Alþýðublaðið - 25.01.1977, Blaðsíða 3
sær Þriðjudagur 25. janúar 1977
VIDHORF 3
„Reykjavikurborg á
að gera allt, sem i
hennar valdi stendur til
að lækka byggingar-
kostnaðinn i borginni.
Það er svo sannarlega
brýnt hagsmunamál
launafólks i
Reykjavik”.
Þannig fórust Björg-
vini Guðmundssyni,
borgarfulltrúa Alþýðu-
flokksins, orð i borgar-
stjórn Reykjavikur 16.
desember s.l., er hann
mælti fyrir tillögu sinni
um lækkun byggingar-
kostnaðar. Ræða
Björgvins fer hér á
eftir:
Ég hefi leyft mér aö flytja hér
svofellda tillögu:,,Borgarstjórn
Reykjavikur samþykkir að
Björgvin Guömundsson, borgarfulltrúi:
á kostnaðarverði. Ég skoðaði
umrætt sambýlishús og ræddi
viö byggingarmeistara þess. Sá
ég, aö iburður var enginn en þó
allt mjög þokkalegt. Til þess aö
draga úr kostnaöi höfðu meðal
annars verið notuð sérstök mót,
krossviðsmót, múrhúðun utan-
húss var sleppt, svo og múrhúö-
un i loftum. Finpússing var
engin.
Bygging hússins hafði
verið boðin út, og byggingar-
meistarinn sem fékk verkið,
vann mikiö sjálfur við þaö.
Reyndi hann að spara I hvi-
vetna. Forráðamenn
BYGGUNG tóku enga þóknun
fyrir sin störf. A umræddum
blaðamannafundi birtu fulltrú-
ar BYGGUNG samanburð á
verði sinna ibúöa og verði ibúða
þeirra, sem Óskar & Bragi eru
aö byggja i sambýlishúsi á
Eiðsgranda. Kváðu þeir verð á
ibúðum BYGGUNG meira en
helmingi lægra en verð á
umræddum ibúðum Oskars &
„Lækkun byggingarkostnaðar er
brýnt hagsmunamál
launafólks”
láta fram fara athugun á þvi á
hvern hátt borgaryfirvöld geti
stuðlað að lækkun byggingar-
kostnaðar i Reykjavik. Meöal
annars skal athugað, hvort
ströng skipulagsákvæöi borgar-
innar eigi þátt i hækkun
byggingarkostnaðar.” Astæðan
fyrir þvi að ég flyt tillögu þessa
er sú, að i umræðum þeim er
fram hafa farið að undanfömu
um byggingarkostnaö i Reykja-
vik,hefur þvi meöal annars ver-
ið haldið fram, að
borgaryfirvöld stæðu I vegi
fyrir lækkun byggingarkostnað-
ar I höfuðborginni. Hafa
, byggingaraðilar i því sambandi
bent á, að ströng skipulags-
ákvæði borgarinnar þvinguöu
þá til þessað byggja mun dýrari
Ibúðir en unnt væri að gera ef
þeir hefðu frjálsari hendur
varðandi stærð og skipulag
Ibúðabygginga, einkum fjöl-
býlishúsa. Þegar byggingarað-
ilar halda þvi fram, að borgar-
yfirvöld séu hemill á lækkun
byggingarkostnaðar, hlýtur
borgarstjórn að láta málið til
sin taka. Þess vegna hef ég flutt
hér tniögu um, að borgarstjórn
láti fram fara athugun á mál-
inu. Það hefur oft verið deilt um
það hér i borgarstjórn, hvaða
byggingaraðilar byggöu ódýr-
ast. Ég hefi haldiö þvi fram, að
byggingarsamvinufélög og stór
byggingarfyrirtæki er réðu yfir
nýrri tækni, heföu mesta mögu-
leika á þvi aö byggja ódýrt, og
gætu þvi helzt lækkað
byggingarkostnaðinn. Ég er enn
á þessari skoðun en játa þó, að
hér þarf ekki að vera um algilda
reglu að ræöa. Hugkvæmnir
einstakir byggingarmeistarar
geta vissulega einnig byggt ó-
dýrt, ef þeir leggja sig fram um
þaö. Nýlega lauk Byggingar-
samvinnufélag ungs fólk i
Reykjavik, BYGGUNG, við
byggingu fjölbýlishúss i Vestur-
bæ. Efndi félagið til blaöa-
mannafundar af þvi tilefni, og
bauð borgarfulltrúum að skoða
hiö nýja hús. A blaðamanna-
fundinum birti félagið verð
Ibúða þeirra, er byggðar höfðu
verið. Verðið var sem hér segir
á ibúðum tilbúnum undir tré-
verk: 46 ferm. ibúöir, 2,2 millj.
70 ferm. ibúöir, 3,3 millj. 72
ferm. ibúðir, 3,4 millj. 81
ferm., 3,7 millj. Eins og
framangreindar tölur bera með
sér, er hér um mjög ódýrar
ibúðir að ræöa. Eru þær án efa
meðal ódýrustu ibúða, sem
byggðar eru hér i Reykjavik i
dag. Er þvi ljóst, að, byggingar-
samvinnufélög geta byggt
ódýrt, enda eiga þau að byggja
Braga. A þaö hefur verið bent,
að hér sé ekki um sambærilegar
ibúðir að ræða.
Ibúðunum á Eiðsgranda
fylgir mikil sameign, svo sem
hlutdeild i barnaheimilum,
bókasafni, gufubaöstofum og
fleiru. En auk þess fylgir full-
frágengin lóð með leiktækjum.
Hins vegar fylgir mjög litil
sameign ibúðum BYGGUNG,
og lóðina verða kaupendur
sjálfir að fullgera. Fyrirtækið
Óskar & Bragi hefur vakið
athygli á þvi, aö Reykjavikur-
borg hafi ákveðið aö byggt
skyldi eftir sérstakri verölauna-
teikningu á Eiðsgranda, en sú
teikning hafi gert ráö fyrir mik-
illi sameiginlegri þjónustu 1
sambýlishúsinu. Skipulag hafi
þvi verið þannig, að ókleift hafi
verið að byggja ódýrt. Ég hefi
ekki tölur um verömæti sam-
eignarinnar i f jölbý lishúsi
Óskars & Braga á Eiðsgranda,
svo unnt sé að gera tilraun til
þess að bera saman sambæri-
lega hluti i sambýlishúsi
BYGGUNG og sambýlishúsi
Óskars & Braga . Hins vegar hef
ég aflað mér upplýsinga um
verð á ibúðum, sem stærsta
byggingarfélag borgarinnar,
Breiðholt h.f., hefur byggt i
sambýlishúsiað Krummahólum
81 Breiöholti III. Verðið er sem
hér segir á ibúðum tilbúnum
undir tréverk með fullfrágeng-
inni sameign og bilskúr. 1 sam-
eign fylgir meöal annars frysti-
klefi, vélar i þvottahúsi og teppi
á göngum. Veröin eru þessi:
Tveggja herb. ibúðir, 54 ferm.
að stærð, 3,2 millj. kr. Tveggja
herb. ibúðir, 72 ferm. að stærð,
4,2 millj. Þriggja herb. Ibúðir,
90,6 ferm., 5,2 millj. Þriggja
herb. ibúðir, 106 ferm., 6 millj.
Tölur þessar eru nokkru hærri
en tölur yfir verö á ibúöum
BYGGUNG. En þá ber að hafa i
huga, að ekki er um sambæri-
legar ibúðir aö ræða. Breiðholt
h.f. metur hvern bilskúr, sem
fylgir ibúðunum að Krumma-
hólum 8, á 420 þús. kr., en það
mun lágt reiknað, og fyrirtækið
metur frágengna sameign á
20% af ibúðarverðinu. Þetta
þýðir, að til þess aö fá sambæri-
legt verð við verNÖ hjá BYGG-
UNG, má draga 1.050.000 kr. frá
verði 72 ferm. ibúöar hjá Breið-
holti h.f., það er 420 þús. vegna
bilskúrs og 630 þús. vegna frá-
genginnar sameignar. Kemur
þá út verðið 3.150.000 kr., sem er
200 þús. kr. lægra en hjá BYGG-
UNG. Hið sama veröur uppi á
teningnum, ef aörar ibúða-
stæröir eru bornar saman meö
sömu aðferð. Þá kemur einnig i
ljós, að Breiðholt h.f. byggir
ódýrar. Nú leggur Breiðholt h.f.
að sjálfsögðu eitthvaöá ibúðirn-
ar fyrir yfirstjórnunarkostnaði
o.fl. Þess vegna er enn athyglis-
veröara hversu ódýrt fyrirtæk-
inu tékstað byggja, og hversu ó-
dýrt þetta félag getur selt sinar
ibúöir. Það stafar aö sjálfsögðu
af því, að fyrirtækiö hefur þróað
hér nýja byggingartækni, það
notar krana og stálmót, sem
sparar mikinn kostnað. Slik aö-
ferð krefst þess að vísu, að
byggt sé i stórum stil og nægar
byggingarlóðir séu fyrir hendi.
Björgvin Guðmundsson,
borgarfulltrúi
Alþýðuflokksins
Þessi aðferð reynist til dæmis
þess vegna mjög vel við
byggingu verkamannabústað-
anna I Seljahverfi, þar sem
mikiö er byggt i einu. En aöferö
þessi skilar ekki eins miklum
sparnáöi, þar sem byggt er á
einni lóð eða tveimur lóðum i
einu. Ég hefi sagt það áður hér i
borgarstjórn og segi það enn, að
ef takast á að lækka verulega
byggingarkostnaðinn I Reykja-
vik, þá veröur að sjá stórum
byggingaraðilum, sem búa yfir
fullkominni tækni, fyrir nægum
byggingarlóðum. En svo hefur
þvi miöur ekki verið. Breiöholt
h.f. hefur til dæmis gengið mjög
erfiðlega að fá lóðir hjá borg-
inni, og þær lóðir, sem fyrirtæk-
ið hefur fengið, hafa veriö
óhentugar. Þær hafa gert ráö
fyrir mikilli sameiginlegri þjón-
ustu, svo sem risablokkin viö
Æsufell, sem var mjög dýr I
byggingu, og að nokkru er hiö
sama aö segja um lóðir þær,
sem fyrirtækiö hefur fengið i
Hólahverfi. Breiöholt h.f. hefur
hins vegar aldrei fengið lóðir
undir fjögurra hæöa blokkir,
sem eru ódýrastar i byggingu.
Væri vissulega fróölegt að sjá á
hvaða verði fyrirtækið gæti
byggt, ef þaö fengi lóðir undir
sUk sambýlishús. Hvernig væri
að gera slika tilraun?
Mér hefur orðiö tiörætt um
stærsta byggingarfyrirtæki
borgarinnar, Breiðholt h.f. Það
er vegna þess, aö hér er um að
ræða fyrirtæki, sem rutt hefur
nýjar brautir 1 byggingariönað-
inum og átthefur drjúgan þátt i
að lækka byggingarkostnaðinn i
Reykjavik. En mér er vissulega
ljóst, að önnur fyrirtæki I þess-
ari grein hafa einnig byggt ó-
dýrar ibúðir, og vil ég þar sér-
staklega nefna Einhamar h.f.
Það fyrirtæki hefur byggt
furöanlega ódýrar ibúðir, eink-
um þegar haft er i huga, aö
félagið hefur ekki til skamms
tima beitt nýrri tækni. Mun
tvennt einkum hafa komið þar
til: 1 fyrsta lagi frábær skipu-
lagning á allri vinnu og hag-
kvæm innkaup á byggingarefni.
I öðru lagi: Fyrirtækið hefur
nær eingöngu byggt fjögurra
hæða blokkir, sem eru ódýrast-
ar I byggingu. Að vlsu hefur
Einhamar nú nýlega farið út á
þá braut að nota
byggingarkrana og sérstök
krossviðsmót i stálramma. Er
sá útbúnaður notaður við
byggingarframkvæmdir Ein-
hamars i Hólahverfi. En þar
byggir félagið nú þriggja og
fjögurra hæða blokkir. Hefur
þessi útbúnaður gefizt vel. Ein-
hamar selur ibúöir sinar full-
búnar með frágenginni sam-
eign, — að visu fylgja engar
vélar, en lóð er skilaö malbik-
aöri. Aö sjálfsögðu er erfitt aö
bera saman verö á slikum Ibúö-
um viö verð á ibúöum tilbúnum
undir tréverk. Samkvæmt upp-
lýsingum forstjóra Einhamars
er söluverö á ibúöum þeim, er
félagiö reisir nú i Hólahverfi,
sem hér segir: Tveggja herb.
ibúöir, 5,1 millj. kr., (65 ferm.
að stærö.) Þriggja herb. Ibúöir,
6,8 millj. Fjögurra herb. ibúðir
7,2 millj. Fimm herb. ibúðir 7,6
millj. Tölur þessar tala sinu
máli. Hér er um mjög lágt verð
aö ræöa, ekki siöur en hjá Breið-
holtih.f. Bæði framgreind fyrir-
tæki, Breiöholt h.f. og Einnham-
ar h.f., kvarta undan ströngum
skipulagsákvæöum borgarinn-
ar, sem þau segja að standi i
vegi fyrir lækkun byggingar-
kostnaðar. Einnig kvarta þessi
fyrirtæki undan lóðaskorti,
einkum skorti á lóðum undir
heppilegar stærðir fjölbýli-
shúsa. Nú er mér þaö vel ljóst,
að ekki er unnt að skipuleggja
um alla borg eina tegund fjöl-
býlishúsa, þ.e. hina klassisku
fjögurra hæða blokk. Vissulega
þarf tilbreyting aö vera I húsa-
gerðinni, og svo sannarlega get-
ur verið réttlætanlegt aö hafa
sameiginlega þjónustu i sam-
býlishúsum, jafnvel nauðsyn-
legt. Hér er spurningin þessi:
Hversu mikla áherzlu viljum
viö leggja á lækkun bygging-
arkostnaðar i Reykjavlk, og
hversu mikla áherzlu viljum við
leggja á að auka framboð á
ódýrum Ibúöum i höfuðborg-
inni? Ég segi fyrir mitt leyti, aö
ég vil leggja mikla áherzlu á
þaö. Ég tel, að það eigi að vera
eitt þýðingarmesta markmiö
Borgarstjórnar Reykjavikur að
greiða fyrir þvi, að byggingar-
aöilar geti lækkaö byggingar-
kostnaðinn. Astandið i
húsnæðismálum Reykjavlkur er
svo slæmt, það er svo mikill
skortur á ódýrum ibúöum, það
er svo mikið um okurleigu, að
borgin verður að gera allt sem i
hennar valdi stendur til þess að
lækka byggingarkostnaðinn.
Hér er svo sannarlega um brýnt
hagsmunamál launafólks i
Reykjavik að ræöa. Arangur
ungu mannanna i BYGGUNG
er lofsverður, enda þótt meiri-
hluti borgarstjórnar hafi beitt
valdniöslu er hann lét þeim lóð-
ina við Hagamel i té. Það er
ekki sök BYGGUNG, það er sök
meirihlutans. önnur byggingar-
félög hafa einnig byggt ódýrt,
eins og ég hefi þegar bent á.
Byggingarsamvinnufélög
byggja misjafnlega ódýrt, ekki
siður en einkaaðilar. Þegar
byggingasamvinnufélög verða
of stór, hlaöa þau á sig of mikl-
um stjórnunarkostnaði og
félagsmenn njóta ekki til fulls
kosta samvinnufélagsformsins.
Er nauösynlegt, að byggingar-
samvinnufélögin kappkosti að
skila ibúðum sinum á
kostnaðarveröi, eins og þeim er
raunar skylt, og svo sannarlega
hafa flest þeirra gert það.
Reykjavikurborg veit nokkurn
veginn, hvaöa byggingaraðilar i
Reykjavik byggja ódýrt. Hún á
þvl aö greiða fyrir þeim, bæði
með nægri lóðaútvegun og með
þvi að taka tillit til réttmætra
óska þeirra um skipulag. Einnig
verður borgin að sjálfsögðu aö
greiöa fyrir byggingu verka-
mannabústaða i Reykjavik, og
yfirleitt fyrir öllum byggingum
á félagslegum grundvelli. Og
siðast en ekki sizt þarf borgin
sjálf að auka sinar eigin
byggingarframkvæmdir, bæöi
byggingu leiguibúða og sölui-
búöa.