Alþýðublaðið - 30.11.1977, Side 12

Alþýðublaðið - 30.11.1977, Side 12
alþýöU’ blaóiö Útgefandi Alþýöuflokkurinn Ritstjórn Alþýöublaösins er aö Síöumúla 11, sfmi 81866. Auglýsingadeild blaösins er aö' Hverfisgötu 10, simi 14906 — Áskriftarsimi 14900. MIÐVIKUDAGUR 30. NOVEMBER 1977 Sjúkrahótel Rauða Krossins í Reykiavík: Hættir starfsemi vegna f járskorts — áhrifin verða lengri bið sjúklinga eftir sjukrahúsvist Stjórn Rauöa Kross Is- lands hefur samþykkt, aö hætta rekstri Sjúkra- hótels RKI i Reykjavik frá næstu áramótum aö telja/ að minnsta kosti þar til fenginn er rekstrargrundvöllur fyrir það og áfallnar skuldir vegna rekstursins eru greiddar. Astæöan fyrir þessari ákvörð- un er sivaxandi halli af rekstr- inum og skuldasöfnun af þeim sökum, en uppsafnaður halli er nú orðinn rúmlega tuttugu og ein milljón króna. Talið er aö dagvistargjöld þau er sjúkrahó- telið fær greidd úr Daggjalda- nefnd, en þau nema nú þrjú þús- und og fjögur hundruð krónum, þyrftu aö hækka um sextiu og fimm af hundraði, til þess aö standa undir daglegum rekstri sjúkrahótelsins. Þá yrðu jafn- framt að koma til aðrar aðgerð- ir til að greiða niður uppsafnað- an halla af rekstrinum til þessa. Á blaðamannafundi, sem i gær var boöaður til að skýra frá þessarri ákvörðun, kom fram, að Rauöi Kross Islands getur ekki lengur staðið undir rekstri hótelsins, það er mismun kostnaðar og þess sem kemur inn i daggjöldum, án þess að það hafi i för með sér niðurfellingu hefðbundinna starfa Rauða- Kross deilda. Nú þegar hefur svo mikill hluti tekna Rauða Krossins runnið til þessa máls, að samtökin eru komin i skuld við deildir sinar. Rauði Krossinn hóf starfs- rekstur sjúkrahótels sins að Skiphoiti 21 i Reykjavik þann 15. nóvember 1974. Er hugmyndin um stofnun af þessu tagi komin frá nágrannaþjóðum okkar i Evrópu, en þar þykir rekstur slikra stofnana hafa gefið góða raun. Rauði krossinn á Akureyri rekur einnig sjúkrahótel meö tólf rúmum. Einnig þar komu fram rekstrarörðugleikar, vegna þess. að daggjöld þau er fengust frá Daggjaldanefnd stóðu engan veginn undir rekstrinum, en þá náðist sam- komulag við Fjórðungssjúkra- húsið á Akureyri, um fasta leigu á niu rúmum, og Félagsmála- stofnun Akureyrar um fasta leigu á tveim. Með þvi er rekstri sjúkrahótelsins á Akureyri borgið. Reynt hefur verið að orða svipað samkomulag við sjúkra- húsin i Reykjavik, eða koma hugmyndum um það á framfæri við þau, en undirtektir hafa til þessa verið neikvæðar. Þess má geta, að þótt ef til vill sumir þeirra, er að öðrum kosti myndu dvelja á sjúkrahótelinu, geti farið heim til ættingja, hef- ur þetta i flestum tilvikum ein- faldlega i för með sér lengri legu á sjúkrahúsum, þar sem rikið verður að greiða tuttugu og sjö þúsund krónur á dag fyrir hvern og einn. Hins vegar er farið fram á liðlega sex þúsund króna daggjald fyrir hönd sjúkrahótelsins. Þar sem reynslan hefur sýnt að árlega dvelja sjúklingar tfu Framhald á bls. 10 Inglbjttrg Ester Einaridottir og Þrúður Hjaltadóttir. IMyndir: —ATA) Frá btaðamannafundinum I ger Nokkrir sjúkllnganna I setustofu Veidi- og fiskiræktarráð: Allar fiskeldisstöðv- ar verði rannsakaðar vegna smithættu frá villtum fiski „Menn hljóta ad vera bilaðir í kollinum” sjúkragistihúsinu, segir einn — Við teljum, að ástandið i fiskeldismál- um hér sé orðið það al- varlegt, að það þurfi að taka sterkum tökum. Greinargerð kanadíska fiskisérfræðingsins, sem hér var á ferð á dögun- um, bar það með sér, að allar likur eru á, og reyndar öruggt, að smit- un fiskisjúkdóma kemur frá villtum laxi i einni eða fleiri ám. Þvi er mikil hætta á að sýking berist i stöðvarnar, þvi hún berst auðveldlega með hrognum, sem eru fengin úr þessum fiski. Svo fórust Jakob Hafstein full- trúa i Veiði- og fiskiræktarráði orð, þegar hann var inntur eftir tilefni samþykktar ráðsins, er lögð var fyrir borgarráðsfund i gær. 1 samþykktinni er lagt til, að Landbúnaðarráðuneytinu verði falið að hlutast til um, að rann- sóknir verði gerðar á öllum fisk- eldisstöðvum á landinu, með til- liti til sjúkdómahættu. Sagði Jakob, að ef þessi tillaga Veiði- og fiskiræktarráðs yrði samþykkt, þá kæmi til kasta ráðuneytisins að snúa sér til fisk- sjúkdóm anefndar, sem væri æðstráðandi i þessum málum. Hún myndi væntanlega sjá um framkvæmd rannsóknanna___JSS. — ef þeir loka sjúklingurirm Við ræddum viö tvo sjúklinga á sjúkrahúsinu, þær Ingibjörgu Ester Einarsdóttur og Þrúði Hjáltadóttur. Þær voru hressar og kátar og áttu ekki til hæfilega sterk orð til að lýsa vanþóknun sinni á fyrirhugaöri lokun gisti- hússins. — Þetta er i fjórða eða fimmta skipti sem ég dvel hér i veikind- um minum og mér finnst þetta alveg dásamlegur staður, sagði Ingibjörg. — Ég er utan af landi og hef þurft að dvelja mikið á sjúkrahúsum. Hingað kem ég, svo að segja, beint úr aðgerð og hressist ótrúlega fljótt. Ég kem til með að dvelja hér meira og minna fram á mitt sumar og ef þeir lokagistihúsinu, þarf ég að vera á sjúkrahúsi mestan þann tima en þaö er mun dýrara fyrir alla aðila. Þrúður Hjaltadóttir tók undir ummæli stöllu sinnar um ágæti stofnunarinnar og bætti við. — Ef á að leggja starfsemina hér niður, þá hljóta menn að vera meira en litið bilaðir i kollinum. — Ég er liklega búin að vera hér lengst allra (samfleytt) eða i fjóra mánuði. Það var skipt um bein i upphandlegg á mér þann 15 júli og siðan hef ég verið hér. Ég er úr borginni er ein- stæð tveggja barna móðir, þannig að ég gæti ekki farið heim, þvi ég má ekkert vinna fyrsta árið eftir aðgerðina. — Þetta hressir lika upp á mann, andlega Séö. Hér er góð- ur félagsskapur og góður fé- lagslegur andi. Ef menn eru einir heima eða þurfa að vera lengi á sjúkrahúsi, er hætt við að þeir sökkvi niður i þunglyndi. En það er ekki hætta á þvi hér. — Ég er nú hrædd um ekki, sagði Ingibjörg. Ég átti ekki von á þvi að komast heim fyrir jólin en i gær sagði læknirinn mér, að ég gæti farið heim i næstu viku. Nú komu fleiri að og allir hrósuðu þvi, hve andinn á staðn- um væri góður og uppijrvandi. Margir sögðust ekki þurfa aö nota töflur til að sofna, en hefðu notað margar tegundir áður. Einnig urðu allir sammála um það, að fjölmenna á palla Al- þingis til aö knýja á ráðamenn, að þeir veittu fé til starfseminn- ar, þannig aö hún gæti haldið áfram. Að lokum sagöi Þrúður Hjaltadóttir. — Ef ekkert verð- ur að gert munu ráðamenn fljót- lega sjá afleiðingarnar. Eftir aö við hér heyrðum um fyrirhug- aða lokun stofnunarinnar, hefur blóðþrýstingurinn hækkað svo i mönnum, að hætt er við að við legjum öll inn með of háan blóð- þrýsting. —ATA

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.