Alþýðublaðið - 04.04.1978, Page 5

Alþýðublaðið - 04.04.1978, Page 5
bte$Ml'Þriðjudagur 4. apríl 1978. 5 SKOÐU Úlfar Bragason skrifar: | Hin sjúka tunga I tilefni ummæla Sverris Hermannssonar ..-.... — Sverrir Hermanns- son mælti nýlega fyrir tillögu til þingsálykt- unar um islensku- kennslu i fjölmiðlum, sem hann flytur á Alþingi ásamt fjórum örðrum þingmönnum. Það er tilefni þessara orða. Orsakir tillögunnar eru raktar i greinargerð. Þar segir m.a.: „Engum dylst, að islensk tunga á nú i vök að verjast. Á þetta sérstaklega við um talað mál, framburð og framsögn. Einnig fer orðaforði þorra fólks þverr- andi ogerlend áhrif hvers konar vaxandi.” Á eftir þessari sjúk- dómslýsingu er gerð grein fyrir, hvað sé til bóta, þ.e. að „snúa við inn á þá braut islenskrar málhefð^r, sem ein verður far- in, ef isl'ensk menning á að lifa og dafna.” Það er svo tillaga fimmmenninganna að beita fjölmiðlum rikisins við lækning- una og kjósa ráð 13 manna (yfirlækna) til að hafa umsjón með verkinu, svo að allt megi gagna i haginn. Þessu gerir Sverrir „mál- fræðingur” („Hér verður islensk málsaga ekki rifjuð upp.”) og „bókmenntafræðing- ur” („Af nógu góðu og frábæru er að taka i islenskum bók- menntum.”) frekari skil i fram- sögu sinni (sbr. Mbl. 10/3 ’78). Hann segir, að það sé aðallega tungan „i munni yngri kynslóðar þéttbýlis”, sem sé sjúk. Ein ástæða til þess sé, að „málskóli heimilanna- og þó einkum hinna öldruðu” sé þar ekki lengur. Þessi tónn hefur áður heyrst. En hefur nokkurn tima verið gerð hér á landi könnun á, hvaða áhrif bygga- röskun og breyttir fjölskyldu- hættir hafi á tungutak fólks? - Aðra ástæðu fyrir meintri hnignun mælts máls segir Sverrir vera, að erlend áhrif hafi vaxið. Litur hann svo á, að þetta sé m.a. sjónvarpinu að kenna. Annars hafa öll sam- skipti Islendinga við umheiminn aukist svo á siðustu áratugum, að erfitt mun að útnefna einn erkióvin. Sumir nefna herinn, enSverrir talarekki um hann af einhverjum orsökum. Hvernig hefði nú verið að flytja þingá- lyktun um könnun á þessu i staðinn fyrir að leggja til atlögu gegn meini, sem ekki er vitað, hversu illkynjað er eða út- breytt? Sverrir ræðir lika um, hvernig hljóðvarp og sjónvarp geti stuðlað að málvöndun. Að visu virðist hann ekki gera sér grein fyrir, aðhér er um tvenns konar fjölmiðla að ræða og þvi hlýtur bæði efnismeðferð þeirra og að nokkru efnisval að vera frá- brugðið. Eins virðist hann halda, að rikisútvarpið eigi digra sjóði til að f jármagna her- ferðina, sem tillagan gerir ráð fyrir. Annað hljóð hefur þó verið i menntamálaráðherra. Verður þvi að telja alþingismönnum skyldara að áætla stofnuninni fé til skólaútvarps, en kasta þang- að hnútum. Sverrir segir enn fremur og það réttilega, að með lestri islenskra bókmennta, bæði fornra og nýrra, og vandaðri kynningu verði „tungan best efld” . Hann minnist einnig á lestur úr ritverkum i hljóðvarp og segir: ,,Ef ég væri útvarps- ráðsmaður(’) mundi ég leggja til, að á hverjum vetri yrði Njála lesin.Bandamanna saga, Hrafnkels saga Freysgoða og enn fleiri fornrit okkar, auk Laxness, Þórbergs og fjölda annarra höfunda siðari tima.” Sem sagt allt fyrir menningar- arfinn og hefðina. Reyndar hafa Laxness og Þórbergur ekki alltaf átt upp á pallborðið i flokki Sverris, en það er önnur saga. Þeir eru ekki hættulegir islensku máli lengur. Annar er orðinn heimagangur á Morgun- blaðinu og hinn kominn undir græna torfu. Að öðru leyti er ekki ljóst, hvað Sverrir á við með „fjölda annarra höfunda siðari tima”. Liklega eru þeir flestir látnir, þvi að hann kvart- ar undan að nú hafi margir góð- ir rithöfundar og skáld „byrjað á leirburðarstagli”. En ætli Laxa-Guðmundur og Indriði fái ekki að fljóta með, já og auðvit- að Matthiasog JónBjörnsson og Gréta og aðrir þeir, þeir sem eru viðurkenndir i Morgun- blaðshöllinni. Aftur á móti er hætt við, að t.d. Guðbergur þætti ekki aðeins hættulegur islensk- unni, og vitaskuld siðferði hús- mæðra i Vesturbænum, heldur lika brjóta hina gullnu hlut- leysisreglu útvarpsins. Sverrir Hermannsson segir nefnilega: „Lýðræðið er ekki i heiðri haft, nema áhrif og valdahlutföll á Alþingi njóti sín eðlilega á sem flestum sviðum þjóðli'fsins.” Meirihlutinn á ekki aðeins aðhafa leyfi til að byggja kröfluvirkjanir og borgar- fjarðarbrýrogfara með fjárhag rikisins til andsk.. Hann á lika að ákveða hvar skrifaður skuli stór og hvar litill stafur, og að z skuli lifa, annað væri mál- skemmd! (Þvi meirihlutinn veit ekki, að stafsetning ritaðs máls er fyrst og fremst samkomu- lagsatriði og kemur málvernd ekkert við.) Og meirihlutinn skal segja fyrir, hvað er gott mál og vont, og velja flesta i 13 manna ráðið, se m á að stjórna herferðinni gegn meinsemdum tungunnar. Þá verða vafalaust fyrir valinu hæfir menn og ekki „klikumenn í röðum embættis- manna”. Meirihlutanum er ekkert mannlegt óviðkomandi. Hann veit allt, skilur allt, getur allt. Var einhver að tala um virð- ingu Alþingis? Kallast þetta glöggskyggni og ráðagæði við Austurvöll? Fyrst eru þeir út- nýddir, sem unnu að einföldum stafsetningarinnar, rétt eins og þeir væru ekki vandanum vaxn- ir þrátt fyrir nám og langa kennarareynslu. En með breyt- ingunni var ætlunin m.a., að minni tími færi i að kenna staf- setningu i skólum. Þá fengist meira svigrúm til að fræða um hagnýta málnotkun og mál- vöndun. Og siðan kemur þessi tillaga. Er þó eðlilegast, að skólarnir fyrst og fremst ræktu það hlutverk,sem fjölmiðlum er ætlað samkvæmt henni. En auð- vitað eiga þeir að fylgja eftir málrækt skólanna og gerðu það sjálfsagt næstum sjálfkrafa, ef skólarnir gengju á undan. Til- lagan væri þvi óþörf og allur sá fyrirgangur, sem af henni leiddi, væri hún samþykkt. Svona tillöguflutningurkallast á minum bæ sullukollsháttur og annað, sem kannski er verra, valdahroki. Tillagan gerir ráð fyrir, að sjónvarpið „langsterkasta áróðurstækið, sem fluzt hefur inn á gafla á hverju heimili landsmanna, þurfi að taka tröllataki (...) til viðreisnar islenskri tungu.” Væri ekki heillaráð, að hinir þingmenn- irnir 55 leyfðu fimmmenningun- um að vera heima til að glima við apparötin sín, jafnvel þótt það taki þá nokkra daga að leggja þau undir. Eða er þetta hin nýja Islandsglima, sem leiða á inn? Minningarorð Jórunn Tynes „Sjálft hugvitið, þekkingin hjaðnar sem blekking, sé hjarta ei með, sem undirslær”. Við riútimamenn stærum okk- ur gjarnan af þeirri hagsæld, sem við höfum búið sjálfum okkur og börnum okkar, af öll- um framförunum, af tækninni, sem okkur hefur lærzt að beita, af valdinu, sem við höfum náð yfir náttúrunni. En þegar öllu er á botninn hvolft, er það ekkert af þessu, sem gerir manninn hamingjusaman, farsælan. Það vártil hamingja i heiminum, áð- ur en hagsæld nútimans kom til sögunnar, áður en tæknin varð til, meðan maðurinn hafði þau kynni ein af tunglingu, að það skein á skærum kvöldhimnin- um, en hafði ekki stigið þar fæti. Skyldi það ekki vera svo, að I allsnægtum okkar og veldi leið- um við hugann of sjaldan að þeim verðmætum, sem gefa lif- inu varanlegt gildi, þótt þau verði ekki vegin né metin. Eitt slikra verðmæta er vin- áttan. Sagt hefur verið, að góður vinur sé gulli betri. Það eru orð að sönnu. An vina verður ekki lifað farsælu lifi. Sönn vinátta er uppspretta gleði og hamingju. Það er ekki tilviljun, að þessi orð eru sögð, þegar minnzt er frú Jórunnar Tynes, konu Jóns Sigtryggssonar prófessors. Þau hafa verið meðal nánustu vina okkar hjónanna i áratugi. Vin- áttan við þau hefur verið okkur ómetanleg. Hún hefur fært okk- ur þá kyrrlátu gleði og þá stað- föstu öryggiskennd, sem náin kynni af góðu fólki ávallt veita. Jórunn Tynes var að mörgu leyti mjög merk kona. Það sóp- aði að henni, hvar sem hún fór. Reisn hennar mótaðist samt ekki af neins konar yfirlæti. Hún var fólgin i eðlilegri fyrir- mennsku. Þess vegna var fram- koma hennar hlýleg, jafnframt þvi sem hún var höfðingleg. En Jórunn Tynes var ekki að- eins glæsileg kona. Hún skildi vegsemd þess og vanda að vera maður. Hún gat verið öllum öðr- um kátari og gamansamari, ef svo bar undir, orðheppin og hláturmild og hrókur alls fagn- aðar. En hún gat lika rætt af djúpri alvöru um vandamál mannlifsins, stundum til þess að reyna sjálf að skilja þau betur eða hjálpa okkur hinum til þess, stundum til þess að vera til að- stoðar, stundum til þess að hugga. En hvort sem samvistir við hana mótuðust af gleði eða alvöru, gat aldrei dulizt, að þar fór góð kona, manneskja, sem vildi láta gott af sér leiða, vildi vera og var vinur vina sinna. Það verður ekki sagt um marga, að öllum, sem kynnast þeim, verði hlýtt til þeirra. En það verður sagt um Jórunni Tynes. Þeim sem þekktu hana bezt, hlaut að þykja vænt um hana. Skýringin er sú, að i brjósti hennar sló svo hlýtt hjarta, aö það mótaði öll orð hennar og allar gerðir, viðmót hennar og framgöngu alla. Þess vegna var að framan vitnað til þeirra orða Einars Benedikts- sonar, að i raun og veru sé allt hégómi, nema undir slái hjarta. Jórunn Tynes var trú rödd hjarta sins. Hún hlýddi kalli þess til hinstu stundar. Það á við um hana, sem Einar Benedikts- son segir i öðru kvæði: „Stór er sá einn, er sitt hjarta ei svíkur”. Gylfi Þ. Gislason

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.