Alþýðublaðið - 25.11.1976, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 25.11.1976, Blaðsíða 2
2 STJÓRNMÁL Fimmtudagur 25. nóvember 1976 i»!!!$ía>' alþýóu' blaðió Ctgcfandi: Alþýöuflokkurinn. Itekstur: Heykjaprcnt hf. Ritstjóri og ábyrgftarmaður: Arni Gunnarsson. Fréttastjóri: Bjarni Sigtryggsson. Aftsetur ritstjórnar er i Síftumúla 11, simi 81866. Auglýsingadeild, Alþýftuhúsinu Hverfisgötu 10 — simi 14906. Askriftarsimi 14900. Prentun: Blaftaprent h.f. Askriftarverft: 1100 krónur á mánuði og 60 krónur i iausasölu. Samneyzla— einkaneyzla í leiðara AAorgun- blaðsins fyrr í þessari viku er þvi lýst yfir, að samdráttur þjóðareyðsl- unnar hafi nær einvörð- ungu komið fram í einka- neyzlunni. Vöxtur sam- neyzlunnar hafi að vísu hægt á sér, en naumast meir. Blaðið segir jafn- framt, að flestir þættir samneyzlu séu bæði æski- legir og óhjákvæmilegir. Þar megi nefna mála- flokka ■ eins og heilbrigðismál fræðslu- mál, tryggingamál, sam- göngumál og löggæzlu- mál. Þessar fullyrðingar blaðsins stangast á ýms- an hátt við staðreyndir, og verður hér greint frá einu dæmi, sem æskilegt væri að AAorgunblaðið gæfi skýringar á. Að undanförnu hefur verið í smíðum geðdeild við Landsspitalann í Reykja- vík. Smiði hennar flokk- ast tvímælalaust undir samneyzlu. Allir, sem til mála þekkja, vita hve nauðsynlegt er að þessi hluti sjúkrahússins verði tilbúinn sem fyrst, meðal annars vegna göngu- deildar, sem þar á að vera. Á fjárlögum þessa árs var engin f járveiting til áf ramhaldandi smíði geðdeildarinnar, en í f járlagaf rumvarpinu, sem nú liggur fyrir Alþingi er gert ráð fyrir 90 til 100 milljón króna framlagi. Verði sú fjár- hæð samþykkt er það ekki nema helmingur þeirrar upphæðar, sem nauðsyn- leg er til að geta haldið verkinu áfram af fullum krafti. Framkvæmdir við húsið hafa legið niðri frá því í haust. Verði framlagið til hússins samþykkt óbreytt, eins og það nú er í f járlagaf rum- varpinu, verður unnt að halda áfram í næsta mánuði, en þá ekki lengur en fram á mitt næsta ár. AAeð sama áframhaldi munu líða mörg ár þar til húsið verður allt tilbúið til notkunar. Þetta heitir á máli AAorgunblaðsins að hægja vöxt samneyzlunn- ar, en naumast meir. Á sama tíma og svo treglega gengur að fá fjármagn til brýnna Smífti Landsspitalans hefur stöftvazt. Þaft skortir fjármagn til þessa mikilvæga verkefnis, sem telst til samneyzlu. Undanfarna mánufti hafa stórar verzlunar- og skrifstofuhallir risift í Reykjavik. Nú er verift aö byrja á þeirri stærstu: Húsi verzlunarinnar. Allt er þetta reist fyrir fjármagn, sem flokkast tvimælalaust undir einkaneyzlu. verkefna, sem flokkast undir samneyzlu, virðist ekki skorta fé til verk- efna, sem hljóta að telj- ast til einkaneyzlu. í þessu sambandi má benda á verzlunar- og skrifstofuhallir einstakl- inga og fyrirtækja, sem risið hafa með ótrúlegum hraða í Reykjavík að undanförnu. Nýlega var byrjað á einu stórhýsinu til viðbótar. Húsi verzlunarinnar. Eigendur þess verða Lifeyrissjóður verzlunarmanna, Verzlunarmannafélag Reykjavíkur, Verzlunar- bankinn, Kaupmanna- samtök íslands, Félag islenzkra stórkaup- manna, Verzlunarráð íslands og Bílgreinasam- bandið. Kostnaður við smíði þessa húss verður gífulegur, og hluta af honum greiðir lífeyris- sjóður launþegasamtaka, það er Lífeyrissjóður verzlunarmanna. AAorgunblaðið segir, að samdráttur þjóðareyðsl- unnar hafi nær einvörð- ungu komið f ram í einkaneyzlunni. Ekki kemur það alveg heim og saman við þessar fram- kvæmdir allar, nema AAorgunblaðið flokki ein- vörðungu undir einka- neyzlu kaupá matvælum, fatnaði, bílum og TOimilistækjum. — Sannleikurinn er sá, að i þessu dæmi kemur mjög skýrt fram hvaða verk- ef ni núverandi ríkisstjórn telur að skuli hafa for- gang og njóta þess fjár- magns, sem fyrir hendi er. Eða er skýringin sú, að einkaf ramtakið í landinu hafi undir hönd- um meira fjármagn til f járfestingar en forystu- menn þess hafa fengizt til að viðurkenna. Og hvað- an kemur það f jármagn á meðan skatttekjur ríkis og sveitarfélaga nægja ekki til að sinna jafn veigamiklu verkefni og smíði geðdeildar Lands- spítalans hlýtur að vera. AAorgunblaðið getur svarað þessari spurn- ingu, ef það á annað borð virðir hana viðlits. Alþýðublaðið amast ekki við fjárfestingu fulltrúa einkaneyzlunnar. Það hlýtur hins vegar að vera hverjum manni Ijóst, að þegar að kreppir í efna- hagsmálum [Djóðarinnar, er vægast sagt óeðlilegt, að verzlunar- og skrif- stofuhallir þjóti upp eins og gorkúlur á mykjuhaug á meðan ekki er hægt að leggja fram nauðsynlegt fjármagn til eins mikil- vægasta þáttar sam- neyzlunnar, heilbrigðis- mála. Einhversstaðar er pottur brotinn, a.m.k. rennur fjármagnið ekki til þeirra verkefna, þar sem þess er mest þörf. —ÁG— Lánamál námsmanna og kjaraskerðing í brennidepli á fullveldishátíðinni 1. desembernefnd stúdenta hef- ur sent frá sér tilkynningu um hefftbundin hátiftahöld á full- veldisdaginn. Tilkynning þeirra er svohljóöandi: A6 venju munu stúdentar halda uppá fullveldisdaginn 1. des. með samkomu i Háskólabió. Dagskrá hennar veröur aö þessu sinni helguð efninu: Samstaöa verka- fólks og námsmanna gegn kjara- skerðingu rikisvaldsins. f dagskránni veröur gerö grein fyrir lánamálum námsmanna, fjallað um kjaraskeröingu launa- fólks og fluttur frásöguþáttur úr sögu islenzkrar verkalýöshreyf- ingar. Auk námsmanna sjálfra flytja stutt ávörp: Aöalheiöur Bjarnfreðsdóttir, form. Sóknar. Jósep Kristjánsson sjómaður, Raufarhöfn. Snorri Sigfinnsson verkamaður, Selfossi. Söngsveit alþýðumenningar, Orn Bjarnason og Spilverk þjóðanna flytja söngva á þessari sam- komu. verkafólks Dagskráin tekur um einn og hálfan tima i flutningi, og verður henni útvarpað. f tilefni dagsins munu stúdent- ar gefa út myndarlegt blað, og dreifa þvi ókeypis einsog upplag endist. Það verður að mestu leyti tileinkað sama efni og dagskráin. Um kvöldið gengst svo 1. des. nefndin fyrir dansleik i Sigtúni. 1. des. nefnd stúdenta. EIN- DALKURINN Gömlu,góðu hömlurnar Umræður um það hvort hér skuli hafnar út- sendingar sjónvarpsefnis i litum eru nú komnar á eitt af lokastigunum. Mál þetta er komið til kasta Alþingis, en Ellert Schram hefur flutt þings- ályktunartillögu um áfangastefnu i þessum efnum. Tillögur Ellert fela það i sér að auknar tolltekjur rikisins af sölu litsjónvarpstækja renni til að bæta sendinet sjónvarpsins um landsbyggðina, en að undanförnu hafa einmitt verið unnin stórvirki á tæknisviðinu með sendingum á örbylgjum. Mótbárur gegn hugmyndum Ellerts koma nú einkum frá Alþýðubandalagsmönnum, sem hafa i einhverri málefnaneyð fundið og reist gamla hömlu- fánann, sem lengi vel var eins konar þjóðfáni Framsóknar- flokksins. Það væri óvirðing við hagfræðina að segja að þær hag- fræðikenningar sem að baki mál- flutningi þeirra liggja séu úreltar. Þær hafa aldrei átt neitt skylt við hagfræðina. Hins vegar hefur hvað eftir annað verið gripið til þeirra „röksemda” gegn innflutningi ýmiskonar, að það sé gjaldeyris- sóun. Likt er nú farið með þá Alþýðubandalagsþingmenn, sem álíta og fullyrða að með leyfðum innflutningi litsjónvarpstækja opnist flóðgáttir gjaldeyris- sóunar. Það ætti varla að þurfa að útskýra það, að allt lausafé, sem er i umferð i landinu leysist fyrr eða siðar, á einn eða annan hátt, út i gjaldeyri. Sé neyzlunni beint frá einstökum tegundum, svo sem hefur átt sér stað um lit- sjón varpstæki og utanlands- ferðir, sem hvort tveggja heyrir til saklausari afþreyinga, jafnvel fróðleiks, þá eykst aðeins neyzla annarra tegunda, sem lika kosta sinn gjaldeyri. Hömlu-og haftakenningin, sem lengst af átti lögheimili i hibýlum framsóknarmaddömunnar, er aðeins misskilningur á meginreglum algildra kenninga um efnahagslif og gjaldeyris- viðskipti. Að visu má segja, að innflutningur litsjónvarpstækja og auknar útsendingar kunni að auka lifsgæðakapphlaupið að einhverju marki. Litsjónvarps- tæki kosta um 250 þúsund krónur, séu þau af stærri gerð, en svarthvit tæki um 100 þúsund krónur. En það er augljóst að margir hafa i hyggju að endurnýja tæki sin, þar sem þau~. eru farin að slitna. Aðrir vilja ekki greiða 150 þúsund krónur fyrir litinn og munu þvi nota sin tæki um sinn eða kaupa ný litlaus tæki. En fólk verður að fá að hafa sjálfræði um slikt. Ein mesta hættan kann að verða sú, að börnin krefjist littækja, en kaupmenn hafa löngum ráðist á garðinn þarsem hann er lægstur, þegar þeir senda áróður sinn inn á heimili neytenda. En að berjast gegn út- sendingum sjónvarps i lit er hið sama og að berjast við vindmyllur. Brátt munum við ;engjast-erlendum sjónvarps- hnöttum og þá mun megnið af erlendu efni verða sent út i fullum itum. Endurnýjun tækjakosts slenzka sjónvarpsins er brýn, og )á væri það óviturlegt, nánast >arnaskapur, að miða slika endurnýjun við litlausa út- sendingu. Þeir Alþýðubandalags- nngmenn og aðrir, sem berjast >egn litsjónvarpi telja sig máske vera aö striða gegn hagsmunum nnflytjenda sjónvarpsstækja. En yrst og fremst eru þeir að berjast gegn óskum og vilja neytenda. —BS

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.