Alþýðublaðið - 26.11.1977, Side 12
alþýðu*
blaðió
Útgefandi Alþýöuflokkurinn
Ritstjórn Alþýðublaösins er aö Siöumúla 11, sfmi 81866. Auglýsingadeild blaösins er aö
Hverfisgötu 10, sfmi 14906 — Áskriftarsfmi 14900.
LAUGARDAGUR
26 NÓVEMBER 1977
__________ J
Sir Andrew Gilchrsst, ffyrrum sendiherra Bretlands:
MÞað er auðvelt að Ijúga,
en segja verður satt frá”
— ef skilningur á að nást milli tveggja þjóða
,/Ég tel, að síðustu tvö
þorskastriðin, hafi verið
með öllu óþörf og raunar
heimskuleg . Fyrsta
þorskastríðið átti sér sín-
ar orsakir, en það er
heimska að leggja út f
styrjöld, í þessu tilviki
þorskastríð, sem reynsl-
an hefur sýnt að ekki
vinnst.
Þetta, meðal annars, kemur
fram i bók minni, en meö henni
er ég raunar að reyna að skýra
þjóðirnar tvær, Islendinga og
Breta, hvora fyrir annari, fá
þær til að skilja hvor aðra,
þannig að svona nokkuð endur-
taki sig ekki héðan i frá, sagði
Sir Andrew Gilchrist, fyrrum
sendiherra Breta á tslandi, á
blaðamannafundi i gær, en þar
var kynnt ný bók sem hann hef-
ur skrifað um ísland og Islend-
inga. Bókin ber heitið „Þorska-
strið og hvernig á að tapa þeim”
og fjallar að mjklu leyti um
þorskasriðið 1958, þegar lög-
saga okkar var færð út i tólf mil-
ur.
„Mér hefur reyndar alltaf
þótt það mikilvægt að biturleiki
hefur ekki náö að setjast milli
Breta og tslendinga, sagði
Sir Andrew Gilchrist og Brian
Holt, aöalræöismaöur, á blaöa-
mannafundinum I gær.
Gilchrist ennfremur, þrátt fyrir
átök og leiðindaatvik.
Hins vegar unnu tslendingar
þorskastriðið, þá og þau sem
siðar hafa komið, einfaldlega
vegna þess að þeir voru sterk-
ari. Bretar voru, þegar fyrsta
þorskastriðið stóð, enn að jafna
sig eftir Suez-málið og við vor-
um nýbúnir að átta okkar á þvi
að við værum ekki Iengur stór-
veldi.
tslendingar voru i góðri stöðu,
sameinaðir og sterkir, gátu spil-
að á „Veslings litla Island”
samúð innan Evrópu og Nato,
og svo höfðuð þið lika 7.219 gisla
á Keflavikurflugvelli.
Annars er bókin skrifuð að til-
stuðlan vinar mins Haraldar A.
Sigurðarsonar, sem kúgaði mig
til þess. Að hluta til skrifaði ég
hana einnig til að verða rikur,
enda býst ég við að hafa upp úr
islenzku útgáfunni allt að niutiu
milljónir króna, svo og vil ég
með henni þakka tslendingum
og þeim mörgu vinum sem ég á
frá þeim tima, er ég var allt aö
þvi óvinur tslands.
Bókin þykir nokkuð berorð,
sagði Gilchrist þegar hann var
spurður um það hvort hann tæki
afstöðu með Islendingum eöa
Bretum i henni, og i henni eru
nokkrir kaflar sem ég veit að ts-
lendingum kemur til með að
lika illa við. Hins vegar eru i
henni miklu fleiri kaflar sem
verða óvinsælir meðal Breta.
Ég held bókin sé hvorki and-
snúin eða meðmælt máistaö
annars hvors aðilans. Það er á-
kaflega auðvelt fyrir mann I ut-
anrikisþjónustu að láta satt
kyrrt liggja, en ef þjóðir eiga aö
skilja hvor aðra, þá verður aö
segja sannleikann og það geri
ég i bókinni.”
Gilchrist var sendiherra
Breta hér á landi á árunum
1957—60. Einna þekktastur varð
hann hérna þegar árásin var
gerð á breska sendiráðið haust-
ið 1958, en þá stóð þorskastriöið
hvað hæst. Sagt var að meðan
grjótið dundi á húsinu, hafi hann
setið rólegur fyrir innan glugga
og spilað á pianó verk eftir
Chopin. Þetta vill Gilchrist leið-
rétta, þvi hann var að spila verk
eftir Bach, ekki Chopin.
Um ti tii bókarinnar, sem gef-
in er út af Almenna Bókafélag-
inu, sagöi Gilchrist, aö eftir
nokkra umhugsun hafi nafnið
„Þorskastrið og hvernig á að
tapa þeim” orðið ofan á, þar
sem hann væri Breti og Bretar
hefðu tapað. Þvi hefði hann ekki
getað kallað bókina „Þorska-
strið og hvernig á að vinna
þau”.
Bókin kemur út hér fyrst, en
samningar standa yfir við
brezkt útgáfufyrirtæki um út-
gáfu þar.
—hv
Þorskveiðar
bannaðar tólf
daaa ídesember
Á aðalfundi Lands-
sambands islenzkra út-
vegsmanna 25. nóvem-
ber s.i. sagði Matthias
Bjarnason, sjávarút-
vegsráðherra i ræðu
sinni m.a. þetta um frið-
unaraðgerðir: „ þess
vegna hefur nú verið
ákveðið að allar þorsk-
veiðar verði bannaðar i
tólf daga i dese^nber, þó
þannig.að heimilt verði
að stunda aðrar veiðar á
þessu timabili, enda
nemi hlutdeild þorsks i
afla ekki meiru en 10%.
Hugleiddar hafa verið ýmsar
leiðir til takmörkunar á þorsk-
veiðum á næsta ári, þeiira á með-
al að takmarka þorskveiðar
loðnuveiðiskipa á næstu vetrar-
vertið eða á milli loðnuvertiða.
Þá er talið að gæöi netafisks hafi
verið óvenju léleg á siðustu vetr-
arvertið og verður óhjákvæmilegt
að veita þar stóraukið aðhald,
enda er það almennt viðurkennt
að reglurum netafjöida á báthafi
verið þverbrotnará undanförnum
árum, en erfitt hefur reynst að
koma þar á virku eftirliti.”
Meira um orð ráöherra á öðrum
stað i blaðinu.
— Ö.B.
Sérstætt mál í Hæstarétti;
65 ára kona reynir
að fá viðurkennt
faðerni sitt
í Alþýðublaðinu i dag er
greint frá mjög sérstæðu máli
sem dómtekið var i Hæstarétti i
gær — i annað sinn á rúmum
þremur árum. Þar fer 65 ára
gömul kona fram á, að viður-
kenndur verði erfðaréttur henn-
ar eftir mann sem talinn hefur
verið faðir hennar fram til
þessa, en skiptaréttur Reykja-
vikur hefur tvivegis fellt þann
úrskurð, að faðerni hennar
hljóti að teljast ósannað og þvi
eigi hún engan rétt á erfðahlut
eftir föður sinn. Konan visaði
máli þessu til Hæstaréttar eftir
að fyrri úrskurður skiptaréttar-
ins var birtur og felldi Hæsti-
réttur úrskurð skiptaréttar úr
gildi. Kemur fram i dómnum,
að ýmsirformgallar hafiverið á
máiatilbúnaði skiptaréttarins.
Konan setti i annað sinn fram
kröfu r u m a ð dánarbú föður sins
i Reykjavlk væri tekið til skipta-
meðferðar, eftir að ddmur
Hæstaréttar hafði fallið, en
skiptaréttur komst aftur að
sömu niðurstöðu og fyrr: Að
konan ætti engan erfðarétt. Nú
er málið sem sagt komið á ný
fyrir Hæstarétt og eru mála-
vextir raktir nokkuð i blaöinu.
Sjá bis.2 —ARH
Þing Farmanna- og fiskimannasambands Islands:
Menntamálin og öryggis
málin ofarlega á baugi
„Það eru auðvitaö
mörg mál, sem fyrir
þinginu liggja, en flest,
eða öll, eru þau innan
þessara málaflokka,
sem eru eiginlega sígildir
hjá okkur. Það eru kjara-
og launamálin, fiskveiði-
lögsagan og nýting henn-
ar, öryggismálin, vita- og
hafnamál, menntunar-
málin og fleira, sagði
Guðmundur H. Oddsson,
forseti þings Farmanna-
og fiskimannasambands
jslands, í viðtali við
Álþýðublaðið í gær.
Þing Farmanna- og fiski-
mannasambandsins hófst að
Hótel Loftleiðum siðastliðinn
þriðjudag og veröur þvi slitið i
dag.
„Af sjávarútvegsmálum, sem
fyrir þinginu liggja, sagði
Guðmundur ennfremur, má til
dæmis nefna lokunarmálin, það
er svæðalokunina og veiðibönn,
en þetta telja sumir að komi
einkum niður á togurunum.
Svo er það auðvitað nýting
fiskveiðilögsögusvæðisins, það
er hvernig það verður nýtt sem
best.
Þá eru það skólamál
sjómanna, en húsrými og tækja-
búnaður Stýrimannaskólans eru
orðin allt of litil. Þar koma einn-
ig inn lánamál þeirra, sem
hyggjast stunda nám i Stýri-
mannaskólanum, en þau þyrfti
að bæta mikið.
Þá má nefna i þessu sam-
bandi, alger mótmæli viö þvi að
undanþá^ur séu veittar til skip-
stjórnarréttinda á fiski- og far-
skipum. Þessu hefur verið mót-
mælt áður, en þó hefur brugðið
viö aðundanþágur væru veittar.
öryggismálum hefut verið
visað til nefndar og svo er
raunar um flest mál, þannig að
af þeim er ekki mikið hægt að
segja I dag. Þetta kemur i ljós á
morgun, þegar liður að þingslit-
um”
—hv