Alþýðublaðið - 25.11.1976, Side 14

Alþýðublaðið - 25.11.1976, Side 14
14 LISTIR/MENNING alþýöu- Fimmtudagur 25. nóvember 1976">b!!adid frAbær frammistaða - hjá Leikfélagi Vestmannaeyja við uppfærslu leikritsins „Plógur og stjörnur” Leikfélag Vestmannaeyja frumsýndi laugardaginn 13. nóvember leikritið „Plóg og stjörnur” eftir SEAN 0’ CASEY. Leikstjóri er Magnús Axelsson, leikmynd eftir Magnús Magntisson, hljóðstjórn Siguröur Rúnar Jónsson. Leikritið gerist á timum páskauppreisnarinnar svo- nefndu á trlandi og lýsir dag- legu lifi almúgafólks, en er um leið skörp þjóðfél.ádeila, sem ekki er bundin neinu ákveðnu timabili sögunnar, heldur höfðar jafnt til okkar tima sem sögusviðs verksins. Höfundurinn varð i fyrstu fyrir hörðu aðkasti landa sinna fyrir að skopast að hugsjónum þjóðar sinnar eins og hann gerir i þessu verki, en að þvi kom að menn greindu hið hlýja hjarta á bak við nistandi háðið og hvassa ádeiluna. O’CASEY var traustur mál- svari litilmagnans og varð eitt hjartfólgnasta skáld ira. Með vali sinu á þessu verki hefur Leikfélag Vestmannaeyja ekki ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur. Þeim mun sætari hlýtur sigurinn að verða, þegar flutningur tekst jafn frá- bærlega vel og raun bar vitni. Leikstjórinn Magnús Axelsson hefur greinilega lagt mikla alúð við starf sitt, hand- leiðsla hans og hljóðstjórn Sigurðar Rúnars Jónssonar ásamt ágætum leikmyndum Magnúsar gerðu leikritið svo sannfærandi að áhorfendur lifðu og hrærðust með i þvi sem var að gerast á sviðinu. Bak við slika frammistöðu áhugaleikara hlýtur að liggja óskaplegt erfiði, margt langt kvöldið. Anna Þóra Einarsdóttir fer með hlutverk Nóru. Þetta erfiða hlutverk virtist sniðið fyrir hana, það var ekki að sjá, að þarna væri leikari að stiga sin fyrstu spor á sviði. Sú er þó raunin og i ljósi þess er frammi- staða Onnu enn stórkostlegri. Jack er leikinn af Guðmundi Páli Asgeirssyni. Guðmundur var vel afslappaður i þessari frumraun sinni og býr greini- lega yfir ágætum hæfileikum. Raddbeiting hans var sérlega góð og fas allt frjálsmannlegt. Trésmiðinn Fluther Good leikur Sveinn Tómasson af alkunnri snilld. Einlægan föður- landsvin og kaþólikka, sem harðlega mótmælir þvi að mannskepnan sé saman sett úr „atómum og mólekúlum” og tekur harkalega upp hanskann fyrir Guð almáttugan, þegar á hann er hallað af „orðhengils- hundi og blóðrauðum bolsa”. Orðaskipti þeirra Fluthers og „bolsans” COVEY, sem leikinn er af Bergi Þórðarsyni, verða ærið hávær á stundum. Þar mætast stálin stinn. Sýnishorn þeirra miklu andstæðna, sem enn i dag elda grátt silfur sin á milli á Irlandi. „Við erum samt allir irar” Fluther (Sveinn Tómasson) Peter (Sigurgeir Scheving), frú Gogan (Edda Aöalsteinsdóttir) og Bessl (Unnur Guðjónsdóttir) Peter Flynn (Sigurgeir Scheving) og Nóra (Anna Þóra Einarsdóttir). segir Fluther til að friðmælast. „Sjáðu nú til félagiy svarar Covey að bragði, „það er ekkert til sem heitir iri eða englend- ingur eða þjóðverji eða tyrki, við erum bara manneskjur.” Þessu vill höfundur koma áhorfandanum i skilning um. „Við erum bara manneskjur” og a sviðinu birtast þær ljós- lifandi, sumar býsna kunnar úr daglega lifinu, aðrar ýktar eins og gengur. Unnur Guðjónsdóttir leikur eina slika persónu, Bessi Bur- gess.gamla kostulega kerlingu. Einlægan aðdáanda breta, sem fer i kirkju á hverjum sunnu- degi til þess að heyra breska þjöðsönginn, en fellur samt fyrir breskri byssukúlu. Kald- hæðni það. Ekki þarf að spyrja að íistilegri túlkun Unnar, fremur en fyrri daginn. Sigurgeir Schcving.þessi fjöl- hæfi leikari fer á kostum i hlut- verki Peter Flynn. „Guð gefðu mér þolinmæði”, segir hann fórnandi höndum og með lát- bragði, sem kemur öllum til að veltast um af hlátri. Edda Aðalsteinsdóttir leikur frú GOGAN. Orugg og sviðsvön skilar hún vel vandasömu hlut- verki. Túlkar jafn örugglega umhyggjusama móður og pils- varg, sem er tilbúinn til þess að láta hendur skipta, þegar þörf er á. Leikurum og starfsfólki leik- félags Vestmannaeyja er hér með óskað til hamingju með vel heppnaða sýningu og þökkuð ánægjuleg kvöldstund. óskandi er að heimamenn launi leik- félaginu erfiðið með góðri aðsókn, þetta verk svikur engan. R. Ég vil nú hafa mínar konur sjálfur - ævisaga Ólafs á Oddhóli Ólafur bóndi á Oddhóli á Rangárvöllum og fyrrum i Alfs- nesi á sér litrika fortiö og hefur komið viða við. Hann er ekki þekktur fyrir að skafa utan af hlutunum og eitt er vist að hann talar engri tæpitungu i bók sinni sem skráð er af Degi Þorleifssyni og gefin út af Erni og örlygi. Hann dregur ekkert undan, hvorki af ævintýrum sinum né annarra. Astin hefur ætið skipað mikinn sess i lifi Ólafs og hann dregur ekkert undan af ástar- ævintýrum sinum, hérlendis og erlendis. Hann gerir góðlátlegt grin að sjálfum sér og samferða mönnum sinum og mun bók þessi lengi i mijinum höfð fyrir bersögli og bragðmikið grin. 1 Olafi á Oddhól mætast margir eiginleikar, og sumir furðulega andstæðir. Hann er tápmaöur og hörkutól, sem flýgst einn á við fimm i illu og hefur sigur, hleypur i gegnum kúlnahrið eftir brjóst- birtu handa skipsfélögum sinum og vandar ekki kveðjurnar bankastjórum og stjórnmála- mönnum, þegar hann telur að þar skipi köttur bjarnar ból. En jafn- framt er hann hlýr og mildur og boðinn og búinn til að hlaupa und- ir bagga með ókunnugum sem kunnugum. Hann er lifsþyrstur gleðimaður, en jafnframt ódrep- andi vikingur til vinnu, sem á langri starfsævi hefur oft lagt nótt við dag til aðsjá sér og sinum far- borða. Eins og vænta mátti talar slikur maður beint úr pokanum, þegar hann litur yfir farinn veg og rekur æviferil sinn. Hann lýsir atburðum af þeirri blátt áfram hlutlægni, sem er erfið i hér- lendum frásagnarstil allt frá þvi að íslendingasögur voru skrif- aðar. Hann segir tæpitungulaust kost og löst á mönnum, en oflof jafnt sem hatursfullur rógur á ekki heima i slikum frásagnar- máta. Hann segir frá mönnum og málefnum einfaldlega eins og þetta hefur komið honum fyrir sjónir og með þeim orðum sem hann telur við eiga, án þess ab hirða um hverjir kunni að kætast, reiðast, eða hneykslast. Og um engan fjallar hann á svo hrein- skilinn og opnskáan hátt i frá- sögninni sem sjálfan sig. I bók ólafs á Oddhól segir frá lestaferðum fyrir tið bilaaldar, sjómannslifi á þrælaöld, strit- vinnu i kolum og salti á eyrinni i Reykjavik, svaðilförum i byl og gaddi yfir fjallvegi, óteljandi ævintýrum i kvennafans hér- lendis sem erlendis, langferðum til suðrænna sólarlanda, búskap og atvinnuframkvæmdum, fjöldamorðum i frelsisstriði kata- lóniumanna, gegndarlausri spillingu hernámsáranna, marg- breytilegum og stormasömum viðureignum við bankavöld. Ævi Ólafs hefur vissulega verið viðburðarik, auk þess sem hann er gæddur þeim öfundsverða eiginleika að sjá ævintýri i hverjum hlut — og gleðjast yfir þvi eins og barn. Bókin er sett i Prentstofu G. Benediktssonar, prentuö i Prent- smiðjunni Viðey h.f. og bundin i Arnarfelli h.f. Káputeikningu gerði Hilmar Þ. Helgason. Tækni/Vísindi Þegar orkuvinnsluaðferð þeirri sem hér um ræðir er beitt er súrefnisriku lofti þjappað saman og þvi þrýst inn i brennslurúm ásamt með eldsneyti. Nýjar aðferðir til orkuvinnslu 3. Vökva þessum er þrýst gegn um pipur þar sem sterkt segulsvið sveigir elektrónurn- ar af leiö og gegn um breyti, sem umbreytir elektrónuflæð- inu I rafmagn. Breytir Við brunann myndast 2500 gráðu heitur jónaður vökvi. Það er að segja atóm hans eru brotin niður I pósitiva kjarna og negativar elektrónur. Hinn jónaði vökvi sem eftir er er nýttur með þvi að láta hann hita vatn upp með 540 gráðu hita og gufan siöan notuð til þess að knýja gufutúrbinur.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.