Alþýðublaðið - 02.04.1977, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 02.04.1977, Blaðsíða 12
Snælaugur Stefánsson formaður Alþýðuf lokksfélags Akureyrar Bjarni Sigtryggsson ritstjóri Alþýðumannsins Aðalfundur Alþýðu- flokksfélags Akureyrar var haldinn 19. marz i fundarsal félagsins að Strandgötu 9. Auk venjulegra aðalfundar- starfa var á dagskrá fundarins greinargerð um Alþýðumanninn og ráðning nýs ritstjóra. Steindór Gunnarsson, for- maður félagsins, baöst undan endurkjöri og var Snælaugur Stefánsson kosinn i hans stað. Aðrir i stjórn eru: Hjörleifur Hallgrims varaformaöur, Ing- var Ingvarsson, ritari,Jóhannes B. Jóhannesson, gjaldkeri, og Bárður Halldórsson, meðstjórn- andi. Blaðstjórn og Alþýðumaðurinn. I blaöstjórn voru kjörnir: Báður Halldórsson, Þorvaldur Jónsson, Sigurður Oddsson, Hjörleifur Hallgrims og Stefán Matthiasson. Formaður blaðstjórnar, Bárður Halldórsson, gerði grein fyrir rekstri og afkomu Alþýöu- mannssons. I ljós kom, að út- gáfa blaðsins var stopul á siö- asta ári, en samt tekizt að grynna mjög á skuldum, og má segja, að hagur blaðsins sé nú þokkalegur. Fjársöfnum til styrktar blaðinu stendur nú yfir og hefur gengið vel. Sagði Bárður, að ætla mætti að nú væru búið að treysta eins vel og aðstæöur leyfðu fjárhags- stöðu blaðsins. Nýr ritstjóri hefði verið ráðinn aö blaðinu, Bjarni Sigtryggsson, áður blaðamaður við Alþýöublaðið. Kvaðst Bárður binda miklar vonir við hann og taldi, að ekki hefði fyrr verið gengið eins vel frá málum við undirbúning á út- gáfu blaðsins. Bjarni kemur til starfa við blaðið strax eftir páska. Nokkrar umræður urðu um blaðamálið. Að lokum urðu miklar um- ræður um tillögur reglugerðar- nefndar um prófkjör og virtust menn á einu máli um að styðja tillögur þeirra Vilmundar Gylfasonar, Baldvins Jónssonar Snælaugur Stefánsson ný- kjörinn formaöur Alþýöuflokks- félags Akureyrar. og Sighvatss Björgvinssonar um tilhögun prófkjörs. Látlaus og erfið vinna. Nýkjörinn formaður, Snæ- laugur Stefánsson, ávarpaði fundarmenn aö lokum og sagði meðal annars: „Til að ná ár- angri i pólitik þarf að koma til látlaus og erfiö vinna. Slikt tekst bezt með samfelldri vinnu sem flestra. Berjumst gegn forrétt- indum og gegn spillingu og komum þvi til leiöar að hverjum þegni þjóöfélagsins verði tryggt Bjarni Sigtryggsson ritstjóri. aö geta lifað lifinu með mann- legri reisn. Vinnum að þvi að gera þjóðfélagið allt i senn, — siðaðra, réttlátara og betra. Ef við vinnum saman er fátt, sem við getum ekki áorkað með margskonar samstilltum átökum. Verum minnug þess, að það að vera jafnaðarmaður er að hafa obilandi trú á jafn- rétti allra i þjóðfélaginu og styðja alltaf þá, sem eru litils- megandi I lifsbaráttu þeirra”! Boðað var til framhalds- aðalfundar um reikninga fé- lagsins 26. marz og voru þeir þar endanlega samþykktir. Kraf la og hringvegurinn Það hefur margoft komið fram, að ef leyfi hefði fengist til að full- klára Laxárvirkjun með þeirri stiflugerð sem ráð var fyrir gert, hefði sú virkjun full- nægt orkumarkaði Norðurlands næstu ár- in. Hefði Kröfluvirkjun þá aldrei farið af stað, að minnsta kosti ekki með þeim hætti sem raun varð á. Ennfrem- ur hefði lagning byggðalinunnar getað beðið um nokkur ár. Ekki er fjarri lagi að ætJa að Kröfluvirkjun munikosta um 10 mill- jaiða króna ef ekki meira og lagning byggðalinunnar mun kosta um 2 milljarða. Sömuleiöis má leiða llkur að þvi að það hefði kostað um 1 milljarð króna miðað við nú- gildandi verðlag að fullgera Laxárvirkjun. Af þessu má sjá að þarna er um að ræða 10-11 milljarða króna aukakostnað sem þjóðar- búið hefur mátt þola eða mun þola vegna stöðvunar fram- kvæmda við Laxá. Vissulega er þetta stór upp- hæð sem kæmi sér vel I dag. Tökum sem dæmi vegamálin. Samkvæmt skýrslu sem Rann- sóknarstofnun byggingar- iðnaðarins gaf út I júll 1976 kostaði hver ferm. af ollumöl 600 krónur miöað við verðlag þá um vorið. Innifalin I þessu veröi voru steinefni, bindi og blöndunarefni til oliumalar- gerðarinnar auk kostnaðar við útlagninguna. 1 veröinu er ekki gert ráð fyrir kostnaöi vegna undirbyggingu veganna, flutningi á efni né uppsetningu tækjanna. Hvað ætli væri hægt að þekja stóran hluta af hringveginum með oliumalarlegi fyrir þann pening sem sparast hefði ef lokið hefði verið við Laxárvirkj- un eins og ráð var fyrir gert i upphafi. Það stappar nærri að vera 1400 km sem á vantar að allur hringvegurinn sé lagður varan- legu slitlagi. Miðað við 7 m. breiðan og 1400 km. langan veg og 600 kr. á hvern ferm. af oliu- möl mundi það kosta um 5,8 milljarða að þekja hringveginn ollumöl miðað við það verðlag sem gilti fyrir ári siðan. Ef miðað er við 30% verðbólgu siðan þá, nálgast þessi tala 7.5-8.0 milljarða króna. Eigum við þá enn eftir 2,0-3.5 milljarða króna til að hafa eytt öllu þvi fé sem stöðvun framkvæmda við Laxá hefur kostað þjóðina. Ekki er fjarri lagi að ætla aö það fé færi langt með að standa straum af undirbyggingu titt- nefnds hringvegar ef stefnt væri að þvi að gera hann sem ódýr- astan og ekki væri gert ráð fyrir að skornar væru af allar beygj- ur sem nú eru á veginum. En eins og kunnugt er hefur verið lögð mikil áherzla á það i vega- gerð á Islandi siðustu ár aö út- rýma beygjum og bugðum. —GEK Skipulag hafís- og snjóflóða- rann- sókna — verði í Eyjafirði í greinargerð frá Visindafélagi Norðlendinga segir meðal annars að is- lendingar hafi orðið þess áþreifanlega varir siðustu ár að náttúruöfl hafi valdið þjóðinni þungum búsifjum sem hún hafi ekki verið við- búin að mæta rneðal annars vegna skorts á gagnasöfnun og rann- sóknum. Visindafélagið vill benda á að dreifing náttúrufyrirbæra i land- inu er á þann veg að snjó- flóð skriðuföll og hafiskomur séu tiðastar á Vestfjörðum,Norður- landi og Austfjörðum og önnur fyrirbæri er tengzt gætu rann- sóknum á snjóflóðum og hafis, eru algengust við noröanvert landið, svo sem berghlaup jökla- rannsóknir, rannsóknir á þúfu- myndun og fleira. Vill Visindafélagið þvi benda á að lítil skynsemi virðist vera I þvi hjá Rannsóknaráði rikisins að setja fram tillögur um að skipu- lag snjóflóöa- og hafisrannsókna verði valinn staður I Reykjavik viðsfjarri rannsóknarefninu. Hætt sé við að það komi niður á rannsóknarefninu aö þær stofn- anir sem eitthvað hafi fengist við rannsóknir á þessum fyrirbærum séu yfir hlaðnar störfum. í tilefni af skýrslu rannsókna - ráös vill Visindafélagiö leggja til eftirfarandi: 1. Komið verði á fót sérstakri rannsóknastofnun sem annist rannsóknir á snjóflóöum, skriðuföllum og berghlaupum svo og ýmsum áhrifum frosts I jarðvegi svo sem kali þúfu- myndun, rústamyndun og jarð- skriði. Framhald á bls. io. LAUGARDAGUR 2. APRÍL 1977 alþýðu blaðið Tekiö eftir: Að nú viröist horfa tilalgjörrar auðnar á ritstjórn Timans. Blaðið tilkynnti i gær, að einn hæf- astí blaðamáöur' þess, Frey- steinn Jóhannsson, hefði látið af störfum, hætti nú um mánaðamótin. Frey- steinn mótaði fréttaskrif blaðsins, þegar þau voru hressilegust, en hann var siðan fenginn til að taka viö Heimilis-timanum. Litt mun honum hafa llkað vist- in þar, og nú er hann sem sagt hættur Eins og alþjóö er kunnugt hætti AlfreðÞor steinsson fyrir nokkru á blaöinu, og ekki er vitaö að nokkur hafi komið i hans stað. Ritstjórnin er fremur fáliðuð, og er þaö næsta undravert að blaðið skuli hafa komið út i fullri stærö að undanförnu. * Tekið eftir: Að i þessum dálki urðu mistök i fyrra- dag. Sagt var, aö verðlags- nefnd hefði samþykkt hækkun á áskriftaverði dagblaðanna. Þetta er ekki rétt. Málinu var frestaö, en verður tekið fyrir fljótlega aftur. Eru allar likur á þvl að blööin hækki i 1300 til 1400 krónur á mánuði, en á- skriftarverðið er nú 1100 krónur. Séð: Að Alþýðublaðið helg- aði 1. april þrjár fréttir. A forsiðu var greint frá þvi, að leyft hefði verið aö reisa einbýlishús i Grjótaþorpi. Þetta er auðvitað fjar- stæöa. Birt var mynd af glæsilegu einbýlishúsi, sem er að risa, en ekki i Grjóta- þorpinu. — Þá var á bak- slðu sagt frá þvi, að i Svarfaðardal hefði fundist bær Bakkabræðra. Gár- ungar hafa bent blaðinu á, aö eölilegra hefði verið að benda á hús nokkurt við Lækjartorg, þar sem rikis- stjórnin heldur fundi sina og lokar úti kuldann. í þriðja lagi var frétt um að sterkur bjór heföi af mis- tökum komist i umferð i Reykjavik.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.