Alþýðublaðið - 28.10.1976, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 28.10.1976, Blaðsíða 13
Bl5!öl":;F'mmtudagur 28. október 1976 ....TIL KVÖLDS13 Úivarp 7.00 Morgunútvarp Veðurfregn- ir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morg- unleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttirkl.7.30, 8.15 (og forustu- gr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morg- unbæn kl. 7.50. Morgunstund barnanna kl. 8.00: Steinunn Bjarman heldur áfram að lesa söguna „Jerútti frá Refa- rjóðri” eftir Cecil Bödker (10). Tilkynningar kl. 9.30. Þing- fréttirkl. 9.45. Létt lög milli at- riða. Við sjóinn kl. 10.25: Ingólfur Stefánsson talar við Þórhall Hálfdánarson fram- kvæmdastjóra rannsóknar- nefndar sjóslysa. Tónleikar. Morguntónleikar kl. 11.00: György Pauk og Peter Frankl leika Sónötu i Es-dúr (K 481) eftir Mozart / Sinfóniúhljóm- sveit Lundúna leikur Sinfóniu i D-dúrnr. lOleftir Haydn, Antal Dorati stjórnar. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Til- kynningar. A frivaktinni Mar- grét Guðmundsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.30 Spjall frá Noregi Ingólfur Margeirsson kynnir norskan djass, annar þáttur. 15.00 Miðdegistónleikar. Sinfóniuhljómsveit Lundúna leikur Svitu op. 10 eftir Dohnányi, SirMalcolm Sargent stjórnar. Filharmoniusveitin i New York leikur Sinfóniu nr. 1 i C-dúr eftir Bizet, Leonard Bernstein stjórnar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). Tónleik- ar. 16.40 Hvar eru hinir niu? Þórar- inn Jónsson frá Kjaransstööum flytur hugleiðingu. 17.00 Tónleikar. 17.30 Lagið mitt Anne Marie Markan kynnir óskalög barna innan tólf ára aldurs. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Daglegt mál Helgi J. Hall- dórsson flytur þáttinn. 19.40 Samleikur i útvarpssal. Kjartan Óskarsson og Hrefna Eggertsdóttirleika á klarinettu og pianó verk eftir Gabriel Pierné, Louis Cahuzac og Jón Þórarinsson. 20.00 Leikrit: „Viökomustaður” eftir William Inge Þýöandi: Torfey Steinsdóttir. Leikstjóri: Benedikt Árnason. Persónur og leikendur: Elma.... Helga Stephensen, Grace... Þóra Friðriksdóttir, Will Masters.... Pétur Einarsson, Cherie.... Ragnheiður Steindórsdóttir, Gerald Lyman... Rúrik Har- aldsson, Bo Becker.... Hákon Waage, Virgil Blessing.... Gisli Alfreðsson, Carl.... Steindór Hjörleifsson. 21.40 Pianósónötur Mozarts (VII. hluti) Deszö Ránki leikur Sónötu i B-dúr (K333). 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsagan: „Minningabók Þorvalds Thor- oddsens” Sveinn Skorri Höskuldsson prófessor les (3). 22.40 A sumarkvöldi.Guömundur Jónsson kynnir tónlist úr ýms- um áttum. 23.40 Fréttir. Dagskrárlok. ÚUarp „Viðkomustaður” - leikrit eftir Willam Inge Rúrik Haraldsson er meðal leikenda I „Viðkomustaö" t kvöld 28. október kl. 20.00 verður flutt leikritið „Viðkomu- staður" (Bus Stop) eftir banda- riska rithöfundinn William Inge. Þýðandi er Torfey Steinsdóttir, en leikstjóri Bene- dikt Arnason. Með helztu hlut- verk fara Helga Stephensen, Þóra Friðriksdóttir, Rúrik Haraldsson, Ragnheiður Stein- dórsdóttir og Hákon Waage. Leikurinn gerist á annars flokks veitingastofu i smábæ i Kansas, þar sem áætlunarbill- inn vestur á bóginn hefur við- komu. Farþegarnir verða veðurtepptir, og á svo litlum stað sem þessum hljóta kynni þeirra að verða allnáin. Þarna eru leiddar saman ólikar mann- gerðir. Við kynnumst gleði þeirra og sorgum, löngunum þeirra og áhugamálum. William Inge er fæddur i Inde- pendence i Kansas árið 1913. Ilann hóf feril sinn sem blaða- maður en stundaði nám i leikrit- un við skóla i Missouri. Hann sækir efnivið sinn yfirleitt i heim bandarískrar millistéttar og lýsir persónunum af næmum skilningi á sálarlifi þeirra. Fyrsta leikrit hans, „Further off from Reaven” kom 1947, en siðan komu i röð þrjú leikrit, sem hafa hlotið heimsfrægð: „Come back, little Sheba” ’50, „Picnic” 1953 (það hlaut Pulit- arverðl. meðal annars) og „Bus Stop” 1955. öll siðasttöldu verkin hafa verið kvikmynduð, og þess má geta að sú fræga Marilyn Monroe lék hlutverk Cherie i „Bus Stop”. Útvarpið hefur áður flutt eitt leikrit eftir Inge. Það er „Sum- ardagur”, sem flutt var 1965. iHRINGEKJAN NÝTING VIND0RKU HVALUR UPPI A VEGG Við bæinn Xlvkarlby i Sviþjóð ernúaö risa vindmylia, sem sjá mun hluta bæjarbúa fyrir raf- magni i framtiðinni. Myllan samanstendur af 23 metra háum steinsteyptum turni, tveim mylluvængjum sem hver um sig eru 9 metrar að lengd. Vindmylla þessi getur fram- leitt 75 kw og ef hún reynist vel ætti hún að geta séð 20 heimilum fyrir nægu rafmagni. Kostn- aðurinn við gerð myllunnar er komin i 3,6 milljónir sænskra króna, og það eru SAAB verk- smiðjurnar sem sjá um hönnun- ina. Vindmylla þessi er ekki byggð með það i huga að hún skili arði. Hér er fyrst og fremst um til- raun að ræða. Hér verður rann- sakað hvort hugsanlegt sé að nýta vindorku i stærra mæli, og þvi er ekki að leyna aö menn eru bjartsýnir. Hér i eina tið voru vindmyllur algengar við sveitabæi á ts- landi, en það er nú löngu liðin tið. En hver veit nema að i framtiðinni, þegar búið verður að þróa vindmyllur þannig að treysta megi á þær til raforku- framleiðslu að þær haldi inn- reið sina hér á landi að nýju. Beinagrindin, sem hér sést er af hval. Hún var múruð i vegg í náttúru- gripasafninu í Karlsruhe. Beinagrind þessi er 13 metrar að lengd. Af mörgum ástæðum þótti hentugra að koma henni fyrir á þennan hátt, en að láta hana standa fritt. Sem sjá má hafa útlin- ur hvalsins verið málaðar á vegginn umhverfis. I náttúrugripasafninu i Karlsruhe er nú til mjög gott safn teikninga af hvölum. Teikningar þess- ar eru byggðar á Ijós- voru neðansjávar nú fyr- myndum, sem teknar ir skömmu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.