Alþýðublaðið - 02.04.1977, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 02.04.1977, Blaðsíða 1
Mengun frá álverinu jafnmikil í nágrenni þess og í kerskálanum: Búseta bönnuð í Straumi Heilbrigðisráð Hafnarfjarðar hefur sent frá sér ályktun þess efnis, að það geti ekki lengur leyft bú- setu í nágrenni við ál- verið i Straumsvik. Segir i ályktuninni, að Pétur Sigurjónsson forstöðumaður Rann- sóknarstofu iðnaðar- ins hafi á fundi með ráðinu skýrt frá þvi, að mengun i and- rúmslofti næsta ná- grennis staðarins geti undir vissum kring- umstæðum verið jafn- mikil eða meiri en á starfsvæðinu inni i kerskálunum. Pétur Sigurjónsson sagBi i viðtali við blaðið i gær, að það sem hér væri um að ræða væri búseta i Straumi. Það húsnæöi hefði verið leigt út fram til þessa af eiganda þess, heild- sala í Reykjavik, og oft verið þarna fjölskyldur til heimilis. Staðurinn væri hins vegar litt aðlaðandi til búsetu, þar sem i hægu veðri og sérstakri vind- átt safnaðist öll mengun úr ál- verinu yfir staðinn. — Þegar áætiað er hættu- mark mengunar á starfsfólki i verksmiðjunni, er miðað við 8 stunda vinnudag. Hins vegar er fráleitt að fólk sé allan dag- inn f þessu andrúmslofti, sagði Pétur. — Enda hefur Hafnar- fjarðarbær nóg af lóðum og ástæðulaust að iáta fólk búa þarna. Þá sagði Pétur aöhjá Rann- sóknarstofnun iðnaðarins væru nú til rannsóknar bein úr kjúklingum af alifuglabúi sem starfrækt hefur verið I Straumi. Kvaöst þó ekki trú- aður á að þar yrði um eitrun að ræða, það sem um aðkeypt fóöur væri aö ræða. Heilbrigðisráð Hafnar- fjarðar hefur itrekað varnaðarorð sin vegna berja- tinslu i næsta nágrenni álvers- ins og bendir á, að skola beri öll ber og allt kálmeti vel fyrir neyzlu. Þá hefur Heilbrigðisráöiö fariö þess á leit við Heilbrigöiseftirlit rikisins, að þegar farið verður i mælingar á mengun i andrúmslofti i ker- skálunum þá fari jafnfram t fram ámóta könr.un á lofti i næsta nágrenni álversins, meðal annars með tilliti til væntanlegrar starfrækslu hafnar og hugsanlegra iðn- aðarumsvifa á svæðinu. —hm. Öryrkjar greiða fullan söluskatt — en leigu- og sendibflstjórar ekki Eins og blaðið skýrði frá i gær, þurfa öryrkjar að greiða fullan söluskatt til rikisins af þeim bif- reiðum sem þeir kaupa. Samkvæmt upplýsingum sem blaðið aflaði sér á Tollstjóra skrif- stofunni, eru bæði sendi- og leigubif- reiðar undanþegnar söiuskatti, sem nemur niðurfellingu tolla á bifreiðunum. Geta þær verið tvenns konar þ.e. heilar og hálfar eftir- gjafir. Ef um heila eftirgjöf er aö ræöa, greiöirkaupandi 40% toll en fær 50% gefin eftir. Hann þarf ekki að greiða sölu- skatt af þessum 50% og fær auk þess gefin eftir helming bifreiðagjaldsins. Oryrkjar þurfa hins vegar að greiöa soluskatt af niðurfellingunni, eíns og áður sagði. Þarna virðist þvi vera um talsvert ósamræmi aö ræöa þvl segja má með sanni að bif- reiðar öryrkja flokkist ekki siður undir atvinnutæki, en leigu- og sendibifreiöar, þar sem þær gera þeim kleift að stunda atvinnu fjarri heimilum sinum. —JSS Sóknarkonur vinna allt ad 53 stunda vinnuviku Hag hinna lægst launuðustu hefur oft verið illa komið, en þó liklega aldrei eins og nú. Þannig þarf lág- launafólk að vinna meira en fjörutiu stunda vinnuviku, til þess eins að endarnir nái saman. Þessar upplýsingar koma m.a. fram i könnun, sem gerð var á högum Sóknarkvenna. Hefur blaðið áður birt hluta niðurstaðanna. 43,7% þeirra kvenna er þátt tóku I könnuninni, reyndust vera einhleypar. Meðalvinnu- timi þeirra var 37.4 stundir að jafnaði, en af 52 konum unnu 27 40 stundir á viku, 9 konur unnu meira en 40 stundir og 9 konur unnu skemur.Skv* töflu, sem sýnir vinnutimann eins og hann dreifist á aldursflokka, kemur I ljós, að aldurshóparnir frá 21-40 " ára vinna lengstan vinnutlma. Vinnustundum viröist þó litið fækka með aldrinum. Meðal- tekjur einhvleypra kvenna voru 66.704, og i mörgúm tilfellum þarf þessi upphæð að nægja til framfærslu fleiri en eins manns. Meðalvinnutimi giftra kvenna var 31.9 klst. á viku. Af þeim 63 konum sem gáfu upplýsingar, unnu 26 eða 41.3% fullan vinnu- dag þ.e. 40stundir á viku. 2 kon- ur unnu meir en 40 stundir, önn- ur 48 klst og hin 53 stundir. \ 1 A Varðandi aldurskiptingu er það segja að konur á aldrinum 31-40 ára vir- tust vinna skemmstan vinnu- dag. Má ætla aðá þeim aldri séu konur hvað uppteknastar af barnauppeldi, og heimilisstörf- um, og hafi þvl ekki tök á að vina lengri vinnudag. Meðalvinnutimi maka Sóknarkvenna var 46.6 stundir og meðaltekjur 95.252 kr. Loks má benda á þá athyglisverðu staðreynd, að á 70% heimila giftra Sóknarkvenna í úrtakinu, unnu bæði hjónin að meðaltali nær fullan vinnudag, eða tæpar 40 stundir á viku. Meðaltekjur einstaklings voru kr. 74.165 á mánuði, og þvi þurfa hjón að brauðfæöa sig og börn sin fyrir rúm 148 þúsundir króna á mán- uði. —JSS V'v Það leynir sér ekki, þegar litið er við i verzl- unum, að páskarnir eru á næsta leiti, þvi þar gefur að lita falleg páskaegg i löngum röð- um. En það eru fleiri farnir að búa sig undir páskana en verzlunareigendur, og meðal þeirra er þessi ungi maður i Hliðarskóla. BANNAÐ AÐ SELJA VÍTISÓDA — nema yfir búdarbordid Framvegis verður bannað aðselja vitisóda i kjörbúðum þar sem viðskiptavinir geta sjáifir tekiö vörurnar. Vill Heilbrigðiseftirlit rikisins þvi mælast til þess að kjör- búðir þær sem hafa vitisóda til sölu, geymi hann á trygg- um stað og afgreiði hann til viðskiptavina yfir búðar- borð. ^ O 0 Q . °

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.