Alþýðublaðið - 02.04.1977, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 02.04.1977, Blaðsíða 6
Laugardagur 2. aprfl 1977. SSfir 6 SJðNARMIÐ Oddvar Nordli, forsætisráb- herra Noregs. Norska Verka- mannaflokknum hefur nýlega bætzt álitlegur liðsauki vegna þeirrar hættu, sem talin er á, að ihaldsflokkarnir norsku, Hægriflokkur- inn, Miðflokkurinn og Kristilegi þjóðaflokk- urinn, sæki fram til for- ráða i Noregi eftir næstu kosningar. Eins og er hafa 11 manns, karlar og kon- ur, sem hafa látið til sin taka i norsku þjóðlifi á margan hátt, en ýmist hafa aldrei verið flokksbundin, eða slitið samvistum við aðra flokka, tekið þá ákvörðun að berjast hart og opinberlega fyrir framgangi Verka- mannaflokksins. Hér er um að ræða verkalýðsleiðtoga, kennara, æskulýðsfull- trúa, fulltrúa kvenrétt- indasamtaka, leikara og blaðamenn. Frjáls samtök Þessi samtök eru frjáls, en hafa á stefnuskrá sinni, aö efla og styrkja þaö eina afl, aö þeirra áliti, sem fært er um, aö vernda norskt stjórnmálallf fyrir hugsanlegri hægri sveiflu. Keidulf Steen formaöur norska jafnaöarmanna flokksins Samtökin vinna aö þvi, aö hagnýta sambönd sin i norsku þjóölifi, til þess aö hvetja eldra og yngra fólk til þátttöku i þjóö- málum og umfram allt kosning- um, og hjálpa á þann hátt Verkamannaflokknum til frek- ari uppbyggingar þeirrar fé- lagsmálastefnu, sem hann hefur með höndum. Allir eru forkólfar samtak- anna á einu máli um, aö sigri hægri öflin, veröi færöur þröskuldur i farveg þeirrar fé- lagsmálaþróunar, sem þeir telja hina réttu. Efalaust er talið, aö ennþá eigi margir áhrifamenn eftirað slást i félagsskapinn, og þess muni verulega gæta i næstu kosningahrlö. Alþýöublaðiö sendir bræöra- flokknum norska heillaóskir með þennan nýja liösauka. Litlar líkur á stofnun sambands- ríkis í Belgíu — vegna klofnings þjóðarbrotanna Litlar likur á, að beigisku þjóöarbrotin sameinist um stofnun sambandsríkis eftir næstu kosningar. Gamansagan af Grimi Thomsen Alkunn er sagan af tilsvari Grims Thomsens i veizlu i Kaupmannahöfn, þegar viröu- leg sendiherrafrú frá Belgiu spuröi hann aö þvi, hvaöa mál þeir eiginlega töluöu úti á ís- landi, og skáldiö svaraði af bragöi: ,,Nú, þeir tála náttúr- lega belgisku!”. Tungumál og þjóðerni 1 147 ára sögu Belgiu sem sér- staks rikis hefur jafnan staðiö deila um tungumál, þjóðerni og trúarbrögð. Stundum hefur hitnað verulega i kolunum, en dregið úr aftur, og þá gjarna vegna annarrar misklföar, sem upp hefur komiö. Um tungumálin er þaö aö segja, aö ibúar noröurhlutans tala nokkurskonar mállýzku, sem kalla mætti niðurlenzku og skyld er þýzku, en ibúar suöur- hlutans franska mállýzku, vallónskuna, auk þesssem sum- ir tala, sem næst frönsku, eins og gerist m.a. i Briissel og um- hverfi að hluta. En ekki nóg meö þaö. Geðslag ibúanna er taliömjög ólikt, þar sem Flandrarnir I noröurhlut- anum eru taldir nokkru blóö- kaldari, ef svo mætti segja, en Vallónarnir i suöurhlutanum. Hvaö eftir annaö hafa komiö fram hugmyndir um einskonar sambandsriki þessara óliku kynþátta, i staö þess aö þeir hafa veriö og eru sameinaöir i ósundurgreint riki. Þó hefur enn Leó Tindemann forsætisráð- herra og leiðtogi kristilegra sósialista. íSy'ANT WERPEN '/■ wmm. '/////O&v-////, 'tf7//y///y//Á ; FXj A N D E R N ' /■ '////////'/' ^vlimburgv '■/////jL, •//■ '/) ////// —j'VFLANDERN //'■& RABANT l«pen .• L Ú T T l c h:\: >>\kENNEGAU%\ :N\Av M\U>R Á>X\\:LUXEMBURGC>- GROSS- HERZOGTUM ’4*' \ LUXEMBURG ***-. Izndíigrfnjen _____ Provinzgremen ¥/2 Miederlandifchr, Jprachgebiet frwosisches Sprichyebiet ES23 Zweisprachige Agglomeration i-' : .-T3 Deiuchei Sprachflebiel Luxcmburg j ekki oröið úr alvarlegum aö- geröum. Annars er taliö aö belgisk stjórnmál séu hreinasta kross- gáta, þar sem mismunandi sjónarmiðum ægir saman i staö heföbundinna stjórnmálaskoð- ana, sem yfirleitt er aö finna sem grunn undir stjórnmálum i öörum Evrópulöndum. Þetta kemur meöal annars fram i þvi, aö I landinu eru þrjú stéttar- sambönd verkalýðsins! Dularfullt ástand Allt þetta gerir stjórnmálaá- standiö enn dularfyllra og tor- skýröara en viöast annarsstaö- ar. Til þess aö nokkuö sé nefnt, var kveikjan I afsögn stjórnar Tindemanns, formanns kristi- legra sósfalista, deilur um tungu og þjóöerni. Allarllkur benda þó til, aö lfn- urnar i kosningunum, sem á- kveðnar eru þann 17. april n.k., liggi alls ekki eftir þjóðernis- leiðum eöa tungumálafarveg- um. Flestir telja, aö atvinnuá- stand, veröbólga og óróleiki á vinnumarkaðnum almennt, muni þjappa hinum sundurleitu verkalýössamböndum óvenju vel saman. Hver yröi niöurstaö- an af þvi, er bágt aö segja. Stjórn Tindemanns, sem studd var af flokki hans meö 72 þingsætum og fhaldssama Framsóknarfl., haföi ekki meirihluta í þinginu, en liföi á samningamalli, sem ekki var alltaf auövelt, gerir sér von um meirihluta i næstu kosningum. Enþarkunna slæleg vinnubrögö stjórnarinnar, aö dómi launa- manna, aö setja strik í reikning- inn. Og þrátt fyrir þaö, aö sam- kvæmt skoðanakönnunum, sem nýlega hafa fram fariö, telji um 67% af Belgum stofnun sam- bandsrlkis hina mestu nauösyn, geti kosningarnar snúist um allt annaö, hljóti raunar aö gera það! 1 þessu kraðaki öllu hafa ibú- ar BrUssel og umhverfis tals- veröa sérstööu. Þeir fylgja raunar hvorugum þjóöernis- hlutanum, vilja eiga gott við báöa og halda sinrn höfuö- borgaraöstööu, sem raunar virðist ekki vera i hættu. Hinir sem næst frönskumæl- andi ibúar BrYlssel hafa komið sér þannig fyrir, aö þeir ráöa i höfuöborginni, og kæra sig koll- ótta um, hvort landiö yröi sam- bandsriki, eöa ekki. Þessi af- staöa þeirra eykur meöal ann- ars ekki svo litiö á óvissu næstu kosningaúrslita.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.