Alþýðublaðið - 15.02.1977, Síða 7
alþýðu-
MaðiA Þriðjudagur 15. febrúar 1977
ÚTLOND
7
Krampateygjur fas-
ismans á Spáni
Heppnast Suarez forsætisráð-
herra að halda striki sínu
Valdabaráttan á
Spáni fer nú síharðn-
andi. Ekki verður betur
séð en aðfarir hryðju-
verkamanna frá vinstri
og hægri séu stæling á
framferði A1 Capone
klíkunnar á sínum
tima.
Framámenn vinstri
manna eru sallaðir
niður vægðarlaust með
vélbyssuskothrið úr
leynum og löggæzlu-
menn hljóta sömu
örlög.
Fréttamenn þverfóta
ekki fyrir yfirlýsingum
hryðjuverkasamtaka
frá báðum hliðum, sem
taka á sig ábyrgð af
þessum illræðisverkum
sitt á hvað.
Menn hugleiða nú ákaft, hvaö
hér sé að gerast bakvið tjöldin.
Flestirhallastað þvi, að hér séu
á ferðinni öfgamenn frá báðum
hliðum, en hitt er aftur meira
vafamál, að yfirlýsingar, sem
blaðamönnum berast um
ábyrgð einstakra hópa, séu rétt-
ar.
Fram að þessu hefur verið lit-
iðsvo á, að Grapo.sem er nafn á
hreyfingu vinstri manna-
öfgahóps- beri nU kápuna á báð-
um öxlum, með öðrum orð-
um, að innan hreyfingarinnar
séu starfandi hreinir fasistar
sem hafi sterk áhrif á aðgerðir
allar. Sumir ganga jafnvel svo
langt að fullyrða, að fasistar
hafi algerlega öll ráð hreyf-
ingarinnar i höndum sér og noti
hana til blóra við vinstri menn.
Þvi hefur verið veitt athygli,
að spönsk yfirvöld hafa nú á
skömmum tima visaðUrlandi á
annað hundrað Utlendingum,
sem eruþekktirfasistar. Engan
þarf að furða á þvi, þótt
allnokkuð sé af sliku fólki á
Spáni. I stjórnartið Francos var
Spánn einmitt sérstakt griðland
fyrir þessháttar menn, sem
eigin rikisstjórnir ömuðust við
vegna stjórnmálaæsinga, eða
fundu jörðina hitna um of undir
iljum sér i heimahögum.
Menn velta fyrir sér, hvert sé
markmið hryðjuverkamanna.
Ljóst er, að ef rikisstjórnin
Adolfo Suarez
missir Ur höndum sér stjórn
málanna, er kominn ágætur
grundvöllur fyrir herinn að
skerast i leikinn og endurreisa
hernaðareinræði, eins og
Franco stjórnaði með.
Svo er að sjá, sem meirihluti
liðs-og herforingja stundi enn á
bakvið stjórn Suarezar og Juan
Carlos konungs i þvi að færa
stjórn Spánar i lýðræðisátt. Hitt
er jafnljóst, að innan hersins er
umtalsverður hópur, sem fyrir-
litur allt „lýðræðiskjaftæði"
eins og þeir orða það og biður
færis að hrifa til sin völdin á
nýjan leik, ef það tækist að
koma á óviðráöanlegu öngþveiti
i iandinu. Þá gætu þeir kojniö
sem einskonar frelsarar á sama
hátt og Franco forðum!
Hægri öfgamönnum finnst
ástandið litt þolandi. Bæði kon-
ungurinn og forsætisráðherr-
ann leggja kapp á að gera Spán
að lýðræðisriki og hafa nU i
seinni tið slakað mjög á höftum
við starfsemi stjórnmálaflokka.
Bæði er að þingið og kjósendur
hafa stutt fyrirætlanir þeirra
ótvirætt.
Samfundir með Suarez og
vinstri stjórnarandstöðu benda
til að samstaða náist um kosn-
ingafyrirkomul'ag, sem allir
geti felltsig við, og Suarez hefur
getið sér gott orð og álit einnig
innan lýðræðisrfkja
Vesturlanda, sem einlægur
lýðræðissinni. Jafnvel er fariö
að tala um þátttöku Spánar i
EBE og Nató!
Þetta er vitanlega háð þvi, að
Suarez takist að leiða stjórn-
málin inn á lýöræðislegar
brautir, og ekki siður að um það
skapist friður og ró i landinu.
Heppnist það, sem veltur á
. þvi hvort unnt er að ýta hægri
öfgasinnum til hliðar án harðra
átaka, mætti vel svo fara, að
Spánverjar skipi sér i hóp
lýðræðisþjóða Vesturlanda. En
það eitt er vist, að öfgamönnum
til hægri hafa ekki þorrið allar
vonir um nýtt hernaðareinræði.
Hin brennandi spurning
varðandi Spán er þvi nU. Hvort
tekst rikisstjórninni að halda
markaða braut, eða ekki?
Ananda Marga á Indlandi:
MÁ iSV A Rl 1 Fi \SI ISI MJ \ 0G 0 Fl Bl El Ll DIS
Það er aldeilis ótrú-
legt, hversu langt er
hægt að komast með
þvi að trúa á sjálfan sig
og fá aðra til að taka
þátt i þeirri trú. í Ind-
landi nútimans býr
maður, sem stóð i
þeirri trú að hann væri
sjálfur Guð og stofnaði
fjöldahreyfingu á þeim
grundvelli, sem raunar
var merkileg sam-
setning yoga og
fasisma.
Siðan þetta gerðist
hefur sá hinn sami ver-
ið fundinn sekur um
morð og dæmdur i lif-
stiðarfangelsi.
Bókari á jámbrauta-
verkstæði
I upphafi var P.R. Sarkar
bókhaldsmaður á járnbrauta-
verkstæði, en svo náði trUin tök-
um á honum. Til að byrja með,
stofnaði hann fámennan hóp
yogadýrkenda og kenndi þeim
fræðin I frítimum sinum.
Skömmu siðar uppgötvaði hann
stóra sannleikann, nefnilega
hver hann sjálfur væri, og það
var ekkert minna en Guð. Eða
þriðja endurholgun Brahma,
eins og það heitir i Indlandi.
Ef hans náð hefði haldið þess-
um „sannleika”fyrirsjálfan sig
væri hann nú frjáls maöur, og
stundaði sennilega bókhalds-
starf sitt af alUð, sem fyrr. En
þvi miður sagöi hann frá þessari
uppgötvun, og fékk sér læri-
sveina fyrst tvo, svo fimm, tíu,
hundrað, fjöldinn jókst stöðugt,
þar til hann hafði náð þrem
milljónum. Þá var hreyfingin
bönnuð, fyrir tveim árum.
Ananda Marga
Bókarinn kallaði hreyfinguna
Ananda Marga — ég dásemdar-
innar — og sjálfum sér gaf hann
nafnið Shri Shri Anandamurti,
sem I lauslegri þýöingu er:
Herra, herra dásemdar vera.
Hann lét einnig boö ganga til
annarra landa og lærisveinar
nálguðust að vera 60.000 talsins.
Ekki nóg meö þaö, því Ananda
Marga hefur verið kynnt á 51
plánetu utan okkar sólkerfis, að
þvi er Anandamurti staðhæfir.
Það sem gerði hreyfinguna
svo sterka, sem raun bar vitni,
var að hún starfaði mjög mikið
að félagsmálum, stofnaði skóla
oghafði afgerandi áhrif áaukn-
ar slysatryggingar. Viö slíka
starfsemi naut hún m.a. opin-
bers stuðnings frá rikisstjórn-
inni.
Blaðaútgáfa
Til þess að geta komið boð-
skap sinum almennilega á
framfæri, útvegaöi Ananda-
murti sér prentvélar og nú
streymdu blöðin um allar triss-
ur. Var skriffinnskan sambland
af upprunalegri yoga-heimspeki
og pólitisku lýðskrumi sem
beindist gegn þjóðfrelsishetj-
um.
Anandamurti sagði, að
Gandhi væri endurfæddur I Af
ríku oglifði I vellystingum sem
api i frumskóginum, öllu verr
gekk með Nehru, þvi hann haföi
endurholdgast og var nU orðinn
hundur 1 húsi eins af Ananda
Marga leiðtogunum f Dehli.
Ekki fór þó eins illa fyrir öll-
um og Nehru vesalingnum, þvi
nokkrir þekktir kappar höfðu
endurholdgast og voru nú 1
röðum æðstu manna Ananda
Marga.
Þannig var einkasonur
Anandamurtiskenginn minni en
Búdda endurfæddur. Napóleon
kom einnig við sögu og sama
máli gegnir um nokkrar nafn-
kunnar hetjur I indverska sögu-
ljóðunum Mahabharata. Þær
eru allar „sadvipras” þ.e. þær
tilheyra leiðtogakliku Ananda
Marga sem er skipt i fjórar
gráður.
Hugmyndafræðin
Yfirguöinn Anandamurti var
ákveðinn, andstæðingur
kommúnisma og þingræðislegs
lýðræöis. Hugmyndafræði hans
þ.e. fasisminn, kemur bezt fram
I slagyrðunum: Lýöræöi er
skrílsræði, fábjánaháttur. Bezta
fyrirkomulagið er algert ein-
ræöi Ananda Marga leiðtoga-
klikunnar.”
Hann hafði einnig hótanir á
lofti: ,,Ef einhver rikisstjórn af-
neitar hugmyndafræöi okkar er
blóðug uppreisn óhjákvæmileg.
Arangurinn verðursáaðöll völd
lenda i höndum Ananda Marga.
„Hinn guðdómlegi bókari lét
einnig hafa eftir sér á ,,um-
ræðufundi” að „ofbeldi væri
kjarni lifsins og skortur á þvl
þýddi ekkert annað en dauöann
sjálfan.”
Allt þetta hefur sjálfsagt dtt
að vera til heimabrúks 1 Ind-
landi, þvi boðskapur hinna trú-
uðu erlendis, beinist gegn of-
beldi (ahimsa).
Tekinn höndum
Þegar „guðfaðirinn” var tek-
inn höndum 1971 og ákæröur
fyrir morð á sex fráföllnum
leiðtogum hreyfingarinnar, var
spámönnum erlendis sagt, að
segja lærisveinum sinum, aö
þetta væri afleiöing þess, að
guðinn hefði gagnrýnt Kon-
gressflokkinn. Svo ósönn sem
þessi boð voru urðu þau til þess,
að nokkrir hinna heittrúuðustu
fóru 1 hungurverkfall, meöan
aðrir hótuðu að brenna sig lif-
andi ef rikisstjórnin léti Shri
Shri Anandamurti ekki lausan.
Sem betur fer varð þó aldrei
meira Ur þessum framkvæmd-
um, en hótanirnar einar.
Kemur til fram-
kvæmda
Fyrsta stóra skrefiö frá hugs-
uninni til framkvæmdarinnar
var tekið 1967. Þá sögðu ind-
versku blöðin frá þvi, að til
blóðugra átaka heföi komið
milli meðlima úr Ananda
Marga og bændaflokks fyrir ut-
an bengölsku höfuðstöðvarnar.
Fimm manns létu lifiö og
fjöldamargir særðust.
Nokkrum árum siðar kom til
átaka milli „boðbera dásemd-
arinnar” og stúdenta I Ranchi. t
þetta ánn lét enginn lifið, en 25
særðust illa. I báðum tUfellum
fann lögreglan ólöglegan búnað
i hibýlum Ananda Marga sem
þótti ekki tilhýðilegur fyrir guð-
dómleg friðarsamtök þegar
betur var að gáð, þvi þar gaf að
lita alls kyns skotvopn, sverö,
kylfur og heimatilbúnar
sprengjur.
Eftir þetta fór lögreglan að
hafa nánari gætur á hreyfing-
unni og starfsemi hennar. Og þá
kom i ljós aö margir opinberir
starfsmenn, einkum lögreglu-
menn, voru meðlimir hreyfing-
arinnar og voru þeir einkar vel
þegnir á brautir dásemdarinn-
ar, þar sem þeir höföu ókeypis
kennslustundir i skotfimi.
Leitað til dómstóla
Þessi uppgötvun fékk að von-
um mikið á rikisstjórnina og
vildi hún banna opinberum
starfsmönnum að taka þátt i
starfsemi hreyfingarinnar.
Fjórir embættismenn leituðu þá
til dómstóla, og voru niðurstöð-
ur á þá leið, að mönnunum
skyldi frjálst að starfa innan
Ananda Marga.
Rikisstjórnin varð þvi að gefa
sig I þetta sinn, en I neyöarlög-
unum, sem sett voru 1975, var
Ananda Marga efst á lista yfir
þærhreyfingar, sem voru settar
i bann.
Sex höfuð
Þegar lögreglan gerði húsleit-
ina I Ranchi, fann hún ekki aö-
eins alls kyns hernaðartól,
heldur einnig sex afskorin
mannshöfuð. Anandamurti lét
sér ekki bregða, þegar hann var
krafinn skýringa, en sagði aö
þessi höfuð væru notuð til æðstu
vigslu leiðtoga hreyfingarinnar.
Þessi sex leiðtogar hefðu sagt
sig úr hreyfingunni, e?i örlaga-
sprotinn hefði snortið þá, og þeir
fundist dauðir i frumskóginum
skömmu eftir úrsögnina.
En þar sem lögreglan vildi
ekki taka þessar útskýringar
góðar og gildar, var rikislög-
reglan kölluð til aðstoðar.
1 lok ársins 1971 var guðfaöir
Anandamurti handtekinn ásamt
sex öðrum. Einn þeirra bar
siðar vitni fyrir ákæruvaldinu,
ásamt konu sinni sem greindi
frá ýmsu sem ekki var vitað
áður.
Ekki tókst þó að ná til allra
sem þarna áttu hlut að máli, þvi
tveir eftirlýstir meðlimir
flokksins sluppu og tókst lög-
reglunni ekki að finna þá þrátt
fyrir ýtarlega leit.
Endurteknar árásir
Meöan rannsóknin stóö yfir,
voru gerðar margar tílraunir til
að fá rikisstjórnina til að láta
fangana lausa úr haldi. Alvar-
legasta tilraunin leiddi þó til
nýrra réttarhalda, þvi tveir af
meðlimum Ananda Marga
köstuöu heimatilbúinni
sprengju inn i bifreið A.N. Rays
til að freista þess, aö koma hon-
um fvrir.
Sprengjurnar sprungu ekki,
en tilræðismennimir höföu þó 17
ára fengelsi upp úr krafsinu.
Þýtt og endursagt
-JSS