Alþýðublaðið - 02.04.1977, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 02.04.1977, Blaðsíða 7
. œ" Laugardagur 2. april 1977. VIÐ Fimm ára snáði úr Þykkva- bænum vann Kanaríeyjaferð Haflifti Pálsson, fimm ára tekur vift verftlaunum sinum f samkeppni Samvinnutrygginga úr hendi Brunos Hjaltesteft, aftstoftarframkvæmdastjóra Samvinnutrygginga. Foreldrar Haflifta, Steinunn Adólfsdóttir og Páil 0. Hafliftason standa sitt hvoru megin vift hann og Böftvar Valgcirsson fram- kvæmdastjóriSamvinnuferfta hf. er einnig viftstaddur og svaraftihann fyrstu spurningum um hvaft Haf- lifti eigi nú f vændum f Kanarieyjaferft fjölskyldunnar f október. Hann Hafliði Pálsson i Þykkvabæ f Rangárvallasýslu datt heldur betur i lukkupottinn á dögunum. Hann sendi inn svör viö spurningum i umferftarsam- keppni Samvinnutrygginga, en að sögn hans sjálfs naut hann góftrar aðstoðar systkina sinna og foreldra við að finna lausnir á þrautunum sem fyrir voru lagðar. Þegar svo dregið var um vinninginn i samkeppninni, reyndist það vera lausn Hafliða Pálssonar og hlýtur hann þvi að launum þriggja vikna dvöl á Kanarieyjum á vegum Sam- vinnuferða hf. Mun Hafliði, sem aðeins er 5 ára, fara i utan- landsreisuna i október i haust og mun hann njóta fylgdar foreldra sinna, Steinunnar Adólfsdóttur og Páls O. Hafliðasonar i Búð I Þykkvabæ. Búist er við þvi að einnig sláist i förina fleiri syst- kin Hafliða. Viðstaddir úrdrátt úrlausn- anna voru: Jónas Thoroddsen, borgarfógeti og dómnefndar- menn samkeppninnar, þeir Guðni Karlsson, forstöðumaður Bifreiðaeftirlits rikisins, Sig- urður Agústsson, fulltrúi Umferðarráðs og Sturla Þórð- arson, fulltrúi Lögreglustjórans i Reykjavik. —ARH F ramhaldssagan F órnar- lambið — Ég veit það ekki, en bóka- vörðurinn sagði, að þú hefðir pantað hana. Liður þér betur? — Já, þakka þér fyrir! En ég er orðin þreytt á að liggja i rúminu ogég skilekki, hvers vegna lækn- irinn villekki hleypa mér á fætur. — Það munaði nú minnstu, að þúfengirlungnabólgu! Ég heyröi hann segja það við mömmu, en það ernú þér sjálfri að kenna! Þú áttir ekki að rifast við Sebastian. Drúsilla svaraöi engu og Katrin yppti öxlum um leið og hún fór. Drúsilla tók upp bókina og það fór hrollur um hana. Bókin hét „Elsku, litla vina” eftir Selinu Saffron.Húnvirtibókina fyrirsér meft tárin i augunum. Mikift ósk- aði hún heitt, að Sebastian hefði aldrei skrifað hana. Þá væru þau enn trúlofuð og heföu gengið i hjónaband eftir viku. En bókin hafði gengið svo vel.... Hún hafði lesið mjög góða ritdóma um hana, en ákveðið að lesa hana aldrei. Hún andvarpaði og hallaði séraftur á koddana. Hún gæti svo sem lesið einn eða tvo kafla fyrst Katrin kom með hana. Hún hafði beðið Sebastian um áritað ein- tak, þegar bókin kom út, en hann neitaði og sagði, aö hún yrði ekki hrifin af henni. Hún byrjaði að lesa og þaft fór aftur hrollur um hana, þegar hún hafði lokið fyrsta kafla. Hetjan, Anthony, var auðsýnilega Sebastian, ekki siður en Linnet, var auðsýnilega Drúsilla. Hann lýsti henni svo lifandi, að henni varð óglatt. Sólbrúnni húöinni, skökkum tönnunum, staminu, grönnu vaxtarlaginu... engan ágalla hafði Sebastian látið óskiptan. Þessi óásjálegi, litli erfingi og hetjan glæsilega... hvers vegna hafði hún ekki getið sér þess til? Sebastian hafði ekki hugsað um hana og annast hana af vinsemd einni saman, heldur tilað nota hana sem aðalpersónu i bók. Drúsillu sveið í vangana, meðan hún hélt lestrinum áfram... las um nóttina i skógin- um, um viðræðurnar við fjár- haldsmann Linnets... en nú las Drúsilla jafnframt i huga Sebastians. Hún gat naumast tára bundist af auðmýkingu, þeg- ar hún las um skelfingu hans og ótta, þegar hún lýsti yfir, að hún væri fús til að giftast honum. Hana langaði mest til að henda bókinni frá sér, en hún var svo lif- andi skrifuð, að hún hélt henni bergnuminni, þó að hún hataðist við höfundinn og værihonum reið. Sebastian hafði bætt ýmsu inn, sem aldrei hafði komið fyrir, og sumt var svo fyndið, að Drúsilla hefði skellihlegið, ef hún heföi ekki verið aðalpersónan sjálf. Nú fann hún aðeins til meðaumkunar með „Eslku, litlu vinu”, sem hag- aði sér svo heimskulega. Þó undarlegt megi virðast sat Sebastianog ásakaðisjálfan sig á sömu stundu.Hannsateinn heima hjá sér og var aö lima blaðaúr- klippur I úrklippubók. Hann hafði verið svo yfir sig hrifinn af viðtökunum i fyrstu, en nú var hann næstum þvi reiður bókinni. Hann gat ekki losnað við þá til- hugsun, að hann hefði brugðizt Drúsillu. Hún hafði verið fórnar- lamb hans. Hann hafði tvisvar reynt að skrifa henni, en rifið bréfið i bæði skiptin. Hvað hafði hann að segja? Að hann vildi enn kvænast henni? Það vissi hún. Hann hafði ekki beðið um frelsi, hún hafði sagt honum upp. Hæðnislegt, að hún komst að þessu skömmu fyrir brúðkaupið. Fyrir mánuði eða svo hefði hann eftir JAN TEMPEST Afsláttur á sumarferðum Stjórnir Verzlunarmannafélags Reykjavikur og Landssam- bands islenzkra verzlunarmanna, hafa samið við ferðaskrif- stofurnar Sunnu og Samvinnuferðir um 6.000 kr. afslátt, fyrir félagsmenn og fjöhskyldur þeirra I sumarleyfisferðir. 50% af- sláttur er veittur fyrir börn innan 12 ára. Farift verftur til: Costa Brava, Costa Del Sol, Dublin, Grikk- lands, Krítar Mallorca. Allar nánari upplýsingar veita feröaskrifstofurnar, Sunna í sim- um 16400, 12070, Samvinnuferðir i sima 27077 Verzlunarmannafélag Reykjavikur, Landssamband islenzkra verzlunarmanna m flrður til hluthafa Samkvæmt ákvörðun aðalfundar Verzl- unarbanka Islands hf. þann 26. marz s.l. verður hluthöfum greiddur 13% arður af hlutafé fyrir árið 1976 frá innborgunardegi að telja. Greiðsla arðsins hefir verið póstlögð i ávisun til hluthafa. Verði misbrestur á móttöku greiðslu eru hluthafar beðnir að hafa samband við aðalgjaldkera bankans. Reykjavik, 1. april 1977, Verzlunarbanki íslands hf. frá Póst- og símamálastjórninni Að gefnu tilefni viíl Póst- og simamála- stjórnin vekja athygli á þvi, að samkvæmt reglugerðarákvæði er óheimilt að hylja með ógagnsærri hlifðarkápu upplýsingar, sem prentaðar eru á forsiðu og baksiðu kápur simaskrárinnar. Póst- og simamálastjórnin. Volkswageneigendur Höfum fyrirliggjandi: Bretti — Hurftir —Vélarlok — vJeymslulok á Wolkswagen i allfiestum litum. Skiptum á einum degi meft dagsfyrirvara fyrir ákveftift verft. Reynift viftskiptin. Bilasprautun Garðars Sigmundssonar. Skipholti 25 Simar 19099 og 20988. AUGLÝSING KOSTABOÐ á kjarapöllum KJÖT & FISKUR B reiðholti Siiili 7 12(10 — 7 1201 AS^ © sx" PÖSTSENDUM TRULOFUNARHRINGA Jloli.inots Imsson t.iiiB.mtai 30 é'iim 10 200 Dúnn Síðumúla 23 /ími 64000 Heimiliseldavélar. 6 litir - 5 gerðir Yfir 40 ára reynsla Rafha við Óðinstotg Símat 25322 og 10322 Loftpressur og traktorsgröfur til leigu. Véltækni h/f Simi á daginn 84911 á kvöldin 27924

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.