Alþýðublaðið - 28.10.1976, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 28.10.1976, Blaðsíða 11
11 ssæ U' Fimmtudagur 28. október 1976 Verndum börnin gegn brunaslysum Eldhúsið/ spennandi en hættulegt. Asta litla er fjörmikil og dug- leg stúlka, tveggja ára siðan i vor. Eins og börnum á hennar aldri er tamt, er hún i óða önn að uppgötva heiminn. En það er ekki nóg að skoða með aug- unum, alla hluti þarf að snerta og velta fram og aftur. Hún kann lika orðið margar leið- ir til að komast áfram. Það er auðvelt að draga út skúffur eða færa til stóla, og þá er auð- velt að komast upp á borðin. Áhuginn er mikill, en kappi fylgir aðeins forsjá tveggja ára barns, sem ekki sér alltaf fyrir orsök og afleiðingar. Dag einn, þegar mamma hennar var að hella uppá kaffi, kom Asta auga á skritinn hlut á eldhúsborðinu, sem hún þurfti fyyir alla muni að rannsaka nánar. 1 þvi, er hún reyndi að vega sig upp á eldhúsborðið, rak hún olnbogann i kaffikönnuna og trektin, sem sat illa á könn- unni, valt, og sjóðandi kaffið skvettist yfir Astii litlu. Hún hefur nú legið langar og þján- ingarfullar vikur á sjúkrahúsi, með ljótan annarsstigs bruna á herðum og handleggjum. Þetta er sorgarsaga, en þvi miður ekkert einsdæmi. 198 börn 5ára og yngri brenndust illa á heimilum sinum s.l. ár. Þar af voru 54 börn jafngömul Ástu og 49 þeirra ári yngri. 11 börn á fyrsta ári urðu einnig fyrir brunaslysum. Sum brenndust af sömu or- sökum og Asta litla, önnur höfðu hvolft yfir sig heitum matar- pottum af eldavél, sum náð i snúruna úr hraðsuðukatlinum og dregið yfir sig sjóðandi vatn- ið, og nokkur hreinlega kveikt i sér með eldspýtum eða á annan hátt komizt i óvarinn eld. Fyrirbyggjum slysin. Börn hafa gaman af að fylgj- ast með i eldhúsinu, og sjá hvað kraumar i pottunum eða steikist i bakaraofninum. Snúið pottum þannig, að sköft og höldur visi að veggnum, svo ekki sé eins auðvelt að ná i pottana. Bezt væri að setja hlif framan við hellurnar. Maturinn, sem settur er á borðið, er venjulega nógu heitur til að barn geti brennst illa við að fá hann yfir sig. Setjið þvi aldrei heitan mat á borðið þar sem barnið getur náð til. Litil börn, ættu að hafa eigin stól með borðplötu fyrir sig. Takir þú barn i fangið við matborðið, hafðu i huga að litlar hendur eru fljótar að gripa i sjóðandi kaffi- bolla. Eldfæri ættu auðvitað aldrei að liggja þar sem börn ná til. Strax við tveggja ára aldur getur barn kveikt á eldspýtu. Barnið sér fullorðna kveikja i sigarettu eða kerti, ijósið lokkar og fre;istar. Reynið að kenna barninu, að eldur er hættulegur, lofið þvi að finna, að hann er heitur. Rafmagnssnúrur þurfa ekki að vera langar til þess að þær þjóni sinum tilgangi. Styttið snúrurnar og færið heldur raf- magnstækið til meðan það er i notkun. Allt of oft eru raf- magnssnúrur hangandi ofan af borðum i seilingarhæð barns. Sérstök aðgát skal höfð við straujárn, börn brennast oft af þeim. Hægt er að fá plastlok á inn- stungur i raftækjaverzlunum, sem eru þannig útbúin, að börn ná þeim ekki út. Allt of oft verða slys, vegna þess að börn pota mjóum hlut inn i innstungurnar og fá i sig straum. Slik slys hafa leitt til dauða. Ræðið við barnið um hætturnar. Munið, þegar um er að ræða barn, sem ekki skilur ennþá allt, sem við það er sagt, að röddin, tónninn, og það hvernig við tök- um i barnið, hefur afgerandi þýðingu. Hrætt barn skilur illa það, sem við það er sagt. Talið rólega við barnið um hætturnar, útskýrið hvers vegna það má ekki leika sérað þessum hlut, og fáið þvi annab leikfang. Út- skýringar og reynsla siast smám saman inn i barnið. og það fer að skílja hvað má og hvað ekki. Fyrstu viðbrögð við bruna. Ef barnið þitt verður fyrir brunaslysi, komdu þvi eins fljótt og auðið er undir læknishendur. Leiðbeiningarnar hér á eftir eiga þvi aðeins við þangað til barnið kemst undir læknis- hendur. Bruni á hörundi og holdi manns stafar oftast af heitu vatni, eldi, gufu, bráðnum málmi, sterkri sýru, lút o.fl. Ahrifin eru ávallt næstum hin sömu, nema hvað holdið breytir lit. Bruna má skipta i þrjú stig, eftir þvi hve djúpur hann er: EINKENNI BRUNA: 1. stig. Hörundið verður rautt. Ekkert sár myndast, en sam- fara roðanum er sviði og þroti. 2. stig. Blöðrur koma á hörund- ið, fylltar glærum vessa. 3. stig. Hörund og hold kol- brennur. Djúp sár myndast, og hið skorpna hörund verður ýmist brúnleitt eða svart. Vatnsmeðferð við bruna- sár. Við minni háttarbruna á hör- undi má láta hinn brennda lik- amshluta undir væga vatns- bunu, dýfa honum i vatnsilát eða hreinan læk. Sé ekki vatn við höndina, má til bráðabirgða nota mjólk, gosdrykk, sjó eða snjó. Athugið, að framangreind ráð eru aðeins til bráðabirgða, þvi að framhald á kælingu brun- ans á að fara fram i hreinu, hálfköldu vatni (eða ekki kaldara en svo, að það rétt haldi sviðanum i skefjum). Hættið ekki kælingu fyrr en sviðinn er horfinn fyrir fullt og allt. Ef föt hylja brenndan likamshluta, er bezt að kæla allt strax, en klíppa svo flikurnar frá, þegar þær eru orðnar kald- ar. Athugið.að kalt eða hálfkalt vatn er einungis notað, þegar um takmarkað, litið brunasvæði er að ræða, en volgt vatn, ef um útbreiddan bruna er að ræða. Hentugt er að láta sjúkling með slikan bruna i kerlaug með volgu vatni. Ef notað væri kalt vatn i kerlaugina, gæti sjúk- lingurinn hlotið kuldalost eða ofkælingu. Ef ekki er unnt að koma við kælingu i kerlaug, vatnsbunu eða iláti, geta bakstrar komið að svipuðu gagni, og skulu notuð mjúk hrein, ólituð stykki, laus- lega undin úr köldu eða volgu vatni, eftir þvi sem við á. Um höfuð og háls hentar þessi að- ferð vel. Ef hrollur er i sjúklingnum, má gefa honum heita mjólk eða súpu (ekki kaffi, áfengi eða örv- andilyf). Einnig skal að honum hlúð með hlýjum klæðnaði, nema brennda staðnum, sem helzt skal vera án umbúða eða fata. Notið ekki nein smyrsl. sprengið ekki blöðrur. Snertið ekki brenndu svæðin. Við bruna á hörundi skemmist oftast fjöldi háræða. er missa þanþol sitt, og vökvi siast út. Til bráðabirgða er revnt að mæta vökvatapi likamans með þvi að gefa sjúklingnum salt vatn að drekka. ef hann hefur rænu il teskeið af salti i litra af vatni og ein teskeið af bökunarsóda ef til er). Venjulegt drykkjarvatn eða mjólk koma að gagni. en salt- vatn er betra. Við meiriháttar bruna er sjúklingi hætt við losti. Kæling brunans og drykkjar- gjöfin eru liðir i að vinna gegn losti. FRAMHALDSSAGAN Staðgengill stjörnunnar<T Jr * eftir Ray Bentinck — Ég var aðeins ráðinn sem lifvörður þinn, og þú þarft engan lifvörð fyrst Castle er kominn undir lás og slá, sagði Max rólega. — Ég hefði aldrei gengið að þessu, Paula, ef þú hefðir sagt mér allt af létta. Ég gerði ekki ráð fyrir slagsmálum við morðingja. — Þú fékkst það, sem þú vild- ir, vinurinn, sagði hún. — Tæki- færi til að leika á móti frægri stjörnu. Það er ekki til góðs fyrir frama þinn að trúlofast staðgengli hennar. Ég sagði við Shirley, þegar ég sá hana fyrst, að hún væri snjöll stúlka, og ég er hrædd um, að hún hafi reynzt þér of snjöll. — Haltu Shirley utan við þetta! sagði Max hörkulega. — Luke hefði kannski sigrað, án hennar aðstoðar, og þá hefði hann komið hingað að sækja þig! — Jæja, þá, en þú þarft þó ekki að kvænast henni, þó að hún hafi hjálpað þér, eða þó að þið hafið verin ein eina nótt? sagði Paula og lyfti spyrjandi augnabrúnun- um — Eða þarftu þess?Max, þó! Max stóð upp og setti Shirley i stólinn. Hann var fölur af reiði, en áður en hann gat sagt nokkuð, kom Silverstein inn með rannsóknarlögreglumanninn. Max varð að segja alla söguna, og Paula hlustaði með athygli. — Glen Mallory kemur mér mest á óvart,sagði rannsóknalög- reglumaðurinn. — Vitið þér ekk- ert, hvers vegna hann vildi ræna yður? Paula yppti öxlum. — Sumir aðdáendur verða vitlausir i ákveðna stjörnu, en þeir reyna sjaldnast að ræna henni. En það er ykkar að finna hann og stinga honum inn, en i fangelsi á hann heima. Svona geðsjúklingar geta verið hættulegir! Ég verð ekki hér, meðan hann gengur laus. Ég fer heim til Bandarikjanna strax Silverstein stundi af skelfingu. — En þú sagðist ætla að ljúka við myndina! — Ég hef skipt um skoðun. Max hjálpaði mér til þess. Ég hafði áhuga á frama hans, en fyrst hann kærir sig kollóttan, nenni ég ekki meira. Ég ætlast til einhvers i staðinn, ef ég veiti manni tæki- færi. — Þér getið ekki farið frá Englandi fyrr en eftir réttarhöld- in, frk. Langton, sagði rannsóknarlögreglumaðurinn. — Þér verðið að bera vitni. Paula fölnaði við tilhugsunina um óheppileg blaðaummæli. Astarsambandið við Luke hafði i sjálfu sér verið nægilega slæmt, en nú þegar þvi hafði lokið með morði, gat það nægt til.að eyði- leggja feril hennar. Silverstein gat sér til. hvað hún hugsaði og sagði: — Auðvitað verður mikið KOSTABOÐ á kjarapöllum KJÖT & FISKUR Breiðholti Simi 71200 — 74201 ISTSENDUM 9FUNARHRINGA Joliannts útifsaon TLmiS,íbtgi 30 ð>nni 19 200 , DÚflA Síðumúla 23 /ími 04900 Heimiliseldavélar, 6 litir - 5 gerðir Yfir 40 ára reynsla Rafha við Óöinstorg Símar 25322 og 10322 Birgir Thorberg málarameistari simi 11463 önnumst alla málningarvinnu — úti og inni — gerum upp gomul húsgögn

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.