Alþýðublaðið - 28.10.1976, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 28.10.1976, Blaðsíða 15
ssssr Fimmtudagur 28. október 1976 15 Bíórin / Lcdkhúsin 3* 2-21-40 Partizan Mjög spennandi og sannsöguleg mynd um baráttu skæruliða i Júgóslaviu i siöari heimstyrjöld. Tónlist: Mikis Theodorakis. Aðalhlutverk: Rod Taylor, Adam West, Xenia Gratsos. ISLENZKUR TEXTI. Bönnuð innan 14 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Spartacus Sýnum nú I fyrsta sinn meö Is- lenzkum texta þessa viðfrægu Oscarsverðlaunamynd. Aðaihiutverk: Kirk Douglas, Laurence Olivier, Jean Simmons, Charles Laughton, Peter Ustinov, John Gavin, Tony Curtis. Leikstjóri: Stanley Kubrich. ISLENZKUR TEXTI. Bönnuð börnum innan 12 ára. Sýnd kl. 5 og 9. Sími 50249 óheppnar hetjur Mjög spennandi mynd i litum. Aðalhlutverk: Robert Redford Georg Sigal Sýnd kl. 9. LEIKFÉLAG 3(2 RKYKIAVlKUR STÓRLAXAR i kvöld kl. 20.30 ÆSKUVINIRNIR Frumsýning föstudag. — Uppselt. SKJALDHAMRAR 100. sýn. laugardag. — Uppselt. SAUMASTOFAN þriðjudag kl. 20.30. Miðasalan i Iðnó er opin kl. 14- 20,30. Simi 1-66-20. í§*WÖÐLEIKHÚSÍfi IMYNDUNARVEIKIN miðvikudag kl. 20 SÓLARFERÐ fimmtudag kl. 20 föstudag kl. 20 laugardag kl. 20 sunnudag kl. 20 LITLI PRINSINN sunnudag kl. 15 3*1-15-44 ISLENZKUR TEXTI. Ein hlægilegasta og tryllingsleg- asta mynd ársins gerð af háð- fuglinum Mel Brooks. Bönnuð börnum innan 12 ára. Hækkað verð. Sýnd kl. 5, 7,15 og 9,30. Tðnabíó 3*3-11-82 Glæpahringurinn The organization Spennandi amerisk mynd með Sidney Poitier i aðalhlutverki. Leikstjóri: Don Medford Aðalhlutverk: Sidney Poitier, Barbara Mcnair. Bönnuð börnum innan 16 ára. Endursýnd kl. 5, 7 og 9. hofnarbíó 3*16-444 Spænska flugan leslk phillips Dnfnbutad br tMI F<lm DiUr.bmo. l Ltd Cdour byfcchnxoto' Litla sviðið DON JUAN 1 HELVITI endurflutt i kvöld kl. 20.30 Siðasta sinn. Miðasala 13,15-20. Simi 1-1200 Leslie Phillips, Terry Thomas. Afburða fjörug og skemmtileg ný ensk gamanmynd i litum, tekin á Spáni. Njótið skemmtilegs sum- arauka á Spáni i vetrarbyrjun. ISLENZKUR TEXTI Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11. Arnarborgin eftir Alistair MacLean. Hin fræga og afar vinsæla mynd komin aftur með Islenzkum texta. Bönnuð innan 14 ára. Sýnd kl. 5 og 9. SERPIC0 ISLENZKUR TEXTI. Heimsfræg sannsöguleg ný amerisk stórmynd um lögreglu- manninn Serpico. Kvikmynda- handrit gert eftir metsölubók Peter Mass. Leikstjóri Sidney Lumet. Aðalhlutverk: AI Pacino, John Itandolph. Myn þessi hefur alls staðar fengið frábæra blaðadóma. Bönnuð innan 12 ára. Hækkað verð. Sýnd kl. 6 og 9. Ath. Breyttan sýningartima. LJÓ/AJKOÐUN LÝKUR 31. OKTÓDER UMFERÐARRÁÐ Orkuöflun okkar f einni og sömu körf- unni. Orkumál okkar eru sannar- lega mikilsverður þáttur i þjóðarbúskapnum. Enginn efast um það. Annað mál er, hvemig að þeim er staðið. Enginn efast um, að yfirleitt er það hag- kvæmast að virkja sem mesta orku á einum og sama stað, ef aðstæður annars leyfa, það er, ef jafnframt er unnt að selja orkuna á verði, sem við þurfum, án þess að sæta einhverjum afarkostum. Samt er þetta ekki nema önn- urhlið á málinu, og mætti vissu- lega vera valdsmönnum, sem taka úrslitaákvarðanir, ræki- legt ihugunarefni. Kröfluvirkjunin, sem nú stendur yfir, er lýsandi dæmi um þann vanda, sem á höndum er. Liklega eru fá stórvirki á okkar mælistiku, sém fleiri orð hafa um fallið, bæði með og móti. Það er auðvitað bláköld staðreynd, að Norðlendinga skortir sárlega orku, og úr þeim skorti veröur að bæta. En allir tilburðir við þá úrbót hafa verið mjög svo gagnrýniverðir, jafn- vel þótt ekki sé efast um góðan vilja ráðamanna. Hvergi i viðri veröld, hefur það gerzt, að reist hafi verið stöðvarhús með öllum búnaði til raforkuframleiðslu, án þess að hægt væri að leiða sæmilegar likur fyrir þvi, að orkan sé fyriF hendi i nýtanlegri mynd. Aðrar þjóðir, sem við jarð- gufuvirkjanir fást, telja sig þurfa að láta jarðgufuholurnar blása að minnsta kosti 1-1 2/2, eða 2 ár áður en hafizt er handa um stöðvarbyggingar. Jafn- framt eru látnar fram fara við- tækar rannsóknir á eðli gufunn- ar efnislega, og það er talinn al- gerður grundvöllur farsælla málalykta að menn viti sem ljósast, hvað þeir eru að gera. Allir vita, að þessum nauð- synlega þætti hefur verið sleppt að mestu við Kröflu, svo furðu- legt sem það er. Málið hefur verið rekið áfram með trausti á kokhreysti formanns Kröflu- nefndar og hananú/ En það er fleira dálitið vafa- samt i bigerð, að þvi bezt verður séð, og er þó ekki talað hér með neinum stóryrðaflaum. Brátt tekur að siga á seinni hlutann á framkvæmdum við Sigöldu, og þá vaknar spurning- inum, hvað er fyrirhugað næst. Vitað er, að langt er komið að undirbúa virkjun við Hraun- eyjarfoss, sem er i næsta ná- .grenni við Sigölduvirkjunina. Það er auðvitaö engum vafa bundið, að Hrauneyjarfoss- virkjun væri á ýmsan hátt hag- stæð, þar sem hún nýtur miðlunarlóns við Sigöldu. Flut- ningur tækja frá Sigölduvirkj- un, til þess að virkja Hraun- eyjarfoss, yrði mjög ódýr, þar eð svo skammt er milli, og að Oddur A. Sigurjónsson auki má óhætt fullyrða, að vinnuafl, sem þar yrði nýtt, hef- ur fengið verulega reynslu i vinnubrögðum. Þetta eru jákvæðir hlutir', ó- umdeilanlega. En það er einnig bezt að gleyma þvi ekki, að það er fleira i nágrenni þessara staða, sem bregður nokkrum skugga á. Hekla gamla er einnig nærhend- is. Um nokkuð langan aldur- höfðu menn þá trú, að Hekla væri útdauö og myndi ekki gera nágrönnum sinum frekari geig en orðið var. Hefur hún reynzt býsna erfiður nágranni lengst af tslandsbyggðar, og ekki hyggi- legt að vanmeta hennar hugsan- leg uppátæki. Við skulum ekki gleyma þvi, að ef Hrauneyjarfoss yrði virkj- aður, værum við komnir með þrjú lang afkastamestu orkuver okkar i eina körfu, og það er reyndar ekki aðlaðandi tilhugs- un, ef illa skyldi takast til. Þetta er ekki sagt, til þess að hafa uppi neinar hrakspár, hrak- spánna vegna, heldur til að benda á þá geigvænlegu hættu fyrir islenzkt efnahagslif, að hugsanlegt er að við yrðum sviptir þessum orkuverum i einu höggi. Hver er sá, sem vill i alvöru hugsa þá hugsun til enda? En ef við á annað borð viður- kennum, að hættan geti legið við þröskuldinn, hversvegna leitum við þá ekki úrræða, sem nokkuð gætu slævt þessa hættu, ef al- varleg eldsumbrot yrðu á Heklusvæðinu? Ennþá eru mörg af stórfljót- úm landsins óbeizluð. Þar er af miklu að taka. Vel má vera, að unnt sé að benda á, að þar vri hágkvæmni um orkuver nokkru minni — i bili. En þess er lika vert að minn- ast, að þegar er komið nóg af áhættusömum virkjunum á eld- fjallasvæðunum. Það er kominn timi til þess að menn átti sig á, að gagnvart hamförum náttúrunnar er mannkindin næsta ósjálfbjarga, hversu vel sem hún telur sig hafa um hnút ana búið. Þess verður beinlinis að krefi- ast af stjórnvöldum, sem með orkumál fara, að reynt verði að sneiða framhjá þeirri áhættu, sem hér hefur verið gerð að um- talsefni. og það með öllum til- tækum ráðum. Oft hefur verið sagt, og eflaust stundum með réttu að okkur tslendingum hætti til að rækta með okkur hugsunarháttinn : Flýtur, með- anekkisekkur/ Þáþjóðhags- speki er mál að leggja niður, nóg er samt. iií HREINSKIUMI SAGT AflORNID Auglýsingasími Skrifið eða hringið Alþýðu blaðsins í sfma 81866 14906 PIíisUis liT Grensásvegi 7 Simi 82655. InolánNiidMkipli leid l<íI lúnw«iOMki|»ta , /BÉNAÐARBANKI \ty ISLANDS Austurstræti 5 Hafnarfjar&ar Apatek Afgreiðslutimi: Virka daga kl. 9-18.30 'Laugardaga kl. 10-12.30. Helgidaga kl. 11-12 Eftir lokun: Upplýsing^simi 51600.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.