Alþýðublaðið - 28.10.1976, Blaðsíða 5
b'aófö ’ Fimmtudagur 28. október 1976
5
LOKUN HAFNARINNAR
ER ÖRYGGISMALEFNI
-segir Guðmundur
Hallvarðsson
hjá
Sjómannafélagi
Reykjavíkur
Sjómannafélag
Reykjavikur hefur sent
hafnarstjóra bréf, þar
sem farið er fram á að
Reykjavikurhöfn, eða
hluta hennar að minnsta
kosti, verði lokað að
næturlagi. Guðmundur
Hallvarðsson hjá Sjó-
mannafélaginu sagði i
viðtali við blaðið, að fé-
lagið væri i nokkur ár
búið að ýta á þetta mál,
en árangur hefði enginn
verið til þessa.
Aöalfundur SR Itrekaði þessi
tilmæli sin og hefur hafnarstjórn
verið sent bréf þess efnis, eins og
áður segir.
— Við erum aðallega með i
huga vesturhöfnina, Grandagarð
og þar i kring, þar sem yfirleitt
eru næturverðir um borð i far-
skipum og togurum meðan þeir
liggja i höfn. Bátar eru aftur á
rhóti mannlausir að næturlagi og
það býður hættunni heim. Innbrot
i báta eru mjög tið, og þá eru
menn aðallega að reyna að ná sér
i lyf af einhverju tagi. Þá er
farið ilyfjabirgðirnar og I versta
falli eru gúmbjörgunarbátar
brotnirupp og lyfin tekin Ur þeim.
Siðan er þeim bögglað saman,
þannig að verksummerki sjást
ekki og enginn verður var við
neitt fyrr en ef til vill á örlaga-
stundu, þegar gripa þarf til báts-
ins. Allir ættu að geta séð i hendi
sérhverjar afleiðingar slikt getur
haft.
Auk þessara innbrota eru slys-
farir einnig nokkuð tiðar i
höfnum, menndetta isjóinn, falla
milli skips og bryggju i misjöfnu
veðri. Þá er varzla i skipum ákaf-
lega áriðandi, eins og fram kom
reyndar i Vestmannaeyjahöfn
fyrir nokkrum dögum, þegar
vaktmaður i Herjólfi bjargaði
manni sem fallið hafði i höfnina.
Guðmundur sagði enn fremur
að eftirlit hefði ekki verið aukið
við höfnina, þrátt fyrir itrekuð til-
mæli sjómannafélagsins. Það
mál myndi bersýnilega ekki leys-
ast fyrren komið væri hlið á höfn-
ina og vörður þar við Vitaskuld
Auc^sevuW!
AUGLYSINGASlMI
blaðsins er
14906
Víða pottur brotinn
- segir erindreki Slysavarnafélagsins
væri margt fólk á ferð um höín-
ina, óviðkomandi þeirri starfsemi
sem þar fer fram, en það sem Sjó-
mannafélagið sé fyrst og fremst
að Hugsa um sé öryggi sjómanna.
— Bjarghringjum hefur til
dæmisekki verið fjölgað við höfn-
ina um nokkurt skeið og þess
jafnvel dæmi að þeir hafi verið
skemmdir. Simar myndu einnig
veita mikið öryggi, en nú eru að-
eins tveir slikir á hafnarsvæðinu.
Aðrirhafa verið eyðilagðir, og sá
sem er á Grandagarði er raunar i
ónothæfu ástandi. Ég er sann-
færður um að það eru ekki
sjómennirnir sem eyðileggja
þessi tæki, þau eru of áriðandi
fyrir þá til þess. Hér er að verki
utanaðkomandi fólk, sem með
lokun hafnarinnar myndi ekki
vera þar á ferli eftir að skyggja
tekur, sagði Guðmundur Hall-
varðsson að lokum.
—hm
Til þess aö afla okkur
vitneskju um þaö, hver öryggis-
Utbúnaður væri við höfnina,
hringdum viö i Slysavarnafél.
islands. Þar ræddum viö viö
Óskar Þór Karlsson erindreka
SVFl og spuröum hann fyrst,
hversu margir bjarghringir
væru á hafnarsvæðinu.
— Það mál heyrir ekki undir
okkur, heldur er hafnarstjóri
ábyrgur fyrir öllum búnaði við
höfnina, öryggisbúnaði lika,
sagði Óskar. — Við höfum hins
vegar sett upp slik tæki við
höfnina hér i samráði við
hafnarstjóra, og raunar viöar
um land i samráði við yfirvöld
viðkomandi staða.
Það er mála sannast, að pott-
ur er viða brotinn i þessum
málum hér við höfnina, en við
höfum ekki leyfi til að breyta
neinu þótt svo sé.
Það kemur alltaf fyrir öðru
hverju að fólk fellur i höfnina.
Sumu er bjargað, flestum raun-
ar, en fyrir kemur að björgun
verður ekki við komið.
Hér við höfnina eru bæði
bjarghringir á bryggjum og
krókstjakar viðast hvar, þessi
tæki veita að sjálfsögðu nokkurt
öryggi, en eins og ég sagði áðan,
er viða pottur brotinn i þessum
málum hér við höfnina. —hm.
Skelfilegt basl með símana, en
BJARGHRINGUR 0G STIG-
AR Á HVERRI BRYGGJU
- þrír sfmar frá
Sundahöfn að Granda
A skrifstofu hafnarstjóra rædd-
um við við þá Richard Theodórs
skrifs.tofustjóra og Hannes Jón
Valdimarsson verkfræðing.
Richard sagði okkur, að bjarg-
hringir, og stigar væru á hverri
bryggju viðhöfnina og krókstjak-
ar á einstaka stað. Skipulagi
þessa þáttar öryggismála við
höfnina væri það, að samið hefði
verið við Slysavarnafélag Islands
um eftirlit og viðhald. Til þessa
viðhalds væri SVFl greidd ákveð-
in upphæð árlega, 50 þúsund
krónur og meira þegar þess
þyrfti. Þegar um endurnýjun
þessara öryggistækja væri að
ræða, væri hún framkvæmd eftir
ábendingu Slysavarnafélagsins
og á kostnað hafnarskrifstofunn-
ar.
Hvað simtækjum viðkæmi
sagði Hannes Jón, að þau væru á
vegum Landsimans og alltaf
hefði verið skelfilegt basl að
halda þeim við. Gerð hefði verið
tilraun til að hafa sima á nokkr-
um stöðum, en gefizt upp á þrem
stöðum. Það voru Faxagarður,
Ægisgarður og Norðurbakki.
Ekki hefði veri nóg með að tækin
hefðu verið skemmd, heldur hefði
þeim hreinlega verið hent i sjóinn
i sumum tilvikum. Nú væru simar
i vesturhöfninni, Sundahöfn og i
Pósthússtræti, gegnt lögreglu-
stöðinni. Þessir simar hefðu yfir-
leitt verið látnir i friði.
Auk þessara sima væru einnig
tæki hjá viktarmönnum, en eftir
þann tima væri undir hælinn lagt
hvort unnt væri að ná i sima þar,
þvi oft þyrftu hafnsögumenn á
næturvakt allir að fara frá I einu,
og þá er enginn við. Hjá hafn-
sögumönnum er einnig talstöð
þar sem hægt er að hafa samband
við dráttarbátinn Magna og toll-
bátana, auk neyðarbylgju.
Hannes Jón tók fram, að þetta
simaleysi á hafnarsvæðinu væri
mjög bagalegt, þar sem slik tæki
væru stórt öryggisatriði ' fyrir
hafnarsvæöið allt.
—hm.