Alþýðublaðið - 11.02.1978, Side 2

Alþýðublaðið - 11.02.1978, Side 2
2 Laugardagur 11. febrúar 1978 iS£" Fyllirðu tékkana rétt út? Samvmnunefnd banka og sparisjóöa hefur nú í ni- unda skiptið gefið út bækl- inginn „Tékkar og notk- unþeirra". Bæklingurinn á að vera almenningi til upp- lýsingar um notkun ávís- anahefta og verður afhent- ur öllum nýjum reiknings- höfum/ auk þess sem hann mun liggja frammi í afgreiðslum banka» bankaútibúa og sparisjóða. „Tékkar og notkun þeirra" er gef in út í 20 þús- und eintökum. ES Tekkar og notkun þeirra Ritstjórn Alþýðublaðsins er í Síðumúla 11 - Sími 81866 Norræna húsið: Starfsemi íslands- deildar Norræna sumarháskólans kynnt í dag Á morgun, laugardaginn 11. febrúar, verður starf- semi islandsdeildar Nor- ræna sumarháskólans kynnt á almennum kynn- ingarfundi, sem haldinn verður í Norræna húsinu. Hefst hann kl. 15.00. Norræni sumarháskólinn starfar á öllum Norður- löndunum allan ársins hring og er öllum opinn. Starfsemin fer einkum fram í námshópum og gef- in eru út á vegum skólans ýmis rit og greinar sem eru árangur hópstarfsins. Stjórn tslandsdeildarinnar hef- ur ákveðiö að velja að þessu sinni 6 efni af 13 sem boðið er upp á af dagskrá Norræna sumarháskól- ans. Þau eru „Hafið og Norður- lönd”, „Þekkingarmiðlun i skól- um”, Kvikmyndir og félagsfræði kvikmynda, „Framleiösla og stéttarvitund”, „Listir og samfél- ag” og „Staðfélög i ljósi byggðar- stefnu”. Hópstjórar eru, talið i sömu röð: Ölafur K. Pálsson s. 44641, Kristin Andrésdóttir og Helga Sigurjónsd. s. 11293 og 42337, Þorsteinn Jónsson s. 28805 eða 15361, Stefania Traustadóttir vinnus. 10769, Ólafur Kvaran og Júliana Gottskáldsdóttir s. 15922 og Stefán Thors s. 85174. Loks má láta þess getið, að sumarmót Norræna sumarhá- skólans verður að þessu sinni haldið á Islandi. Verður það að Laugarvatni dagana 22.-30. júli, og er gert ráð fyrir að það sæki Mörg dauðsföll af vpldum eldsvoða á heim- ^ ilum stafa af vanþekkingu á viðbrögðum og / ^ " réttum undankomuleiðum þegar eldur brýst ^ * ** út. Þetta barn hljóp í felur. Eru eldvarnir í lagi á þínu heimili? tá&D Junior Chamber Reykjavík f’i'áajjMsSw’* -T. . J! / JS,' um 200 manns. Starfsstúlkna- félagid Sókn: Varar ríkis- stjómina við launa- skerdingu Stjórn starfsstúlknafélagsins Sóknar hélt fund með trúnaðar- ráði og trúnaðarmönnum af vinnustöðum. Varaði fundurinn Alþingi við þvi að skerða i nokkru þá samninga er gerðir voru sl. sumar. Fundurinn visar þvi á bug að sú launaleiðrétting er þá náðist eigi á nokkurn hátt sök á vanda atvinnuveganna. Sú sök liggi alfarið hjá rikisstjórn og löggjaf- arvaldi. Akranes Glæsilegt vistheimili fyrir aldraða vígt Annan febrúar siðst liðinn flutt- ust fyrstu vistmenn inn i hið nýja dvalarheimili aldraðra á Akra- nesi. Heimilið stendur á fallegum stað við sjóinn á Sólmundar- höfða. 1 þessum áfanga flytjast inn 22 vistmenn, sem búa i 16 einstakl- ingsibúðum og 3 hjónaibúðum. 1 hverri ibúð er baðherbergi með steypibaði, svefnherbergi, stofa og anddyri með eldhúskróki. 1 honum eru skápar, rafmagns- hella, vaskur og litill isskápur. 1 sumar verður svo annar áfangi byggingarinnar tekinn i notkun. Hann er eins og fyrri áfanginn og verða þá vistmenn orðnir 44. — Dvalarheimilið er eign Akraness og hreppanna sunnan Skarðsheiðar, og er rekið sem sjálfseignarstofnun. A morgun, sunnudag, verður heimilið vigt við hátiðlega athöfn, sem hefst klukkan 14. Að vigslu lokinni verður húsið til sýnis fram til klukkan 17:30. Stjórn Höfða færir öllum þeim mörgu, sem stutt hafa heimilið með gjöfum og vinnu, sinar beztu þakkir fyrir aðstoðina. AUx^LjSevuiur l AUGLySINGASIMI BLAOSINS ER 14906

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.