Alþýðublaðið - 11.02.1978, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 11.02.1978, Blaðsíða 12
alþýðu- blaðið Útgefandi Alþýöuflokkurinn LAUGARDAGUR Ritstjórn Alþyöublaðsnins er aö Siöumúla 11, simi 81866. Auglýsingadeild blaðsins er aö Hverfisgötu 10, simi 14906 — Askriftarsimi 14900. 11 FEBRUAR 1978 Umræður um efnahagsmálafrumvarpið á þingi: „Tekið var tillit til armiða launafólks”! / / — sagói forsætisráóherra — Frumvarp ríkis- stjórnarinnar gerir ráö fyrir því að skerða kjara- samninga verulega. en alls engar viðræður hafa orðið á milli stjórnvalda og talsmanna launafólks á grundvelli sameigin- legra tillagna BSRB< ASí< Alþýðuflokks og Alþýðu- bandalags í verðbólgu- nefnd. Þá hefur ekki ver- ið höfð hliðsjón af 4 leið- um i efnahagsmálum sem formaður veröbólgu- nefndar beniti á i nefnd- inni< en þar af var ein leið, sem ekki hefði hrófl- að við kjarasamningun- um. Þetta eru fáein efnisatriöi úr ræöu Gylfa Þ. Gislasonar á þingi i gær, er frumvarp rikis- stjórnarinnar um ráöstafanir I efnahagsmálum kom til fyrstu umræðu. Geir Hallgrimsson, forsætis- ráðherra, flutti langa framsögu með frumvarpinu og kom viða við. Hann sagði markmiö þess það að tryggja fulla atvinnu i Iandinu, þar sem gengisbreyt- ingunni væri ætlaö að afstýra rekstrarstöðvun fyrirtækja. Þá hélt hann þvi fram að tekið hafi veriö tillit til sjónarmiða sam- taka launafólks. Ennfremur bentihanná, að enginn nefndar- manna i verðtfólgunefnd hafi dregiö i efa að gengisfelling aö einhverju marki væri nauðsyn og jafnframt þyrfti að gera um- fangsmiklar efnahagsráðstaf- anir. Tónninn i ræöu ráðherrans var annars mestá þá lund, að kreppuástandiö i fjármálalifinu væri sök launafólks og kjara- krafna þess. Nefndi hann sér- staklega kröfugerð og kjara- samning BSRB s.l. haust og einnig samning ASI og atvinnu- rekenda s.l. sumar. Hafi báöir samningarnir farið út fyrir hið „þjóöhagslega svigrúm”. Lúövik Jósepsson hélt langa ræðu að loknu máli forsætisráð- herra. Hann sagöi aö hér væri um aö ræöa ráðstöfun sem miö- aði aö þvi að færa aftur á bak kaupmátt launa, riftun kjara- samninga og stórhækkun verð- lags i landinu. Myndi verðlag hækka um 30-40 milljarða króna á árinu miðað við verðlag á siö- asta ári, en á móti kæmi „verð- lækkun” um 2 milljarða sam- kvæmt frumvarpinu. Þá gerði hann að umtalsefni 3. gr. frv„ en þar segir að frá og með 1. janúar 1979 skuli óbeinir skattar ekki hafa áhrif á visitölu eða verðbótaákvæði i kjara- sjón- samningum. Sagði Lúðvik þessa klásúlu verða að skoðast sem stefnumörkun fyrir nýja rikis- stjórn Framsóknar og Sjálf- stæðisflokks eftir þingkosning- ar. Þá væri hér verið að kippa grundvellinum undan öllum öryggisákvæðum kjarasamn- inga vegna verðbólgu og tekju- rýrnunar. Greinilegt væri aö ekki væri mark takandi á undir- skrift stjórnvalda undir kjara- samninga, þar sem ekki væri hikaö við að þverbrjóta þá. „Þetta er siðlaus framkoma með öllu”, sagði þingmaöurinn. Einnig benti Lúðvik á að um sið- ustu áramót hafi sparifjáreign i bönkum numið 76 milljörðum, en við gengisfellinguna hafi þessi upphæð rýrnað um 10 milljaröa, meö einu penna- striki. „Rikisstjórnin verður þvi að búa sig undir aðgerðir af hálfu launafólks”, sagði Lúövik Jósepsson. f»Of djúpt í árinni tekið” — Segir Sverrir Hermannsson um ummæli sín um íslenzka blaða- mannastétt ,,— Stéttin getur veriö þræl- menntuð þó hún sé illa mennt. Að vera illa menntur er gamalt orða- tiltæki. Ef höfðingjar fóru til dæmis i herleiðangur var talað um hvernig menntir þeir væru. ^Einnig var talað um hvernig skipstjórar væru menntir, þaö er, hvernig mannskap þeir höföu á að skipa.” — Þannig fórust Sverri Hermannssyni, alþingismanni, orð i samtali við blm. Alþýðublaðsins I gær. Tilefni þessara orða voru um- Glefsur úr athugasemd- um með „kreppu- bombunni” Samkvæmt frumvarpi rikis- stjórnarinnar um „ráðstafanir i efnahagsmálum” er áætlað að kippa óbeinum sköttum (sem eru allt að 80% skattbyrðar launa- fólks) út úr visitölu um næstu áramót. Um þessa ráðstöfun segir I athugasemdum viö frum- varpið. „Það er ótviræður galli á núgildandi verðbótakerfi, að breytingar á óbeinum sköttum — öðrum en þeim, sem fólgnir eru i verði áfengis og tóbaks — valda breytingum á kaupgreiöslum en breytingar á beinum sköttum ekki. Hérerlagt tilaðfrá og með 1. janúar 1979 skuli breytingar á óbeinum sköttum ekki valda ...stéttin getur veriö þraelmenntuö þó hún sé illa mennt... mæli sem þingmaöurinn lét falla um islenzka blaðamannastétt á Alþingi siðast liöinn fimmtudag. Þar sagöi Sverrir meðal annars: að islenzk blaöamannastétt væri skelfilega illa mennt, hún væri verst mennta starfsstéttin og gjörsamlega ófær um að sinna sinu hlutverki i þjóöfélaginu. Er Sverrir var beðinn um að færa rök aö þeirri fullyröingu sinni, aö Islenzkir blaðamenn væru gjörsamlega ófærir um að gegna hlutverki sinu I þjóðfélag- inu sagði hann: „Min skoöun er sú, að fátt er nauðsynlegra i opnu þjóðfélagi en vel mennt biaöa- mannastétt, sem heldur vöku sinni og gagnrýnir jafnóðum, frá degi til dags, stjórnvöld sem allt annaö I bióðfélaginu, og lætur þá Frh. á 10. siöu Áttu Jón Sólnes og kona hans á áttundu milljón í Danmörku Jón Sólnes vafstur Jóns Sólness veröi rann- sakaö sérstaklega” og þvi verði vafningalaust svarað hvort hér sé um að ræöa þjónustugjald „fyrir hina óvenjulegu þjón- ustu, sem hann lét japanska auðhringnum i té vegna Kröflu- virkjunar”. — tel mig hafa 100% heimildir fyrir því segir Vilmund- ur Gylfason „Já þessar heimildir eiga að vera alveg 100% öruggar”, sagöi Vilmundur Gylfason þegar AB innti hann eftir sann- leiksgildi heimilda sem hann ber fyrir þvi að Jón Sólnes, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og kona hans séu meðal reikningseigenda þeirra sem Finansbanken I Kaupmanna- höfn gaf islenzkum skattayfir- völdum yfirlit um. Að sögn Vil- mundar munu þau hjónin hafa átt á 8. milljdn (íslenzkar) sam- •tals i bankanum i árslok 1975. Þetta fullyrðir hann i kjallara- grein i Dagblaðinu 1 gær. Þar segir, að Jón Sólnes hafi átt bankareikning númer 66503- 07 og kona hans reikning númer 66503-56. A reikningi Jóns muni hafa veriö um 87.747 krónur Vilmundur danskar I ársbyrjun 1975 og svipuö i árslok sama ár. A reikningi konu Jóns muni i árs- lok 1975 hafa verið 84.084 dansk- ar krónur. A núverandi gengi sé þvi um að ræða á fjórðu milljon króna á reikningi hvors um sig. Vilmundur gerir það að kröfu i grein sinni „aö fjármála- „Kaupmáttarfórnin meiri í sýnd en reynd” breytingu á verðbótum. Rökin fyrir þessu e.ru vel kunn. 1 fyrsta lagi eru beinir skattar ekki meðtaldir i verðbótavisitölu, eins og að framan var getiö. Það veldur þvi, að val löggjafans milli beinna og óbeinna skatta er ekki óbundiöað þessu leyti, sem hlýtnr aö teljast óæskilegt. 1 öðru lagi stendur ómæld opinber þjónusta á móti óbeinum sköttum, sem ekki er metin til kjarabóta. í þriðja lagi geta stjórnvöld ekki með sama árangri og ella beitt breyt- ingum á óbeinum sköttum til hag- stjórnar vegna þess að þeir eru i grunni verðbótavisitölu”. „Þaö er kunnugt i öðrum lönd- um að undanskilja alla skatta úr verðbótavisitölu, m.a. i Dan- mörku, en þar fvleir einnig að breytingar niöurgreiðslna séu ekki heldur taldar með. Þetta atriði þarf sérstakrar könnunar við. I frv. er mörkuð framtiðar- stefna i þessu efni. Þessi tillaga er ekki beinlinis tengd stundar- vana þjóðarbúsins, en hugsuð til þess aö bæta launaákvörðunar- kerfið til frambúöar”. Ríkisbúskapurinn halla- lausi Þá segir i lok athugasemdanna, að meö gengisfellingunni 8. febrúar og ráðstöfunum sam- kvæmt umtöluðu frumvarpi, sé t „stefnt að þvi að tryggja öruggan rekstur undirstöðuatvinnuveg- anna og þar með fulla atvinnu, jafnframt þvi sem hamlað sé gegn verðbólgu á árinu og grunn- ur lagur aö sókn gegn verðbólg- unni. Jafnhliða sé með þessum ráðstöfunum stefnt að bættum viðskiptajöfnuöi og bættri stöðu landsins út á viö. Til þess að ná þessum árangri þurfi nokkra kaupmáttarfórn, sem þó gæti verið meiri i sýnd en reynd”. „Aö óbreyttu blasti við halla- rekstur og rekstrarstöðvun I fisk- iðnaðinum og útflutningsiðnaði. Ráðstafanirnar tryggja viðun- andi rekstrargrundvöll allra helztu atvinnuvega. Aö óbreyttu hefði verðbólgu- hraðinn á árinu orðiö meiri en 40% að meðaltali en 36% frá upp- hafi árs til loka þess. Ráðstafanir þessar þoka þessari tölu niður I 36-37% að þvi er ársmeðaltaliö varðar en niður undir 30% frá upphafi til ársloka. Að óbreyttuhefði stefnt I a.m.k. 4-5 milljarða krrfna viðskipta- halla á árinu. Ráðstafanir þessar bæta viðskiptajöfnuð um 6-7 milljarða á þessu ári og snúa halla I afgang. Þessi árangur og hallalaus rikisbúskapur, sem aðgeröirnar tryggja, er mikilvægur og þeim mun meira er um vert, að með þeim er á raunhæfan hátt leitast við að tryggja þann kaupmátt, sem náöist á árinu 1977, og leggja þannig traustan grundvöll að

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.