Alþýðublaðið - 23.09.1977, Síða 4

Alþýðublaðið - 23.09.1977, Síða 4
4 Föstudagur 23. september 1977 tJtgefandi: Alþýðuflokkurinn. Rekstur: Reykjaprent hf. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Arni Gunnarsson. Aðsetur ritstjórnar er i Siöumúla 11, simi 81866. Augiýsingadeild, Alþýöuhúsinu Hverfisgötu 10 — simi 14906. Askriftarsimi 14900. Prentun: Blaðaprent h.f. Askriftarverð: 1300 krónur á mánuði og 70 krónur i lausasölu. . _ r Verkamannabústadir og ríkisstjórnin Þótt Alþýðuflokkurinn sé ekki stór né f jölmenn- ur flokkur hefur honum tekist að hrinda í framkvæmd mörgum veigamestu framfara- málum þessarar þjóðar. Oll eru þau runnin af hinni einu og sömu rót lýðræðis-sósíalisma og verkalýðshreyf ingarinn- ar. Ekki skaðar að skyggnast til fortíðar og minnast á almannatrygg- ingar, bæjarútgerðir, verkamannabústaði, þjóðareign landsins og lýðræði í efnahags- og at- vinnumálum. Er þá margt ótalið. Fyrsta löggjöfin um verkamannabústaði var sett vorið 1929 af Alþýðu- flokki og Framsóknar- flokki gegn hatursfullri andstöðu Sjálfstæðis- f lokks. Vorið 1970 var sett ný löggjöf um verka- mannabústaði, og var það Emil Jónsson, þáverandi félagsmálaráðherra Alþýðuf lokksins, sem gekkst fyrir samningu hennar og setningu. Síðan hef ur mikið verið byggt á grundvelli þessarar lög- gjafar. Heita má að f ulllokið sé smíði 308 íbúða í 1. áfanga verkamanna- bústaða í Reykjavík, og hafa þær flestar verið teknar í notkun. Ætla má, að þar muni búa 12—1500 manns. Fyrir skömmu voru svo hafnar framkvæmdir við smíði 2. áfanga verkamanna- bústaða í Reykjavík. f þeim áfanga verða reist- ar 216 íbúðir og mun væntanlega 800 til 1000 manns fá þar vandað og gott húsnæði. Þegar borgarstjórinn í Reykjavík tók fyrstu skóf lustunguna að þess- um húsum fyrir skömmu, hefur hann væntanlega minnst haturs- og hæðnis- orða fyrri foringja Sjálf- stæðisf lokksins, sem þeir höfðu á hraðbergi vorið 1929, er Alþýðuf lokkurinn barðist á Alþingi fyrir setningu löggjafar um verkamannabústaði. Reynslan og sagan hafa sannað, að Alþýðuflokk- urinn hafði rétt fyrir sér, Sjálfstæðisf lokkurinn rangt. — Siðan gerðist það á Alþingi vorið 1970, að kommúnistar og framsóknarmenn réðust gegn Alþýðuf lokknum og sökuðu hann um að vilja leggja niður verka- mannabústaði, er hann barðist fyrir setningu hinna nýju laga, sem síðan hafa verið grund- völlur umfangsmikilla framkvæmda við smíði verkamannabústaða um land allt. Þá er tímabært að rif ja það upp, að í febrúar- mánuði s.l. gerði verka- lýðshreyf ingin tillögu um að verkamannabústaða- kerf ið yrði stórlega ef It. í kjarasamningunum á síðasta vori lofaði ríkis- stjórnin að gangast fyrir lagasetningu, sem tryggði fjölgun íbúða í verkamannabústöðum um land allt. Fjöldinn átti að nema þriðjungi allra nýrra íbúða á landinu. Þá átti að koma á fót nefnd, er skyldi undirbúa laga- setningu þessa efnis. Það sýnir vel áhuga ríkisstjórnarinnar, að enn i dag hefur nefndin ekki séð dagsins Ijós, þrátt fyrir það, að miðstjórn ASí hefur fyrir löngu tilnefnt fulltrúa sína í hana. Hefji nefndin ekki störf nú þegar er Ijóst, að löggjöfin verður ekki sett á því þingi, sem kemur saman í næsta mánuði. Og kannski er það einmitt ætlun ríkisstjórnarinnar að svíkja þetta loforð. — Annað mál er svo hvort verkalýðshreyf ingin lætur bjóða sér slíkt. Mál- efnið er mikilvægara en svo, að því verði leyft að liggja í salti. —AG OB YMSUM ATTUM Sigurður Jónsson bæjarfull- trúi í Vestmannaeyjum skrifar grein fyrir nokkru sem birtist i Dagblaðinu. Sigurður ræðir I grein sinni um nauðsyn þess, að kjósendur geti ráðið þvi hvaða einstaklinga þeir velji til setu i sveitarstjórnum. Eins og kunn- ugt er hafa flokkarnir sjálfir, eöa þröngar klíkur innan þeirra, ráðið öllu um uppstillingu list- anna, þannig að hinn óbreytti kjósandi verður oft að sætta sig við óæskilega fylgifiska ef hann ætlar að styðja tiltekinn flokk. Siguröur segir um þetta mál: ,,Að undanförnu hefur það nokkuð verið rætt I fjölmiðlum hvernig auka megi áhrif al- mennra kjósenda á val þeirra manna er veljast til þingsetu. 1 þvi sambandi hefur verið rætt um prófkjör sem leið til úrbóta, opið eða takmarkað viö skráða flokksmenn. Vissulega er hér stigið spor I rétta átt til að draga úr völdum fámennra hópa er telja sig eiga flokkana. Þá hefur þvi verið haldiö á lofti að æski- legt væri að kjósendur ættu kost á að raða frambjóðendum á list- um flokkanna eftir sínu höfði. Ýmsar fleiri hugmyndir hafa komið upp, sem miða að auknu frelsi kjósenda við Alþingis- kosningar. Vissulega er ástæða til aö fagna að loks skuli komin ein- hver hreyfing á þessi mál og lik- legt að flokkarnir láti undan verði þrýstingurinn nógu mikill. Tilefni þess að ég sting niöur penna er ekki befnt að ræöa um þessi mál, heldur hitt aö mér finnst umræður þessar um of hafa miðazt við að áhrif kjós- enda verði aukin við val manna á Alþingi. Að minu mati er ekki siöur mikilvægt að frelsi kjósenda verði aukið að miklum mun við val sveitarstjórnarmanna. Tengsl sveitarstjórnarmanna og kjósenda eru yfirleitt mun meiri heldur en þingmenn hafa við sina kjósendur. Þrátt fyrir það hafa kjósendur mjög tak- mörkuð áhrif á að ákveða hvaða aðilar veljast til setu I sveitar- stjórn. Litum aðeins á hvernig þess- um málum er nú háttað. Tökum sem dæmi bæjarfélag þar sem 9 fulltrúar eiga sæti i bæjarstjórn. Stjórnmálaflokkarnir raða 9 mönnum á lista og jafnmörgum til vara. Stundum eru þessir aðilar valdir i þröngum próf- kjörum, en oftar velur flokks- forystan þá sjálf og raðar þeim á lista eftir sinu höfði. Þegar að kjörborðinu kemur er þvi val hinsalmenna kjósanda æði litið. Aðeins er leyfilegt að kjósa einn lista. Otrúlegt er að kjósendur geti fundið 9 aðila á einum og sama listanum, sem þeir treysti bezt til að stjórna málefnum sinnar heimabyggðar. Og eins og margoft hefur komið fram hafa útstrikanir ekkert aö segja, þótt menn vildu breyta til á lista þeim sem kosinn er. Hér þarf að breyta og auka frelsið. Mun liklegra er að kjós- endur geti fundið þá 9 aðila sem þeir treysta bezt á fleirum en einum lista. Það er þvi min skoöun að nauðsynlegt sé að framboð til sveitarstjórna verði algjörlega einstaklingsbundin, en hægt sé að geta um flokks- aðild en þó ekki nauðsynlega. Allir sem áhuga hefðu á þátt- töku i stjórnun sveitarfélags sins ættu að geta boðið sig fram, ef þeir hefðu tiltekinn meðmæl- endafjölda. Engu máli ætti að skipta hvort flokksforystan legði blessun sina yfir framboð- ið eða ekki. Frambjóðendum yröi siðan raðað á einn lista. Hugsum okk- ur að þannig kæmi t.d. 50 nöfn. Kjósendur myndu úr þessum hópi velja þá 9 sem þeir teldu hæfasta til að sinna málefnum sveitarfélagsins. Breytingar I þessum dúr væru örugglega spor til bóta. Það verður einnig að teljast liklegra að með þessu móti myndu hæfari menn velj- ast til setu I sveitarstjórnum. Það er lika svo að þeir sem eitthvaö hafa kynnzt málefnum sveitarfélaga geta ekki annað en viðurkennt hve fáranlegt er að kjósa fulltrúa þeirra eftir flokkslistum.” —Bj Fyrir- spurn — til Fræöslu- ráðs Kópavogs Nýlega var Einar Bollason settur skólastjóri við Þingholtsskóla í Kópa- vogi í forföllum Guðmundar Hansen skóla- stjóra. Mér er sagt að Guðmundur Hansen skóla- stjóri hafi mælt með setningu Braga Þorbergs- sonar yfirkennara, enda gera grunnskólalögin ráð fyrir að yfirkennari taki við af skólastjóra í fjar- veru hans. Mér er sagt að Bragi hafi staðið sig vel í starfi. Hvaða ástæða liggur að baki ákvörðunar fræðsluráðs Kópa- vogs aö hunza tilmæli skóla- stjóra? Hvaða verðleika hefur Einar Bollason fram yfir Braga Þor- bergsson? Er ekki rétt aö Einar skorti réttindi sem Bragi hefur? Hvaða meðmæli frá fyrrverandi atvinnurekendum hafði Einar, sem orsökuðu þessa ákvörðun? Hilmar Jónsson, bókavörður, Keflavik

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.