Alþýðublaðið - 02.04.1977, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 02.04.1977, Blaðsíða 5
Laugardagur 2. apríl 1977. IVETTVAWGIIB 5l Mikil umsvif í Þjóðleikhúsinu Fimm leikrit sýnd um þessar mundir og f jögur ný verk í æf ingu Starfsemi Þjóðleik- Skipið eftir Steinbjörn hússins hefur staðið i miklum blóma undan- farið og eru nú f jögur ný verk i æfingu. Sem kunnugt er, eru nú sýnd fimm leikrit i ieikhúsinu eftir Jakobsen. Skipið er fyrsta færeyska leik- ritiö, sem Þjóðleikhúsiö tekur til sýninga. Þaö var frumsýnt f Fær- eyjum fyrir tveimur árum og náði meiri vinsældum en nokkurt ann- að leikrit, sem þar hefur verið sýnt. Mátti heita svo að megnið af ibúum Færeyja sæi leikritð. Það gerist um borð i togara á hafi úti og lýsir hversdagslegu lifi og striti sjómanna en einnig er brugðiö upp svipmyndum af fjöl- skyldu og ættingjum þeirra i landi. Leikstjóri Skipsins er fær- eyski leikstjórinn Eyjun Johann- essen, sem er leikhússtjóri Sjón- leikhússins i Þórshöfn og stjórn- aði frumuppfærslu verksins þar. Leikmynd gerir Birgir Engilberts en yfir 20 manns koma fram i sýningunni. Meðal leikara eru Rúrik Haraldsson, Hákon Waage, Badvin Halldórsson, Gunnar Eyjólfsson, Helgi Skúlason, Gisli Alfreðsson, Erlingur Gislason, Bjarni Steingrimsson, Randver Þorláksson, Guöbjörg Þor- bjarnardóttir, Bryndis Péturs- dóttir, Margrét Guðmundsdóttir, Sigurður Sigurjónsson, Lilja Þórisdóttir o.fl. Frumsýning er fyrirhuguð i aprillok. Þá eru nýlega hafnar æfingar á litla sviöinu á leikritinu Kaspar eftir þýzka höfundinn Peter Handke. Handke erihópi þeirra þýzku ungu höfunda, sem hvað mesta athygli hafa vakið á siðari árum, og eru verk hans leikin viða um Evrópu, ekki sizt þetta verk. Höfundur styðst við frásögnina af Kaspar Hauser, sem á siðustu öld „fannst” uppkominn ungling- ur á dularfullan hátt, án þess að nokkuð væri vitað um forsögu hans. Fjallar leikritið um, hvern- ig einstaklingur er lagaður aö og felldur inn I formfast umhverfi, hvernig honum er kennd og inn- rætt hefðbundin lögmál mann- legra samskipta. Leikstjóri sýningarinar er Nig- el Watson, brezkur leikari sem dvalist hefur hér á landi um skeiö og hefur áöur sviðsett sýningar með áhugamönnum. Má þar nefna Hamlet og Fröken Júliu. Þórhallur Sigurösson fer með hlutverk Kaspars, en alls koma fimm leikarar fram i sýningunni, leikmynd gerir Magnús Tómas- son og verður leikritið flutt á litla sviöinu, sem fyrr sagði. Er það hið fjórða sinnar tegundar sem þar er sýnt I vetur undir samheit- inu Nútimaleikritun. Hin fyrri voru Nótt ástmeyjanna, Meistar- inn og Endatafl. um þessar mundir, en þau eru: Sólarferö, Gullna hliðiö, Lér kon- ungur, Dýrin i Hálsa- skógi á stóra sviðinu og Endatafl á litla sviðinu. Sýningum fer nú aö fækka á Sólarferö en hún hefur verið sýnd siðan i haust. Eru sýningar orðn- ar 45 og aðeins örfáar eftir. Gullna hliðið og Dýrin I Hálsa- skógi hafa verið sýnd 35 sinnum hvort, og njóta bæöi verkin mik- illa vinsælda. Þá eru, sem kunnugt er, ný- hafnar sýningar á Le konungi og Endatafli. Hafa báðar sýningarn- ar hlotið mikið lof, einkum þó Lér konungur. Ys og þys. Verkin fjögur sem eru nú I æfingu eru: ballettinn Ys og þys út af engu, leikritið Skipið, söng- leikurinn Helena fagra og nú- timaverkið Kaspar. Verður fyrsta frumsýningin á balletinum Ys og þys út af engu, en hann verður sýndur 7. april. Er þetta nýr ballett, byggður á samnefndum gamanleik Shake- spears. Sviðsetningu og samn- ingudansa annast ballettmeistari Þjóðleikhússins, Natali Konjus og leikmynd gerir Jón Þórisson. Ballettónlistin er eftir Tikhon Krnnikov og var þessi ballett ný- lega frumfluttur I Bolshoi leik- húsinu I Moskvu og verður þvi sennilega sýning Þjóðleikhússins önnur upppfærsla þessa nýja verks. Tveir gestadansarar koma til landsins til að dansa I sýning- unni. Þórarinn Baldvinsson, Islenskur dansari, sem starfar i Bretlandi i Minerva ballett- flokknum og dansaði hér siðast aðalhlutverk i Coppeliu, og einn aðaldansari Bolshoiballettsins I Moskvu, Maríus Liepa. tslenzki dansflokkurinn tekur þátt i sýningunni, svo og nemendur úr Listdansskóla leikhússins: auk þess leikararnir: Bessi Bjarna- son Sigmundur Orn Arngrimsson og Ölafur Thoroddsen. Mjög mikil að- sókná Sand- kassann: Auka- sýning á mánu- dag Leiklistarsvið Menntaskólans viö Tjörnina hefur að undanförnu sýnt Sandkassann eftir Kent Anderson við gifurlega góða að- sókn. Fólk hefur þurft frá að hverfa vegna plássleysis, þrátt fyrir að lausum sætaröðum hafi vcriö bætt við á öllum sýningum. Þrjár sýningar voru á Sand- kassanum um siðustu helgi I Breiðholtsskóla, en skólinn tekur um 230 manns f sæti. Vegna mik- iilar aðsóknar hefur verið ákveöið að efna tii aukasýningar á leik- ritinu, næstkomandi mánudags- kvöid ldukkan 8.30 en það veröur jafnframt siðasta sýning leiksins. —AB wMM MM Iff iy9w%jB M og betri vegir Verdtryggö happdrættisskuldabréf í J fiokki eru til sölu nú. DregiÖ í fyrsta skipti 15. júní n.k. Vinningaskrá: 5 vinningar á kr. 1.000.000 kr. 5.000.000 5 vinningar á kr. 500.000 kr. 2 500.000 100 vinningar á kr. 100.000 kr. 10.000.000 750 vinningar á kr. 10.000 kr. 7.500.000 860 vinningar Samtals kr. 25.000.000 Þú hefurallt að vinna. Bréfin fást í bönkum og sparisjóðum um land allt og kosta 2500 krónur. .pVMhi j. SEÐLABANKI ÍSLANDS

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.