það svo, að til að komast að lyfjum gúmmibjörg- unarbátanna þarf að taka þá úr umbúðunum, en um leið og það er gert eru þeir orðnir ónothæfir. Það hefur komið i ljós, þegar bát- ar hafa verið komnir út á sjó, að farið hefur verið i björgunarbát- inn og hann eyðilagður. Ef slikt kemur i ljós i hafsnauð, þarf ekki að spyrja að afleiðingunum. Vegna þessara innbrota meöal annars hafa sjómenn margoft farið fram á að Reykjavikurhöfn verði lokað. En það eru ekki að- eins þessi innbrot. Einnig er það þyrnir i augum þeirra sem þessi mál varða, að slysfarir I höfninni eru nokkuð tiðar. Það kemur oft fyrir að fólk fellur I höfnina. Oft- ast er þvi bjargað, en þó ekki allt- af. Hér er að þvi er virðist oftar um að ræða fólk sem óviðkom- andi er öllu starfi við höfnina, fólk sem ranglar þangað eins og af til- viljun á kvöldgöngu. Til þess að koma i veg fyrir slika umferð vilja fulltrúar sjómanna að höfn- inni sérstaklega þó1 vesturhöfn- inni, verði lokað og vörður settur við hlið þar. Alþýðublaðið tók nýlega tali fulltrúa þriggja aðila, sem mál þetta varðar, Sjómannafélags Reykjavikur, Hafnarskrifstof- unnar og Slysavarnarfélags Is- lands og birtast svör þeirra hér i opnunni. —hm. Þessi simaklefi er við lögreglustöðina i Pósthússtræti. Hann er einn þriggja á svæðinu frá Sundahöfn að Grandagarði sem fengið hafa að vera i friði fyrir skemmdarvörgum. Nálægð lögreglunnar á ef til vill sinn þátt i þvi. (AB-myndir:------hm.)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.