Alþýðublaðið - 10.03.1977, Síða 4

Alþýðublaðið - 10.03.1977, Síða 4
4 VETTVANGUR Fimmtudagur 10. mars 1977 SSSm* Ársfundur Menningar- og fræðslusambands alþýðu: Frá Félagsmálaskóla alþýöu. Fyrir endanum sitja þeir Tryggvi Þór Aöalsteinsson, Stefán ögmundsson og Bolli Thorodd- sen. Lengst til hægri situr svo Guömundur Bjarnleifsson, sem sá um fyrsta áfanga „örvandi fræöslu” á vegum MFA. NÝJAR LEIÐIR f fræðslumAlum Blaðað í skýrslu formanns MFA, Stefáns Ögmundssonar Sjöundi ársfundur Menningar- og fræöslusam- bands alþýöu var haldinn 23. febrúar sl. 1 skýrslu formanns sambandsins, Stefáns ögmundssonar, kom fram aö starfsemi þess hefur veriö með liflegum hætti frá siöasta fundi. Helztu þættir starfseminnar hafa verið námskeiöahald og fræösluhópar, auk þess sem Fé- lagsmálaskóli alþýöu hefur starfaö I tveimur önnum. Hér á eftir veröa raktir helztu þættir starfseminnar, eins og þeir komu fram i skýrslu Stefáns ögmundssonar: Námskeiðahald Nám'skeiöahald hefur veriö blómlegt á liönu starfsári. Ellefu námskeiö haldin um ým- is þau efni sem verkalýðshreyf- ingunni er nauösyn aö þekkja. Fimm, um trúnaöarmanninn og vinnustaöinn, tvö um hlutverk og réttindi trúnaöarmannsins samkvæmt vinnulöggjöfinni, fé- lagsmálanámskeiö, námskeiö um kjarasamninga og bónus, námskeið um réttindi og skyld ur verkafólks og opinberra starfsmanna og um samtök verkafólks og opinberra starfs- manna og um samtök verka- fólks, sjóöi þeirra og hiö al- menna tryggingakerfi. Þetta námskeiöahald var I samvinnu viö hin ýmsu verka- lýösfélög vlöa um land og var þátttaka yfirleitt góö. Þeir Tryggvi Þór Aöalsteinsson og Baldur óskarsson hafa stjórnaö flestum þessum námskeiöum, en auk þeirra hafa komiö þar fram sem leiöbeinendur BolliB. Thoroddsen, Gunnar Eydal, Stella Stefánsdóttir, Guöjón Jónsson, Snorri Jónsson, Guö- mundur Þ. Jónsson, Björn Bjarnason, Arni Þormóösson, ffaukur Haraldsson, Bolli A. Ólafsson, Siguröur LÍndal, Karl Steinar Guönason, ólafur Hannibalsson, Haraldur Stein- bórsson. Siguröur Guögeirsson. Hrafn Magnússon, Guörún Helgadóttir, Einar Isfeld, Arn- mundur Bachmann og Stefán Ogmundsson. Þátttakendur á námskeiöum þessum og einum vinnustaöa- fundi hafa veriö 302 talsins á starfsárinu. fræösluhópar I Reykjavlk á veg- um MFA. Boöaöir höföu veriö fjórir, en einn, leikhúskynning, féll niöur vegna ónógrar þátt- töku. Þeirhópar sem störfuöu, voru tveir um ræöuflutning og fundastörf og einn um sögu verkalýöshreyfingarinnar. Þeir Tryggvi Þór Aöalsteinsson og Baldvin Halldórsson leikari voru leiöbeinendur I öðrum fyrrnefndu fræösluhópanna en Baldur Óskarsson, Guömunda Ellasdóttir og Ingunn Jensdóttir I hinum. Ólafur R. Einarsson sá um leiösögn I Sögu verkalýös- hreyfingarinnar. Þátttakendur I þessum hópum voru 41. Nýjar leiðir i fræðslumálum A siðustu árum hefur sam- starfið á milli MFA-samtaka á Noröurlöndum veriö eflt mjög. Eitt af þeim verkefnum sem unniö hefur veriö aö i þessu sambandi er aö ná til fólks I verkalýöshreyfingunni sem ekki hefur tekiö þátt I þvi fræöslustarfi sem boöiö hefur veriö upp á. Þetta verkefni kall- ast á Islenzku „örvandi fræöslu- starf” og hefur nú veriö hafist handa um þriggja ára áætlun á þessu sviöi og er verkefnið styrkt af Norrænamenningar- sjóönum. Framkvæmd þessarar áæti- unar skiptist I þrjú stig, eitt fyrir hvert ár og fer fram sam- tímis á öllum Noröurlöndunum meö svipuöum hætti. Framkvæmdin fer þannig fram, aö fyrsta áriö eru valin ákveðin fyrirtæki og starfsfólki þeirra boöin þátttaka I ákveön- um námskeiöum eöa leshringj- um. Annaö áriö er valiö ákveöiö sveitarfélag eöa íbúahverfi og I- búum þar boðin þátttaka I fræöslu. Þriöja stigiö og slöasta áriö er ráögert aö fari fram I samstarfi viö samtök fatlaöra eöa önnur sllk samtök, en til þeirra aöila hefur fræöslustarf- semi verkalýösfélaganna, — hér á landi aö minnsta kosti — ekki náö nema aö takmörkuöu leyti. Markmiö þessa verkefnis er I stórum dráttum aö ná annars- vegar til fólks sem hefur ekki notiö skipulagörar fræöslu eftir aö skólanámi lauk og hins vegar að þeir sem vinna aö skipulagn- ingu þessa verkefnis fái innsýn I hvaö þaö er sem gerir þaö aö verkum aO fólk tekur ekki þátt i fræðslustarfinu þótt viljlnn sé fyrir hendi. I ljósi sllkrar vit- neskju ætti aö vera auðvelt aö ryöja þeim hindrunum úr vegi, sem meina fólkiaönjóta þeirrar fræöslu sem þaö hefur áhuga á. Hér á landi var unniö aö þessu fyrsta stigi verkefnisins á þann veg, aö I samvinnu viö Iöju, fé- lag verksmiöjufólks I Reykja- vlk, voru valin þrjú iönfyrirtæki á félagssvæðinu, Ofnasmiöjan Dúkur hf. Guðmundur Bjarnleifsson járnsmiöur var ráöinn til aö fara á vinnustaðina og ræöa viö starfsfólkíö, en hann haföi áöur sótt námskeið I Noregi fyrir þá, sem störfuöu aö sama verkefni þar. Guðmundur starfaöi I fjór- ar vikur aö þessu verkefni og I framhaldi af starfi hans voru settir á fót þrlr starfshópar: Saga og markmiö verkalýös- hreyfingarinnar, þar sem leiö- beinandi var ólafur R. Einars- son menntaskólakennari. Þessi hópur lagöi aöaláherzlu á aö skyggnast til baka og kanna aö hvaöa leyti mætti byggja á reynslunni þegar stefnan er mótuö gagnvart vandamálum llöandi stundar. tslenska þjóöfélagiö. Leiö beinandi var Olafur Ragnar Grlmsson og var I hópnum fjall- aö um íslenzka þjóöfélagiö og einstaka þætti þess, svo sem fjölskylduna, atvinnuhætti, menntakerfi, miöstjórn, kjör, eignaskipti, valdakerfi, hags- munasamtök, efnahagsvanda- mál og framtlðarhorfur. Leikhúskynning var þriöji hópurinn og annaöist Siguröur Karlsson leikari umsjón hans og stjórn. Fjallaö var um upphaf leiklistar, tilgang leikhússins, hlutverk leikstjóra og gagnrýn- enda. Þjóðleikhúsiö og Iönó voru heimsótt og skoöuö húsa kynni og kynnzt starfseminni. Farið var á leiksýningar, rætt viö höfunda, leikara, leikstjóra o.fl. Niðurstaöa af þessu starfi er mjög góö, þvi 63% þeirra sem rætt var viö létu skrá sig I ein- hvern hópinn og mikill meiri hluti sótti jafnan fundina. Þess má geta hér, aö þegar norræna samstarfsnefndin kom saman aö loknum þessum fyrsta áfanga til aö bera saman bækur slnar, kom I Ijós aö mjög misjafnlega haföi gengiö og áttu Finnar þar I mestum erfiöleik- um, þar sem samtök atvinnú- rekenda bönnuöu „örvandi fræöslustarf” á vinnustööum félagsmanna sinna. Athyglisvert er aö skoöa þær ástæöur sem þaö verkafólk sem talaö var viö gefur fyrir þvl aö þaö sæki ekki fræöslustarf sem boöiö er upp á. Meöal ástæöna má nefna: Efniö vakti ekki áhuga, timaskortur, frlstundum variö meö fjölskyldunni, engin not fyrir þessa fræöslu, veik- indi. En þaö sem athyglisverö- ast er, aö á íslenzkum vinnu- stööum eru ástæöurnar þreyta og yfirvinna mikiö notaöar, en þær þekkjast ekki hjá grann- þjóöum okkar. F élagsmálaskólinn Félagsmálaskóli alþýöu starfaði I tveim önnum á árinu 1976, 7.-20.marz og 17.-30. októ- ber. Meöan á skólahaldi stóö var komiö upp I salarkynnum skólans sýningu á málverkum úr Listasafni alþýöu og sá Hjör- leifur Sigurösson forstööu- maöur safnsins um þaö. Þá var einnig sýning á sýnishornum I Sögusafni verkalýöshreyfingar- innar, bæklingum, fregnmiðum, sér I lagi frá atvinnuleysisárun- um fyrir strlö og baráttunni gegn fasismanum. Fjölmargir leiöbeinendur fjölluöu um námsefni skólans, auk þess sem gestir komu og fluttu erindi um ýmis málefni. Má þar nefna er- indi Baldurs Óskarssonar um Tanzanlu, Guöbergs Beresson- Fræðsluhópar A árinu 1976 störfuöu þrir Frá ölfusborgum, þar sem Félagsmálaskóll alþýöu hefur verlö til húsa yfir vetrarmánuölna.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.