Alþýðublaðið - 02.04.1977, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 02.04.1977, Blaðsíða 2
2 STJORNMÁL/FRÉTTIR Laugardagur 2. apríl 1977 alþýðu- blaðið (Jtgefaadi: Alþýöuflokkurinn. Heksiur: Reykjaprent hf. Hitstjóri og ábyrgðarmaöur: Árni Gunnarsson. Aðsetur ritstjórnar er i Siðumúla 11, simi 81866. Auglýsingadeild, Alþýðuhúsinu Hverfisgötu 10 — simi 14906. Áskr ftarsimi 14900. Prentun: Blaðaprent h.f. Áskriftarverð: 1100 krónur á mánuði og 60 krónur i lausasölu. Alþýðuflokkurirm og Samtökin Magnús Torf i Ólafsson, formaður Samtaka frjálslyndra og vinstri manna, gerir harða hríð að formanni Alþýðu- flokksins- Benedikt Grön- dal í forsíðugrein síðustu Þjóðmála. Þar fer lítið fyrir þeirri hógværð, sem Magnúsi Torfa hefur veriðhæltfyrir. Einnig er úr sögunni sá málefna- legi málflutningur, sem hann er kunnur fyrir. I þessari grein Magn- úsar Torfa kemur fram sú fullyrðing, að Alþýðu- flokkurinn og Aljjýðu- bandalagið hafi á undan- förnum misserum unnið að því í sameiningu að liða Samtökin í sundur af því að foringjunum sé ekki gefið um þrýsting- inn, sem frá þeim staf i Hann segir jafnframt að f lokksstjórnarf undur Samtakanna hafi borið vott um að þessi viðleitni hafi engin áhrif haft á þorra Samtakafólks, þótt einstakir menn hafi látið veiðast. Þessar staðhæfingar Magnúsar Torfa eru hans eig ið hugarf óstur. Magnúsi Torfa er full- kunnugt um að Alþýðu- flokkurinn hefur engar tilraunir gert í þá átt að liða Samtökin í sundur. Hann hefur á hinn bóg- inn lýst þeirri skoðun sinni, að aldrei haf i verið meiri þörf á þvi en ein- mitt nú, að allir jaf naðar- menn tækju höndum saman í baráttu ís- lenzkrar alþýðu fyrir auknum áhrifum. Áf ramhaldandi starf Samtakanna er til þess eins fallið að drepa kröft- unum á dreif, og er það illa farið. — Það er einnig með ólíkindum, að Alþýðuf lokkurinn taki höndum saman við Alþýðubandalagið um að liða Samtökin í sundur. Grundvöllur að slíku samstarfi er ekki fyrir hendi. Magnús Torfi segir, að einstakir Samtakamenn hafi látið veiðast. Þar á hann við þá menn, sem gengið hafa í Alþýðu- bandalagið og óskað eftir samstarfi við Alþýðu- flokkinn. Það mun vera til nærtækari skýring en Magnúsar Torfa á ákvörðunum þessara manna. Þeir vita sem er, að upphaflegt markmið Samtakanna um samein- ingu jafnaðar- og sam- vinnumanna í einum flokki er úr sögunni. Þessir menn hafa því leitað þangað sem þeir telja vænlegra um ár- angur í baráttunni til efl- ingar vinstri hreyfingar í landinu. Alþýðublaðið er sann- fært um, að ekkert skorti á heilindi mikils meiri- hluta Samtakamanna um að treysta vígstöðu jafn- aðarstefnunnar. En það hefur ávallt verið lán- leysi islenzkra vinstri manna hve erfitt hefur reynzt að fá nokkra for- ystumenn þeirra til að láta af persónulegu streði og huga heldur að hags- munum heildarinnar í þágu jafnaðarstefn- unnar. Nokkur hópur Samtakanna trúir enn á hið upphaflega markmið flokksins, og Alþýðu- flokkurinn mun aldrei reyna að bregða fyrir þá fæti í baráttunni fyrir því málefni, sem þeir trúa á. Hann telur hins vegar að kraftar þeirra hefðu komið að betri notum á öðrum vettvangi. Magnús Torfi Ólafsson mun ekki fá tækifæri til að saka Alþýðuf lokkinn um að hann reyni að liða Sam- tökin í sundur. Hann verður að leita annarra skýringa ef illa fer. For- ystumenn Alþýðuf lokks- ins óttast heldur ekki þann þrýsting, sem Magnús Torfi segir að stafi frá Samtökunum. Þessum þrýstingi verður hleypt af með því að bjóða Samtakamenn velkomna í Alþýðuflokk- inn með þeim skyldum, sem Alþýðuf lokksmenn sjálf ir verða að axla. Það er út í hött að jafnaðar- menn dreifi kröftum sín- um, eins og gert hefur verið. Jafnaðarmenn eiga að hætta að lif a í f or- tíðinni, en beina sjónum að nútíð og framtíð: láta af persónulegu þrátefli og tímafrekri söguskoð- un. —ÁG Reykjavíkurráðstefnan 1977: Fjallar um tilkomu borgaralegra atvinnu- hátta á íslandi Boðað hefur verið til Reykjavikurráðstefnu 1977 og verður hún haldin 5., 6., og 7. apríl að Kjarvalsstöðum. Ráðstefna þessi er önnur i röðinni, en til þeirrar fyrstu var boðað 1974, til að svipast um á helztu söguslóðum við Faxaflóa. Helzta afurð ráðstefnunnar var bók- in Reykjavik i 1100 ár, en i hana rituðu 15 fræði- menn og fjölluðu um helztu atriði i sögu Reykjavikur frá upphafi vega. 1 þetta sinn mun Reykjavíkur- ráöstefnan vekja athygli á þvi, aö okkur vantan nýja landnámu, bækurnar um þaö hvernig borg- aralegir atvinnuhættir ruddu sér rúms á tslandi. Hingað til hefur engin kerfis- bundin rannsókn fariö fram á þjóöfélagsbreytingunum sem uröu, þegar borgarsamfélagiö leysti gamla landbúnaöarsamfé- lagiö af hólmi. Um ýmsa þætti þessara umskipta veröur væntanlega fjallaö á ráöstefn- unni, en f jöldamargt vantar auö- vitað inn i: orkumál, iönaö, hafnargerö o.fl. Reykjavlkurborg veröur 200 ára eftir 9 ár og þá ættu margir þættir borgaralegrar þróunar á lslandi aö vera orönir skýrari en þeir eru i dag. Dagskrá Reykjavikurráöstefnu 1977 veröur sé hér segir, en þess má jafnframt geta, aö meöan á henni stendur veröa til sýnis á Kjarvalsstööum nokkrar Reykja- vikurmyndir eftir Jón Helgason biskup. Þriðjudagur 5. april: Kl. 20.30 Ráðstefnan sett: Birgir Isl. Gun'narsson borgarstjóri. Avarp: Forseti Sögufélagsins Björn Þorsteinsson prófessor. Vilhjálmur Þ. Gislason fyrrv. Framhald á bls. 10. Svanlaug Arnadóttir, formaöur Hjúkrunarfélags tslands Nýr formaður Hjúkrun- arfélags íslands Svanlaug Arnadóttir hjúkrunarfræðingur hefur verið kjörin formaður Hjúkrunarfélags tslands til þriggja ára. Svanlaug var kjörin i stað Ingibjargar Helgadóttur sem gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Samkvæmtlögum félagsins átti fulltrúafundur, sem haldinn var 11. marz siöastliðinn, aö kjósa tvo fulltrúa i stjórn og tvo i vara- stjórn. Þareö fleiri gáfu ekki kost á sér var sjálfkjöriö i stjórn aö þessu sirini. Fulltrúafundir sátu 56 kjörnir fulltrúar stjórnarsvæöis- og sér- greinadeilda félagsins, ritstjóri Timarits HFt, formaöur trúnaöarráös og formaöur Hjúkrunarnema félags tslands, auk nokkurra áheyrnarfulltrúa. Fulltrúafundurinn samþykkti einróma ályktun þar sem lögö er áherzla á þaö aö landsmönnum beri öllum skylda til aö taka virk- an þátt i umhverfisvernd og mót- mælt er öllum áætlunum stjórn- valda um stóriöju á Islandi, sem valdið geta mengun á lofti, landi og legi. —AB Þjálfaranám- skeid KSÍ: Reynsla, meðmæli og 18 ára aldur Þjálfaraskóli KSl heldur nám- skeiö i Kennaraháskóla tslands 23.-29. aprll. Námskeiðið veröur sett fimmtudaginn 21. april næst- komandi klukkan 9. árdegis. Umsækjendur á námskeiöinu skulu hafa náö 18 ára aldri hafa meömæli frá knattspyrnufélagi sinu og umtalsveröa reynslu sem knattspyrnumenn. Geta skal þeák ef umsækjandi hefur haft með hendi leiöbeinendastörf I knatt- spyrnu. Þátttaka er miöuö viö 20 manns. Umsóknirberistfyrir ts.april á Skrifstofu Knattspyrnusambands tslands, og veröa þar gefnar allar upplýsingar. —AB Auö'ýaenciar! AUGLV SINGASIMI BLAÐSINS ER 14906

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.