Alþýðublaðið - 03.11.1976, Síða 1

Alþýðublaðið - 03.11.1976, Síða 1
MIÐVIKUDAGUR 3. NOVEMBER r Agreiningur um varnargarða á Kröflusvæði: Stefna þeir byggð í Mývatnssveit í hættu? Þann 26. október s.l. sendi iðnaðarráðuneytið frá sér bréf, ásamt greinargerð Orkustofnunar, þar sem fjallað var um hugsanlegar hraunvarnir vegna Kröfluvirkjunar. Tillaga þessara aðila gerir ráð fyrir þvi, að byggður verði varnargarð- ur norðan Hliðardals og norðan þrihyrningsdals, á milli vinnslusvæðisins við Kröflu og Leirhnúks. Er varnargarðinum ætlað að beina hraunstraumi i hugsanlega gosi i vesturátt og verja þannig Byggð i Mývatnssveit i hættu? t áliti almannavarnarnefndar Skútustaðahrepps segir, að óvarlegt hljóti að vera að treysta á framrennsli hraun- flóðs um þröngan skurð suður i Þrihyrningsdal. Síðan segir: „Hins vegar bendir nefndin á sjálft virkjunarsvæðið fyrir hrauninu. Kostnaðaráætlun vegna varnargarðsins hljóðar upp á um 50 milljónir króna. Tillögur iðnaðarráðuneytis og Orkustofnunar voru sendar almannavarnarefnd Skútustaða- hrepps og Almannavarnarráði rikisins til um- sagnar og hefur nú borizt umsögn varðandi þær frá báðum þessum aðilum. að þótt goshætta sé talin mest i eða við Leirhnjúk, er sú hætta talin vera fyrir hendi á miklu stærra svæði innan Kröfluöskj unnar og er þvi mikil óvissa um notagildi þessara garða. Þvi vekur nefndin athygli á, að ástæða gæti verið til að athuga nánar þann möguleika að koma upp hraunvörnum niðri i Leir- botnum nálægt stöðvarhúsinu. Varðandi tillögu 3 vill nefndin taka fram, að hún telur varnar- garð samkvæmt henni hugsan- lega geta beint hraunstraumi að byggðinni við Mývatn. Af þeim sökum getur nefndin ekki fallist á þessa tillögu”. Þessi má geta til skýringar, að i umræddri tillögu 3 er ein- mitt fjallað um þann fyrirhug- aða varnargarð, sem greint er frá hér á undan. Undirskriftalistarnir afhentir á þingi í gær Þessi hópur manna er aðeins hluti þeirra vélskóla- og stýrimannaskólanema sem þyrptust á áhorfendapalla Alþingis í gærdag. Tilefníð var það, að um klukkan tvö í gærdag afhenti Sigurpáll Einarsson skipsstjóri úr Grindavík forseta Sameinaðs þings, Ásgeiri Bjarnasyni undirskriftalista, sem safnað hafði veriðsaman af samtökunum Frjáls samningsrettur. Höfðu þessi sam- tök sjómanna safnað 12500 undirskriftum jafnt sjómanna sem verkafólks í landi. Eftir að af hendingin f ór f ram urðu miklar og snarpar orðahnippingar utan dagskrár á Alþingi og f laug þar mörg hnútan um sali, áheyrendum til mikill- ar skemmtunar á köf lum en stórrar undrunar stundum. Létu þeir óspart i Ijós hug sinn til ræðumanna með ýmist fagnaðarlátum eða iskaldri þögn. Sjá nánar um afhendinguna á baksíðu og frásögn af þingfundinum i opnu. —hm. (AB-mynd: ATA) Margir annmarkar” Komið hefur fram, að al- mannavarnarnefnd Skútustaða- hrepps náði ekki samstöðu um að móta afstöðu til tillagna Orkustofnunar, þ.e. til þess atriðis hvort fyrirhugaður varnargarður stefndi i hættu byggðinni i Mývatnssveit eða ekki. I samtali við Helga Jónasson bónda á Grænavatni, fulltr. al- mannavarnar. kom fram það álit, að áætlaður varnargarður myndi liklega þjóna sinu hlut- verki best með þvi að beina hraunstraumi frá gosi i átt til Mývatnssveitar. Sagði Helgi að þetta álit byggðist á þeirri stað- reynd, að ef gos brytist út af þeirristærð og á þeim stað, sem sérfræðingar Orkustofnunar reiknuðu með i tillögum sinum, þá myndi graun væntanlega renna i vesturátt meðfram varnargarðinum. En þegar svo varnargarðinum sleppti, þá hallaði landinu i suður, i átt til Mývatnssveitar. Þetta væri skýringin á afstöðu almanna- varnanefndarinnar i sveitinni. Þá sagði Helgi það vera eðli- legt að Mývetningar treystu stjórnvöldum ekki fullkomlega, þar sem vinna við varnargarða austan byggðar i Reykjahlið hefði stöðvast eftir að varið hefði verið til verksins um 3 millj. króna af 9 millj. kr. kostnaðaráætlun. Hefði ekki fengist króna umfram þá upp- hæð til þess að ljúka verkinu. Nú kæmi svo allt i einu hug- mynd um varnargarða upp á 50-60 króna, til þess að verja verðmætin við Kröfluvirkjun, og þá virtust vera til ómældir fjármunir hjá hinu opinbera. Helgi Jónasson nefndi fleiri atriði, máli sinu til stuðnings, m.a. það að um þessar mundir væri mjög mikill órói á Kröflu- svæðinu og þvi afar óliklegt að tækist að ljúka þessu verki fyrir snjóa. f öðru lagi væru garðar þessir miðaðir við litið hraun- gos, þar sem svo stutt væri sið- an að á þessum slóðum hefði verið stór-gos. Taldi Helgi þetta mjög hæpna forsendu til að byggja á. „Illutlaus nefnd kanni málið.” Almannavarnarráð rikisins þingaði um þetta mál s.l. föstu- dag, en á þann fund mættu einn- ig fulltrúar iðnaðarráðuneytis- ins og Orkustofnunar, fulltrúar almannavarnanefndar Skútu- staðahrepps og verkfræðilegur ráðunautur hreppsins. Gerðu þeir norðanmenn grein fyrir sjónarmiðum sinum og færðu rök fyrir aukinni hættu á hraun- rennsli að byggðinni i Mývatns- sveit og aö Kisiliðjunni, verði ráðist í framkvæmd hraun- varnartillögu nr. 3 i greinargerð Orkustofnunar. Segir svo i bréfi almanna- varnarráðs til iðnaðarráðu- neytis, dagsettu 29. október s.l.: ,,Með vísun þessa telur al- mannavarnaráð eðlilegt, að framkvæmdaraðili mann- virkjagerðar geri þær ráð- stafanir sem hann telur nauð- synlegar til verndar umræddum verðmætum, gagnvart hættu sem að hans mati ógni öryggi þeirra, enda sé jafnframt tryggt, að þær varnaraðgerðir rýri ekki á neinn hátt öryggi byggðar og verðmæti á öðrum svæðum. Þar sem að mati almanna- varnarráðs hafa ekki verið færð fullnægjandi rök fyrir hvaða áhrif umræddar hraunvarnir geti haft i þá átt, að beina hugsanlegum hraunstraumi til byggðar i Mývatnssveit, telur það nauðsynlegt að leita til hlut- lauss aðila,Háskóla Islands, um visindalegt álit á hvort fyrir- hugaðar hraunvarnir skv. til- lögu 3 I greinargerð Orkustofn- unar geti valdið aukinni hættu fyrir byggð og verðmæti 1 Reykjahlið eða nágrenni, og ef svo er, hvaða samhliða ráðstaf- anir sé nauðsynlegt að gera, til að fyrirbyggja þá hættu.” —RH. ,,Víti til varnaðar" Andrés Björnsson, út- varpsstjóri, hefur ritað Gylfa Þ. Gislasvni, formanni þingflokks Alþýðuflokksins, svohljóðandi bréf: „Bref yðar dags. 28. okt. hef ég móttekið, og tekið til meðferðar réttmæta kvörtun yðar út af flutningi þingfrétt- ar að kvöldi 27. október. Viðkomandi fréttaritara var þegar i gærmorgun bent á ágalla umræddrar fréttar svo og fréttastjóra. I frétta- tima i gærkvöldi var flutt ræða yðar um þetta mál á al- þingi i gær og afsökunar beð- izt á mistökum sem orðið höfðu af hálfu fréttastofunn- ar. Einnig hefur afrit af bréfi vðar verið sent fréttastjóra. Treysti ég þvi að þetta at- vik verði viti til varnaðar.” « I [ LB> i' K Ritstjórn Sfðumúla II - Síini ðfiððð

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.