Alþýðublaðið - 10.03.1977, Page 6

Alþýðublaðið - 10.03.1977, Page 6
6 Fimmtudagur 10. mars 1977 Síffir Reykjavík - (stór)borgin okkar Reykjavikurborg hefur vaxið ört og mik- ið á siðustu árum. Þau hverfi sem fyrir tiu til tólf árum þóttu tilheyra „sveitinni” eru nú orð- in albyggð stórhýsum og mikill menningar- bragur kominn á þau. A borgina okkar er kominn stórborgar- bragur hér og hvar, aðallega þó þar sem stórhýsin og margra hæða „blokkirnar” gnæfa hvað hæst.svo og á breiðgötunum þegar umferðin er hvað mest. Þetta er þróun sem alls staðar á sér stað, og enginn spornar við. Borgin okkar er ekki lengur litill bær, hún hefur vaxið ört og stækkað. Þaö eina sem viö get- um gerter að vona aö ekki kom- ist of mikil „stórborgarmenn- ing” á hér hjá okkur, en það viröist þó ætla aö verða þróun- in. Jafnvel ég, man þá daga aö hægt var að ganga úti jafnt að degi sem kvöldlagi, án þess að eiga þaö á hættu að verða bar- inn niður, rændur eða drep- inn! Maður gat hlaupið ber- rassaður niður Laugaveginn án þess að eiga þaö á hættu að verða nokkurt mein gert (eöa svo til), en það virðist ekki eiga viö lengur. Fólk er oröið logandi hrætt við að ganga úti er dimma tekur á kvöldin, þó það eigi væntanlega mest viö um kven- fólk. Enda ekki að ástæðulausu. Það eru engar ýkjur að fólk geti ekki gengið óhrætt úti að kvöldi til eöa nóttu ef þaö er eitt á ferð. Það hefur færzt f aukana að ráö- iztsé á saklausa vegfarendur og er það helzt gamla fólkiö sem veröur fyrir baröinu á glæpa- mönnunum, svo og kvenfólk sem er eitt á ferð. Eitt dæmi um þess háttar er ung stúlka sem leið átti um bæ- inn ekki alls fyrir löngu. 1 Vest- urbænum varö hún þess vör aö hún var elt af manni og haföi verið þaö nokkurn tima. Hún tók það til bragðs að hlaupa inn I næstu búö og biðja þar um aö- stoð. Eftir augnablik kemur maðurinn á eftir henni og vill greinilega ná tali af henni. Kaupmaöurinn biður hann vinsamlegastað hafa sig á brott vilji hann ekki hljóta verra af. Eftir nokkurt þóf veröur maður- inn við þeirri ósk, þó ekki um- yrðalaust. Um hádegisbil sama dag var þessiunga stúlka á leið um mið- bæinn og veit ekki fyrr til en ráðizt er að henni og henni hrint upp að húsvegg og haldiö þar kverkataki. Hún kom ekki upp nokkru hljóði, en vegfarendur sem leið áttu framhjá veittu henni aöstoð við að losna við manninn. Aðspurö sagðist stúlkan ekki þekkja manninn nokkuð né maöurinn stúlkuna. Héldu vegfarendur manninum þar til stúlkan var úr augsýn og hélt hún þar með að hún væri sloppin úr mestu hættunni. Eftir um það bil tvær minútur verður hún þess vör að maðurinn er á eftir henni á ný. Vildi þá bara svo heppilega til aö hún var komin f námunda viö heimili sitt og gat hlaupið þangað undan manninum. Að kvöldlagi sama dag, var umrædd stúlka á gangi i einu nýju hverfanna i Reykjavik. Var hún búin að vera á gangi i nokkurn tima, þar sem hún vildi komast i strætisvagn og biðstöð- in langt undan. Hún veitti þvi eftirtekt aö nær allan timann sem hún hafði verið á gangi hafði sami maðurinn verið á eft- ir henni allan tfmann. Er hún tók til fótanna hljóp maðurinn á eftir henni. Ekki tókst henni aö fá uppgefið hvað maöurinn vildi, þvi hún fór inn I næsta söluturn og hringdi þar eftir hjálp. 1 engu þessara þriggja tilfella var um sama manninn að ræða. Ótrúlegt — en satt. Nú finnst mörgum þetta vafa- laust harla ótrúverðugar sögur, og likast þvi að undirrituð hafi séð þær i sjónvarpinu. Sannar eru þær engu að siður og gerðust hér i borginni okkar, ekki alls fyrir löngu. Ugglaust má finna fleiri dæmi um álika eltinga- leiki, sem jafnvel hafa hlotið verri endi en þessar. AÐSTOÐ ISLANDS VIÐ ÞRÓUNARLÖNDIN 25 MILLJÓNIR (ÁR „Þeir ánægjulegu atburðir gerðust eftir aöra umræðu um fjárlagafrumvarpið i desember s.l., að f járveitinganefnd Alþingis hækkaði fjárfram- legaið til Aðstoðar Islands við þróunarlöndin um helming eða úr 12.5 milljónum i 25 milljónir krona.... Það verður að segja hverja sögu eins og hún er, en i þessu tilfelli kom hækkun fjár- framlagsins flestum á óvart, ekki sizt stjórn stofnunarinnar svo og öðrum þeim, sem haft hafa afskipti af þessum málum. Aðallega kom þetta á óvart vegna þess, að allan timann frá þvi aö lögin um Aðstoð Islands viö þróunarlöndin voru sam- þykkt á Alþingi 1971, hefur satt að segja, litið verið fariö eftir eöa tekiö mark á fjárbeiðnum sem Alþingi hefur verið sent frá þessari stofnun. Enda hefur ekki verið hægt vegna fjar- skorts, að sinna nema að tak- mörkuöu leyti þvi hlutverki sem Aðstoöinni er þó ætlað að sinna”. Framangreins orö er aö finna I nýútkomnu fréttabréfi stofn- unarinnar Aðstoð Islands við Þróunarlöndin, en þvi ritstýrir Björn Þorsteinsson. Þá segir að þessi breytta af- staða, „og vonandi stefna”, Alingis og rikisstjórnar, sé skref i áttina að Islendingum takist að framkvæma i raun samþykkt Sameinuðu þjóðanna um að aö- ildarrikin láti 1% þjóðar- teknanna renna til aöstoðar við þróunarlöndin, svo og eigin viljayfirlýsingar, en I lögum um Aðstoð við þróunarlöndin er gert ráö fyrir aö Islendingar nái sem fyrst 1% markinu. Bent er og á aö liklega er þetta I fyrsta sinn sem íslend- ingar eru ekki I mlnus hvað varöar fjárframlög til þróunar- aðstoðar. Astæöurnar eru I fyrsta lagi hækkun á framlagi til Aðstoðar Islands við þró- unarlöndin og i öðru lagi að Is- land afþakkaöi i desember s.l. 1 milljón dallara fjárstyrk frá þróunarstofnun S.Þ. sem fara átti til ýmisskonar rannsóknar hér á landi. 1 fréttabréfinu segir svo um afþökkun isl. stjórnvalda á styrknum: „Þá reisn islenzkra stjórn- valda að afþekka þennan nýja styrk hafa sumir kallaö heimsku. Hafa hinir sömu bent á, aö Islendingar ættu að fá sem mest slikra styrkja til að geta staöiö straum af rannsóknum sem annars væri ekki hægt að fjármagna hér innan lands. Það er rétt að benda þessum aðilum á, að það situr sizt á Islending- um að hirða fé úr sjóðum þró- unarlandanna „úr sjóðum fá- tæka fólksins i heiminum”. Betra væri og farsælla að fá slikt þar sem meira væri til og I viðbót ættu Islendingar ekki að gleyma þvi aö það er einmitt frá fátæku þjóðunum sem íslend- ingar hafa fengiö hvað einarö- astan stuðning á alþjóðavett- vangi I helzta lifshagsmunamáli sinu, landhelgismálinu. Það væri þvi heilladrýgra aö ís- lendingar reyndu að sýna ein- hvern lit á þessum vettvangi fremur en aö vera þiggjendur”. LOKAÐ 20/3-15/5 V.EIÐISVÆÐI FYRIR LINU OG NET 1977 Reglugerð um neta- svæði á Selvogsbanka Sjávarútvegsráöuneytið hefur gefið út reglugerö um netasvæöi á Selvogsbanka. Samkvæmt reglu- gerð þessari eru allar veiðar aðr- ar en netaveiðar og handfæra- veiðar bannaöar timabilið 20. marz -15 mai á tilgreindu svæði austan friðaöa hólfsins á Selvogs- banka. Svæöi þetta merkast af llnum, sem dregnar eru milli eftirgreindra punkta: a) 63gr 18’0 n.br., 21gr ÍO’O v.lgd. b) 63gr 13’6 n.br., 20 gr 36’3 v.lbd. c) 63gr05’6 n.br., 20gr36’3 v.lgd. d) 63gr ÍO’O n.br., 21gr ÍO’O v.lgd. Jafnframt vekur sjávarútvegs- ráðuneytið athygli á þvi að sam- kvæmt gildandi reglugerð eru þorskfiskveiðar i net bannaöar allt árið I norðanverðum Faxa- flóa innan linu, sem dregin er úr Þormóðsskeri i Gölt og á Breiða- firöi innan linu, sem dregin er úr Skorarvita um suðvesturhorn Seisskers i Eyrarfjall.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.